Morgunblaðið - 12.05.1987, Page 6

Morgunblaðið - 12.05.1987, Page 6
6 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. MAI 1987 ÚTVARP / SJÓNVARP Eurovision Svo sannarlega tæmdust götur höfuðborgarinnar þá Eurovisi- on-keppendumir þreyttu sína hólmgöngu í Belgíu síðastliðinn laugardag en satt að segja öfund- aði ég þennan eina vegfaranda er skreytti Laugaveginn þá hún Ólína beindi þangað myndavélunum. Lögin Rétt eftir Eurovision-fárið kallaði Bolli Ágústsson á Þuríði Pálsdóttur óperusöngkonu og Ólaf Stephensen framkvæmdastjóra í sjónvarpssal. Ólafur lýsti því yfir að hann teldi Eurovision-keppnina hafa runnið sitt skeið en hún hefði getið af sér athyglisverða tónlistarstefnu. Taldi Ólafur að hið undurfagra lag Val- geirs: Hægt og hljótt hefði getað „brotið ísinn“ og bjargað þannig keppninni frá blindgötu stöðnunar- innar. Ég er að rnörgu leyti hjartan- lega sammála Ólafi Stephensen um að Eurovision-takturinn svokallaði er tekinn að kitla kokið að ekki sé meira sagt. Hið ljúfa lag Valgeirs stutt fagmannlegum söng Höllu Margrétar og tónsprota Hjálmars H. Ragnarssonar hefði getað opnað vök þar sem pláss var fyrir nýsköp- un í stað hins beinfrosna Eurovisi- on-takts. Þá var ég einnig sammála Þuríði um að Halla Margrét hefði mátt syngja öllu „sterkar" einsog það er kallað á fagmáli, en ekki eru nú allir einu máli um þetta atriði og vissulega mun hin bjarta rödd Höllu Margrétar hljóma víðar en kvak Eurovision-popparanna. Hvað varðar hið írskættaða sigurlag þá innsiglaði það einfaldlega sigur hins alþjóðlega engilsaxneska poppiðn- aðar. Tónverk er bera með sér andblæ hinnar gömlu Evrópu virð- ast ekki eiga uppá pallborðið hjá dómurum Eurovision-keppninnar. Kynningin Sviðsmynd Belganna var harla glæsileg, einkum leisigeislalitrófið, en hvemig stóð á því að áhorfendur komust nánast ekki í snertingu við stemmninguna á sviðinu að ekki sé talað um baksviðið þar sem kepp- endumir hýrðust? Að mínu mati var belgíski þulurinn líkastur brúðu og ekki líkaði mér spjall Kolbrúnar Halldórsdóttur þá talningin hófst né heldur sú árátta belgísku sjón- varpsmannanna að tengja lögin með snautlegum landslagsmyndum og teiknimyndafígúrum. Fannst mér engu líkara en að Músikboxið margfræga er hamast hér á skermi daginn út og inn væri stokkið til Belgíu og um tíma umhverfðist Eurovision-húlahoppið í langdregna auglýsingamynd. Filmumeistarar belgíska sjónvarpsins hafa senni- lega hlotið sína eldskím í heimi auglýsinganna. Fagmannlegar sjónvarpsauglýsingar em gulls ígildi en sjónvarpsáhorfendur vilja nú hverfa spölkom frá hversdags- amstrinu er þeir setjast fýrir framan Eurovision-sviðið. Búið spil? “Við eigum ekki að leggjast á svona lágt plan!" Varð mér á orði er stigin ljómuðu á töflunni góðu og varð þá hugsað til órangútanna er sópuðu til sín atkvæðunum. En svo fór ég að hugsa málið: Er ekki sjálfsagt að taka þátt í Eurovision svo fremi sem við Islendingar erum trúir því besta er finnst í íslenskri dægurtónlist? Okkur gefst ekki betra færi á landvinn- ingum í heimi