Morgunblaðið - 26.05.1987, Síða 31

Morgunblaðið - 26.05.1987, Síða 31
31 i MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. MAÍ 1987 Áhyg-gjur af Rússum Japanir segja að Sovétríkin valdi þeim mestum hernaðarlegum áhyggjum. Rússar hafa 10.000 manna herlið á fjórum Kúrileyjum, aðeins 12 mílur frá ströndum Hokkaido. Sovétríkin hafa neitað að yfirgefa eyjamar sem þau her- tóku árið 1945. Rúmlega 100 sovézkir kafbátar sveima út af ströndum Japans og sovézkir kjam- orkukafbátar halda uppi eftirliti á Suður-Kínahafi. r Áætlað er að herafli Japana geti varizt kjarnorkuárás frá Sovétríkj- unum í fj'órar klukkustundir, árás frá sjó í fjóra daga og á landi í um Qórar vikur. Japanir eiga engin flugvélamóðurskip, engar stórar sprengjuþotur og engar langdrægar eldflaugar. Japanskar omstuþotur halda sig innan þriggja mílna frá ströndinni. Sveitir bandarískra or- ustuþotna, skip úr japanska varnar- flotanum og bandarískar Neptune-kafbátaleitarflugvélar halda uppi eftirliti út af ströndum japönsku eyjanna. En jafnvel þegar japanski flotinn hefur verið stækk- aður upp í 215 skip og kafbáta árið 1990, eins og áætlað er, getur hann ekki varið siglingaleiðir Jap- ana um heim allan og verður að treysta á Bandaríkjamenn að halda þeim opnum. Endurhervæðingin í Japan nýtur jafnvel stuðnings fyrmm erkióvin- arins Kína, sem má minnast 50 ára stanzlausra árása og hryðjuverka Japana. En Kína styður japönsku herforingjana sem hvetja til aukinn- ar hervæðingar og benda á að Bandaríkin kölluðu alla hermenn sína heim frá Víetnam og hafa í hyggju að fækka í hersveitum sínum í Suður-Kóreu. Yfirmenn jap- anska hersins em sannfærðir um að fá aðstoð frá Bandaríkjunum verði á þá ráðizt, en óttast að sú aðstoð komi of seint. Víti Yoshio Takanaka er stjórnandi Fuji-herskólans sem þjálfar foringja í landher, stórskotaliði og skrið- drekasveitum. Það tók hann fímm ár að lokinni síðari heimsstyijöld- inni að ná sér eftir svelti og malaríu, sem hijáðu hann í herförinni á Salómonseyjum. Honum er ljóst að stríð er hreinasta víti, en telur að Japansher verði að vera viðbúinn að mæta árás á föðurlandið. Takan- aka hershöfðingi er sannfærður um að japanskir hermenn séu í dag mjög, mjög færir. Hve færir? Það veit hann ekki. Þeir hafa ekki barizt í 42 ár. En margar áður sigraðar og þrælkaðar þjóðir Suðaustur-Asíu og þúsundir brezkra, hollenzkra, ástr- alskra og bandarískra fyrrum stríðsfanga, sem lifðu af pyntingar og svelti og gátu snúið heim, kæra sig ekki um að fá svar við spuming- unni. Þeim ofbýður tilhugsunin um að Japan geti orðið þriðja öflugasta herveldi heims. Þeir eru reiðir yfir endurhervæðingu Japana, undrandi yfir að Japönum skuli jafnvel hafa verið heimilað að koma sér upp her til sjálfsvarnar. Verður Japan á ný herveldi á heimsmælikvarða? Milljónum Jap- ana, ungra, auðugra og ósnortinna af styijöldinni fyrir ævalöngu, þyk- ir það frábær hugmynd. En aðrir, sem eldri em og tilheyra kynslóð sem enn ber sár, óttast að Japanir séu að opna dyr sem þeir verði ekki færir um að loka á ný. Höfundur er bandarískur blaða- maður Texti og myndir: Ron Laytner Með einstakri samvinnu björgunarsveita og þjóðarinnar hefur miklum fjölda mannslífa verið bjargað. Fyrirstuðning þinn og þinna líkaeru harðsnúnarog vel búnar hjálparsveitir í viðbragðsstöðu um land allt, hvenær sem hjálparbeiðni berst. Að kaupa miða í stórhappdrætti okkar er ein leið til framlags. Það munar um miðann þinn-og þig munar vissulega um hvem og einn af þeim 265 stórvinningum sem í pottinum eru-mundu enginn veit heppni sína. Við látum vinningshafa vita um vinninginn. helgarre/sur fyrir2 til Hamborgar ^ meðArnarflugi FIATUN045S myndl YKLAR fða úttektfrá He'm"'stækjum hf. jÆfmJdjm m frá LANDSSAMBAND H JÁLPARSVEITA SKÁTA SPARISJÓÐUR VÉLSTJÓRA hofur afstórhug styrkt happdrættlð - HARÐSNÚNAR SVEITIR TIL HJALPAR ÞER OG ÞINUM.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.