Morgunblaðið - 12.05.1987, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 12.05.1987, Qupperneq 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. MAI 1987 Siglufjörður: Mikil grálúðuveiði Siglufirði. MIKIL grálúðuveiði hefur verið að undanförnu og flest skip með fullfermi. Sigluvík landaði i upp- hafi vikunnar 200 lestum á Siglufirði og Siglfirðingur land- aði fyrir sunnan fullfermi af frystri grálúðu. Mikið er um að vera hér í fískin- um og samkeppnin hörð um hráefn- ið. Saltfískverkendur kaupa nú 2,5 kílóa þorsk á 30 krónur kílóið og bæta svo við verðið fari hann yfír þrjú kíló. Menn hér um slóðir lengir nú J- eftir því, að Lágheiðin verði opnuð. Ekki verður betur séð en iítill snjór sé á veginum og virðist nægja að fara eina ferð eftir honum til að hreinsa hann. Vegna þessa þurfa ökumenn enn að taka á sig stóran krók er þeir fara á milli Siglufjarð- ar og Akureyrar. Mjólkurbílar, sem flytja mjólk héðan til Akureyrar, þurfa til dæmis að aka 360 kíló- metrum lengri leið en ella, væri heiðin opnuð. Fréttaritari Vorfagnaður Nem- endasambands MA ÁRLEGUR vorfagnaður „NEMA“, Nemendasambands Menntaskólans á Akureyri, verð- ur haldinn á Hótel Sögu þann 15. maí nk. Hefst vorfagnaðurinn með borðhaldi kl. 19.30 og endar með dansi fram eftir nóttu. Veislustjóri verður Guðrún Árnadóttir, framkvæmdastjóri BSRB, og Iðunn Steinsdóttir, kennari og rithöfundur, verður ræðumaður kvöldsins. Sigurlaug Kristjánsdóttir mun leiða fjölda- söng. Einnig verður brugðið á glens og gaman og reynt að end- urvekja liðna en ljúfa atburði úr skólalífinu, jafnvel leiksigra og aðra listviðburði. NEMA er ungt að árum, einung- is 13 ára, og því er enn verið að vjnna að því að skapa þá hefð að sámbandið verði sjálfsagður vett- vangur gamalla nemenda MA sem vilja hittast og gleðjast saman hér á suðvesturhomi landsins. Sú hefð er aftur á móti nær ófrávíkjanleg að einungis árgangar 10, 25 og 50 ára stúdenta fari „norður" og hylli gamla skólann og yrði ansi langt á miili vinafund?. norðanmanna og -kvenna ef NEMA nyti ekki við. í núverandi stjóm NEMA em: Lára Bjömsdóttir, formaður, Edda Snorradóttir, ritari (fulltrúi 25 ára stúdenta), Sigurósk Jónsdóttir, gjaldkeri (fulltrúi 10 ára stúdenta), Hannes Hafstein (fulltrúi 40 ára Mörg slys og árekstrar um helgina LÖGREGLAN í Reykjavík hafði í nógu að snúast um helgina, því mikið var um óhöpp í umferðinni. Ekið var á eldri mann á mótum Sogavegar og Réttarholtsvegar á laugardag og slasaðist hann nokk- uð. Slysið varð með þeim hætti að maðurinn hugðist hjóla yfír gang- braut sem þama er. Hann varð þá fyrir bifreið sem var ekið suður Réttarholtsveginn og telur lögregl- an að bifreiðin hafí verið á of miklum hraða. Síðar á laugardeginum varð óhapp á Hringbraut, tii móts við JL-húsið. Ung stúlka var á ferð austur brautina á stóru vélhjóli. Bifreið var ekið í veg fyrir hana og missti hún þá stjóm á hjólinu og kastaðist upp á gangstétt. Hún meiddist nokkuð á háisi og var flutt á slysadeild. Stúlkan