Morgunblaðið - 12.05.1987, Síða 22

Morgunblaðið - 12.05.1987, Síða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. MAÍ 1987 ÓLÆSI Rut Martinussen með einum nemenda sinna. Rut. „Þegar ég var yngri átti ég mér eídri stærri draum en þann að kenna við sveitaskóla eins og þann sem ég gekk í sjálf, þar sem böm á öllum aldri lærðu saman í einni skólastofu. 0g þannig hóf ég minn kensluferil. Síðan lá leiðin til kennslu í kaupstöðum og svo til háskólanáms í Winnipeg og Tor- onto. Um tíma kenndi ég unglingum enskar bókmenntir en mér leiddist að vera að aga hálffullorðið fólk', svo að ég hóf kennslu við kvöld- skóla þar sem kennt var fullorðnum. En þar var eingöngu boðið upp á kennslu í síðustu bekkjum fyrir stúdentspróf og mér varð brátt ljóst að það eru ótalmargir sem ráða ekki við það nám. Hugmyndinni var ég að velta fyrir mér nokkuð lengi. Það var semsagt ekki boðið upp á neitt skipulagt nám innan skóla- kerfísins fyrir þá sem lítið kunnu. Að vísu em til góðgerðarsamtök í hinum ýmsu bæjarhlutum sem bjóða upp á slíka aðstoð, en ég held að þar sé fremur rejmt að hjálpa innflytjendum sem kunna lítið í ensku þó þeir séu fullfærir í lestri á sínu eigin máli, en þeim sem einhverra hluta vegna hafa orðið á eftir hér í Manitóba. Fyrir ijórum ámm tókst okkur með aðstoð góðra manna að fá fjárveitingu og byija að kenna því fólki sem vantar undir- stöðuna. Húsnæðið er að vísu hvorki stórt né glæsilegt, gluggalaus salur í kjallara, en hvað um það. Kennslufyrirkomulagið er mjög opið og verður að mínu viti að vera það því fólkið er svo misjafnlega á vegi statt. Þetta er í rauninni sára- einfait og fyrirkomulagið það sama og var i gamla sveitaskólanum þar sem böm á öllum aldrei lærðu sam- an. Það er töluverð hreyfing á nem- endum, nýir koma inn og aðrir útskrifast. Fólk er svo misjafnlega fljótt að læra. Margir eiga við per- sónuleg vandamál að stríða og komast ekki í skólann á hverjum degi. Nú, sumir hætta. Við höfum opið frá klukkan átta að morgni fram til klukkan þijú og flestir mæta ekki sjaldnar en þrisvar í viku. Það eru eiginlega einu skilyrð- in sem við setjum til inngöngu — að fólk reyni að koma ekki sjaldnar en þrisvar í viku og vera þetta í tvo til þijá tíma í senn. Það er ekki til nokkurs að tala um kennslustund í 45 mínútur og hringja út og inn. En nemendur verða að standast til- tekin próf til þess að útskrifast. Við höfum mikið af verkefnum og leiðbeiningum og veitum alla þá hjálp sem við getum, en það verður hver og einn að læra sjálfur — þau verða að vinna. Og hjá flestum gengur þetta vel. En jafnvel fyrir þá sem hætta hlýtur að vera mikil- vægt að vita um þennan möguleika til úrlausnar — fólk hefur tækifæri — en það verður sjálft að nýta sér það. Sumir hafa aldrei á ævi sinni þurft að vinna skipulega og mæta á réttum tíma og það getur tekið langán tíma að venjast því. En það hefst — oftast. Mér dettur í hug einn nemandi minn, Steve, sem fékk sama og enga menntun sem bam og er nú hættur störfum. Hann var götusóp- ari allan sinn starfsaldur, en lífíð hefur nú samt verið honum heldur gott. Nú á hann sér þann draum að geta lesið dagblöðin, og sá dreg- ur nú ekki af sér við námið, maður. Hann puðar allan