Morgunblaðið - 26.05.1987, Síða 32
32
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. MAÍ 1987
Húsnædísmál aldr-
aðra borgarbúa
eftirArna Sigfússon
Guðjón B. Baldvinsson, ritari
Öldrunarráðs íslands, ritar pistil í
Morgunblaðið, miðvikudaginn 20.
maí sl. Þar gagnrýnir hann nokkuð
skort á leiguíbúðum fyrir aldraða.
Ég tek heilshugar undir það með
Guðjóni að við þurfum aukna sam-
hjálp til að bægja kvíða frá heilsu-
tæpum og efnalitlum einstakling-
um, sérstaklega þeim sem ekki
hafa getað eignast eigið húsnæði
þótt komnir séu á efri ár. En þar
sem Guðjón bendir á að þolinmæði
aldraðra megi ekki vera ævarandi
í þessu máli, vildi ég fá að leggja
orð í belg. Fyrst vildi ég útskýra
hvemig „biðlistar" Félagsmála-
stofnunar verða til, því margir
virðast misskilja eðli þeirra, þá vil
ég benda á uppbyggingu þjónustu-
kjarna og áhersluna á þjónustu við
heimili aldraðra. Loks bendi ég á
það helsta sem við sjálfstæðismenn
í Reykjavík höfum unnið að í hús-
næðismálum aldraðra að undan-
fömu.
„Biðlistarnir og neyðin“
Sumum stjómmálamönnum er
tamt að beita fýrir sig ósannindum
til þess að fá fólk til fylgis við sig.
Þannig er um alla þá sem tala um
algjört „neyðarástand" í húsnæðis-
málum aldraðra í borginni. Oft
heyrum við sagt að neyðin sé slík
að um 1200 manns séu á biðlistum
eftir húsnæði fyrir aldraða hjá Fé-
lagsmálastofnun. Þeir sem þannig
tala hafa ekki látið svo lítið að
kanna hvers eðlis þessir biðlistar
eru. Þegar betur er að gáð, kemur
eftirfarandi í ljós:
Allir sem biðja Reykjavíkurborg
um að útvega sér húsnæði, og sækja
um það til Félagsmálastofnunar,
eru skráðir. Einu kröfumar sem
fólk þarf að uppfylla er að það, eða
annað hjóna sé orðið 67 ára og
hafi búið í Reykjavík sl. 7 ár. Sé
þessu fullnægt eru umsækjendur
komnir á skrá. Þeir eru komnir á
„biðlistann".
Nú em um 1000 einstaklingar
og 100 hjón á slíkri skrá.
En líða allir þessir einstaklingar
sára neyð?
Hverjir eru í forgangj?
Mat starfsmanna Félagsmála-
stofnunar er að um 75 einstaklingar
og 5 hjón hafi þörf á að fá inni í
þjónustuíbúðum fyrir aldraða innan
árs. Hér ráða mestu félagslegar
aðstæður, ótryggt leiguhúsnæði eða
mjög óhentugt og lélegt eigið hús-
næði.
Um 70 einstaklingar og 5 hjón
erú talin hafa brýna þörf fyrir að
komast á vistdeildir. Um 100 ein-
staklingar em taldir hafa þörf fyrir
vistun á hjúkmnarheimili.
Neyð þeirra sem raunvemlega
þurfa á sérstakri aðstoð að halda
við húsnæðisútvegun, vegna fjár-
hagslegra, félagslegra eða heilsu-
farslegra aðstæðna, er mikil. Við
henni er ávallt reynt að bregðast
og uppbygging á þessu sviði miðar
einmitt að því að leysa þennan
vanda eins og mögulegt er. En hitt
er jafn ljóst að þegar þessar tölur
em skoðaðar verða upphrópanir um
1200 manna „neyð“ aðeins dæmi
um illkvittnar og ósanngjamar að-
ferðir andstæðinga sjálfstæðis-
manna til þess að afla sér atkvæða.
Þjónustuna heim
Með uppbyggingu félags- og
þjónustumiðstöðva fyrir aldraða í
Reykjavík er markvisst stefnt að
því að stórefla þjónustu við aldraða
í heimahúsum. Samhliða aðstoð frá
þessum þjónustukjörnum, þar sem
boðið er upp á fjölbreytt tóm-
stunda- og félagsstarf, mat í
hádegi, böðun o.fl., er stefnt að því
að auka matarsendingar til aldraðra
og bjóða þeim sem þurfa aukna
heimilishjálp og heimahjúkmn.
Nú em reknar 8 félagsmiðstöðv-
ar fyrir aldraða í borginni, í fyrra
hófst félagsstarf í KR-heimilinu við
Kaplaskjólsveg og Þjónustumið-
stöðin í húsi Verslunarmannafé-
lagsins í Hvassaleiti tók til starfa.