dægurtónlistarinnar en Eurovision og því eigum við að halda áfram að keppa við stórþjóð- imar, þó ekki á hinu marflata Eurovision-sviði. Nei, aldeilis ekki, og því vil ég hvetja okkar bestu söngvara og tónlistarmenn, ekki síst hina klassískmenntuðu, að glíma við Eurovision og hver veit nema Islendingar verði fyrstir til að „bijóta ísinn"! Ólafur M. Jóhannesson Ríkissjónvarpið: MORÐSTUNDIN ■■■■ Annar þáttur OA40 breska saka- málaleikritsins Morðstundarinnar eftir Fay Weldon er á dagskrá sjónvarps í kvöld og nefnist þessi þáttur Með bros á Bandaríska kvikmyndin Hjartaknúsarinn er á dagskrá Stöðvar 2 í kvöld. Stöð 2: Hj artaknúsar inn ■■■■ Bandaríska QQ 00 kvikmyndin Hjartaknúsar- inn er á dagskrá Stöðvar 2 í kvöld. Julian Kay er aðl- aðandi og áhyggjulaus hjartaknúsari, og leggur lag sitt við ríkar konur gegn gjaldi. Honum verður hált á þessu þegar hann er ákærður um morð. Leik- stjóri og höfundur handrits er Paul Schrader. vör. Með aðalhlutverk fara Jane Asher og Janet Suz- man. Þýðandi er Jóhanna Þráinsdóttir. Morðstundin er á dagskrá sjónvarps í kvöld. UTVARP © ÞRIÐJUDAGUR 12. maí 6.45 Veðurfregnir. Bæn. 7.00 Fréttir. 7.03 Morgunvaktin — Jón Baldvin Halldórsson og Jón Guðni Kristjánsson. Fréttir eru sagöar kl. 7.30 og 8.00 og veöurfregnir kl. 8.15. Til- kynningar eru lesnar kl. 7.25, 7.55 og 8.25. Guð- mundur Sæmundsson talar um daglegt mál kl. 7.20. Fréttir á ensku sagðar kl. 8.30. 9.00 Fréttir. Tilkynningar. 9.05 Morgunstund barn- anna: „Veröldin er alltaf ný“ eftir Jóhönnu Á. Steingríms- dóttur Höfundur les (7). 9.20 Morguntrimm. Lesið úr forystugreinum dagblað- anna. Tónleikar. 10.00 Fréttir. Tilkynningar. 10.10 Veðurfregnir. 10.30 Ég man þá tíð. Her- mann Ragnar Stefánsson kynnir lög frá liönum árum. 11.00 Fréttir. Tilkynningar. 11.05 Samhljómur. Umsjón: Þórarinn Stefánsson. 12.00 Dagskrá. Tilkynningar. 12.20 Hádegisfréttir. 12.45 Veðurfregnir. Tilkynn- ingar. Tónleikar. 13.30 i dagsins önn — Félags- leg þjónusta Umsjón: Hjördís Hjartar- dóttir. 14.00 Miödegissagan: „Fall- andi gengi" eftir Erich Maria Remarque. Andrés Krist- jánsson þýddi. Hjörtur Pálsson les (14). 14.30 Tónlistarmaður vikunn- ar. Carla Bley. 15.00 Fréttir. Tilkynningar. Tónleikar. 15.20 Landpósturinn. Frá Vesturlandi. Umsjón. Ásþór Ragnarsson. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. 16.05 Dagbókin Dagskrá 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Barnaútvarpið. 17.00 Fréttir. Tilkynningar. 17.05 Síðdegistónleíkar Septett nr. 1 op. 26 eftir Alexander Fesca. „Colleg- ium con basso"-kammer- sveitin leikur. 17.40 Torgið — Neytenda- og umhverfismál. Umsjón: Steinunn Helga Lárusdóttir. 18.00 Fréttir. Tilkynningar. 18.05 Torgið, framhald. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Kvöldfréttir. 19.30 Tilkynningar Daglegt mál. Endurtekinn þáttur frá morgni sem Guð- mundur Sæmundsson flytur. 20.00 Lúðraþytur Umsjón: Skarphéðinn H. Einarsson. 