Morgunblaðið - 12.05.1987, Side 20

Morgunblaðið - 12.05.1987, Side 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. MAÍ 1987 Við ætluðum bara að minna þig á ljúffenga PRINCE súkkulaðikexið. KRISTJANSSON H/F SIMI 6-85-300 Hvað hindrar viðskipti iðn- rekenda við imiflytj endur? eftir Pál Bragason Undanfama daga hefur innflutn- ingsverslun landsmanna verið nokkuð til umfjöllunar í flölmiðlum. Má vafalaust rekja þessa umræðu til auglýsingar Félags íslenskra stór- kaupmanna í dagblöðum hinn 1. maí sl., en þar er bent á leiðir til að sam- ræma vöruverð hér innanlands því, sem þekkist í nálægum löndum. Einn angi þessarar umræðu er um opinbera gjaldtöku af svonefndum aðföngum til samkeppnisiðnaðar. Svo virðist sem mörgum sé ekki fylli- lega ljóst um hvaða hagsmuni sé þar að tefla. Við inngöngu íslands í EFTA á sinni tíð stórlækkuðu innflutnings- tollar á þeim vörum, sem voru í samkeppni við innlendan framleiðslu- iðnað. Um síðir féllu slíkir tollar niður. Slíkur iðnaður er kallaður samkeppnisiðnaður og framleiðsla hans samkeppnisvörur. Jafnframt því sem tollar féllu nið- ur af samkeppnisvörum ákváðu stjómvöld að helstu aðföng til sam- keppnisiðnaðar yrðu gjaldafrjáls í ríkissjóð. Með aðföngum er átt við efni í framleiðsluvörur, framleiðslu- vélar og -tæki og hluta í slík tæki. í framkvæmd er það svo, að til þess að njóta gjaldfrelsis af aðföng- um til samkeppnisiðnaðar, þarf viðkomandi innflutningur að vera gerður af iðnfyrirtæki eða í nafni þess í hvequ tilfelli. Við stórinnflutning á hráefnum, t.d. í heilum gámum, eða við innflutn- ing á sérpöntuðum vélum og tækja- búnaði, er gjaldafrelsi virkt, enda ekki um lagervöru að ræða. í mörgum tilfellum eru þessi að- föng vörur, sem að jafnaði eru til eða ættu með réttu að vera til á lag- er innflutningsverslunarinnar í landinu. Versluninni er hins vegar óheimilt að flytja inn á eigin lager aðföng til samkeppnisiðnaðar án greiðslu að- flutningsgjalda. Afleiðingamar em þær, að sumir vöruflokkar eru fluttir til landsins á tvenns konar gengi, þ.e. gengi iðnaðarins og gengi versl- unarinnar. Hér er því um að ræða bróður ferðamannagjaldeyrisins eða afturgöngu bátagjaldeyrisins. Allir vita, sem reynt hafa og muna vilja, að slíkt leiðir óhjákvæmilega til rang- inda og spillingar og er dæmt til að snúast upp í andhverfu sína. Einkennin bijótast fram með ýms- um hætti: 1. Iðnaðarfyrirtæki neyðast til að kaupa hluta aðfanga sinna af inn- lendri verslun, sem hefur orðið að greiða aðflutningsgjöld við inn- flutning. Þetta hlýtur óhjákvæmi- lega að koma inn í kostnað iðnfyrirtækisins, svipað og upp- safnaður söluskattur, og hækka þar með vöruverð í landinu. 2. Innflutningsverslunin geymir að- föng á lager í tollvömgeymslu og sértollafgreiðir úttektir í nafni iðnfyrirtækis hveiju sinni, til að komast hjá greiðslu aðflutnings- gjalda. Þetta veldur aukakostnaði og fyrirhöfn, sem virkar til hækk- unar á vömverði í landinu. 3. Iðnaðarfyrirtæki í landinu reyna að flytja beint inn sjálf ýmis smá- aðföng, sem að öllu eðlilegu væri unnt að kaupa af lager innan- lands. Þetta veldur óþarfa kostn- aði við innkaup, sem að sjálfsögðu virkar til hækkunar á verði full- unninnar vöm. Einnig flytja slíkir verslunarhættir heild- verslun úr landi, leiða til óþarfa gjaldeyrisnotkunar og ódrýgja um leið tekjur innflutnings- verslunar landsmanna og þar Páll Bragason með þjóðarbúsins. Að sjálfsögðu er hér ekki við iðn- rekendur að sakast. Þeir, eins og allir aðrir, reyna að reka fyrirtæki sín eins hagkvæmt og aðstæður frek- ast leyfa. Framkvæmd innflutnings aðfanga til samkeppnisiðnaðar er dæmi um „reddingu" eða klúður kerfisins á pólitísku loforði, sem sennilega var „Framkvæmd innflutn- ing-s aðfanga til sam- keppnisiðnaðar er dæmi um „reddingu“ eða klúður kerf isins á pólitísku loforði, sem sennilega var aldrei hugsað til enda á sinni tíð af þeim, sem það gáfu.