Fleiri em að bætast við því í haust
hefst starfsemi þjónustukjama að
.Bólstaðarhlíð 43. Þar hafa Samtök
aldraðra byggt 66 íbúðir fyrir fé-
lagsmenn sína. Þjónustumiðstöð
fyrir aldraða við Vesturgötu er
komin í byggingu, og verið er að
teikna aðra þjónustumiðstöð við
Skúlagötu.
Þessi hraða uppbygging þjón-
ustumiðstöðva fyrir aldraða er því
markvisst átak borgarstjómar til
þess að gera öldmðum kleift að búa
heima eins lengi og kostur er.
Sumir búa í ótryggu
húsnæði
Til þess að hugmyndin um stór-
eflda þjónustu við aldraða í heima-
húsum eigi við, verður öllum að
vera kleift að búa í tryggu og góðu
húsnæði. A síðasta ári var fram-
kvæmd á vegum Félagsmálaráðs
viðamikil könriun á högum aldraðra
hér í Reykjavík. Niðurstöður gefa
mjög mikilvægar upplýsingar sem
nú er unnið markvisst með. I þess-
ari könnun kemur m.a. fram að
ætla má að í kringum 1000 ein-
staklingar 67 ára og eldri búi í
leighúsnæði. Hér er fyrst og fremst
um að ræða húsnæði á vegum
Reykjavíkurborgar og félagasam-
taka, sem telja má að veiti öldruðum
fyllsta öryggi á við eigið húsnæði.
Hins vegar kemur í ljós að um
3—400 aldraðir búa í leiguhús-
næði á almennum markaði. Hér
er kominn sá hópur sem telja má
að búi við hvað minnst öryggi í
húsnæðismálum sínum. Að auki er
ljóst að margir aldraðir búa í óhent-
ugu eigin húsnæði sem kallar á
verulegar breytingar á því hús-
næði, eða skipti á húsnæði. Við
þessu þarf að bregðast. Enginn
getur ætlað einu sveitarfélagi að
fínna allsherjarlausnir á þessum
málum. Sveitarfélögum á íslandi
er einfaldlega ekki ætlað það hlut-
verk og ekki markaðir tekjustofnar
til slíkra hluta. Þó hefur Reykjavík
lagt sveitarfélaga mest í uppbygg-
ingu í þágu aldraðra. Við skulum
þá líta á hvað verið er að gera í
húsnæðismálum aldraðra í
Reykjavík.
Ég fer ekki dult með þá skoðun
mína að fyrst og fremst ber okkur
að hjálpa þeim sem verst eru sett-
ir, og búa í ótryggu eða óíbúðar-
hæfu húsnæði, en hafa ekki
fjárhagslegt bolmagn til að að-
hafast eitthvað í málinu sjálfír.
Tíu íbúða tilraunin
Fyrr á þessu ári samþykktum við
að kaupa 10 íbúðir fyrir aldraða í
nágrenni þjónustukjama. Hér er um
að ræða kaup á íbúðum á fijálsum
markaði, sem Félagsmálastofnun
mun síðan leigja öldruðum. Auðvit-
að er hér fyrst og fremst verið að
hjálpa þeim sem verst eru settir í
húsnæðismálum. Hér er um tilraun
að ræða sem miðar að því að fínna
íbúðir sem henta vel fyrir aldraða,
bæði innan dyra, sem utan, og eru
í göngufæri við þjónustumiðstöðv-
amar.
Þessi tilraun virðist ganga mjög
vel og er því mjög athugandi að
halda áfram á sömu braut. Með til-
komu aukinnar heimilisþjónustu,
virðist hér kominn vemlega
ánægjulegur og raunhæfur kostur.
Þjónustumiðstöð o g
íbúðir á Vesturgötu
Eins og ýmsum er kunnugt er
verið að byggja þjónustu- og félag-
smiðstöð fyrir aldraða að Vestur-
Árni Sigfússon
„Sumum stjórnmála-
mönnum er tamt að
beita fyrir sig ósann-
indum til þess að fá
fólk til fylgis við sig.
Þannig er um alla þá
sem taia um algjört
„neyðarástand“ í hús-
næðismálum aldraðra í
borginni. Oft heyrum
við sagt að neyðin sé
slík að um 1200 manns
séu á biðlistum eftir
húsnæði fyrir aldraða
hjá Félagsmálastofnun.
Þeir sem þannig taia
hafa ekki látið svo lítið
að kanna hvers eðlis
þessir biðlistar eru.“
götu 7. Þetta verður 9. þjónustu-
miðstöðin, og er ætlað að þjóna
íbúum gamla Vesturbæjarins. í
þessu húsi verða 26 íbúðir fyrir
aldraða. Ekki hefur verið tekin
ákvörðun um hvemig leigu- eða
eignaraðild verður að þessum íbúð-
um en verið er að skoða ýmsa
möguleika í þeim efnum.
