Morgunblaðið - 06.05.1987, Qupperneq 9

Morgunblaðið - 06.05.1987, Qupperneq 9
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVTKUDAGUR 6. MAÍ 1987 9 Ég þakka öllum þeim, sem sýndu mér vináítu með heimsóknum og gjöfum á 80 ára afmœli minu 27. apríl sl. Ebeneser Erlendsson, Grettisgötu 79. \Tann Security since 1795 peningaskápar Eldtraustir — þjófhetdir heimsþekkt framleiósla. E. TH. MATHIESEN H.F. B/EJARHRAUNI 10, HAFNARFIRDI, SIMI 651000. Jörð óskast Félagasamtök óska eftir að kaupa jörð innan ca 300 km frá Reykjavík. Upplýsingar í símum 33147 (Hanna) og 82205 (Jóhann). KYNNIST EIGIN LANDI! Ferðir um ísland í sumar Ferðaskrifstofa ríkisins hefur skipulagt tvær fróðlegar og skemmtilegar ferðir um landið í sumar. Fararstjóri verður Guðmundur Guðbrandsson sem leitt hefur þessar ferðir undanfarin sumur. Gist verður á hótelum og hálft fæði er innifalið í verði. Tilvalið tækifæri til að kynnast eigin landi. Hringferð um landið 10 dagar. Brottfarardagur 30. júní og 11. júlí. í byggð og óbyggð 10 dagar. Brottfarardagur 21. júlí. Upplýsingar og bæklingar á skrifstofúnni. A FRI Ferðaskrifstofa Ríkisins Skógarhlíð 6, sími 25855. toítoMmsp Öábyrgar konur í forystugrein Alþýðu- blaðsins í gær er sagt, að Jón Baldvin Hanni- balsson, formaður Alþýðuflokksins, hafi einn „sýnt ábyrga við- leitni að ræða við for- ystumenn annarra flokka um hugsanlega myndun ríkisstjórnar" á meðan forseti fslands veltir niðurstöðum kosn- inganna fyrir sér og metur stöðu einstakra flokka. Blaðið kvartar undan áhugaleysi ann- arra flokka og segir það gefa „mynd af pattstöðu sem gæti reynst örlaga- rikt þegar boltanum verður nú varpað til formannanna". Og enn segir Alþýðublaðið: „Kvennalistinn er al- mennt var talinn sigur- vegari kosninganna enda þótt að hluti af sigrinum fælist í þvi, að flokkurinn bauð í fyrsta skipti fram í öllum kjördæmum. Kvennalistinn hefur enn ekki sýnt ábyrga afstöðu um hugsanlega stjórnar- þátttöku með uppbyggi- legum viðræðum við aðra flokka. Þess í stað hefur Kvennalistinn einangrað sig á Hótel Vík og setið þar maraþonfundi sem enn hefur ekkert komið út úr opinberlega. Kvennaiistinn hefur misst af vagninum í óformlegum könnunar- viðræðum siðustu viku og hætta er á að flokkur- inn lendi út í homi þegar eiginlegar stjómarmynd- unarviðræður hefjast." Á að skilja þessi skrif Alþýðublaðsins um óábyrgar konur á þann veg, að blaðið telji að Jón Baldvin hafi þegar verið hryggbrotinn af Kvenna- listanum? í orðum blaðs- ins felst beiskjublandin gronija, sem bendir ekki til þess að alþýðuflokks- menn telji mikinn akk i þvi að ræða frekar um eða við Kvennalistann. Steingrímur fór á kreik Steingrímur Her- mannsson, formaður íiwiiiimumi Hagsmunir þjóðarinnar Er Albertina að fæðast? _ Óþolinmæði krata Kratar sækjast nú svo mjög eftir að komast í ríkisstjórn, að þeir geta ekki lengur leynt óþolinmæði sinni. Sést þetta á hverri síðu Alþýðublaðsins í gær (þær eru fjórar). Athyglisvert er, að í blaðinu eru hornin ekki síst rekin í þá, sem Jón Baldvin Hannibalsson, flokksformaður, hefur talað um sem líklegustu samstarfsmenn í næstu ríkisstjórn, sjálfstæðismenn og kvenna- listakonur. Þá birtist í blaðinu reiðilestur um Davíð Oddsson, borgarstjóra, í tilefni af því, að fóstrur hjá Reykjavíkurborg drógu uppsagnir sínar til baka. Framsóknarflokksins, hefur afdráttarlaust neitað þvi, að hann hafi verið í óformlegum við- ræðum við aðra flokka eftir kosningar; brást hann raunar hinn versti við, þegar fréttamaður Bylgjunnar sagði við hann eitthvert kvöldið, að hann hefði átt í slíkum viðræðum. Við hlið