Morgunblaðið - 26.05.1987, Side 30
30
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. MAÍ 1987
Japanskir hermenn í skriðdreka af gerðinni Mitsubishi 61. Þeir fá bráðlega nýja og
háþróaða skriðdreka sem vega 38 tonn og eru af gerðinni Mitsubishi 74.
Japanskir sjóliðsforingjar um borð í kafbáti út af strönd Japans í leit að sovézkum
kafbátum.
Endurhervæð-
ing í Japan
Orustuflugmenn með Iíkön af Phantom F4 þotum sínum. Foringj-
irnir eru einnig að þjálfa sig i stjórn orustuþotna af gerðinni F15
Lágvaxni maðurinn með spegl-
uðu sólgleraugun stóð við vel
vopnum búna Phantom F4 or-
ustuþotu sína á herflugvelli utan
við Tókýó. Hvítur hálsklútur
hans bærðist í hægum andvaran-
um. Hann studdi hendinni á stél
þotunnar, sem flogið getur með
yfir 1.500 mílna hraða (rúml.
2.400 km) og kostar margar
milljónir dollara, en er smiðuð i
Japan með leyfi hönnuðanna i
Bandarikjunum. Á hliðar, vængi
og stél þotunnar eru máluð merki
Risandi sólar Japans, sem eitt
sinn vöktu svo mikinn óhug.
Hann er enginn kamakazi (sjálfs-
morðsflugmaður) frá fyrri tímum,
heldur einn af færustu flugforingj-
unum í nútíma ílugher Japana, og
hann segir: „Hittni okkar með fjar-
stýrðum, hitaleitandi og ratsjár-
stýrðum flugskeytum er svo til
fullkomin. Við erum fyllilega færir
um að mæta orustuþotum,
sprengjuþotum og kjamorkuflaug-
um óvina." Fullur af eldmóði og vel
þjálfaður er hann ímynd kvíðvæn-
legs hroka sem er að grafa um sig
í Japan á sama tíma og Bandaríkin
og bandamenn þeirra eru að hvetja
þessa fyrrum herskáu þjóð til að
endurhervæðast.
Endurhervæðingin fer fram á
tímum efnahagserflðleika í Japan:
Gengi yensins, sem lengi hafði ver-
ið of lágt, hefur hækkað um meira
en 40% gagnvart dollar á síðasta
hálfu öðru ári. Mikil hætta virðist
vera á viðskiptastríði við Banda-
ríkin og lönd Evrópubandalagsins
sem ásaka Japani fyrir að selja jap-
anskan vaming á undirverði á
mörkuðum sínum. Hafa Bandaríkin
nú þegar gripið til vemdartolla.
Af ýmsum ástæðum hefur jap-
anski iðnaðarrisinn hægt á ferðinni.
Þar sem japanskir verkamenn eru
að verða þeir hæstlaunuðu í heimi
eru japanskar vörur einnig að verða
of dýrar til að seljast. Við verka-
mönnum blasa uppsagnir, og í
fyrsta sinni eiga vinnuveitendur nú
í útistöðum við verkalýðsfélögin.
Og meðan viðskiptahallinn við
Japan nemur mörgum milljörðum
dollara geta Bandaríkin ekki lengur
staðið undir kostnaði við tryggingu
öryggis þessa keppinautar á við-
skiptasviðinu. Bandaríkin vilja kalla
heim þá 50.000 hermenn sem stað-
settir eru í Japan og á Okinawa.
Til að draga úr viðskiptahallanum
em Bandaríkjamenn að selja Japön-
um háþróuð hergögn fyrir 10
milljarða dollara, sem fást á kosta-
kjömm vegna lágs gengis dollarans.
Fyrir aðeins fáum ámm var
óhugsanlegt að Japanir fæm að
efla herstyrk sinn. Sigursælir §and-
menn þeirra hétu því að hryðjuverk
Japana í síðari heimsstyijöldinni
skyldu aldrei gleymast. Eftir ósig-
urinn, þegar ímyndaðir yflrburðir
þeirra höfðu verið afsannaðir og
borgir þeirra lagðar í rúst í kjam-
orkuhamförum, vom Japanir fúsir
til að samþykkja stjómarskrá er
bannaði þeim að hafa land-, sjó-
eða flugher.
Efnahagsundrið
En þrátt fyrir stjómarskrána
hafa Japanir komið sér upp öflugu
vamarliði er nefnist Sjálfsvamarlið
Japans. Uppbyggingin hófst í kyrr-
þey á ámm Kóreustyrjaldarinnar,
þegar Bandaríkjamönnum þótti rétt
að Japanir tækju þátt í eigin vöm-
um með 75.000 manna liði „vara-
lögreglumanna". Framlag til
vamarmála nam tæpu 1% af þjóðar-
tekjum og torveldaði á engan hátt
Japönum að ná undraverðum efna-
hagsbata að heimsstyijöldinni
lokinni, verða ein af ríkustu þjóðum
heims og ná þannig því markmiði
með viðskiptum sem þeim ekki tókst
að ná með hervaldi.
Vinstri sinnaðir og fijálslyndir
stjómmálamenn í Japan hafa lengi
mælt gegn enduruppbyggingu hers-
ins, og hvatt til þess að Japan yrði
einskonar Sviss Asíu. Lengi ríkti
almenn andúð á eflingu hersins.
