Morgunblaðið - 26.05.1987, Qupperneq 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, ÞP ÐJUDAGUR 26. MAÍ 1987
Klippimyndir
Alaga-
prinsar
Myndiist
Bragi Ásgeirsson
Það er uppsveifla í myndhögginu,
skúlptúrum hérlendis. Aldrei hafa
jafn margir fengist við þessa list-
grein né breiddin verið jafn mikil
ásamt því að nemendur í myndmót-
un við MHÍ eru vel á þriðja tug auk
þeirra sem stunda framhaldsnám
við virta listaskóla erlendis.
En fjöldinn og breiddin segja
ekki allt því að toppurinn verður
einnig að vera atriði hér og ekki
er víst að hann hreyfist mikið enn
um stund.
Konur sækja engu síður í þessa
listgrein en karlar og þannig er ég
ekki alveg viss hvemig kynskipting-
in er hér, en trúlega hafa konumar
vinninginn og það eitt er alveg nýtt.
Ein af valkyijunum, sem lagt hafa
út á þessa erfíðu listabraut er
Þórdís A. Sigurðardóttir, sem
sýnir allmörg skúlptúrverk og riss
í Gallerí Gangskör fram að mánaða-
mótum.
Nám stundaði hún í MHÍ í fjögur
ár og eftir árs hlé hélt hún til Miinc-
hen þar sem hún vann undir
handleiðslu hins heimskunna mynd-
höggvara Eduardo Paolozzi í einn
vetur.
Ekki veit ég hvort Þórdís ætlar
hér að láta staðar numið við skóla-
nám, en víst er að höggmyndalistin
er kröfuharður húsbóndi og algengt
er að menn séu hér áratug eða
meira við nám og vinni þá jafnvel
líka í grafík, en ýmsir heimsþekktir
myndhöggvarar em einnig frábærir
á því sviði.
Myndverk Þórdísar í Gallerí
Gangskör em flest frekar smá og
unnin í blönduð efni, svo sem grá-
stein, steinsteypu, jám, tré og lit
auk nokkurra stærri verka, sem hún
útfærir í pappamassa, vír, bómull-
argrisjur og lit. Veggrissin em svo
gerð í trélit og túski á pappír. Það
em þannig hin Qölbreyttustu efni
og samsetningar þeirra sem Þórdísi
era helst hugleikin.
Veggrissin em veikasti þáttur
sýningarinnar enda virðast þau
öðm fremur gerð til að nálgast
hugmyndir að verkum í rúmtaki,
en þar nýtur Þórdís sín strax mun
betur svo sem í hinum mörgu smáu
skúlptúrverkum. Hér er um mjög
þekkileg, en ekki átakamikil verk
að ræða.
En rúsínan í pylsuendanum er
framar öllu hin fímm stærri skúlpt-
úrverk í innri sal, sem listakonan
nefnir „Álagaprinsar", það em
langsamlegast veigamestu verkin á
sýningunni, hrein og bein og laus
við allt smágert dútl.
Þessi verk bera þess með sér að
Þórdísi lætur best að ganga óhikað
og kjarkmikil til verks og ætti að
forðast alla feimni við efniviðinn
og minniháttar fitl.
Og því heilsteyptari og einfaldari
sem álagaprinsamir em þess hrif-
meiri útkoma.
Myndlistarkonan Anna Concetta
Fugaro sýnir um þessar mundir 22.
klippimyndir í Menningarstofnun
Bandaríkjanna á Neshaga 16.
Enska heitið „collage“ er þýðing
frönsku orðanna „paper collé" svo
sem kúbistamir nefndu athöfnina
og dadaistamir Schwitters og
Hausmann þróuðu í efnislega niður-
röðun t.d. með ljósmyndum svo og
tilfallandi rifrildum hluta efnislegr-
ar dýptar og leik með rýmið. Á
íslensku hefur athöfnin fengið nafn-
ið klippimyndir, sem nær hugtakinu
ekki nema að hluta til.
