Morgunblaðið - 12.05.1987, Side 68

Morgunblaðið - 12.05.1987, Side 68
STERKTKORT ffgtltlltfflfeife jFeróaslysa ‘'trygging ÞRIÐJUDAGUR 12. MAI 1987 VERÐ í LAUSASÖLU 50 KR. Snæfellsnes: Flugvél .hlekktistá í flugtaki EINKAFLUGVÉL í eign nokkurra Stykkishólmsbúa steyptist til jarðar í flugtaki frá Kaldármelum í Kolbeins- staðahreppi í gærmorgun. Tveir menn voru með vélinni, flugmaður og farþegi, og sluppu þeir ómeiddir en vélin er mikið skemmd. Flugvélin, sem ber einkennis- stafina TF-ICY af gerðinni Cessna ' 152, árgerð 1980, var á leið frá Stykkishólmi til Reykjavíkur. Að sögn Skúla Jóns Sigurðssonar, deildarstjóra loftferðaeftirlitsins, lenti vélin á Kaldármelum vegna dimmviðris sem gekk yfir. Þar var beðið betri skilyrða, en þegar rof- aði til mistókst flugtakið og vélin hafnaði á hvolfi utan brautar. Ekki er ljóst hvað olli slysinu en flugvélin hefur verið flutt til Reykjavíkur til rannsóknar. í í m Morgunblaðið/Helena Á Hress- armeð hvíta kolla FYRSTU stúd- entamir á þessu vori hafa sett upp hvítu koll- ana. Fleiri stúdentsefni em þó enn í próf- önnum og lestri. Myndin er af stúdínum frá Samvinnuskól- anum, sem útskrifuðust um helgina. Bílar skemm- ast í eldi TVEIR bílar skemmdust mikið þegar eldur kom upp í bílskúr, við Olduslóð í Hafnarfirði í gær. Að sögn lögreglunnar í Hafnar- firði em eldsupptök ókunn en málið er í rannsókn hjá Rannsókn- arlögreglu ríkisins. Flugrnálastjóri um kjaradeilu flugumferðarstjóra: Verkfall gæti haft mjög alvarlegar afleiðingar „VERKFALL flugumferðar- stjóra gæti haft mjög alvarlegar afleiðingar. Margskonar starf- semi myndi lamast og afleiðing- amar verða alvarlegar fyrir flugfélögin, allan íslenskan ferðaiðnað og allt íslenskt efna- hagslíf. Það myndi stöðva allt innanlandsflug og allt millilanda- flug, og auk þess stórlega takmarka allt yfirflug um okkar svæði,“ sagði Pétur Einarsson, flugmálastjóri, þegar Morgun- blaðið spurði hann um hugsan- legar afleiðingar verkfalls flugumferðarstjóra. Eins og kunnugt er hafa flugumferðar- stjórar boðað til verkfalls 25. maí. Pétur sagði að ekki einungis myndi verfall _ flugumferðarstjóra bitna illilega á íslendingum, heldur einnig koma illa við erlend flugfélög sem hér hafa viðkomu og önnur sem Steingrímur vill við- ræður við Sjálfstæðis- flokk og Kvennalista Vantrú á að slík stj órnarmy ndun takist FORSETI íslands, frú Vigdís Finnbogadóttir, fól Steingrími Her- mannssyni, formanni Framsóknarflokksins, umboð til stjómarmynd- ^jnar á sunnudag og ræddi Steingrímur í gær við formenn Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks og talsmenn Kvennalista. Steingrimur er bjartsýnn á að geta hafið þríhliða viðræður við Sjálf- stæðisflokk og Kvennalista þegar á morgun, en heimildir Morgun- blaðsins herma að mjög takmarkaður áhugi sé fyrir slíkum viðræðum í herbúðum sjálfstæðismanna. Viðmælendur Morgunblaðsins í gær höfðu mjög takmarkaða trú á að Steingrimi tækist að mynda slíka stjóra. Steingrímur sagði í gærkveldi að hann væri bjartsýnn á að geta haf- ið þríhliða viðræður við fulltrúa Kvennalista og Sjálfstæðisflokks. „Mér fannst konumar vera jákvæð- ar og það er margt í þeirra málefna- ^grundvelli sem ég get tekið undir,“ sagði Steingrímur í samtali við Morgunblaðið. Talsmenn flokkanna vörðust í gær fregna af viðræðum sínum við Steingrím og sögðu samkomulag um að trúnaður skyldi ríkja um þessa fundi. Heimildir Morgun- blaðsins herma að Sjálfstæðisflokk- ^rinn hafi ekki útilokað þann möguleika að fara út í stjómar- myndunarviðræður við Framsókn- arflokk, en hvort af því verður sé algjörlega undir því komið hver verði þriðji aðilinn í slíkum viðræð- um, hver málefnagrundvöllurinn verði og hvemig sé fyrirhugað að hafa verkaskiptingu í nýrri ríkis- stjóm. Munu