Morgunblaðið - 26.05.1987, Síða 19
T9
MORGIÍNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. MAÍ 1987
Starf aldraðra í
Hallgrímskirkju:
Ferðir í
Húnavatns-
sýslu og til
Danmerkur
— Þrjúsætilaus
í Danmerkurferð
Á VEGUM starfs aldraðra í
Hallgrímskirkju verður farin
fjögurra daga ferð í Húnavatns-
sýslu dagana 13.-16. júli. Einnig
er áætluð ferð til Danmerkur á
vegum „Ældre pá höjskole" dag-
ana 5.-21. ágúst.
Lagt verður af stað í Húnavatns-
sýsluferðina mánudaginn 13. júlí
kl. 9.30 frá Hallgrímskirkju. Ekið
verður um Vatnsnes og komið við
í Borgarvirki. Gist verður á Húna-
völlum allar nætumar í eins eða
tveggja manna herbergjum. 14. júlí
verður ekið til Skagastrandar og í
kringum Skaga. 15. júlí verður far-
ið í Vatnsdalinn og Þingeyrarkirkja
skoðuð. 16. júlí verður ekið suður
Kjöl. Fararstjóri verður Dómhildur
Jónsdóttir en leiðsögumaður verður
sr. Pétur Þ. Ingjaldsson, fyrrver-
andi prófastur í Húnaþingi.
Ferðin til Danmerkur hefst með
flugi til Kaupmannahafnar 5. ágúst
og þaðan verður ekið til Jótlands
þar sem dvalið verður í „Vrá folke-
höjskole" til 19. ágúst, en þá verður
farið með lest til Kaupmannahafnar
og dvalið þar í tvo daga. 20 manns
60 ára og eldri verða í hópnum.
Vegna forfalla eru 3 sæti laus.
Fararstjóri verður sr. Lárus Hall-
dórsson.
Þeir sem áhuga hafa á þessum
ferðum em vinsamlegast beðnir að
hafa samband við Dómhildi Jóns-
dóttur í síma 39965.
Allir lífeyrisþegar geta tekið þátt
í þessum ferðum.
Tónlistarskólinn í
Reykjavík:
Hádegis-
tónleikar í
Gamla bíói
HINIR árlegu vortónleikar Tón-
listarskólans í Reykjavík verða
haldnir miðvikudaginn 27. maí
kl. 12.30 í Gamla bíói.
Efnisskrá tónleikanna er ijöl-
breytt. Aðgangur er ókeypis og
öllum heimill.
Fyrirlestur
um stofnerfða-
fræðirannsókn-
ir í f iskeldi
BANDARÍSKI prófessorinn
Graham A.E. Gall frá Háskól-
anum í Kaliforníu heldur
fyrirlestur um stofnerfða-
fræðirannsóknir sínar á
regnbogasilungi.
Gall talar meðal annars um
þann árangur sem náðst hefur í
kynbótum á regnbogasilungi í
tilraunum sínum í Bandaríkjun-
um.
Fyrirlesturinn verður haldinn í
stofu 101 í Odda þann 27. maí
kl. 20.00 og verður hann haldinn
á ensku. Ollum er heimill aðgang-
ur.
P
Eðvarð Þór Eðvarðsson, íþróttamaður ársins:
„Æfi 6 tíma á dag
bœðaiéttoe
drekk mikirt af mjóllí
„Þú kemst ekki á heimsafrekslista og setur ekki vel á annað hundrað
(slandsmet eða Norðurlandamet eins og Eðvarð án þess að hugsa um hvað þú
lætur ofan í þig“, segir þjálfari Eðvarðs, Friðrik Ólafsson. Með eftirtektarverðri
samvinnu og skipulegri uppbyggingu hefur þeim tekist að ná stórkostlegum
árangri og stefna enn hærra. Veigamikill þáttur þjálfunarinnar er heilbrigt
mataræði. Það hefur áhrif á alla starfsemi líkamans, hvort sem um er að ræða
skaphöfn, taugaviðbrögð, styrk eða annað.
Mjólkin erómissandi uppistaða í daglegu fæði allra þeirra sem hugsa um
andlegt og líkamlegt heilbrigði. Hún er ótrúlega auðug uppspretta af fjölbreyttum
bætiefnum. Úr mjólkinni fáum við kalk, magníum, zlnk, A og B vítamín,
steinefni, amínósýrur og fjölmörg önnur efni, sem eru líkamanum
lífsnauðsynleg.
Vegna þessa mikilvægis mjólkurinnar verður aldrei of oft brýnt fyrir ungum
sem öldnum að tryggja líkamanum nægilegt magn af mjólk eða
mjólkurmat á hverjum degi.
MJÓLKURDAGSNEFND
íþróttamaður ársins, Eðvarð Þór
Eðvarðsson, sem hefur skipað sér
sess á meðal besta sundfólks í heimi
er vel meðvitaður um mikilvægi
mjóikur í alhliða líkamsuppbyggingu.
Engir sætudrykkir geta komið í stað
mjólkurinnar. Mjólkeða mjólkurmatur
er sjáifsagður hluti af hverri máltíð.
Hvað er hæfileg mjolkurdrykkja?
eftir dr. Jón Óttar Ragnarsson
Raolagður Hæfilegur
Aldurshópur dagsskammtur mjólkurskammtur
ár (RDS) af kalki í mg (2,5 dl glös)
Bom1-10
1200
Unglingar 11-18
Fullorömrkariar
ogkonur*
* Margir sérfræðingar telja aö kalkþörf kvenna eftir tiðahvorf
sé mun hærri eöa 1200-1500 mg/dag. Reynist þaö rétt er
hæfilegur mjólkurskammtur ekki undir 3 glösum á dag.
(Með rnjólk erátt við nýmjólk, léttprijólk og undanrennu).