Morgunblaðið - 06.05.1987, Side 39

Morgunblaðið - 06.05.1987, Side 39
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. MAÍ 1987 39 Eigendur Sæljónsins, þau Árni Erlingsson og Auður Einarsdóttir, í nýju versluninni. Verslun með segl- brettaútbúnað opnuð VERSLUNIN Sæljónið hefur verið opnuð á Hverfisgötu 108 í Reykjavík og verða þar á boðstól- um seglbretti og allur viðbúnaður er viðkemur seglbretta- fþróttinni. Eigendur verslunarinn- ar eru Árni Erlingsson og Auður Einarsdóttir sem hafa rekið segl- brettaskóla í Nauthólsvíkinni undanfarin þrjú sumur. í versluninni verða auk brettanna á boðstólum þurrbúningar. Brettin eru frá Vestur-Þýskalandi og þurr- búningarnir frá Austurríki. Einnig verður til sölu íþróttafatnaður frá fyrirtækinu Windsurfing Hawaii. Verslunin Sæljónið er opin virka daga frá kl. 11.00 til 18.00. Karlakórinn Hreimur syngur á Húsavik. Morgunbiaðið/Spb. Húsavík: Karlakórmn Hreimur í Höllinniá Húsavík Húsavík. KARLAKÓRINN Hreimur söng í Höllinni (íþróttahúsinu) á Húsavík sl. miðvikudag við góða Myndlistarsýning í Mosfellssveit DAGANA 4.-31. maí verður sýning á grafikverkum Halldóru Gíslad- óttur í Héraðsbókasafni Kjósar- sýslu í Mosfellssveit. Þetta er fyrsta einkasýning Halldóru á ís- landi. Halldóra Gísladóttir stundaði nám við Myndlista- og handíðaskóla ís- lands árið 1967-71 og 1972-73 og síðan við Grafikskolan Forum frá 1982-86. Hún hefur tekið þátt í sam- sýningum bæði hérlendis og erlendis undanfarin ár. Sýningin er í tengslum við Vor- daga sem núna standa yfir í Mos- fellssveit og verður sýningin sem er sölusýning opin virka daga frá kl. 13.00 til 20.00. aðsókn og undirtektir. Stjórn- andi kórsins er Ulrik Ólason, einsöngvarar bi-æðurnir frá Rangá, Baldur og Baldvin Kr. Baldurssynir, og undirleikari var Juliet Faulkner. Kórinn er skipaður 46 söngmönn- um úr 6 sveitarfélögum, svo kórfé- lagar leggja mikið á sig til að sækja æfingar, sem sjá má, því vegalengd- ir eru hjá mörgum miklar frá heimili til æfingastaðar í ídölum. Þetta er fyrsta prófraun á hljóm- burði í hinu nýja húsi, en eins og kórinn staðsetti sig nú — möguleik- arnir eru margir — þótti hljómburð- ur ekki vera sem bestur, en frekari athuganir þarf að gera áður en fullnaðardómur þar um er felldur. Hreimur hyggst fara i ágúst næstkomandi í söngför til Noregs, en nú eru liðin um 80 ár síðan Heklukórinn fór sína frægu Noregs- söngför sem þá var hvati að stofnun fleiri norðlenzkra karlakóra. — Fréttaritari AF ERLENDUM VETTVANGI eftir SIMON HOGGART Hart í prófkjör - beðið eftir betri manni Það eru aðeins um 550 dagar til næstu forsetakosninga í Bandaríkjun- um. I Iowa, þar sem fýrsta forvalið fer fram, er ákaft biðlað til áhrifa- manna. Frambjóðendurnir heimsækja þá ekki aðeins í eitt skipti, heldur Qórum til fimm sinnum hvern, þeim berast gjafir á afmælum, og þeir fá heimsóknir eða blómvendi ef þeir veikjast. Sömu sögu er að segja í New Hampshire þar sem efnt er til forvals viku síðar. New Hampshire er eitt minnsta ríki Bandaríkjanna, en ef til vill það þýðingarmesta fyrir væntanlega frambjóðendur. Eitt helzta vandamál Garys Hart, vinsælasta frambjóðanda demókrata, er það sem nefnt hefur verið „ímynd“. Spurt er: „Er hann enn sami kvennabósinn og áður?