Morgunblaðið - 12.05.1987, Side 53

Morgunblaðið - 12.05.1987, Side 53
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. MAÍ1987 53 og próf og löggildingu, svo og gjald fyrir ökukennslu. Dómsmálaráðherra getur hve- nær sem er svift mann ökukennara- réttindum ef ástæða þykir til. Af framansögðu má sjá að ÖI hefur gert tillögur um róttækar breytingar á ökukennslunni og menntun ökukennara, m.a. að öku- skólar útskrifi nemendur, og til þess að geta rekið ökuskóla yrði mönnum gert að skyldu að fá starfsþjálfun, líkt og er á hinum Norðurlöndunum, b.e. Svíþjóð, Nor- egi og Finnlandi, hjá starfandi ökukennara eða ökuskóla. Hér hef- ur aðeins verið drepið á nokkur atriði. Af þessu má sjá að Öí hefur á liðnum árum gert margar tillögur um gagngerar breytingar á mennt- un ökukennara og tilhögun öku- námsins. Þær hafa því miður ekki hlotið náð fyrir augum ráðamanna enn sem komið er. Eg vil að lokum vitna í orð Am- alds Árnasonar, ökukennara, þar sem hann í upphafí erindis, sem hann flutti á ráðstefnunni Farar- heill, vitnaði í viðtal við norskan ökukennara, Asbjörn Seim, þar sem hann segir frá því, að eitt sinn sem oftar hafi faðir hringt til sín þeirra erinda að panta ökukennslu fyrir son sinn. Tók faðirinn það mjög ákveðið fram að hann ætlaðist til þess að sonurinn fengi marga öku- tíma, þannig að hann lærði almenni- lega að aka bíl, og bætti síðan við: „Þú skilur, við eigum bara þennan eina dreng.“ I orðum þessa norska föður krist- allast ef til vill vandamál ökukennsl- unnar og um leið þær kröfur sem gerðar em til okkar ökukennara. Tilvitnun lýkur. Þú sem þessar línur lest átt ef til vill böm, kannski þú getir aðstoð- að okkur eða hjálpað við að koma vitinu fyrir ráðamenn í umferðar- málum. Ökukennarar eru þeir menn, sem gjörþekkja vandamál ökukennsl- unnar og umferðarinnar. Þá vantar aðeins traust ráðamanna til að framkvæma m.a. menntun öku- kennara, stórbæta ökukennsluna, bæði fræðilega þáttinn og þjálfun í akstri. Höfundur hefur ökukennslu að aukastarfi og er fyrrverandi formaður Ökukennarafélags ís- lands. Þverpólitísk samstaða um málefni fatlaðra eftirHrafn Sæmundsson Við sem erum fötluð eða vinnum að málefnum fatlaðra á einhvern hátt, höfum tekið eftir því að und- anfarið hefur barátta fatlaðra fyrir mannréttindum breytt um svip. Það má rekja þessa breytingu að nokkru leyti til þeirra tímamóta, þegar heildarsamtök fatlaðra, Öryrkja- bandalag íslands og Landssamtökin Þroskahjálp náðu að stilla saman strengi sína og ganga órofa fram í baráttunni með sameiginlegri að- gerð, Skemmdegisvöku fatlaðra, í desember 1986. Síðan fylgdu heild- arsamtökin baráttunni eftir með Kosningavöku fatlaðra 1987. Með þessum aðgerðum hefur barátta fatlaðra tekið á sig annan svip. Baráttan er nú betur skil- greind, málefnin í heild eru sett fram á einfaldan hátt og rökstudd. Og nú eru heildarsamtökin reiðubú- in að fylgja baráttunni eftir með þeim aðgerðum sem munu duga. Frumþarfir Og um hvað stendur þessi bar- átta fatlaðra í dag? Stendur hún um kröfugerð einhvers þrýstihóps? Stendur hún um einhvem lúxus, um það að fatlaðir vilji nú fá kjör til móts við aðra þjóðfélagshópa flesta sem standa í kjarabaráttu? Stendur baráttan um „mannsæm- andi“ lífskjör eins og það er orðað í almennri samningagerð? Nei. Bar- átta fatlaðra stendur ekki um þetta. Barátta fatlaðra stendur — því mið- ur — í flestum tilvikum um það að krefjast grundvallarmannréttinda. Hún stendur um þau „mannrétt- indi“ að geta fullnægt frumþörfum. • Við viljum fá tryggingu fyrir því að hafa húsaskjól. Fatlaðir hafa ekki þessa tryggingu. • Við viljum fá tryggingu fyrir mannsæmandi lífeyri. Fatlaðir hafa ekki þessa tryggingu. • Við viljum fá tryggingu fyrir nauðsynlegustu ummönnun. Fatlaðir hafa ekki þessa trygg- ingu. • Við viljum fá tryggingu fyrir menntun á móts við ófatlaða. Lágmapksáhætta*.., Opnunargengi til 22.5.1987 Kaupgengi Sölugengi Sjóðsbréf 1 985 1.000 Sjóðsbréf 2 985 1.000 * Sjóðsbrófin bera nú 9-11% ávöxtun umfram verðbólgu. Varúð er viskunnar móðir. 