20.40 I dagsins önn — Um málefni fatlaðra Umsjón: Einar Hjörleifsson og Inga Sigurðardóttir. (Endurtekinn þáttur frá gær- degi.) 21.20 Létt tónlist 21.30 „Móðirin", smásaga eft- ir Nataliu Ginzburg Ragnhildur Óskarsdóttir þýddi. Margrét Helga Jó- hannsdóttir les. 22.00 Fréttir. Dagskrá morg- undagsins. Orð kvöldsins. 22.15 Veðurfregnir 22.20 Leikrit: „Spor I sandi" eftir Lelde Stumbre Þýðandi: Jón R. Gunnars- son. Leikstjóri: Benedikt Árnason. Leikendur: Sig- urðurSkúlason, Ragnheiður Steindórsdóttir og Rúrik Haraldsson. (Endurtekið frá fimmtudagskvöldi.) 23.20 islensk tónlist a. Halldór Vilhelmsson syngur Lagaflokk eftir Ragn- ar Björnsson. Höfundur leikur á pianó. b. Helga Ingólfsdóttir leikur Sebalsónötu eftir Jón Ás- geirsson. 24.00 Fréttir. Dagskrárlok. Næturútvarp á samtengd- um rásum til morguns. i SJÓNVARP ÞRIÐJUDAGUR 12. mai 18.30 Villi spæta og vinir hans. Sautjándi þáttur. Bandarískur teiknimynda- flokkur. Þýöandi: Ragnar Ólafsson. 19.00 Fjölskyldan á Fiðrildaey. Lokaþáttur. Ástralskurfram- haldsmyndaflokkur fyrir börn og unglinga um ævin- týri á Suöurhafseyju. Þýöandi: Gunnar Þorsteins- son. 19.25 Fréttaágrip á táknmáli. 19.30 Poppkorn. Umsjón: Guðmundur Bjarni Harðarson, Ragnar Hall- dórsson og Guðrún Gunn- arsdóttir. Samsetning: Jón Egill Bergþórsson. 20.00 Fréttir og veður. 20.35 Auglýsingar og dag- skrá. 20.40 Moröstundín. (Time for Murder). 2. Með bros á vör. Breskt saka- málaleikrit eftir Fay Weldon. Aðalhlutverk: Jane Asher og Janet Suzman. Þýðandi: Jóhanna Þráins- dóttir. 21.35 Vestræn veröld. (Triumph of the West). 9. Betri tíð. Heimildamynda- flokkur í þrettán þáttum frá breska sjónvarpinu (BBC). Umsjónarmaður: John Ro- berts sagnfræðingur. Þýðandi og þulur: Óskar Ingimarsson. 22.25 Kastljós. Þáttur um erlend málefni. Umsjón: Sturla Sigurjóns- son. 23.00 Fréttir í dagskrárlok. 6 0, STOD2 ÞRIÐJUDAGUR 12. maí §17.00 Stjörnuvíg(StarTrek). Banarísk stjörnustríðsmynd frá 1978, byggð á hinum frægu sjónvarpsþáttum Star Trek. Myndin var út- nefnd til Óskarsverðlauna fyrir tæknibrellur. Aöalhlut- verk: Leonard Nimoy, Will- iam Snatner og DeForest Kelley. Leikstjóri: Robert Wise. § 19.05 Viðkvæma vofan. Teiknimynd. 19.30 Fréttir. 20.00 Návigi. Yfirheyrslu- og umræðu- þáttur í umsjón fréttamanna Stöðvar 2. § 20.40 Húsið okkar (Our House). Bandarískur gamanþáttur með Wilford Brimley í aðal- hlutverki. §21.30 Púsluspil (Tatort). Þýskur sakamálaþáttur. Að- alsöguhetjurnar eru tveir lögreglumenn, Schimanski og Thanner. § 23.00 Hjartaknúsarinn (American Gigolo). Bandarisk kvikmynd með Richard Gere, Lauren Hutt- on og Ninu Van Pallandt i aöalhlutverkum.' Julian Kay (Gere) er aðlaöandi og áhyggjulaus hjartaknúsari. Hann leggur lag sitt við ríkar konur og þiggur borgun fyr- ir. Þessi sérstaki lífsstíll reynist honum fjötur um fót þegar hann er sakaður um morð. Leikstjóri og höfund- ur handrits er Paul Schrad- er. 00.50 Dagskrárlok. us ÞRIÐJUDAGUR 12. maí 00.05 Næturútvarp. Óskar Páll Sveinsson stendur vakt- 6.00 í bitið. Erla B. Skúladótt- ir léttjr mönnum morgun- verkin, segir m.a. frá veðri, færð og samgöngum og kynnir notalega tónlist i morgunsáriö. 