“ Hann og Lee kona hans hafa tvi- svar skilið að borði og sæng þó þau séu nú í sambúð. Engum dettur í hug að hann hafi notað einveru- stundirnar til að liggja yfir gömlum þingskjölum. Fyrir nokkru var hann spurður um þessa erfiðleika í hjónabandinu og sakaði þá aðra frambjóðendur um að bera út gróusögur. „Þú kemst ekki á toppinn með því rakka aðra niður . . .,“ sagði hann. Seinna kvaðst hann hafa átt við að ef einhver keppinautanna væri að bera út kjaftasögur kæmi það honum ekki til góða. Það sem hann hefði átt að gera var að sjálfsögðu að halda sér sam- an. Að reyna að afgreiða málið með því að ásaka aðra hefur tvennskonar alvarlegar afleiðingar: söguburðinum er haldið áfram, og keppinautarnir fá tækifæri til að notfæra sér hann. Það torveldar Hart einnig að skapa sér þá ímynd að hann sé sanngjarn, göfuglyndur og hafinn yfir persónulegar svívirð- ingar. Það eru fleiri smávægileg vanda- mál í sambandi við ímyndina. Hann breytti eftirnafni sínu, sem var Hartpenee, í Hart á sama tíma og margir aðrir í Bandaríkjunum reyna frekar að taka sér ensku- legri nöfn af ýmsum ástæðum. En af hveiju notaði hann það tækifæri til að láta skrá sig einu ári yngri en hann er? Hann hefur reynt að slá þessu upp í grín í kosningabar- áttunni, en þetta virðist furðulegt og tilgangslaust uppátæki. Hann er skuldugur, skuldar um 1,3 milljónir dollara (um 50 milljón- ir króna) frá kosningabaráttunni 1984. Aðstoðarmenn hans segja að honum verði ekki skotaskuld úr því að endurgreiða skuldirnar af því fé sem safnast fyrir barátt- una 1988. En ekki strax. Framlög renna nú til samtaka sem aðeins eru til á pappírnum og nefnast „Friends of Gary Hart“. Þau voru ekki til 1984 og skulda því engum neitt. Þetta kænskubragð veldur því að peningarnir streyma inn, en margir af eldri lánardrottnum Harts eru engan veginn ánægðir. Þeir telja, að óskilvísi hans fæli menn að lokum frá því að kjósa Hart. Það eru fleiri sömu skoðunar og áfjáðir í að fá að tjá sig í sjón- varpi. Hart átti við þá erfiðleika að glíma í prófkjörinu síðast, að hann þótti ekki vita nægilega mikið um einstök málefni. Hann ætlar ekki að sitja undir þeirri gagnrýni núna. Enginn kemur nú að tómum kofun- um hjá honum. Húsnæðisbætur, stefnan í Mið-Austurlöndum, gildi kjarnorkunnar - hann getur rætt þessi mál endalaust. A nýlegum kynningarfundi lagði japanskur Gary Hart tilkynnir að hann sækist eftir að verða forseta- frambjóðandi fyrir demókrata í kosningunum haustið 1988. blaðamaður fýrir hann langa og svotil óskiljanlega spurningu varð- andi stjórnarskrá Japans. Hann hikaði ekki andartak, en kom sam- stundis með ítarlegt svar. Fyrir þremur árum var Hart spurður að því hvers vegna hann hafi verið svo áfjáður í að bjóða sig fram gegn jafn vinsælum for- seta og Reagan var þá. „Vegna þess að árið 1988 skipta Gary Hart-frambjóðendurnir tugum," svaraði hann þá af framsýni. Og það reyndist rétt. Staðreyndin er sú að demókratar eiga nú í gífurlegum vanda. Þeir sitja uppi með níu frambjóðendur, að Hart meðtöldum, sem gefið hafa kost á sér, auk fjölda annarra sem gætu hugsað sér framboð, og enn annarra sem segjast ekki ætla í framboð, en gætu ef til vill skipt um skoðun ef að þeim yrði lagt. Hart hefur mikið forskot í skoð- anakönnunum, með 38% fýlgi demókrata. Jesse Jackson er langt á eftir í öðru sæti með 9%, en mik- ill meirihluti stuðningsmanna hans eru blökkumenn, og hann á ekki eftir að bæta miklu við sig. Allir aðrir standa þeim langt að baki, með þetta eitt, tvö eða þijú prósent fylgi — jafnvel stjörnuna uggvænlegu, sem birtist í skoðana- könnunum og táknar fylgi sem telst ómælanlegt. En fylgi Harts er