Morgunblaðið - 26.05.1987, Page 2

Morgunblaðið - 26.05.1987, Page 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. MAÍ 1987 Rannsóknir íslands og Danmerkur á Hatton Rockall-svæðinu: Gagnasöfnun boð- in út erlendis Leiðangurinn fyrirhugaður í ágúst UNDIRBÚNINGUR að rann- sóknum Islendinga og Dana á Hatton-Rockall-svæðinu heldur áfram samkvæmt áætlun þótt Bretar hafi lýst því yfir að þeir samþykki ekki rannsóknirnar í sumar vegna þess að þær geti truflað þeirra eigin rannsóknir á svæðinu. Gert er ráð fyrir að gagnasöfnunin verði boðin út til fyrirtækja sem hafa sérbúin skip til slíkra rannsókna og sú söfnun Stúlkan er látin STÚLKAN, sem varð fyrir I bifreið á Sogavegi í Reykjavík í siðustu viku, lést á sjúkrahúsi í gærmorgun. Stúlkan, sem var 12 ára gömul, var gestkomandi í Reykjavík, en átti heima á Stykkishólmi. Á miðvikudags- kvöld í síðustu viku varð hún fyrir bifreið á Sogaveginum og lést af völdum áverkanna snemma í gærmorgun. Ekki er unnt að birta nafn hennar að svo stöddu. Maðurinn við Hvassaleitis- skóla ófundinn taki 3-4 vikur í ágúst og septem- ber. Orkustofnun mun síðan vinna úr gögnunum. Guðmundur Pálmason jarðeðlis- fræðingur, sem vinnur að undirbún- ingi rannsóknanna af íslands hálfu, sagði við Morgunblaðið að gagna- söfnunin yrði boðin út á alþjóðleg- um markaði en engin íslensk fyrirtæki hefðu búnað til slíkra rannsókna. Guðmundur sagði að rannsóknirnar á svæðinu beindust aðallega að því að rannsaka gerð sjávarbotnsins með tilliti til vinnslu verðmætra efna, þar á meðal olíu. Gumundur sagði að svæðið hefði ekki verið rannsakað ýtarlega, þótt Bretar hafi gert út leiðangra þang- að. Guðmundur sagði að úrvinnsla gagnanna yrði hjá Orkustofnun og ef allt færi eftir áætlun tæki hún eitthvað á annað ár. Guðmundur sagði að kostnaði við rannsóknimar yrði haldið innan þeirra marka sem fjárveitingar til þeirra leyfa, en á fjárlögum 1987 var gert ráð yfir 20 milljón króna framlagi til rann- sóknanna, og Danir leggja fram jafn háa upphæð. Að sögn Eyjólfs Konráðs Jóns- sonar, formanns utanríkismála- nefndar Alþingis, átti hann fund með utanríkisráðherra í gær vegna viðbragða Breta og verður málið lagt fyrir ríkisstjómarfund, sem hefst klukkan 10.00 í dag. Fundur iiefur síðan verið boðaður í utanrík- ismálanefnd klukkan 11.00 þar sem fjailað verður um málið. <*«- ' :» »». !-■ .. . . . Flugvél Ómars Ragnarssonar, TF-AFL, á slysstað á Mývatnsöræfum. Morgunblaðið/Siguröur Práinsauu Brotlent í könnunar- flugi á Mývatnsöræfum Flugmaður og 5 farþegar sluppu lítið meiddir, f lugvélin gerónýt TVEGGJA hreyfla einkaflug- vél, TF-AFL, brotlenti á Mývatnsöræfum síðdegis í fyrradag. Fimm menn voru í vélinni, og sluppu þeir tiltölu- lega lítið meiddir. Flugvélin er gerónýt. Eigandi flugvélarinnar, Ómar Ragnarsson fréttamaður, var í eftirlits- og könnunarflugi með fulltrúa Landgræðslunnar og Náttúruvemdarráðs, en ferðin var að hluta til farin á vegum Vélflug- félags íslands, þar sem Ómar er félagi. Með í för vom einnig kvik- myndatökumaður og hljóðmaður frásjónvarpinu. Ómar sagði að þeir hefðu verið að ljúka við að kanna og mynda það svæði afréttarins sem kindum var sleppt á fyrir helgina í óþökk Landgræðslunnar. En þegar hann hefði ætlað að hækka flugið og fara hefði flugvélin lent í ókyrrð og síðan í sogi sem togaði hana niður svo hún missti bæði hraða og hæð. Ómar sagðist hafa reynt að ná henni upp aftur, en án ár- angurs og því neyðst til að brot- lenda. Hjólin vom uppi og lenti flugvélin á kviðnum, fyrst í urð en síðan á foksandi, þar sem nef hennar rakst niður með þeim af- leiðingum að flugvélinni hvolfdi. Ómar sagði að þetta hefði verið óskemmtileg reynsla, en þó guðs- þakkarvert að ekki hefðu orðið meiri meiðsli. Hann sagði að þeir hefðu gengið upp á veg, um 2 km leið, og náð að láta vita þar af sér. Rannsóknanefnd