Morgunblaðið - 12.05.1987, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 12.05.1987, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. MAÍ 1987 Nokkrar hugleiðingar í tilefni af alþjóðadegi hjúkrunarfræðinga, 12. mai eftir Sifpirbjörgu Björgvinsdóttur Sagan um hjúkrunina er jafngömul manninum. Hjúkrun hef- ur verið stunduð í einhverri mynd á öllum tímum og hefur yfirleitt fallið í hlut kvenna. Þróunarferill hjúkrunarstarfsins er langur og verður ekki rakið hér, hvemig starf- ið smám saman varð til í þeirri mynd sem nú er, hvemig það hefur þróast oft samfara læknavísindum, frá göldrum og hjátrú í að verða fræðigrein grundvölluð á vísinda- legum rannsóknum. Florence Nightingale (1820—1910) hóf hjúkrunarstarfið til vegs og virðingar. Starf hennar og hugsjón urðu jafn árangursrík og raun varð á, í fyrsta lagi vegna þess að með fordæmi sínu sýndi hún fram á, að það væri vel mennt- aðri og ógiftri konu engin skömm að hjúkra, og í öðm lagi hafði hún sjálf valið þetta starf af fúsum og fijálsum vilja, óháð öllum líknar- og hjúkmnarreglum eða trúarfélög- um. Nightingale-skólinn við St. Thomas-spítalann í London árið 1860 varð heppilegur vettvangur til að koma á umbótum í hjúkmnar- menntun og vekja skilning og viðurkenningu lækna, stjómvalda og almennings á mikilvægi góðrar hjúkmnar og nauðsyn á sérhæfni og fullnægjandi undirbúnings- menntun þeirra er til starfsins völdust. Þessi skólastofnun og stefnumótun hennar átti eftir að hafa ómæld áhrif fram á okkar daga. Allflestir hjúkmnarfræðingar er öðlast hafa leyfi til hjúkmnarstarfa hérlendis hafa hlotið menntun sína í Hjúkmnarskóla íslands sem braut- skráði sína fyrstu nemendur árið 1933. Gamli Hjúkmnarskóli íslands hóf hjúkmn hér á landi til vegs og virðingar og kenndi hjúkmnarfræð- ingum meðal annars það að alla tíð hefur nákvæmni, skilningur og nærgætni verið talinn aðal hjúkr- unarfræðinga svo og alhliða hæfni til jákvæðra mannlegra samskipta og er gmndvöllur þess að fagleg þekking og þróaðar nútímaaðferðir komi að fullu gagni við hjúkmn. Tækninni hefur fleygt fram og fólk lifir nú mun lengur en áður, afleiðingin er aukning langvinnra sjúkdóma sem hefur í för með sér aukna þörf fyrir hjúkmn. Hjúkmn hefur gengið í gegnum miklar breytingar síðustu ár og hafa hjúkmnarfræðingar lagt mikla áherslu á að veita markvissa heild- ræna hjúkmn, þar sem samhliða er tekist á við andleg, líkamleg og félagsleg vandamál. Vísindalega viðurkenndar að: ferðir hafa verið teknar í notkun. í því sambandi má nefna markvissa upplýsingasöfnun fýrir hjúkmnina, hjúkmnaráætlun, hjúkmnarfram- kvæmd og mat. Hjúkmnarfélag íslands, stofn- sett 1919, er stórt félag með yfir 2.000 félagsmenn, byggt á traust- um gmnni og er aðili að samvinnu hjúkmnarfræðinga á Norðurlönd- um, SSN frá 1923, og Alþjóðasam- bandi hjúkmnarfræðinga, ICN frá 1933, og hefur átt við þessi samtök mikið og gott samstarf í gegnum árin. Samvinna hjúkmnarfræðinga á Norðurlöndum (Sjuksköterskors samarbete i Norden (SSN)) stofnað 1920. Tilgangur og markmið SSN em: a) að vinna að aukinni menntun hjúkmnarfræðinga; b) að hvetja til framhaldsnáms og rannsókna á sviði hjúkmnar og heilbrigðismála; c) að aðstoða hjúkmnarfræðinga í réttindamálum þeirra; d) að styðja alla viðleitni þjóðanna Sigurbjörg Björgvinsdóttir „Margs er krafist af hjúkrunarf ræðingnum, hæf ileikans til að veita stuðning, hæfileikans til að hlusta, hæfileik- ans til að sitja hjá sjúklingnum og halda í hönd hans. Snertingin er f rumstæðasta skynj- unin.