Morgunblaðið - 12.05.1987, Page 17

Morgunblaðið - 12.05.1987, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. MAÍ 1987 17 Dánir í umferðarslysum í Danmörku 1970—82 1200 £ 5 1000 t-i *o (-1 <1> 4- E D C 'íO Q 800 600 0 1970 Hraðatakmarkanir eingöngu 80 km 90 km r 1972 1974 .1_____1— 1976 Hraðatakmarkanir yj-o.fl. aðgerðir 80 km J_____I____I____l_____I____I J 1978 1980 1982 Frá landlæknisembættinu: HRAÐATAKMARKANIR DRAGA ÚR SLYS ATÍÐNI Á árunum 1970—73 voru engar hraðatakmarkanir á hraðbrautum eða öðrum þjóðvegum í Danmörku. Á þessum árum dóu milli 1.100 og 1.200 á hveiju ári í umferðarslysum í landinu. Árið 1973 var 80 km/klst. hámarkshraði lögboðinn á þjóðveg- um og hraðbrautum og það ár dóu 766 manns vegna umferðarslysa á þjóðvegum. Árið 1974 var leyfður 110 km/ klst. hámarkshraði á hraðbrautum en 90 km/klst. á þjóðvegum. Engar aðrar öryggisaðgerðir voru lögleidd- ar. Á næstu árum fjölgaði dauðs- föllum i umferðarslysum verulega. Árið 1978 voru afturtekn- ar upp hraðatakmarkanir, þ.e. 100/km klst. á hraðbrautum og 80 km/klst. á öðrum þjóðvegum. Þá fækkaði dánarslysum verulega. Um og eftir síðustu hraðabreytingu fylgdu aðrar aðgerðir, s.s. löggilding bílbelta og hjálma (á bifhjólum) o.fl. Ljóst er að takmarkanir á há- markshraða 1973—74 við 80 km/klst. á öllum þjóðvegum dró verulega úr slysatíðni sem aftur jókst er hámarkshraði var aukinn í 90 km/klst. (þjóðvegum). Ekki var gripið til annarra aðgerða. Áhrif síðari hraðatakmarkana er erfiðara að mæla því að gripið var til annarra slysafækkunaraðgerða. Svipaðar rannsóknir hafa verið gerðar í öðrum löndum, s.s. í Þýska- landi, Bretlandi og í Bandaríkjunum, og niðurstöður eru svipaðar. Áður en menn leggja til að hámarkshraði verði aukinn úr 80 í 90 km/klst. er brýnt að þeir kynni sér vel hvað fram hefur farið í nágrannalöndunum — því að við íslendingar höfum litla reynslu í þessu efni. Sjóður stofnaður til minningar um Einar á Einarsstöðum Nokkrir vinir Einars heitins á Einarsstöðum hafa stofnað sjóð við útibú Landsbanka íslands á Húsavík til minningar um Einar. Hafa undirtektir verið góðar Fé úr sjóðnum verður varið til styrktar ekkju Einars og dóttur þeirra hjóna og með þeim hætti reynt að létta þeim lífsróðurinn. Með því vilja þeir sem þarna eiga hlut að máli minnast Einars og þjónustu hans við þá sem til hans leituðu í margháttuðum erfiðleik- um. Jafnframt er minnt á hlut eiginkonunnar, sem ávalltstóð við hlið manns síns og studdi hann í þessum efnum eins og best mátti vera. Öllum þeim sem Einars vilja minnast er bent á sjóðinn og hlut- verk hans. Reikningurinn er nr. 5460 við útibú Landsbanka ís- lands á HÚSavík. (Fiíttatilkynning) Njarðvík: Málverkasýning ÓSKAR Jónsson hefur opnað málverkasýningu í Sjálfstæðis- húsinu í Njarðvik. Þetta er þriðja einkasýning Óskars, en hann hefur tekið þátt í nokkrum sam- sýningum. Óskar hefur kennt teikningu, fyrst í Vestmannaeyjum, síðan í Keflavík. Hann hefur sótt kennara- námskeið í teikningu auk nám- skeiðs í leiktjaldamálun hjá Gunnari R. Hansen. Þessi sýning samanstendur að mestu af vatnslitamyndum ásamt olíumálverkum. Sýningin er opin.laugardaga og sunnudaga kl. 15.00-22.00, virka daga kl. 20.00-22.00. Lokað verður laugardaginn 16. maí en síðasti sýningardagur verður sunnudagur- inn 17. maí. Óskar Jónsson ÝR VOLVO Á AÐEINS 491 ÞÚSUND ! JÁ, VOLVO 340 DL MEÐ RYÐVÖRN OG TILBÚINN TIL SKRÁNINGAR KOSTAR AÐEINS FRÁ 491.000 KRÓNUM. ÞETTA ER VERÐ SEM STENST SAMANBURÐ HVAR SÉM BORIÐ ER NIÐUR. OG EFTIR AÐ ÞÚ ERT EINU SINNI KOMINN Á VOLVO VERÐUR FREKARI SAMANBURÐUR NÆSTA ÓJAFN. RÆDDU VIÐ SÓLUMENNINA OG KYNNTU ÞÉR VOLVOKJÖRIN. OPIÐ í VOLVOSAL SKEIFUNNI 15. ALLA VIRKA DAGA FRÁ 9-18 OG A LAUGARDÖGUM FRA KL. 10-16. VOLVO 340 DL Verð frá: 491.000.- Við lánum allt að 50% og tökum flesta notaða bíla upp í nýja \7Z22l3H> Skeifunni 15, Sfmi: 91-35200 - 35207 (bein lína f VolvosaO.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.