flugslysa fór á slysstað í fyrrakvöld og vinnur nú að rannsókn óhappsins. I gær var unnið að því að flytja flakið til byggða. Verðmæti flugvélar- innar er rúm milljón, að sögn Ómars. TVEIMUR mönnum, sem hand- teknir voru á föstudag grunaðir um ósæmilega negðan, hefur nú verið sleppt úr haldi. Ekki er talið að þeir tengist svokölluðu Hvassaleitismáli. Annar maðurinn var handtekinn í Öskjuhlíðinni, en hinn á miðjum Laugavegi. Sá fyrri hafði að vísu ekki verið staðinn að ósæmilegri hegðan í Öskjuhlíðinni, en var grun- aður um aðild að Hvassaleitismál- inu. Eins og sagt befur verið frá í Morgunblaðinu hafa ungar telpur orðið fyrir áreitni manns við Hvassaleitisskólann og Breiðagerð- isskóla. Maðurinn sem tekinn var á Laugavegi þrætti fyrir að hafa sýnt á sér kynfærin þrátt fyrir fullyrð- ingar vegfaranda um annað og hefur báðum mönnunum nú verið sleppt úr haldi. Fyrsti vam- arliðs- farmurinn FYRSTI farmurinn sem Eim- skipafélag íslands flytur fyrir Varnarliðið á Keflavíkurflug- velli, samkvæmt nýjum samn- ingum við Bandaríska sjóherinn, kom til landsins í fyrrinótt og var skipað upp í Njarðvíkurhöfn í gærkvöldi. Leiguskip Eimskips, Baltic, kom til Reykjavíkur frá Banda- ríkjunum í fyrrinótt. Eftir að almennur farmur hafði verið los- aður úr skipinu í Reykjavík sigldi það til Njarðvíkur þar sem Vam- arliðsfarmurinn var losaður. Voru það rúmlega 80 gámaeiningar. Skipaafgreiðsla Suðumesja sér um afgreiðslu skipsins í Njarðvík. Jarðskjálftinn í gær sá stærsti síðan 1912 á Suðurlandi: Astæða til að Almanna- varnir verði í varðstöðu Gæti verið fyrirboði mikillajarðhræringa, segir Ragnar Stefánsson „ RÉTT fyrir hádegi kom snarpur skjálfti og harður, sem mældist 5,8 gráður á Richter, eftir nokkra skjálfta fyrr um daginn," sagði Ragnar Stefánsson jarðskjálfta- fræðingur á Veðurstofu Islands í samtali við Morgunblaðið í gær. Hér mun vera um sterkasta skjálfta að ræða á Suðurlandi síðan 1912 og sterkasta skjálfta, sem hérlendis hefur mælst síðan 1976. Að sögn Ragnars Stefánssonar er erfitt að staðsetja svo stóran skjálfta, eins og þann, sem varð rétt fyrir hádegi, en eftir þeim upplýsing- um, sem Veðurstofan hafði aflað sér, munu upptök skjálftans hafa verið 10-15 kílómetra suður af Heklu, nálægt Vatnafjöllum. Skjálft- inn fannst mjög víða, allt austan úr Morgunblaðið/Bjöm Blöndal Unnið við losun fyrsta farmsins sem Eimskip flytur fyrir Vamarliðið, samkvæmt nýjum samningi, í Njarðvíkurhöfn í gærkvöldi. Suðursveit og vestur á Reykjanesi og Rifl. „Okkar mælingar sína að sterkasti skjálftinn var 5,8 gráður á Richter og hefur Jarðskjálftastofn- unin í Uppsölum staðfest þá tölu.“ Mjög margir höfðu samband við Veðurstofuna og sagði Ragnar að hann hefði ekki frétt af neinum skemmdum. „Búrfellsvirkjun mun þó hafa farið úr sambandi og hafa okkur einnig borist fréttir af hruni, bæði úr sjálfu Búrfelli, Eyjaíjöllum og Selsunds§alli.“ Aðspurður sagði Ragnar að jarð- hræringar þessar bentu ekki endi- lega til goss í Heklu, enda væri hér um allstóran misgengisskjálfta að ræða; eldsumbrotaskjálftar væru minni og hægari. „Þó ber það að athuga að á þessu svæði eru venju- legir misgengisjarðskjálftar og kvikuhreyfingar neðanjarðar mjög samtengdar, þannig má benda á að ári eftir jarðskjálftann mikla nálægt Selsundi 1912 byrjaði gos í Munda- felli skammt austur af Heklu, reyndar fundust líka nokkrum klukkustundum á undan því gosi j arðskj álftakippir um Ámes og Rangárvallasýslur og reyndar varð þeirra aðeins vart í Reykjavík. Við höfum venjulega talið, að þegar stór skjálfti verður á þessu svæði, fylgi eitthvað í kjölfarið vest- ar. Spurningin er því, hvort skjálft- inn var nógu stór til að vera fyrirboði slíks; um það er ekki gott að segja. Ég tel þó ástæðu til þess að Al- mannavamir séu í varðstöðu."

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.