1 = Veröbréfamarkaður !í.T" a7 = lönaðarbankans hf. efes-10-lo ASKRIFENDUR AÐEINS EITT SÍMTAL 691140 691141 Með einu símtali er hægt að breyta innheimtuað- ferðinni. Eftir það verða áskriftargjöldin skuldfærð á viðkomandi greiðslukortareikning mánaðarlega. Fatlaðir hafa ekki þessa trygg- ingu. • Við viljum fá tryggingu fyrir aðstöðu til endurhæfíngar og hæfingar. Fatlaðir hafa ekki þessa tryggingu. • Við viljum fá tryggingu fyrir atvinnu. Fatlaðir hafa ekki þessa tryggingu. Og þannig höldum við áfram að telja okkar „kröfugerð". Pólitískur vilji Og hér er um einföldustu grund- vallarmannréttindi að ræða. Og þessi „kröfugerð“ er byggð á þeirri staðreynd að við erum ein ríkasta þjóð veraldarinnar. Þessi „kröfu- gerð“ er byggð á því siðferðismati sem okkar þjóðfélag ætti vissulega að byggjast á. Hér er ekki um að ræða að hafa „efni“ á einhveiju. Hér er ekki um það að ræða að skipta á þessum mannréttindum og einhvetju öðru. Hér er einfaldlega um að ræða spurningu um siðferðis- legt mat. Spurninguna um pólitísk- an vilja. Samtök fatlaðra — heildarsam- tök fatlaðra — hafa nú náð saman í baráttunni. Markmið þessarar baráttu er að skapa þverpólitískan vilja til að þessi málaflokkur, mál- efni fatlaðra, verði metinn eins og aðrir málaflokkar í velferðarþjóð- félaginu. Þessi þáttur í „velferðar- þjóðfélaginu" er raunar á svipuðu plani og til að mynda heilbrigðis- kerfi okkar almennt. Engum dettur lengur í hug að almenn læknis- þjónusta sé ekki inni í fjárlagagerð- inni. Heilbrigðiskerfið er dýrt. Sjúkrahúsin eru dýr. Heilsugæslan er dýr. Samt dettur engum í hug að byija á nöldri og vangaveltum um þennan þátt velferðarþjóðfé- lagsins við hveija einustu fjárlaga- gerð. Engum dettur í hug að flytja eitthvað af þessum peningum yfir í eitthvað annað eða stinga því undir stól í ráðuneytinu. Þjóðfélagið hefur einfaldlega viðurkennt að al- menningur eigi kost á læknisþjón- ustu, hvort sem hún er mikil eða lítil. Þjóðfélagið hefur einfaldlega viðurkennt þessi grundvallarmann- réttindi þegnanna. Það eru slík grundvallarmannréttindi sem við viljum fá viðurkennd í fjárlagagerð fyrir þá sem eru fatlaðir. Bíðum ekki lengnr Samtök fatlaðra — heildarsam- tök fatlaðra — hafa nú náð saman í baráttunni. Að baki þessara sam- taka, þessara sameinuðu samtaka fatlaðra, standa tugþúsundir ein- staklinga. Við munum reka baráttu okkar af reisn og við munum rök- styðja okkar mál eins og gert hefur verið að undanfömu, bæði fyrir Skammdegisvöku fatlaðra og Kosn- ingavöku fatlaðra. Við munum nú bíða þess að í næstu fjárlagagerð verði viðurkennd þau grundvallar- mannréttindi sem hér hafa verið Hrafn Sæmundsson tíunduð að nokkru. En við munum ekki viðurkenna þau rök að fatlað- ir, sérstaklega mikið fatlað fólk, eigi ekki að njóta þeirra gmndvall- arþjónustu sem viðurkennd er á öðrum sviðum þjóðfélagsins. Ef þessi grundvallarsjónarmið verða ekki virt við næstu fjárlagagerð, munu heildarsamtök fatlaðra beita afli sínu — því þjóðfélagsafli sem að baki þeirra býr. Við höfum beðið lengi og haft mikið langlundargeð. Við teflum fram einföldum siðferðilegum rök- um. Mjög einföldum rökum um að fá einföldustu frumþarfir. Það er öll okkar „kröfugerð“. Við höfum að undanförnu sett þessi rök fram frá efnahagslegu og mannlegu sjón- armiði. Við höfum lagt öll þessi rök upp í hendurnar á stjórnmálamönn- unum og þeim sem vinna að fjár- lagagerð. Við höfum beðið lengi. En við bíðum ekki lengur. Höfundur er atvinnumálafulltrúi Kópavogskaupstaðar. ÞJI! - FYRIR ÞÁ SEM VILJA FYLGJAST MEÐ

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.