hafði ekki rétt- ipdi til að aka hjólinu. Síðdegis á laugardag varð mjög harður árekstur í Ármúlanum. BMW- bifreið var ekið vestur Árm- úlann og annarri bifreið var ekið frá húsinu númer 21 við götuna. Ökumaður BMW-bifreiðarinnar náði ekki að stöðva og skall bifreið hans á hinni af miklum krafti. Báð- ar bifreiðamar eru nánast ónýtar. stúdenta) og Dóra Pálsdóttir (full- trúi 20 ára stúdenta). í varastjóm em: Guðrún Bamey Leifsdóttir, Herdís Herb^rtsdóttir, Bjöm Jóns- son og Jóhanna S. Jónsdóttir. (Fréttatilkynning.) Kjarneðlisfræð- ingur f lytur tvo háskólafyrirlestra TÉKKNESKI kjameðlisfræðing- urinn prófessor Frantisek Janouch flytur fyrirlestur í boði félagsvisindadeildar Háskóla ís- lands kl. 20.30 í kvöld, 12. maí, í stofu 101 í Lögbergi. Erindið nefnir hann „Hvað er að gerast í Austur-Evrópu?“. Einnig flytur hann fyrirlestur á vegum Raun- vísindastofnunar Háskólans á fimmtudaginn nk. kl. 16.15 í stofu 101 í Odda. Sá fyrirlestur nefnist „Framtíð kjarnorkunnar eftir Chemobyl". Frantisek Janouch er prófessor í fræðilegri eðlisfræði í Stokkhólmi og vinnur við Forskningsinstitutet för atomfysik. Til ársins 1970 var hann forstöðumaður kjameðlis- fræðideildar kjamorkustofnunar vísindaakademíunnar í Tékkóslóv- akíu, en var vikið úr starfí vegna stjómmálaskoðana. Árið 1974 var honum leyft að fara úr landi og settist hann þá að í Stokkhólmi. Fyrirlestramir em fluttir á ensku og öllum opnir. Gjöf til minn- ingar um Pétur Halldórsson borgarsljóra FORSTJÓRI Elli- og hjúkmnar- heimilisins Grundar, hr. Gísli Sigurbjörnsson, hefur fært Guð- fræðistofnun Háskóla íslands að gjöf eitt hundrað þúsund krónur frá Stofnendasjóði Gmndar. Gjöf- in er til minningar um Pétur Halldórsson, borgarstjóra í Reykjavík 1935—1940. I gjafabréfí, sem fylgir þessari höfðinglegu gjöf, segir: „Elli- og hjúkmnarheimilið Gmnd á Pétri Halldórssyni margt og mikið að þakka. Hann var ávallt mikill vin- ur starfsins á Gmnd og studdi það af alhug. Þess er nú minnst á 100 ára afmæli hans með virðingu og þakklæti." Um leið og gagnmerks heiðurs- manns er minnst, og nafn hans er ritað í minninga- og heiðursgjafabók Starfsjóðs Guðfræðistofnunar Há- skóla Islands, era gefanda færð þökk og blessunaróskir. (Frétt frá Guðfræðistofnun Háskóla íslands) Morgunblaðið/Þorkell Frá undankeppni íslandsmótsins í bríds í Gerðubergi um helgina. íslandsmótið í tvímenning í brids: Guðmundur og Björn unnu undankeppnina BJÖRN Eysteinsson og Guð- mundur Sv. Hermannsson unnu undankeppni íslandsmótsins í tvímenning í bríds sem spiluð. var í Gerðubergi í Reykjavík um helgina. 