daginn, og þetta er að koma hjá honum. Ég sá hann fyrir skömmu labba inn á kaffíhús með Free Press undir hendinni. Hann nýtur þess út í æsar að geta loksins lesið. En það em margir í miklu erfíðari aðstöðu en hann. T.d. er ekki óalgengt að ungar konur komi til náms vegna þess að bömin þeirra em komin langt fram úr þeitn. Stundum fínnst mér bærinn vera fullur af fólki — sérstaklega konum, sem sitja heima og vita ekki hvað þær eiga við sig að gera. Bömin þjóta langt fram úr þeim, og þær glata trausti á sjálfum sér. Ég er núna að útskrifa eina fjög- urra bama móður sem datt út úr námi sem unglingur og var alveg búin að tapa sjálfstraustinu, en á fáeinum mánuðum er hún orðin eins og ný manneskja. Nú vissulega em sumir sem ekki geta lært, en við skulum líka vara okkur á því að ótrúlega margir hafa orðið fyrir þeirri reynslu í upp- vexti að bæði kennarar og foreldrar gæfu til kynna að þeir gætu ekki lært, þó það reynist svp hin mesta fjarstasða síðar meir. Ég hef gmn um að þannig hafí verið með aðra unga konu sem er hjá okkur. Hún kunni þegar hún kom heilmikið en virtist ekki gera sér grein fyrir því sjálf. Og ég held að svo sé um Margrét Björg- vinsdóttir skrifar frá Winnipeg Kona nokkur heitir Rut Martin- ussen og býr hér í Winnipeg. Hún er danskrar ættar, alin upp í lítilli danskri nýlendu í Manitóba og ber merki uppmna síns. Hefur meðal annars þennan þægilega danska húmor. Undanfarin ár hefur Rut unnið að stofnun og uppbyggingu nýrrar deildar innan skólakerfísins í Winnipeg, og hefur það brautryðj- endastarf vakið verðskuldaða athygli. Hún kennir fullorðnu fólki lestur, skrift og stafsetningu. Því fór ég til fundar við Rut og bað hana að segja mér frá starfí sínu og nemendum. Hún bauð upp á danskt rúgbrauð með rúllupylsu, sem hún sagði gott með köldum dönskum bjór og gammeldansk. Síðan hló hún svo að undir tók í stofunni. „Ég vil byija á því,“ sagði Rut, „að taka fram að mínir nemendur em ekki innflytjendur heldur þeir sem fæðst hafa hér í Kanada og eiga sér enskuna að móðurmáli. Einnig, að með ólæsi eigum við ekki endilega við að fólk geti ekk- ert lesið eða skrifað, heldur hitt að það hefur ekki til að bera það sem við köllum hagnýta lestrarkunn- áttu, það er að segja fólk kann ekki nóg til þess að geta starfað eða notið sín í þjóðfélaginu. Sumir nemenda minna kunna tæpléga að skrifa nafnið sitt eða lesa á algeng- ustu vegarskilti, hvað þá að þeir geti fyllt út eyðublað í banka. Aðr- ir em lengra á veg komnir. Við drögum mörkin við þá kunnáttu sem krafist er í lestri og stafsetn- ingu til útskriftar úr níunda bekk gmnnskóla. 0g hvers vegna kann fólk í vel- ferðarþjóðfélagi ekki að lesa? Rut sagði: „Til þess liggja fjölmargar ástæður og fleiri en við getum talið um hér. Þeir eldri gengu sumir hveijir ekki nógu lengi í skóla til að læra lestur að gagni, og síðan hefur ekki hvarflað að þeim að hægt væri að læra þá kúnst upp á eigin spýtur. Það em því miður svo margir sem em haldnir þeirri grillu að endilega þurfí að ganga í skóla til þess að læra. Svo em aðrir sem hafa komist í gegnum skólakerfíð án þess að ná vemlegum tökum á lestri og stafsetningu, og er maka- iaust til þess að hugsa að kerfíð geti verið