“ aldrei hugsað til enda á sinni tíð af þeim, sem það gáfu. Lausn þessa máls er sáraeinföld, nefnilega sú, að heimila innflutnings- verslun landsmanna að flytja inn, liggja með og selja aðföng til sam- keppnisiðnaðar á nákvæmlega sömu Iqörum og iðnaðarfyrirtæki flytja þau inn. Þetta gerir fjármálaráðherra með niðurfellingu 3. greinar auglýs- ingar nr. 8 frá 1981. Við það eykst samkeppnisfæmi verslunar og iðnað- ar í landinu, sem aftur leiðir til aukinnar hagsældar neytenda og þjóðarbúsins í heild. Höfundur er varaformaður Fé- lags íslenskra stórkaupmanna og forstjóri Fálkans hf. íReykjavík. Síðasti hópurinn útskrif- aður með hefðbundið Samvinnuskólapróf Samvinnuskólanum á Bifröst var að venju slitið 1. maí. Frá liðnu skólaári er þess helst að minnast að skólanum var á sl. ári gerbreytt og hann „hækkaður upp“ í skólakerfinu. Mun hann í framtíðinni starfa á lokaáföng- um framhaldsskólastigsins, að loknu svonefndu verslunarprófi úr 2. bekk framhaldsskóla, og útskrifa stúdenta í stað þess að starfa á fyrstu áföngum fram- haldsskólans að loknu grunn- skólaprófi. Um leið var kennsluskipan og starfsháttum skólans mjög breytt á liðnu starfsári. Þessu sinni útskrifaðist því Aðalfundur Vinnuveitendasambands íslands verður haldinn í dag þriðjudaginn 12. maí í Súlnasal Hótel Sögu. Dagskrá: Kl. 11.30 Fundarsetning. Ræða formanns VSÍ Gunnars J. Friðriks- sonar. Kl. 12.00 Hádegisverður aðalfundarfulltrúa og gesta. Kl. 13.15 ÁSTAND OG HORFUR íEFNAHAGSMÁLUM. Ólafur Dav- íðsson, framkvæmdastjóri FÍI. LEIKREGLURÁ VINNUMARKAÐl, ER ENDURSKOÐUNAR ÞÖRF? Þórarinn V. Þórarinsson, framkvæmdastjóri VSÍ. Panelumræður undir stjórn Friðriks Pálssonar, forstjóra SH. Kl. 14.30 Skýrsla framkvæmdastjóra fyrir liðið starfsár og önnur aðalfundarstörf. Kl. 15.30 MENNTUN í ÞÁGU ATVINNULÍFSINS, ERUM VIÐ Á RÉTTRI LEIÐ? Dr. Gunnar Birgisson, form. Verktakasam- bands íslands og Sveinn Sigurðsson, framkvæmdastjóri FÍP. Panelumræður undir stjórn Sigurðar R. Helgasonar, fram- kvæmdastjóra Björgunar hf. Kl. 16.45 Ályktun aðalfundar og önnur mál. Fundarslit. Sigurður síðasti nemendahópurinn með hefð- bundið Samvinnuskólapróf, en að ári mun Samvinnuskólaprófíð jafn- gilda stúdentsprófi. Hæstu einkunn á Samvinnuskólaprófí þessu sinni hlaut Guðný Sigurðardóttir frá Hvammstanga, 9,19. Nemendur Samvinnuskólans á liðnum vetri voru alls 111 og luku 34 Samvinnuskólaprófi úr 2. bekk. í hópi nemendanna voru 48 í fram- haldsdeild skólans í Reykjavík en 17 ljúka væntanlega stúdentsprófí frá Samvinnuskólanum nú í vor. Auk þess stunduðu 28 nám á sér- stökum námsbrautum fyrir starf- andi verslunarstjóra og verkstjóra í frystihúsum. A liðnu starfsári urðu nemendur Starfsfræðsludeildar, að meðtöld- um nemendum á sérstökum námsbrautum, alls 1.108, en haldin voru alls 60 starfsfræðslunámskeið og námsbrautir á 22 stöðum í landinu og um 19 efnisflokka. Frá því að starfsfræðsla Samvinnuskól- an fyrir samvinnuhreyfínguna hófst í núverandi mynd 1977 hafa 609 námskeið verið haldin fyrir alls 10.626 þátttakendur. (Fréttatilkynning.) Basar og kaffisala í Kópavogi FÉLAGSSTARF aldraðra í Kópavogi stendur fyrir basar og kaffisölu miðvikudaginn 13. maí nk. í félagsheimili Kópavogs í Fannborg 2. Basarinn hefst kl. 15.00. Á basamum verða munir, sem aldraðir hafa unnið í vetur, til sýn- is og sölu. Kór aldraðra mun syngja jafnframt því sem kaffíveitingar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.