ótryggt. Færri en einn af hvetjum sex þeirra sem segjast styðja hann segja einnig að þeirri ákvörðun verði ekki breytt. Það bendir til þess að Hart sé aðeins þekktasti frambjóðand- inn, og flestir séu enn að bíða og sjá hvort einhver betri bjóði sig fram. En ef þessi einhver birtist ekki? Þetta er það sem demókratar ótt- ast. Næsta vor þegar þeir hefja langa og afdrifaríka lokabaráttu sína — og stuðningurinn við Hart er ótraustur, en enginn annar er í boði — hafa repúblikanar í raun valið sinn frambjóðanda. í það minnsta hafa þeir tvo sterka fram- bjóðendur, þá George Bush, vara- forseta, og Robert Dole, leiðtoga í þinginu. Þeir bera sig sem alvöru forsetaefni, hvað sem öðru líður. Sumir fambjóðenda demókrata gefa kost á sér til að nýta skipu- lagsreglur prófkjara til hins ýtr- asta. Richard Gephart frá Missouri og Paul Simon frá Illinois eru til dæmis með í myndinni vegna þess að ríki þeirra liggja að Iowa, og þeir geta því átt von á svæðis- bundnum stuðningi. Michael Dukakis ríkisstjóri í Massachusetts væri ekki jafn sterkur frambjóðandi ef ríki hans lægi ekki að New Hampshire, þar sem hann nýtur nú þegar meira fylgis en Gary Hart. Albert Gore er ekki einu sinni þekkt persóna í heimaríki sínu, Tennessee, þar sem eiginkona hans, „Tipper" Gore er betur þekkt en Albert vegna bar- áttu hennar fyrir ritskoðun dægurlagatexta. En Gore, sem er frjálslyndur og segist hafa leiðst út í framboð vegna yfirlýsts stuðn- ings frá 18 auðmönnum úr röðum demókrata, reiknar með góðum árangri í kosningunum „þriðjudag- inn mikla" í marz 1988 þegar forkosningar eru haldnar í öllum gömlu Suðurríkjunum samtímis. Með öðrum orðum; frambjóðandi getur verið fylgislaus í einu ríki en náð sér á strik annars staðar viku seinna. Tökum sem dæmi Joe Bid- ■en þingmann í öldungadeildinni, sem er einn þeirra fáu frambjóð- enda sem getur flutt ræður sem ekki eru fáránlega bragðdaufar. Biden hefur þann kross að bera að koma frá smáríkinu Delaware, án áberandi stuðnings í nærliggj- andi ríkjum. En honum hefur þegar tekizt að safna 1,7 milljón dollara um 70 milljónum króna í kosninga- sjóð, meiru en nokkur annar demókrati. Hvað sem öðru líður þá getur Biden haldið baráttunni áfram þegar aðrir hafa ef til vill fyrir löngu gefíst upp. Það versta sem getur hent demó- krata er ef allt er enn óráðið þegar flokksþing þeirra verður haldið. Hart gæti þá staðið verr en nú þó hann væri ekki fallinn út, enginn hæfur keppinautur kominn fram, og endanlegt val frambjóðanda væri háð innbyrðis samningum milli fulltrúa á flokksþinginu. Færi svo, yrði Jesse Jackson í sterkri aðstöðu, því hann gæti nýtt sér atkvæði stuðningsmanna sinna til að tryggja sér áhrif. Það síðasta sem flokkurinn gæti óskað sér er að koma saman í Atlanta, höf- uðvígi blökkumanna í Suðurríkjun- um, og þurfa að hlíta fyrirmælum frá armi blökkumanna. En eins og oft er sagt, þá eru demókratar ekki haldnir kynþáttafordómum, en . . . Við val á forsetaframbjóðanda er ekki verið að velja einn mann af 240 milljón íbúum Banda- ríkjanna. Það er verið að velja úr þeim örfáu mönnum sem geta lagt dag við nótt í tvö ár til að komast í framboð við forsetakjör. Þetta er ömurlegt og þreytandi líf. Það reynir á margskonar hæfileika — þótt hingað til hafi fátt bent til þess að hæfileikinn til að stjóma hinum fijálsa heimi sé einn þeirra. Höfundur er blaðamaður við brezka blaðið The Observer.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.