Níutíu íbúðir við
Skúlagötu og fjörutíu
manns í dagvistun
Nú eru á hönnunarstigi allt að
90 íbúðir fyrir aldraða, tengdar
þjónustumiðstöð fyrir aldraða, sem
byggð verður við Vitastíg. Þá er
einnig fyrirhugað að í húsinu verði
aðstaða fyrir 40 manns í dagvistun.
Mjög líklegt er að 60 íbúðir verði
leiguíbúðir en verið er að kanna
hvaða fyrirkomulag geti hentað um
afganginn. Ýmislegt annað en hefð-
bundin leiga eða eign kemur þar
til greina.
Aðrar íbúðir
fyrir aldraða
Reykjavíkurborg hefur þegar
byggt 278 einstaklingsíbúðir og 54
hjónaíbúðir sem sérstaklega eru
leigðar öldruðum, þ.e. fyrir 386 ein-
staklinga. Stærstu byggingamar
eru í Furugerði 1, Norðurbrún 1,
Lönguhlíð 3, Dalbraut 27, Drop-
laugarstöðum og Seljahlíð. Þá hefur
Reykjavíkurborg einnig til ráðstöf-
unar til aldraðra 40 íbúðir í
Austurbrún 6.
Hér eru ekki taldar þær íbúðir
sem borgin hefur byggt og selt öldr-
uðum. Nú þegar hefur því
Reykjavíkurborg 382 íbúðir sér-
staklega til leigu fyrir aldraða
borgara. Að auki búa fjölmargir
aldraðir í almennu leiguhúsnæði
borgarinnar. Eins og að framan
greinir mun þessi tala aukast veru-
lega á næstunni.
Þegar við bætist að ýmis félaga-
samtök huga nú að framkvæmdum,
hafa byggt og hyggjast byggja sér-
hannað húsnæði fyrir aldraða, er
ljóst að verulegt átak er í gangi í
þessum málum. Má þar minna á
byggingar samtaka aldraðra við
Bólstaðarhlíð og Dalbraut, og
Verslunarmannafélags Reykjavíkur
við Hvassaleiti.
• •
Onnur starfsemi
Þessi greinarstúfur er fyrst og
fremst settur fram til þess að gera
nokkra grein fyrir uppbyggingu
Reykjavíkurborgar í húsnæðismál-
um aldraðra. í engu em hér gerð
skil á margvíslegri annarri þjónustu
sem við höfum tekið til við að veita
öldruðum sl. tvö ár, s.s. þjónustu
dvalarheimilis að Seljahlíð, sem
veitir 79 öldruðum skjól, þátttöku
í uppbyggingu Hjúkrunarheimilis-
ins Skjóls, en þar er um að ræða
yfír 90 milljón króna framlag frá
Reykjavíkurborg, tilraun með ör-
yggistæki í heimahúsum aldraðra,
aukið samstarf heimahjúkrunar og
heimilishjálpar, mötuneytisþjónustu
og heimsendingu matar, ýmis konar
námskeiðahald sérstaklega ætlað
öldruðum, útgáfu fréttabréfs fyrir
aldraða, dagvist o.s.frv. Heldur hef-
ur ekki verið fjallað um myndarlegt
framlag annarra til þessara mála í
gegnum árin, frumheijanna Grund-
ar og Hrafnistu, auk fyrri verkefna
á vegum Reykjavíkurborgar.
Öflug uppbygging Reykjavíkur-
borgar í þjónustu við aldraða hefur
gerst á skömmum tíma. Ekki hefur
verið unnt að treysta á ríkið í þeim
efnum. Við sjálfstæðismenn mun-
um halda áfram á þessari braut.
Við munum leitast við að virkja þær
stofnanir og þau samtök sem láta
sig málið varða. Þannig byggjum
við myndarlega þjónustu fyrir aldr-
aða borgarbúa.
Höfundur er formaður Félags-
málaráðs Reykjavíkurborgar.
RAFMÓTORAR
Á GÓÐU VERÐI
HÖFÐABAKKA 9 REYKJAVÍK
SIMI: 685656 og 84530
Vorum að fá einfasa og
þriggja fasa rafmótora
frá Kína.
Mótorarnir eru í
I. E. C. málum,
í flestum stærðum,
1400 og 2900 s/m.
Sérlega
hagstætt verð.
1ÖTUMN ?
ARISTONÖ
Þvottavél kr. 34.050
með söluskatti
Hveffisgötu 37, símar 21490 og 21846.
Víkurbraut 13, Keflavík, sfml 2121.
ARISTONfi
Helluborð og
bökunarofnar
•f' h r i % 'Þ’ -í
Helluborð, verð frá kr. 8.805.-
Bökunarofnar,
verð frá kr. 19.775.-
Hverfisgötu 37 Vfkurbraut13
Reykjavik Keflavík
Símar: 21490, Sími2121
21846