Morgunblaðið - 12.05.1987, Qupperneq 58

Morgunblaðið - 12.05.1987, Qupperneq 58
58 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. MAI 1987 félk í fréttum Julio með brjóstsviða á ný Julio hefur stundað æstar sjálfs- blekkingar. „Isabel vildi bara að þau væru vinir. Samband þeirra hefur alltaf verið gott, en Julio hefur greinilega miskilið hana allhrapa- lega“, sagði trúnaðarvinkona Isabel. „Julio er ein rúst“, segir náinn vinur hans. „Hann hélt að hann yr heimi slúðurdálkanna er það að frétta að Julio Iglesias er rbrotinn maður eina ferðina enn. Frá því hefur verið greint hér á síðunni hvemig aumingja Julio lét í ljós söknuð sinn í garð fyrrver- andi eiginkonu sinnar og bama þeirra. Sagðist hann sjá óskaplega eftir þeim og tjáði jafnframt hverj- um sem heyra vildi að hann þráði ekkert meira en að eiga fjölskyld- una að á ný. Þá bar það til að Julio og frúin fyrrverandi, Isabel, fóru að ræða saman á ný. Fór vel á með þeim og töldu menn þetta staðfesta hið fomkveðna að lengi lifí í gömlum glæðum. Hófu Gróur heimsins þeg- ar að stinga saman nefjum um hugsanlegan samruna hjúanna á ný. Ekki minnkuðu þær sögur þeg- ar hið virta slúðurblað National Enquirer birti grein þess efnis og hafði eftir Julio sjálfum að allt væri klappað og klárt fyrir hið end- umýjaða hjónaband. Var haft eftir góðum vini Julios að hann hefði þegar sagt bömum sínum frá því að hann og móðir þeirra hygðust taka saman á ný. Nú kemur hins vegar í ljós að Isabel, eiginmaður númer tvö og hinn verðandi. Julio og Isabel með tveimur börnum þeirra, meðan allt lék í lyndi. myndi loks höndla hamingjuna á ný, en þá tekur þessi gæs sig til og opinberar með einhverjum karlk- urfí þegar hún er ekki einu sinni skilin við mann númer tvö.“ Téður karlkurfur er fyrrverandi fjármála- ráðherra Spánar, Miguel Boyer, en hann er nú bankaráðsformaður. Að sögn vinar Julios vom fyrstu við- brögð hans þessi: „Hann er ekki einu sinni sætur!" Öllum heimildum ber saman um að Julio sé mjög niðurdreginn og sagði breska blaðið News of The World að hann væri alveg hættur að fara út með kvenfólki og um- gengist nær einvörðungu mjög þröngan vinahring. Hið þýska blað Bild gekk lengra og sagði hann að mestu hafast við innan dyra þar sem hann sötraði höfug hanastél og horfði á gamlar spænskar og suður-amerískar söngvamyndir. Hafði það ennfremur eftir trúnaðar- vini Julios að ólíklegt væri að hann kæmi mikið fram þar til hann hefði tekið gleði sína á ný og að þess gæti verið langt að bíða; jafnvel hálft ár. „Hann heldur samt í von- ina og sagði að hann myndi bíða hennar kysi hún að snúa aftuir til hans“, sagði vinurinn að lokum. Reuter Blómarósir og fegurðardísir í Singapore Ekki er annað fært en að birta fleiri myndir frá Singapore, en þar fer senn fram keppnin um titilinn Ungfrú alheimur. Á þessari mynd má sjá Ungfrú Israel, Yamit Noy frá Rishon Le Zion, og Ungfrú E1 Salvador, Vima Machuca frá San Salvador. Ásamt þeim eru nokkrar indverskar dansmeyjar, en þær eiga að sýna svo ekki verði um villst hinn fjölbreytta menningargrundvöll Singapore. Breskl blaðajöfurinn Robert Maxwell hefur löngum haft gaman af að baða sig í sviðsljósinu og segja illar tungur að myndbirtingar af honum í eigin blöðum séu ekki alveg í samræmi við aimennt frétta- mat. Hvað um það — hér er hann á ferð ásamt leikaranum Rupert Everett. Ár hvert kemur staðgengill Charlie Chaplin til Cannes og narrast að hátíðargestum. Að þessu sinni kom Chaplin, eða Charlot, eins og Frakkar nefna hann, á ævafornumn Citroön, en honum hafði kauði breytt í kvikmyndahús á hjólum. Aftan á skottinu var komið fyrir sýningarvél og loku skotið fyrir gluggana. ^ ^ Reuter Osku Orson Welles komið fyrir Síðastliðinn fímmtudag var ösku Orsons Welles komið fyrir í bænum Ronda á Spáni, en Welles hafði látið í ljós ósk um að aska hans yrði send þangað. Það var dóttir hans, Beatrice, sem flutti öskuna þangað og kom henni fyrir og sagði hún að af öllum þeim lönd- um sem faðir sinn hefði komið til, þá hefði hann ávallt haft mest dá- læti á Spáni. Listamaðurinn Orson Welles var helst þekktur fyrir útvarpsútgáfu sína af sögu H. G. Wells, Innrásin frá Mars. Sú útgáfa þótti svo raun- veruleg og hrollvekjandi, að hún olli meiriháttar skelfingu um Bandaríkin þver og endilöng. Seinna gerði hann kvikmyndina „Citizen Kane", sem hann byggði að nokkru á ævi blaðakóngsins Williams Randolphs Hearts. Sú mynd þykir enn þann dag í dag vera meðal fremstu kvikmynda sög- unnar. Welles þótti hins vegar ekki 1 ná að rísa jafnhátt eftir það og lést af völdum hjartaáfalls árið 1985.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.