Morgunblaðið - 06.05.1987, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 06.05.1987, Blaðsíða 1
56 SÍÐUR STOFNAÐ 1913 100. tbl. 75. árg. MIÐVIKUDAGUR 6. MAÍ 1987 Prentsmiðja Morgunblaðsins Suður-Afríka: Róstur vegna kosn- inga hvítra manna Jóhannesarborg, Reuter. OFBELDISVERK voru víða unn- in i Suður-Afríku í gær og er nú farið að hitna i kolunum i landinu vegna kosninga hvitra manna, sem haldnar verða í dag. Svartur maður var myrtur og „Njósnarar“ gripnir í Svíþjóð: Voruað fagna heims- meistaratitli Stokkhólmi, Reuter. SÆNSKA lögreglan handtók i gær fimm menn á eyju skammt frá Drottningarhólma, þar sem sænska konungsfjölskyldan býr, og lék grunur á að þeir væru viðriðnir njósnir. Við yfirheyrslu kom í ljós að mennimir vom siður en svo njósnarar, heldur vora þeir að fagna þvi að sænska landsliðið i ísknattleik hafði unn- hvítur hermaður hlaut alvarleg sár þegar jarðsprengjur sprungu við landamæri Suður-Afrfku í norðri. Jóhannesarborg nötraði undan tveimur sprengingum og í borginni Durban dreifði lögregla svörtum mótmælendum með því að skjóta af haglabyssum og beita táragasi. Einnig kom til ryskinga í grennd við Höfðaborg. Þetta eru mestu róstur af pólitískum toga, sem orð- ið hafa í Suður-Afríku síðan neyðarlög voru sett í júní á síðasta ári. íbúar í þéttbyggðum hverfum blökkumanna umhverfis Jóhannes- arborg virtust flestir hafa orðið við áskorunum róttækra um að mót- mæla kosningunum með friðsam- legum hætti og koma ekki til vinnu. Þó voru blökkumenn í Soweto, sem ekki sinntu áskoruninni, og voru þeir grýttir þegar þeir sneru heim úr vinnu. Aðeins hvítir menn hafa atkvæð- isrétt og hafa fjölmargir mótmælt því. Búist er við að Þjóðarflokkurinn haldi meirihluta sínum í kosningun- um og verói áfram við völd. Reuter Konan á myndinni er félagi í mannréttindasamtökum, sem krefjast þess að blökkumenn fái að lyóta jafnréttis í Suður-Afríku. Gro Harlem Brundtland: Samskipti Noregs og EB á að auka Brussel. Reuter. GRO Harlem Bmndtland, for- sætisráðherra Noregs, sagði í Bmssel í gær að land sitt óskaði eftir nánara sambandi við Evr- ópubandalagið (EB), en ekki væri verið að undirbúa inngöngu- beiðni í annað sinn, en Norðmenn feildu slíkt sem kunnugt er í þjóðaratkvæðagreiðslu árið 1972. Brundtland hélt blaðamannafund eftir að hafa kynnt frarpkvæmda- nefnd EB og ráðherrum frá aðild- arríkjum þess og Fríverslunar- bandalags Evrópu (EFTA) skýrslu um umhverfís- og þróunarmál, er lögð verður fyrir Allsheijarþing Sameinuðu þjóðanna seinna á þessu ári. Brundtland er formaður nefnd- ar er unnið hefur skýrsluna. Hún sagði að stjóm sín myndi innan tveggja vikna leggja fyrir þingið tillögur um samskipti við EB sem auka ætti og bæta. Brundtland lét í ljósi þá ósk við forráðamenn EB að bandalagið opnaði skrifstofu í Osló og munu þeir hafa tekið vel í það. ið gullverðlaun á heimsmeistara- móti í Vín um helgina. Mikill öryggisviðbúnaður lögreglunnar vegna þessa hafði því verið til einskis. Vamarmálaráðuneytið sagði í upphafí að mennimir fímm væru frá austantjaldslandi og þeir hefðu verið handteknir eftir að lögregla greindi frá dularfullum gárum á vatninu umhverfis hólmann. Við leit fundust mennimir fimm í tjaldbúðum sínum og voru þeir yfírheyrðir í margar klukkustundir. Kváðust þeir hafa verið að fagna heimsmeistaratitlinum og var þeim sleppt lausum við svo búið. Að sögn lögreglu hefur engin skýring fund- ist á áðumefndri ólgu í vatninu. Secord ber vitni í vopnasölumálinu: Sakar Bandaríkj astj óm um að snúa við sér baki Washingfton, Reuter. RICHARD Secord, fyrmm hers- höfðingi í bandaríska flughern- um, bar í gær vitni fyrir þingnefnd Bandaríkjaþings vegna sölu á vopnum til Irana og greiðslna til skæruliða i Nic- Viðræður hafnar um langdrægar