svo gloppótt í dag. En þetta gerist vissulega. Eins em þeir sem em seinir til og ná ekki lærdómsþroska fyrr en á fullorð- insámm. Alvarlegast er vandamálið hjá bömum sem em að alast upp í dag og má vafalaust rekja það til fátæktar. Böm þeirra sem lítils mega sín í þjóðfélaginu lenda oft í endalausum hrakningum og flutn- Úr kennslustund. ingum milli borga og bæja og stansa aldrei nógu lengi á hveijum stað til þess að ná fótfestu innan skóla- kerfísins. í fátækrahverfum Winnipeg em skólar þar sem einn kennari byijar að hausti með hóp bama sem í vetrarlok er horfínn og önnur böm komin í staðinn. Foreldrar þessara bama eiga enga peninga og fá í fæstum tilvikum atvinnu. Þetta fólk færir sig milli staða í leit að nýjum möguleikum, en það sama tekur við á nýjum stað. Næst þegar peningar hrökkva ekki fyrir húsaleigu eða fólki er vísað á dyr af öðmm orsökum er enn hald- ið af stað. Nærri má geta hvort bömin líða ekki vegna þessa. Það þarf sterk bein til þess að þeim megi takast að læra eitthvða að gagni í skóla. Ábyrgðin hvílir því bæði á þjóðfélaginu sjálfu og svo kennumm og skólakerfí.“ Samkvæmt tölum frá síðasta ári er talið að um tuttugu þúsund manns í Winnipeg séu ólæsir. Rut reiknar þó með að sú tala sé enn hærri og vandmálið alvarlegra. „Vandamálið fer líka vaxandi hér í Winnipeg," segir hún. „Fleiri og fleiri flytjast m.a. norðan úr indí- ánabyggðum inn í bæinn í leit að atvinnu. Margir nemendanna hjá okkur em indíánar, en þó hvergi nærri allir. En ólæst eða illa læst fólk fær ekki atvinnu og á ekki möguleika á að komast í þjálfun sem gæti leitt til atvinnu. Þessu fólki viljum við ná í okkar skóla, og margt er þegar komið í hann og hefur náð ótrúlega miklum árangri á stuttum tíma. Sá sem hvorki kann að lesa eða skrifa er hjálparvana — ekki satt? Oft og tíðum getur fólk í svo erfíðari að- stöðu ekki gert mun á réttu og röngu, og ég er viss um að það finn- ur mjög til þess að vera í sjálfheldu og eiga ekki i nein hús að venda. Margir lenda í drykkjuskap og ekki bætir það ástandið. Við viljum því mennta sem flesta í grunnfögunum og þá aukast atvinnumöguleikamir og líkur á betra húsnæði og meiri aðhlynningu fyrir bömin. En það er löng leið framundan hjá þessu fólki og hlaðin hindmnum." í framhaldi af þessu ræddum við nánar um stofnun og rekstur um- rædds skóla. „Ég hef nú starfað í þijátíu ár við kennslu og séð ýmislegt," sagði BV Rafmagns oghond- lyftarar Liprirog handhægir. Lyftigeta: 500-2000 kíló. Lyftihæö upp í 6 metra. Mjóar aksturs- leiðir. Veitum fúslega allar upplýsingar. UMBOÐS- OG HEILDVERSLUN BILDSHÖFDA 16 SIMI 672444 fleiri sem hafa verið hér. Það er hræðilegt. Við viljum fyrir alla muni foröast að fólk haldi að nám felist í því að það sé matað á efni. Einstaklingur- inn verður sjálfur að læra — hann ræður ferðinni — það á ekki að þurfa að troða í hann. Þess vegna held ég að okkur gangi eins vel hér og raun ber vitni. Við gefum ekki fyrirskipanir, við kennaramir emm til aðstoðar — allir vinna saman.