Klippimyndatæknin er afar vin-
sæl fýrir það hve miklir möguleikar
búa í henni og hve auðveit er að
ná þekkilegum áferðarfallegum
árangri. En í raun er hér um að
ræða mjög vandmeðfama tækni
sem er aðeins á færi góðra lista-
manna að nýta til fulls. Einn af
meisturam aldarinnar í þessari
tækni Henri Matisse sem töfraði
fram líf með skæmnum á gamals
aldri og sagði skærin engu ómerki-
legri tjámiðil pentskúfínum! Sá
framsláttur var hárréttur hjá gamla
manninum þó með þeim fýrirvara,
að á skæmnum héldi Henri Mat-
isse! Hinar stóm, einföldu klippi-
myndir hans teljast með meistara-
verkum aldarinnar í málaralist, —
því að vissulega málaði hann bók-
staflega með skæmnum_____
Anna Concettad Fugaro hefur
haldið nokkrar klippimyndasýning-
ar áður, sem nokkra athygli hafa
vakið, og jafnan er það óbeislað
hugarflugið sem hún hefur gengið
út frá. Þetta er skreytikennda út-
gáfan af tækninni og má hafa býsna
gaman af henni þegar vel tekst upp
— en hins vegar er þetta einnig
vinsælasta útgáfa tómstundastigs-
ins og mikið iðkað í kvöldskólum.
Ánna fellur { þá gryfju að þessu
sinni að ofhlaða myndir sínar hvers
konar táknum, en það er einmitt
það sem hún þarf ekki að gera því
að hún getur gert ágætar myndir
án þess að skreytiáráttan yfírgnæfí
markvissa myndbyggingu. Með
nokkram, einföldum- táknum getur
hún náð mun sterkari áhrifum.
Myndimar á sýningunni em mjög
misjafnar og em hinar einfaldari,
þar sem myndmál og tákn komast
best til skila, alveg í sérflokki svo
sem nr. 9. „Aids“, „City Angel“
(10) og „Why me?“ (13).
Það er einhver rómantískur og
fjarrænn blær yfir þessum myndum
með hóflega erótík í bland — dulúð-
ugur, tímalaus seiður, sem vafalítið
afhjúpar heilmikið í skapgerð ger-
andans. En það er bara ekki nóg
því að aldrei má missa sjónar af
hinu myndræna samspili við gerð
slíkra mynda.
Þórdís A. Sigurðardóttir
Tímamót fyrir
tónlistarfélagið
TónlBst
Jón Ásgeirsson
Skólinn
og dreif-
býlið
Békmenntir
Erlendur Jónsson
LITRÍKT LAND -
LIFANDI SKÓLI. 181 bls. Iðunn.
Reykjavík, 1987.
»Skólafólk skrifar til heiðurs Guð-
mundi Magnússyni fræðslustjóra
sextugum 9. janúar 1986,« stendur
á titilsíðu þessarar bókar. Guðmund-
ur er fræðslustjóri á Austurlandi.
Af ummælum ræð ég að hann sé
gegn maður í starfí og góður vinur
vina sinna. Emil Bjömsson ritar til
hans afmæliskveðju, stutta en
kumpánlega. Að því búnu tekur
»skólafólkið« við. Margt er þar vel
sagt og réttilega. Þar sem Guðmund-
ur starfar í þeim landshlutanum sem
fjærst liggur Reykjavík er síst að
undra þótt ýmsir reifí málefni lands-
byggðarinnar. Fróðlegastar þykja
mér hugleiðingar Berit Johnsen,
Menntun — aukinn skiiningur eða
frekari vanmáttur? Berit tekur dæmi
frá Noregi. En þar háttar til svipað
og hér. »Fólk flyst þangað sem vinnu
er að finna og hana er að fínna þar
sem yfírráðamönnum fjármagnsins
dettur í hug að setja niður atvinnu-
fyrirtækin,« segir Berit. Mun erfítt
að véfengja þau orð enda þótt menn
greini á um margt. Landsbyggðamál
hafa verið til umræðu undanfarið,
meir en oft áður. Allir vilja að byggð
haldist þar sem byggð hefur verið.