leið- ara Alþýðublaðsins {gær, þar sem Jóni Baldvin er einum þökkuð „ábyrg viðleitni", birtist grein eftir Ingólf Margeirsson, ritstjóra Alþýðublaðsins. Þar segir meðal annars: „Meðan klukkan tifar á óformlegar viðræður Jóns Baldvins, hefur Steingrimur farið á kreik. Honum hefur ver- ið ljóst að hann yrði að leggja frambærilegan stjórnarkabal um helg- ina. í dag eða á morgun gengur hann og aðrir formenn flokkanna á fund Vigdisar Finn- bogadóttur og þá er eins gott að hafa einhver tromp í erminni." Síðan segir ritstjóri Alþýðublaðsins það full- um feturn, að Steingrím- ur Hermannsson hafi dottið „það snjallræði S hug að kippa Borgara- flokknum inn sem þriðja aðila í stjómarsamstarf fráfarandi stjómar- flokka". Jafnframt segir ritstjórinn, að Steingrim- ur hafl samið við Borg- araflokkinn um að Albert Guðmundsson verði ekki ráðherra í slíkri stjóm. Þessar vangaveltur í Alþýðublaðinu em for- vitnilegar fyrir þá sök, að þar kemur fram hvers vegna kratar em jafn önugir í garð Kvennalist- ans og raun ber vitni; þeir telja, að konumar hafi auðveldað Stein- grími Ieikinn gagnvart Jóni Baldvin en báðir stefna þeir að samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn svo sem kunnugt er. Hvort óþolinmæði og beiskja krata er á rökum reist skal ósagt látið; en mikið er í húfi núna hjá Alþýðuflokknum, sem hefur tekið stefnu beint á ráðherrastólana og ætl- ar ekki að Iáta neinn Iialda sér frá markinu. Fóstrudeilan Á baksiðu Alþýðu- blaðsins í gær segir meðal annars um afskipti Daviðs Oddssonar, borg- arstjóra, af fóstrudeil- unni: „t fréttatíma Stöðvar tvö notaði Davíð tækifærið til að gera Margréti Pálu tortryggi- lega og sagði hana svo róttæka að hún hefði ekki þolað við f verka- lýðsráði Alþýðubanda- lagsins. — Borgarstjórinn greip til klassískrar kommagrýlu i miðju samningaþófi við heila stétt láglaunakvenna." Margrét Pála Ólafs- dóttir, sem var talsmaður kjaramálanefndar fóstra i deilunni við borgar- stjóra og Starfsmannafé- lag Reykjavíkurborgar, hefur ekki farið f laun- kofa með afstöðu sina til Alþýðubandalagsins. Borgarstjóri var síður en svo að fara með fleipur, þegar hann lýsti þessari afstöðu. Fyrir þá sem fylgdust með orðaskipt- um í þessu máli voru upplýsingar borgarstjóra til þess fallnar að auð- velda mönnum að skilja hörkuna, sem f deiluna hljóp. Viðbrögð Alþýðu- blaðsins minna helst á kveinstafi þeirra innan bræðraflokks krata i Bretlandi, Verkamanna- flokksins, sem kvarta hæst undan því, þegar forysta flokksins ræðst á þá fyrir ábyrgðarlausa vinstrimennsku. Þessi hópur vinstrisinna og ábyrgðarleysi flokksins i öryggismálum eru taldar helstu ástæðurnar fyrir fylgisleysi hans í skoð- anakönnunum. Hefur þú hugað að peningunum þínum... ...ámorgun? VERDBRÉFAMARKAÐS IDNAÐARBANKANS bera nú 9-11% ávöxtun umfram verðbólgu Opnunargengi Sjóðsbréfa 1 og 2 verðuróbreytt kr. 1.000 dagana 7. til 22. maí 1987 Á morgun, 7. maí, hefur Verð- bréfamarkaður Iðnaðarbankans rekstur tveggja nýrra verðbréfa- sjóða og sölu á Sjóðsbréfum 1 og Sjóðsbréfum 2. Sjóðsbréf 1 eru fyrir þá sem vilja örugga ávöxtun og uppsöfnun þar til þeir þurfa á fjármunum sínum að halda. Sjóðs- bréf 2 eru ætluð þeim sem þurfa að lifa af eignum sínum og hafa af þeim tekjur. Tekjur Sjóðsbréfa 2 1 H Verðbréfamarkaður = Iðnaðarbankans hf. umfram verðbólgu eru greiddar út á þriggja mánaða fresti, í mars, júní, seþtember og desember ár hvert. Hjá Verðbréfamarkaði Iðnaðar- bankans hf. hugsum við um að ávaxta þeninga - á hverjum degi! Síminn að Ármúla7er 68-10-40.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.