Morgunblaðið - 12.05.1987, Page 43

Morgunblaðið - 12.05.1987, Page 43
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. MAÍ 1987 43 Afmæliskveðia: Knútur Þorsteins- son fv. fulltrúi Knútur Þorsteinsson, fv. fulltrúi í menntamálaráðuneytinu, fæddist á Ulfsstöðum í Loðmundarfirði 12. maí 1907 og á þvi' áttræðisafmæli í dag. Foreldrar hans voru Þor- steinn Jónsson bóndi og kona hans, Sigríður Valtýsdóttir frá Nesi í Loðmundarfirði, systir hins kunna rithöfundar og kennara, Helga Val- týssonar. Knútur ólst upp í Loðmundarfirði, sem þá var blóm- leg byggð, þótt nú sé þar mannautt og villtar hreindýrahjarðir standi í fomum túnum. Það voru ekki skólar eða náms- möguleikar við hvers manns dyr á uppvaxtarárum Knúts Þorsteins- sonar, en hann komst í Alþýðuskól- ann á Eiðum og stundaði þar nám 1927-1929. Síðan hélt hann til Noregs á kennaranámskeið í Berg- en og nam við lýðháskólann að Voss 1930, en þar var þá skóla- stjóri Lars Eskeland, kunnur skólamaður, faðir Ivars Eskeland, er var fyrsti forstjóri Norræna húss- ins í Reykjavík. Samgöngur og samskipti við Noreg voru um tíma mikil frá Aust- fjörðum og höfðu margir Norðmenn stundaði síldveiðar fyrir Austur- landi og reist sér vegieg hús á Seyðisfírði og sér þess enn merki og sé lengra farið aftur í tímann þá stunduðu Norðmenn hvalveiðar í stórum stil frá Asknesi við Mjóa- §örð. Eftir dvölina í Noregi tók Knútur kennarapróf frá Kennaraskóla ís- lands árið 1931. Síðan hófst kennarastarf á ýmsum stöðum, fyrst á Fáskrúðsfírði, síðan í Vest- mannaeyjum, í Reykholtsdal í Borgarfírði, Sandgerði, Neskaup- stað og NorðQarðarhreppi og loks við bamaskólann á Seyðisfirði 1945—1948, en árið 1948 varð hann skólastjóri bama- og ungl- ingaskólans á Höfn í Homafirði. Þeim starfa gegndi hann til ársins 1961. Á þessum árum á Höfn hafði hann nokkur afskipti af sveitar- stjómarmálum, sat í hreppsnefnd og var oddviti hennar í þijú ár, en hreppsnefndarmaður hafði hann einnig verið í heimabyggð sinni, Loðmundarfirði, í tvö ár. Það er ekki nýtt að menn flytjist austan af landi til Reykjavíkur. Fyrsti landnámsmaðurinn, Ingólfur Amarson, hóf þennan sið. Þegar hann hafði haft vetursetu í einu fegursta byggðarlagi landsins, Álftafirði eystra, lagði hann af stað um fyöll, sanda og stórvötn til Reykjavíkur. Knútur Þorsteinsson hóf ekki slíka för fyrr en um það bil ellefu hundruð ámm síðar. Það biðu hans að vísu engar öndvegis- súlur í Reykjavík, en eigi að síður þýðingarmikil störf. Hann réðst til fjármálaeftirlits skóla og starfaði þar uns sú stofnun var sameinuð menntamálaráðuneytinu. Þá gerð- ist hann fulltrúi í greiðslu- og- bókhaldsdeild ráðuneytisins og gegndi þar fullu starfí til sjötugs. Eftir það vann hann alllengi áfram sem lausráðinn, því að ljóst var að aðrir myndu ekki leysa betur af hendi þau verk er hann hafði með höndum. Knútur Þorsteinsson er tæplega meðalmaður á hæð, þéttvaxinn, hæglátur og hógvær í háttum. Hann er ágætlega hagmæltur og hafa vísur hans og kvæði birst í blöðum og í bókinni Aldrei gleymist Austurland. Hann hefur óvenju fagra rithönd og frágangur allra skjala frá hans hendi ber vott um mikla vandvirkni og snyrtimennsku. Knútur er gleðimaður í samkvæm- um og með allra skemmtilegustu ræðumönnum á slíkum stundum. Meðal samstarfsmanna í menntamálaráðuneytinu naut Knútur trausts og vináttu. Allir vissu að hann leysti störf sín af hendi af alúð og nákvæmni og hafði mikla reynslu sem kennari og skóla- stjóri og skildi þjónustuhlutverk ráðuneytisins við skólamálin í landinu og nauðsyn þess að greiða sem best götu viðskiptavinanna, ekki síst þeirra, sem fjarri búa. Eiginkona Knúts er Oddný Sveinsdóttir, kennari frá Gilsár- stekk í Breiðdal. Börn þeirra eru Ósa, menntaskólakennari, og Jón Hagbarður, guðfræðinemi í Há- skóla íslands. Ég þakka Knúti Þorsteinssyni löng og góð kynni og samstarf og við hjónin sendum honum og fjöl- skyldu hans kærar kveðjur og ámaðaróskir. Birgir Thorlacius Söluhæstir hjá RKÍ ÖSKUDAGURINN hefur verið fór verðlaunaveitingin fram 30. um langt árabil kynningar- og aprU sl. á skrifstofu Reykjavík- merkjasöludagur Rauða kross- urdeildar Rauða kross íslands. ins um allt land. Síðastliðinn Nöfn þeirra eru taUð frá öskudag tóku um 1300 börn vinstri: Friðrik Erlingsson, þátt í merkjasölunni í Arnþór Karlsson, Ólafur Bryiý- Reykjavík. Fjögur söluhæstu ólfsson og Gunnar Ólafur börnin fengu bókaverðlaun og Gunnarsson. S^terkur og kJ hagkvæmur auglýsingamiðill! Wterkurog k-/ hagkvæmur auglýsingamiðill! c§3 Húsnæðisslofnun ríkisins Auglýsing um dráttarvexti Af lánum, sem verðtryggð eru með lánskjaravísitölu, eru reiknaðir dráttarvextir á 15. degi ffá gjalddaga. Af lánum, sem verðtryggð eru , með byggingarvísitölu, verða reiknaðir dráttarvextir einum mánuði eftir gjalddaga. Húsnæðisstofnun ríkisins bjoðum þer það besta sem þú getur fengið í rúmum og dýnum — allt með 2ja ára ábyrgð — og ekki nóg með það — við bjóðum þér líka besta verðið — lægsta verðið — og góða greiðsluskil- mála . . . húsgagnaAöllin Rúm: tegund 525 er 140 cm á breidd og 200 cm á Litir: Grátt með svörtu og rauðu. Dýna: Heil svampdýna, mjög vönduð, með mjúkri ogstífri hlið. Verð kr: 28.770,- með dýnu og tveimur náttborðum, án nátt- borða mínus 2.600 kr. pr. stykki. REYKJAVÍK

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.