Stjómvöld, þau sem stýra mennta-
málum, hafa ekki látið sitt eftir
Iiggja til að svo mætti verða. En
dugir það til? Hvað kemur til að fjöl-
skylda tekur sig upp frá góðri vinnu
og einbýlishúsi í einhveiju þorpinu
og flyst í litla íbúð á höfuðborgar-
svæðinu (algengt dæmi frá síðustu
áratugum)? Fræðingum og speking-
um hefur gengið misjafnlega að
svara þeirri spumingu. En ég hygg
að Berit komist býsna nálægt því,
meðal annars í orðum þeim sem vitn-
að var til. Skólinn er aðeins eitt
hjólið í samfélagsvélinni. Hann einn
heldur engu gangandi.
Guðmundur Magnússon
Athyglisverður þykir mér einnig
þáttur Rúnars Sigþórssonar, Hug-
leiðingar um heimavistarskóla. Það
hefur farið fyrir bijóstið á mörgum
skattgreiðandanum hér syðra að
sums staðar úti á landi skuli liggja
ónotaðar nýlegar og rándýrar
heimavistir vegna þess að foreldrar
heimta daglegan skólaakstur, jafn-
vel um langar leiðir. Hvers vegna
var þá verið að leggja stórfé í þess-
ar heimavistir? Hver ber ábyrgð á
svona lagaðri óráðsíu? Þannig er
spurt. Og það með réttu.
Rúnar lýsir vel daglegu lífí í
heimavistarskóla og minnir jafn-
framt á að starf stjómenda við þess
háttar skóla er mun viðameira en
starf við venjulegan skóla í þéttbýli.
Þeir, sem heimavistum stjóma, fínna
ábyrgð hvíla á herðum sér nótt sem
dag vegna þeirra sem þeim er trúað
fyrir. Umgengnisreglur í heimavist-
arskólum hafa því jafnan verið
nokkuð strangar. Rúnar hefur sínar
skoðanir á þeim málum.
Lærðir menn leggja til efni í rit
þetta, þeirra á meðal Sölvína Kon-
ráðs. Sálfræðilegar kenningar um
starfsval og starfsráðgjöf, nefnir
hún ritgerð sína. Áhugaverð er sú
samantekt vafalaust, að minnsta
fyrir þá sem em nógu gáfaðir til að
skilja. Undirritaður reyndi það eftir
bestu getu en gekk misjafnlega. Til
dæmis þetta: »Með hagnýtri sálfræði
er hér átt við það að kenningasmíð
sé byggð á rannsóknum sem gefa
til kynna tengsl milli breyta, að-
gerðabindingu hugtaka og rann-
sóknum sem leiða til smíða
sálfræðilegra mælitækja og þróunar
á ráðgjafartækni.* Var ekki hægt
að orða þetta ljósar?
Fáeinar myndir em í bókinni, þar
með talin ágæt mynd af húsi því á
Reyðarfírði þar sem fræðslustjórinn
hefur aðsetur.
Tónlistarfélagið í Reykjavík á sér
merka sögu bæði með stofnun Tón-
listarskólans í Reykjavík og fyrir
þátt þann er félagið átti í stofnun
og rekstri sinfóníuhljómsveitarinn-
ar. Annar þáttur og ekki ómerkari
er það starf félagsins sem hefur
leitt til þess að ísland er komið í
menningarlega þjóðbraut, þó enn
hafí það ekki reist sér þann skála
„um þjóðbraut þvera", að gestir og
gangandi eigi ekki annað val en
þiggja þann beina, sem þar er fram
borinn.
Síðustu tónleikamir á þessu
starfsári vom sern sagt haldnir í
Gamla bíói, húsi íslensku ópemnn-
ar, og vom flytjendumir sóttir til
Júgóslavíu. Sellóleikarinn Valter
Despalj er ágætur og kraftmikill
Tónlist
Jón Ásgeirsson
Kirkjan í Görðum stendur ekki
hátt en bar þó við bláan hafflötinn.
Sólin lék við öldumar, svo á sló
einkennilega málmkenndum silf-
urglampa. Það var eins og hafíð
missti alla dýpt og lægi fyrir fótum
manns sem spegill, stríðinn og kvik-
ull og vildi stýra glampa sínum í
augu manns. Túngarðamir skám
sérkennilegar línur í sólglampann
og rituðu á landslagið þær rúnir,
er minntu á baráttu mannsins fyrir
lífí sínu. Mitt í millum þessa rúnalet-
urs stendur kirkjan í Görðum og
þó hún hafí frá fyrstu tíð verið smá
í gerð, rúmaði hún þmmandi raust
Jóns Vidalíns, er flutti mönnum
þann boðskap, er allir þóttust
spilari, þó stundum eins og hann
geri í því að leika af öllum kröftum.