“ Og enn segir Rut: „Ég sé svo marga galla á skólakerfinu eins og það er hér í dag, og við höfum ekki tíma til að fara út í þá sálma, en ég viðurkenni að það virkar vel fyrir flesta — fyrir heildina, því að flestir era elskulegt millistéttarfólk sem býr á góðum heimilum þar sem lesið er fyrir bömin og þau fá góð- an aðbúnað, en þeir sem em verr settir og koma frá fátækum heimil- um passa ekki inn í þetta mynstur. Hér skulum við gera okkur grein fyrir því að veraldleg fátækt orsak- ar andlega einangmn. Og þetta ástand versnar, því bilið hér milli fátækra og ríkra vex stöðugt. En það dugir ekki að benda og segja letingi, þú hefðir átt að gera betur, það stoðar ekki neitt. Staðreyndin er sú að fólk sem hefur orðið á eftir verður að fá nýtt tækifæri og enn nýtt tækifæri til þess að ná fótfestu. Ég reyni að fá nemendur mína sem hafa náð nokkuð góðum tökum á lestri til að fara niður á aðalbókasafnið í miðbænum og fá sér kort svo þau geti tekið út bæk- ur. Það kostar ekki neitt. En það er erfítt að fá þau til þess því að þau sjá slíka stofnun sem eitthvað fyrir aðra — þá sem betur em stadd- ir. Heimur hins ólæsa er svo þröngur, og hefðum við meiri pen- inga og fleira starfsfólk gætum við reynt að opna heim þessa fólks meira og gera því ljóst að það á sjálft aðgang að þeim heimi. Hann er ekki bara fyrir þá sem em betur settir. Þó veitt hafi verið fé til lestrar- kennslunnar er enn ekki búið að fínna skólanum endanlegan stað innan menntakerfisins. Eg spurði Rut hvort hún teldi samt ekki að hann ætti framtíð fyrir sér. „Vissulega trúi ég því,“ sagði hún. „Það er að vísu enn litið svo á að hér fari fram tilraunakennsla, en við vonum að til þess komi aldr- ei að hér verði lokað, heldur að stofhunin muni stækka vemlega. Starf okkar hefur vakið töluverða athygli fjölmiðlanna og þannig hafa þeir hjálpað okkur við að kynna starfsemina. Það iaðar að fleiri nemendur, sem ienda nú því miður á biðlista þvf við getum ekki tekið við fleiram eins og er. Ég held að ég fari rétt með að nú séu um 100 manns á biðlista. Nú, mér finnst yfirvöld líka hafa sýnt starfi okkar mikinn skilning og vona að til þess komi aldrei að hér verði lokað. Ef svo yrði myndi það valda mikilli óhamingju meðal nemenda en ég er jafnframt viss um að þeir hefðu ekki uppurð í sér til að bera fram nein mótmæli. Öðm máli gegnir ef loka ætti fyrir kennslu í betri hveij- um borgaimnar. Foreldrar þar yrði ekki í vandræðum með að mynda þrýstihópa og ná fram sínum mál- um.“ Á þessi stofnun sér hliðstæður í landinu? „Eiginlega ekki, að minnsta kosti eklri með sama sniði og hér. Aftur á móti er í borgum eins og Tor- onto, Vancouver og Montreal lögð mikil áhersla á að kenna innflytj- endum. Það er líka gert hér f Winnipeg. Enda bera stjómvöld ábyrgð gagnvart þeim sem þau veita innflutningsleyfí þannig að þeim sem ekki kunna málið sé kennt það á sem allra stystum tíma. Þó em innflytjendur oft í erfíðri að- stöðu vegna þess að málið stendur þeim fyrir þrifum. Því miður lenda þeir oft í verstu störfunum en það em lfka margar hendur á lofti til að hjálpa þeim. En það er litið öðmvísi á Kanadamenn sem eiga f erfíðleikum vegna kunnáttuleysis. Staðreyndin er sú að það er ekki skammarlegt þó innflytjandi eigi f erfiðleikum með mál, en hinir skammast sín fyrir hvemig er kom- ið fyrir þeim og kenna sjálfum sér um.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.