Eins og herforingi einn sagði ný-
lega: „Við Japanir hötum stríð. Við
þekkjum þær hörmungar sem af
því leiða. Það skiptir ekki máli hvað
þjóð okkar auðgast, hún er andvíg
þvf að eyða fjármunum í hervæð-
ingu, vill aðeins nota peninga sína
til að bæta lífskjör sín, kaupa nýja
bíla, rafeindatæki, fatnað og hús-
næði.“ En vera má að foringinn
hafi ekki á réttu að standa. Skoðan-
ir Japana eru að breytast. í nýlegri
skoðanakönnun kom fram að meiri-
hluti Japana vill nú aukinn herstyrk.
Og í dag nemur árlegt framlag til
varnarmála á fjárlögum sem svarar
vel rúmlega 10 milljörðum dollara.
Fordómar
Mikið ber á stórmennsku- og
minnimáttarkenndum í japönsku
sögunni. Fyrirlitning í garð útlend-
inga einangraði Japani frá um-
heiminum í 200 ár. Eftir að
sambandið var tekið upp á ný árið
1853 lögðu Japanir út á braut við-
skipta, deilna, vígbúnaðar, lævís-
legrar árásar, mikilla landvinninga
og að lokum biðu þeir lftillækkandi
ósigur fyrir kjamorkunni.
Nú má vera að í Japan sé að
hefjast nýtt skeið sjálfshroka.
Ferðamenn kvarta yfir vaxandi
andúð Japana á gaijin — fólki, sem
kemur að utan. Sumar japanskar
stofnanir banna útlendingum hrein-
lega aðgang. í mörgum baðhúsum
er litið á gaijin sem eyðnismitbera.
Og Japanir kaupa þúsundir eintaka
af bókum um yfirburði Japana, þar
sem því er haldið fram að einungis
Japanir kunni að meta náttúruna
og fegurð og þeir hafl yfírburða
gáfur. Yasuhiro Nakasone forsætis-
ráðherra baðst nýlega afsökunar á
niðrandi ummælum sínum um
gáfnafar Bandaríkjamanna og af-
stöðu þeirra til blökkumanna,
Puerto Rico-búa og Mexíkana. I
nágrannalöndunum hafa menn
áhyggjur af vaxandi sjálfsáliti og
stórmennsku hjá Japönum.
Nú þegar endurhervæðing stend-
ur yfír er vandlega fylgzt með
viðhorfum og fyrirheitum Japana.
Þeir heita því að þeir muni aldrei
smíða sér kjarnorkusprengju, aldrei
senda japanskt herlið úr landi, jafn-
vel ekki til þátttöku í gæzluliði
Sameinuðu þjóðanna, og muni aldr-
ei selja öðrum þjóðum vopn, þótt
japanski hergagnaiðnaðurinn væri
því ekki mótfallinn.
En hve mikill er herstyrkur Jap-
ana? Samkvæmt japönskum heim-
ildum eru nú 155.000 manns í
Sjálfsvamarher Japans, eða helm-
ingi færri en í her Suður-Kóreu.
Þegar hann nær fullri heimilaðri
stærð með 180.000 manns verður
hann fjölmennari en herir Bret-
lands, Frakklands og Vestur-
Þýzkalands.
Rúmlega ellefu hundmð Mitsub-
ishi-skriðdrekar em í stöðugri
notkun við æfíngar í norðurhémð-
um Japans, þar sem helzt mætti
búast við árás Sovétríkjanna. Innan
þriggja ára verða rúmlega 400 flug-
vélar í flugher Japans, þar með
taldar þær sveitir Phantom F4 or-
ustuvéla, sem nú em notaðar til
æfinga og þjálfunar stanzlaust að
nóttu sem degi. Bráðlega bætast
við flugflotann eitt hundrað af bezt
búnu omstuþotum Bandaríkjanna,
sem nefnast F15 Eagle, og em
smíðaðar í Japan, samkvæmt heim-
ild frá Bandaríkjunum, auk 45
langfleygra véla til kafbátaleitar.
Stærð Sjálfsvarnarhersins nú er
aðeins brot af stærð keisarahers
Japans, sem geystist fram yfír
Filippseyjar, Bataan, Corregidor
allt suður til Singapore, og lagði
undir sig svo til allt Kyrrahafs-
svæði Asíu í síðari heimsstyijöld-
inni. Hermenn Japanskeisara vom
hvattir til að fóma lífínu til að
tryggja hemaðarsigur og þeim
kennt að uppgjöf væri smán. Gripu
foringjar og óbreyttir hermenn
frekar til harakiri (kviðristu) en að
gefast upp. Japanskar hersveitir
gengu beint í dauðann í banzai (ár-
ásum) og flugmenn frömdu sjálfs-
morð í kamakazi (loftárásum) á
skip óvinanna. Sjálfsvarnarher Jap-
ans er skipaður mönnum sem hlotið
hafa lýðræðislegt uppeldi og hann
er fámennur í samanburði við það
sem keisaraherinn var, en það sem
skortir í mannafla bætir hann, að
sögn sérfræðinga, sér upp með jap-
önskum hátækniskotbúnaði, sem á
sumum sviðum er sá bezti í heimi.