98 pör af öllu landinu tóku þátt í mótinu en 23 efstu pörin fengu rétt til að spila í úrslitum íslandsmótsins um næstu helgi. Segja má að í úrslitin hafi að mestu raðast eftir bókinni þrátt fyrir parafjöldann í undankeppn- inni. Pörin í úrslitunum verða þessi, talin upp í þeirri röð sem undankeppnin sagði til um: Bjöm Eysteinsson og Guðmundur Sv. Hermannsson, Hermann Láms- son og Ólafur Lámsson, Ásmund- ur Pálsson og Karl Sigurhjartar- son, Aðalsteinn Jörgensen og Ásgeir Ásbjömsson, Jón Baldurs- son og Ragnar Magnússon, Gestur Jónsson og Jón Páll Sigur- jónsson, Kristján Blöndal og Valgarð Blöndal, Guðmundur Pét- ursson og Magnús Torfason, Jónas P. Erlingsson og Valur Sig- urðsson, Hrólfur Hjaltason og Sigurður Sverrisson, Gunnar Þórðarsson og Sigfús Þórðarson, Hörður Amþórsson og Jón Hjalta- son, Jón Þorvarðarson og Þórir Sigursteinsson, Matthías Þor- valdsson og Júlíus Sigurjónsson, Amar Geir Hinriksson og Einar Valur Kristjánsson; Guðlaugur R. Jóhannsson og Öm Amþórs- son, Ragnar Bjömsson og Sævin Bjamason, Rúnar Magnússon og Stefán Pálsson, Guðmundur Páll Amarson og Símon Símonarson, Bragi Erlendsson og Ríkharður Steinbergsson, Bemódus Krist- insson og Þórður Bjömsson, Jóhann Jóhannsson og Kristján Sigurgeirsson, Ari Konráðsson og Kjartan Ingvarsson. Að auki spila núverandi Islandsmeistarar, Þór- arinn Sigþórsson og Þorlákur Jónsson í úrslitunum. Öll úrslitapörin em höfuðborg- arsvæðinu nema Sigfús og Gunnar frá Selfossi og Amar og Einar frá ísafírði. Úrslitin verða spiluð á Hótel Loftleiðum og hefj- ast klukkan 13 á laugardaginn. Jaki Graham skemmtir i Evrópu 14., 15. og 16. maí nk. Auk þess skemmtir hún 16. maí i Glaumbergi í Keflavík. Söngkonan Jaki Graham í Evrópu DAGANA 14., 15. og 16. maí mun breska söngkonan Jaki Graham skemmta gestum veitingahússins Evrópu við Borgartún. Jaki Graham sló fyrst í gegn með laginu „Could It Be I’m Falling In Love", sem hún söng ásamt David Grant árið 1985. í Bretlandi náði lagið einu af fimm efstu sætunum á Gallup-Iistanum sem er hinn opinberi breski vinsældalisti. Vinsældunum fylgdi hún eftir með laginu „Round And Around", sem komst inn á topp tíu á breska listanum. Á síðasta ári sendi Jaki Graham frá sér aðra breiðskífu sína, „Breaking Away“, einnig syngur hún með Ferry Aid- flokknum í laginu „Let it be“. Söngskemmtanir Jaki Graham í Evrópu heQast á miðnætti öll þijú kvöldin. Auk þess að skemmta gest- um Evrópu mun hún skemmta í veitingahúsinu Glaumbergi í Kefla- vík laugardagskvöldið 16. maí. Bókasafn Kópavogs: Sýning á þurrblóma- skreytíngum OPNUÐ hefur verið sýning á þurrblómaskreytingum eftir Öldu Guðmundsdóttur í Lista- krubbu Bókasafns Kópavogs. Alda Guðmundsdóttir er hár- greiðslumeistari að mennt og hefur gert þurrblómamyndir og -skreyt- ingar undanfarin ár á heimili sínu í Kópavogi. Á sýningunni, sem stendur til 23. maí, em 32 myndir unnar með ís- lenskum og erlendum blómum og stráum, sem Alda hefur ýmist rækt- að sjálf eða tínt. Sýningin er opin á sama tíma og bókasafnið, mánudaga til föstu- daga kl. 9.00-21.00. Leiðrétting í texta með baksíðumynd Morg- unblaðsins á sunnudaginn af stúlkunum 10 sem keppa um titil- inn Fegurðardrottning Islands 1987 urðu þau mistök að ein þeirra, Fjóla Grétarsdóttir, er sögð vera úr Hafnarfirði. Þetta er ekki rétt heldur er Fjóla úr Ölfusi. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.