sjálfstæðismenn hafa mjög takmarkaðan áhuga á að fara út í þriggja flokka viðræður með fulltrúum Framsóknarflokks og Kvennalista. Áhugi aiþýðuflokksmanna á stjómarmyndunarviðræðum við Framsóknarflokk mun vera enn takmarkaðri samkvæmt heimildum Morgunblaðsins, en Kvennalisti mun reiðubúinn til frekari viðræðna og hefur ekki sett fram endanleg skilyrði sín fyrir slíkum viðræðum. Steingrímur hittir Svavar Gests- son, formann Alþýðubandalagsins, að máli árdegis í dag og eftir há- degi mun hann ræða við Albert Guðmundsson. Síðdegis í dag held- ur Framsóknarflokkurinn þing- flokksfund og væntanlega munu þingmenn þar leggja niður fyrir sér hvort raunverulegur grundvöllur sé fyrir þriggja flokka stjómarmynd- unarviðræðum. Verði sú niðurstað- an, munu þeir Steingrímur Hermannsson, Halldór Ásgrímsson og Guðmundur Bjamason leiða þær viðræður fyrir hönd Framsóknar- flokksins. Verði niðurstaða þingflokksins á hinn bóginn sú að ekki sé um raun- hæfan stjómarmyndunarmöguleika að ræða, þá mun Steingrímur að öllum líkindum skila af sér umboð- inu aftur, þegar á morgun. fljúga um flugstjómarrými okkar. Margir hveijir gætu þó flogið aðrar leiðir, en með stórauknum kostn- aði. Hann sagði að dregið yrði eins og hægt væri að senda út tilkynn- ingar um yfírvofandi ástand, ekki síst til að vemda orðstír íslands í flugmálum, þótt óformlega væri búið að láta vita, til dæmis til IATA, Alþjóðasambands flugfélaga. Pétur sagði að ef af verkfalli yrði væri að einhverju leyti hægt að halda uppi alþjóðaflugi sem færi yfír landið og því yrði þá stjómað frá Skotlandi og Kanada. „Það erum við alltaf dauðhræddir við, því eins og staðan er í dag þá er það stað- reynd að tæknilega er hægt að stjóma þessari flugumferð án Is- lands. Mestur hluti af því rými er alþjóðleg lögsaga, utan allra landa, og stjómað af Alþjóða flugmála- stofnuninni. Yflr því höfum við ekkert að segja þótt við stjórnum því í umboði hennar. Það hefur verið margrætt að taka af okkur þessa flugumferðarþjónustu og það er sú hætta sem að okkur steðjar nú. Þá missa 30 til 38 flugum- ferðarstjórar atvinnuna, sem launaðir eru af alþjóðlegu fé,“ sagði Pétur. Hann sagði að við hefðum ákveðnar samningsbundnar skyldur um þjónustu við alþjóðlega flugum- ferð. Pétur sagðist vona hið besta í málinu og að samningar næðust milli samningsaðila og flugumferð- arstjóra. „íslenskt flug hefur alls ekki efni á þessu. Það er búið að setja bráðabirgðalög á flugmenn og flugfreyjur og það sýnir mikil- vægi flugsins," sagði hann. Innlendar skuldir ríkisins: Lmeigninum 7 milljarðar INNLENDAR skuldir íslenska ríkisins námu á árinu 1985 -5,6% af þjóðarframleiðslu, en heildarskuldir um 27% af þjóðarframleiðslu. Raunveruleg inneign ríkisins innanlands nam því um 7 milljörðum króna. Líklegt er að hlutfallið hafi verið svipað á síðasta ári. Hér er um að ræða fé sem lánað hefur verið fyrir tilstilli fjárfestingarl- ánasjóða, byggðasjóðs og húsnæðislánasjóðanna. Þetta kemur fram í viðtali við Tór Einarsson, hagfræðing, sem birt er i Morgunblaðinu í dag. Tór Einarsson heldur því fram, að sú viðtekna skoðun að sam- keppni ríkisins við aðra aðila á skuldabréfamarkaði leiði til þess að vextir hækki, hafi ekki við rök að styðjast. Rannsóknir hagfræðinga erlendis, þar sem fjármagnsmark- aðir eru þróaðir og ríkisskuldabréf eru seld á sambærilegum vöxtum og önnur skuldabréf, bendi ekki til þess, að þessi fjármögnunarleið ríkisins hafí vaxtahækkun í för með sér. í viðtalinu við Tór kemur fram, að hann telur að enda þótt halli á íjárlögum sé ekki eftirsóknarverður og vinna þurfi bug á honum, ætti að vera óhætt að búa við hann um eitthvert árabil án þess að það valdi skaða. Sjá nánar á bls. 28

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.