kjarnorkuflaugar: Neikvæð viðbrögð við til- lögu Bandaríkjasljórnar Genf, Moskvu, Reuter. SAMNINGAMENN risaveldanna í Genf hófu í gær viðræður um fækkun langdrægra kjarnorku- vopna og takmarkanir varðandi þróun og smíði geimvopna. Bandaríkjamenn hafa boðað að þeir muni leggja fram tillögu um helmingsfækkun langdrægra flauga. Sovéska fréttastofan Tass sagði að sú tillaga væri með öllu óaðgengUeg ef ekki yrði jafnframt samið um takmörkun geimvopna. Gennady Gerasimov, talsmaður sovéska utanríkisráðuneytisins, sagði fréttamönnum að þessi yfir- lýsing fréttastofunnar endurspegl- aði aðeins viðhorf þess sem hefði ritað hana. Vakti þetta athygli manna þar eð Tass fylgir að öllu jöfnu þeirri stefnu sem Sovétstjóm- in mótar. Þykir þetta benda til að stefna Gorbachevs um fijálsari upp- lýsingamiðlun hafí náð að festa rætur á ritstjóm fréttastofunnar og hafa menn þóst sjá merki þessa áður. Gerasimov tók fram að enn hefðu Bandaríkjamenn ekki lagt fram skriflegar tillögur um lang- drægu flaugamar. Vestrænir sérfræðingar sögðu hins vegar að viðbrögð ráðamanna eystra yrðu að líkindum svipuð þeim sem Tass birti í gær. Sovétstjómin hefur kraf- ist þess að stórveldin skuldbindi sig til að hlíta ABM-sáttmálanum um takmörkun gagneldflaugakerfa i tíu ár en svonefnd „þröng túlkun" á honum myndi takmarka mjög svig- rúm Bandaríkjamanna varðandi tilraunir með geimvopn. Banda- rflqastjóm heldur því á hinn bógin fram að Sovétmenn hafí þegar þver- brotið sáttmála þennan. Samningamenn stórveldanna komust í gær að samkomulagi um að setja á stofn upplýsingamið- stöðvar sem eiga að koma í veg fyrir misskilning og mistök í með- ferð kjarnorkuvopna. Stöðvar þessar munu jafnframt veita upp- lýsingar verði þeirra krafist í nafni hugsanlegra samninga um tak- mörkun vígbúnaðar. Þær verða settar á stofn bæði í Bandaríkjunum og Sovétríkjunum, að sögn tals- manns samninganefndar Banda- ríkjastjómar í Genf. Sagði hann að samkomulag þetta væri liður í þeirri viðleitni að auka traust milli risa- veldanna í því skyni að tryggja öryggi ríkja heims. aragua. Sakaði hann stjórn Ronalds Reagan forseta um að hafa snúið baki við sér og þeim, sem flæktir em í málið. Secord er fyrsta vitnið, sem þing- nefndin yfírheyrir. Hann sagði að stjómin hefði samþykkt allt, sem hann tók sér fyrir hendur, og bætti við að hann væri stoltur af hlut- verki sínu í málinu. Secord sagði að Bandarílq'astjóm hefði beðið sig um aðstoð um mitt ár 1984 og aftur í lok ársins 1985 og hefði Oliver North átt frum- kvæðið að því. Hann hefði bæði verið viðriðinn vopnasöluna til írans og aðstoð við skæruliða í Nic- aragua. „Mér skildist að þessi stjórn vissi af mínum gerðum. og hefði samþykkt þær,“ sagði hann. Secord er hægri sinnaður kaup- sýslumaður og hefur sambönd í bæði bandarísku leyniþjónustunni (CLA) og alríkislögreglunni (FBI). Hann sagði að William Casey, fyrr- um jrfírmaður CIA, hefði vitað að vopn hefðu verið flutt til skæruliða í Nicaragua, þrátt fyrir að þingið hefði lagt bann við slíkum flutning- um. Lee Hamilton, formaður nefndar- innar, sagði við upphaf yfírheyrsln- anna, að ætlunin væri ekki aðeins að komast að því, sem hefði gerst, heldur einnig að útiloka að það gæti gerst aftur. Með leynimakki 0 Keuter Richard Secord, fyrrum hers- höfðingi, sver eið áður en hann ber vitni í opinbemm yfirheyrsl- um þingnefndar um vopnasölu- málið. hefði æðsta stjóm ríkisins brugðist trausti umbjóðenda sinna. Upplýsa þyrfti hvaða afskipti Ronaid Reag- an forseti hefði haft af málinu og hvenær. Reagan sagði við blaðamenn i gærmorgun að hann fagnaði því að yfírheyrslumar væm hafnar: „Ég vona að nú fái ég loks að heyra það, sem ég hef beðið eftir að fá að vita."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.