Slíkur skapofsaleikur getur því mið-
ur verið tmflandi, sérstaklega í
saklausu og alþýðlegu verki eins
og op. 102 eftir Schumann. í selló-
sónötunum eftir Beethoven (op. 102
nr. 2) og Brahms (op. 99) má leika
tilfinningalega sterkt, þó bygging
verkanna og reyndar tónhugsun
þeirra öll mótist af því jafnvægi er
einkennir „klassískan" skáldskap.
Til að nefna dæmi er fúgan í Beet-
hoven-sónötunni þess lags tón-
hugsun er hljómar ákaflega vel í
glæsilegum leik en vill týnast í
ástríðufullri túlkun.
í Capriccio eftir Lukas Foss var
leikur Despalj mjög góður en í
Brahms var hann beggja blands.
Undirleikarinn Arbo Valda er
fingrafímur spilari, eins og vel kom
fram í Brahms, en lék eins og tón-
þekkja sig í og vildu eiga.
Nú barst úr þessari litlu kirkju
þýður bamasöngur og þá gleymast
allir reiðilestrar og sólin, hafíð,
bömin, kirkjan og alfallnir garðam-
ir, em til vitnis um eilífð fram-
vindunnar. Skólakór Garðabæjar er
ekki stærri hluti af algleyminu en
kirkja þessi markar. Samt heyrist
söngur kórsins vel út fyrir veggi
hennar eins og rödd Jón Vídalíns
forðum, jafnvel til Qarlægra landa
og hljómar þar jafn fallegur og
elskulegur og í Garðakirkju. Stjóm-
andi kórsins, Guðfinna Dóra Olafs-
dóttir, hleður í garða fyrir
framtíðina, kennir ungu fólki að
flytja mönnum boðskap fegurðar
og það glampar af sól og jafnvel
svolítilli geislandi stríðni í svip ungu
söngvaranna. Tónlistin er alþjóðleg
og tekur yfír allt tjáningasvið
listin sjálf kæmi honum ekki við.
Allt var á sínum stað án þess þó
að það skipti máli hvort tilvist hlut-
anna hefði einhveija aðra merk-
ingu, en að vera rétt leiknir. Þannig
var kaldur leikur Arbo Valdma í
hróplegu ósamræmi við tilfinninga-
þmngna og yfirdrifna túlkun sellist-
ans og verkaði samleikur þeirra oft
eins og hamagangur.
Nú stendur tónlistarfélagið á
tímamótum, því bæði hafa aðstæð-
ur breyst hér á fslandi, er hafa
áhrif á starfsemina, frá því sem
fyrr var og síðast en ekki síst, að
enn einu sinni er félagið í húsnæðis-
hraki. Vonandi fínnst þar á farsæl
lausn er sæmir þessu merkilega
félagi, sem nú þegar á ekki lítinn
þátt í velgengni og vexti tónmennt-
ar hér á landi, að ekki sé meira
sagt og á vonandi enn margt ógert
á því sviði í framtíðinni.
mannsins. Lagasafn Skólakórs
Garðabæjar var sótt til margra
þjóða og spannaði einnig yfír ótrú-
lega vítt tímabil. Listin á sér ekki
landamæri, er hafín yfír öll tíma-
mörk en er eilíf fyrir þörf mannsins
að tjá tilfínningar sínar og trú.
Margt var frábærlega fallega
sungið og Guðfínna Dóra hefur svo
sannarlega unnið vel. í söng bam-
anna fór saman falleg tónmyndun
og góður framburður og á köflum
innileg túlkun. Um það er tónleik-
unum lauk, skein sólin beint á stafn
kirkjunnar og inn um dymar. Það
var eins og bömin hefðu sungið
hana til sín og þannig hljómaði
Máríuvers Páls ísólfssonar upphafið
og fallegt, umvafið kvöldskini sólar
undir altari kirkjunnar í Görðum.
Barnasöngur í Garðakirkju