“ til bættrar hjúkmnar og heilsufars almennings; e) að vinna að umbótum í sam- bandi við ráðningar og vinnuskilyrði hjúkmnarfræðinga; f) að halda uppi samvinnu við önn- ur norræn menningarsamtök. Alþjóðasamband hjúkmnarfræð- inga (The Intemational Counsil of Nurses (ICN)), stofnað 1899. Verk- efni ICN em: a) að efla félagasamtök hjúkmnar- fræðinga og styðja með ráðum framfaraviðleitni þeirra; b) að aðstoða aðildarfélögin, svo að þau verði því hlutverki sínu vax- in að bæta almenna heilbrigðis- þjónustu og hjúkmn, og kjör hjúkmnarfræðinga; c) að vera tengiliður hjúkmnar- stéttarinnar sem víðast um heim til að auka skilning og samstarf; d) að stofna til og viðhalda sam- starfi við aðrar alþjóðastofnanir og vera fulltrúi og málsvari hjúkmnar- fræðinga á alþjóðavettvangi. Nánast öll veikindi hafa í för með sér tímabundið ósjálfstæði og em ein fyrstu viðbrögð einstakl- ingsins við meiðslum, veikindum eða verkjum. Nákvæmar rannsókn- ir eða athuganir á viðkomandi í upphafi veikinda beina athygli hans meir að því hvað hafí komið fyrir. Flestir upplifa ótta og kvíða, marg- ir þættir í sjúkrahússumhverfinu vekja ótta: Nýtt fólk, ókunn tæki, meðferð, lyf o.fl. Við sjáum þetta hjá bami sem verður skyndilega veikt. Það virðist missa áhugann á leikföngum og leikfélögum að und- anskildum uppáhalds bangsanum. Athygli þess beinist eingöngu að óþægindunum og hvað er að gerast í kringum það. Hjúkmnarfræðing- urinn skynjar daglega ýmis stig ótta og kvíða hjá sjúklingnum. Margs er krafist af hjúkmnar- fræðingnum, hæfileikans til að veita stuðning, hæfileikans til að hlusta, hæfileikans til að sitja hjá sjúklingnum og halda í hönd hans. Snertingin er fmmstæðasta skynj- unin. Barnið notar snertinguna til að kanna veröldina. Fyrsta sam- band okkar við lífið er í gegnum snertinguna og einnig oft það síðasta, þar sem snerting er oft það eina sem hægt er að veita þar sem orð komast ekki að. Til þess að raunhæf og góð hjúkr- un geti átt sér stað er nauðsynlegt fyrir hjúkmnarfræðinginn að afla sér upplýsinga um daglegt líf skjól- stæðingsins og náin tengsl hans innan íjölskyldu og vina. Hjúkmn- arfræðingurinn skal alltaf hafa í huga, að það sem hann telur eðli- lega lifnaðarhætti þarf ekki að samræmast skoðunum skjólstæð- ingsins. Fólk hefur mismunandi bakgmnn og þar af leiðandi mis- munandi skoðanir. Hjúkranarfræð- ingum ber að stuðla að andlegri, líkamlegri og félagslegri vellíðan með því að efla heilbrigði, hjúkra og lina þjáningar, samkvæmt þeirri hugmyndafræði er starfið byggir á. Hann ber ábyrgð á störfum sínum gagnvart skjólstæðingum sínum. Stór hluti af starfi hjúkmnar- fræðinga er kennsla og fræði til skjólstæðingsins allan tímann, á sjúkrahúsinu, á heilsugæslunni, í skólanum eða jafnvel á vinnustað, um t.d. sjúkdóma og orsakir þeirra, fræðsla og undirbúningur fyrir rannsóknir og aðgerðir, fræðsla um lyf, mataræði, fræðsla um heil- brigði, og margt fleira. Hjúkmnarfræðingurinn er í lykil- aðstöðu til að meta þarfír skjólstæð- inga sinna, þar sem hjúkmn er 24 tíma þjónusta. Oft hefur verið rætt og ritað um skort á hjúkranarfræðingum til starfa og í umræðu um þetta mál hafa hæst borið launamál og þátt- taka hjúkmnarfræðinga á vinnu- markaðnum. Tiltölulega fáir hjúkmnarfræðingar hætta í starfí þótt þeir gifti sig og stofni heimili, miklu algengara er að þeir fari í hlutavinnu. Aftur á móti er orðið algengt að hjúkmnarfræðingar ráði sig til annarra starfa sökum lágra launa við hjúkmnarstarfið, of mik- ils vinnuálags og slítandi áhrifa óreglulegs vinnutíma. Kjarabaráttan hefur aldrei verið auðveld viðureignar og sjaldan skil- að sér sem skildi. Það sem aðallega hefur staðið í vegi fyrir hjúkmna- rstéttinni er að þetta er mestmegnis kvennastétt og ranghugmyndir um að hjúkmnarstörf beri að inna af hendi sem nokkurs konar lítt laun- aða sjálfboðavinnu, sem sagt fómarstarf kvenna. Ég hef látið gamminn geisa og víða komið við, þó ekki gert þessu efni nein tæmandi skil, en eitt er vfst að kröfur em gerðar á öllum sviðum hjúkmnar um sífellt meiri ábyrgð. Að lokum nokkur heilræði til hjúkrunarfræðinga: Við emm sjálfstæð starfsstétt með sjálfstætt starfssvið. Við höfum sameigin- legra hagsmuna að gæta. Hlúum að stéttarvitund, samstarfí, sam- vinnu og samábyrgð og vemm fyrirmynd annarra heilbrigðis- stétta, því ómæld verkefni blða okkar í framtíðinni. Höfundur er lyúkrunarfræðingur og formaður Reykja víkurdeildar Hjúkrunarfélags íslands. V^terkur og kJ hagkvæmur auglýsingamióill! 5 pltripimM&folfo
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.