9.05 Morgunþáttur í umsjá Kolbrúnar Halldórsdóttur og Sigurðar Þórs Salvarssonar. Meðal efnis: Tónlistarget- raun, óskalög yngstu hlust- endanna og fjallaö um breiðskífu vikunnar. 12.20 Hádegisfréttir 12.45 Á milli mála. Leifur Hauksson kynnir létt lög við vinnuna og spjallar við hlustendur. 16.05 Hringiðan. Umsjón: Broddi Broddason og Margrét Blöndal. 19.00 Kvöldfréttir 19.30 Nú er lag. Gunnar Sal- varsson kynnir gömul og ný úrvalslög. (Þátturinn verður endurtekinn aðfaranótt fimmtudags kl. 2.00.) 21.00 Poppgátan. Gunnlaug- ur Sigfússon og Jónatan Garðarsson stýra spurn- ingaþætti um dægurtónlist. Keppendur í 8. þætti: Björg- vin Þórisson og Björn Gunnlaugsson. (Endurtek- inn þáttur frá laugardegi.) 22.05 Steingerður. Þáttur um Ijóðræna tónlist i umsjá Herdisar Hallvarðsdóttur. 23.00 Við rúmstokkinn. Guð- rún Gunnarsdóttir býr fólk undir svefninn með tali og tónum. 00.10 Næturútvarp. Hjörtur Svavarsson stendur vaktina til morguns. 2.00 Tilbrigði. Þáttur í umsjá Hönnu G. Sigurðardóttur. (Endurtekinn frá laugar- degi.) Fréttir kl. 7.00, 8.00, 9.00, 10.00, 11.00, 12.20, 15.00, 16.00, 17.00, 18.00, 19.00, 22.00 og 24.00. SVÆÐISUTVARP AKUREYRI 18.03-19.00 Svæðisútvarp fyrir Akureyri og nágrenni — FM 96,5 Fjallaö um menningarlíf og mannlif almennt á Akureyri og i nærsveitum. Umsjón: Arnar Björnsson. ÞRIÐJUDAGUR 12. maí 07.00—09.00 Á fætur með Sigurði G. Tómassyni. Létt tónlist með morgunkaffinu. Sigurður lítur yfir blöðin og spjallar við hlustendur og gesti. Fréttir kl. 7.00, 8.00 og 9.00. 09.00—12.00 Páll Þorsteins- son á léttum nótum. Palli leikur uppáhaldslögin ykkar. Afmæliskveðjur, opin lina og spjall til hádegis. Síminn er61 11 11. Fréttirkl. 10.00 og 11.00. 12.00-12.10 Fréttir 12.10-14.00 Þorsteinn J. Vil- hjálmsson á hádegi. Frétta- pakkinn. Þorsteinn og fréttamenn Bylgjunnar fylgj- ast með því sem helst er í fréttum, spjalla við fólk og segja frá i bland við létta tónlist. Fréttir kl. 13.00 og 14.00. 14.00—17.00 Þorsteinn Ás- geirson á réttri bylgjulengd. Þorsteinn spilar síðdegis- poppið og spjallar við hlustendur og tónlistar- menn. Fréttir kl. 15.00, 16.00 og 17.00. 17.00—19.00 Ásta R. Jóhann- esdóttir i Reykjavík síðdeg- is. Ásta leikur tónlist, litur yfir fréttirnar og spjallar við fólkið sem kemur viö sögu. Fréttir kl. 18.00. 19.00—20.00 Anna Björk Birgisdóttir á flóamarkaði Bylgjunnar. Flóamarkaður og tónlist. Fréttir kl. 19.00. 20.00—21.00 Vinsældalistl Bylgjunnar. Jón Gústafsson kynnir 10 vinsælustu lög vikunnar. 21.00—23.00 Ásgeir Tómas- son á þriöjudagskvöldi Ásgeir leikur rokktónlist úr ýmsum áttum. 23.00—24.00 Vökulok. Þægi- leg tónlist og fréttatengt efni í umsjá Elínar Hirst frétta ■ manns. Fréttir kl. 23.00. 24.00—07.00 Næturdagskrá Bylgjunnar. Bjarni Ólafur Guömundsson. Tónlist og upplýsingar um veöur og flugsamgöngur. Fréttir kl 03.00. ALFA FM 192,9 ÞRIÐJUDAGUR 12. maí 8.00 Morgunstund: Guðs orð og bæn. 8.15 Tónlist. 12.00 Hlé. 13.00 Tónlistarþáttur lestri úr Ritningunni. 16.00 Dagskrárlok. með

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.