Morgunblaðið - 26.05.1987, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 26.05.1987, Blaðsíða 39
vaei Iam as auoAauiQ s«i .aiQAJavíUOHoy MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. MAÍ 1987 Neil Kinnock Margaret Thatcher David Owen David Steel Verkamanna- flokkurinn sæk- ir í sig veðrið St. Andrews. Frá Guðmundi Heiðari Frímannssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. VERKAMANNAFLOKKURINN hefur farið vel af stað í kosningabar- áttunni, minnkað forskot íhaldsflokksins og haldið Bandalaginu í þriðja sæti. íhaldsflokkurinn hefur haldið illa á stefnu sinni í mennta- málum og ekki tekist að ná til fólks á sama hátt og Verkamanna- flokknum enn sem komið er. Bandalagið, sem fengið hefur bága útkomu i skoðanakönnunum að undanförnu, hefur breytt baráttuað- ferðum sínum og beinir nú spjótum sinum að Verkamannaflokknum. Verkamannaflokkurinn setti sér að slíkir skólar beittu inntökupróf- þijú markmið í upphafi kosninga- baráttunnar: Að halda aftur af Bandalaginu og tryggja stöðu sína í öðru sæti, að gleyma kosningabar- áttunni 1983 og koma leiðtogahæfi- leikum Neil Kinnock til skila til kjósenda. Allt þetta hefur tekist. Það er raunar sérstaklega eftirtekt- arvert, hve flokknum hefur tekist að nýta sér sjónvarpið, en það er mat manna, að úrslit þessarar kosn- ingabaráttu muni ráðast af frammistöðu í sjónvarpi. Dagskrá Kinnocks hefur verið vandlega skipulögð og öll tækifæri notuð til að gefa færi á góðum myndum, aðgangur fréttamanna að honum hefur verið takmarkaður og hann hefur ekki fengið erfiðar spurningar. Flokkurinn notaði kynningartíma sinn í sjónvarpinu í síðastliðinni viku til að halda fram Kinnock og kost- um hans. Minnti kynningin mjög á bandarískar auglýsingar á stjóm- málamönnum. Ekkert var minnst á stefnumál. Almennt er talið, að þessi kynning sé sú best gerða, sem enn hefur sést í breskum stjóm- málum. Kosningabarátta íhaldsflokksins fór ekki af stað fyrr en á föstudag, þegar Margaret Thatcher hélt fyrsta fund sinn með fréttamönn- um. Hún vildi ekki fara af stað fyrr, því að hún telur, að almenning- ur gæti fengið leiða á stjórnmála- mönnum fyrir kjördag, ef kosningabaráttan yrði of löng. Flokkurinn er því vart kominn af stað í baráttunni. Á þessum fyrsta fundi var Thatcher spurð ítarlega út í stefnu flokks síns í menntamál- um, sem telja má róttækasta hluta stefnuskrárinnar. Þar er skólum gefinn kostur á að gerast sjálfstæðar stofnanir, sem ráði málum sínum óháð bæjar- stjómum. Thatcher útilokaði ekki, um og tækju skólagjöld. Þetta hefur aldrei verið skoðun Bakers mennta- málaráðherra, og hann ítrekaði sama dag óbreytta skoðun sína, að ríkisskólar ættu að vera ókeypis. En skaðinn var skeður, og búast má við, að Verkamannaflokkurinn og Bandalagið geri sér mikinn mat úr þessu í vikunni. Skoðanakannanir benda til, að menntamál verði æ mikilvægari í huga fólks, þegar það gerir upp hug sinn fyrir þessar kosningar. Bandalaginu hefur ekki tekist að skapa sér nægilega sérstöðu í aug- um fólks og er eins og milli steins og sleggju. Það hefur tapað fylgi þessa fyrstu viku kosningabarátt- unnar og hefur nú tekið upp þá baráttuaðferð að beina spjótum sínum svo til eingöngu að Verka- mannaflokknum. Sama átti sér stað fyrir fjórum árum, en svo náði það sér á strik. Það stafaði þó fyrst og fremst af skipulagsleysi á kosninga- baráttu Verkamannaflokksins. Talið er nánast útilokað, að slíkt gerist nú. Samkvæmt meðaltali skoðana- kannana síðastliðna viku fengi íhaldsflokkurinn 42% atkvæða, Verkamannaflokkurinn 33% og Bandalagið 23%. Verkamanna- flokkurinn hefur aukið við sig 5%, en Bandalagið tapað 2%. Þessar kannanir eru teknar, áður en kynn- ing Verkamannaflokksins var send út og áður en íhaldsflokkurinn lenti í vandræðum við að skýra stefnu sína í menntamálum. Þessar tölur segja ekki alla sög- una, því að Verkamannaflokkurinn hefur bætt stöðu sína verulega í þeim kjördæmum, þar sem mjóst er á mununum milli hans og íhalds- flokksins. Það eru því horfur á, að kosningabaráttan verði tvísýnni en menn hugðu. Bandariskur fáni í hálfa stöng blakti i gær yfir rústunum, sem áður voru bærinn Saragosa í Texas. 29 af 200 íbúum létu lífið og 120 slösuðust. Saragosa í Vestur-Texas: Bærinní rústum eftir hvirfilbylinn 29 létu lífið og 120 slösuðust Saragosa, Reuter. ÍBÚARNIR í Saragosa í Vestur- Texas, þeir, sem lifðu af hvirfil- bylinn, sem lagði bæinn í rúst á föstudag, báðu í gær fyrir hinum látnu við altari í miðjum rústun- um. Um 200 manns bjuggu í Sara- gosa en þegar veðurhamnum linnti lágu lík 29 manna innan um rústim- ar og 129 hlutu misjafnlega mikil meiðsl. Vindhraðinn var 320 km á klukkustund þegar hann var mestur og á stóru svæði í bænum, um það bil einni fermflu, stendur ekki steinn yfir steini. Margir bæjarbúa voru saman komnir í félagsheimilinu þar sem fram fór skólauppsögn forskóla- nemenda þegar ofviðrið skall á. Sex bamanna misstu lífið. Ein mæð- ranna, Maria Muniz, sagði, að vindurinn hefði verið svo ofboðsleg- ur, að fjögurra ára gamall sonur hennar hefði fokið frá henni eins og pappírsblað. „Bróður mínum tókst einhvem veginn að ná taki á öðrum fæti hans og draga hann undir bekk,“ sagði Muniz. Heimsókn Mitterrands í Kanada: Til að auka samskiptin og græða gömul sár Lætur sér víti de Gaulles til varnaðar verða Ottawa, Reuter. FRANCOIS Mitterrand, for- seti Frakklands, kom í gær í fimm daga heimsókn til 995 AD Leifur Eiríksson 1718:Svartskeggvr 1940: Kafbáturinn 1941: Bisarck 1987: Sorpprammi * Ognir hafsins Kanada og er litið á ferðina sem upphaf að nýjum kapitula í samskiptum Frakka og Kanadamanna. Hafa þau verið stirð að undanförnu og hefur margt komið til, ágreiningur um fiskveiðimál og togstreitan gamla milli ensku- og frönsku- mælandi Kanadamanna. „Þessarar ferðar hefur lengi verið beðið,“ sagði Mitterrand við komuna en síðar um daginn hitti hann Brian Mulroney, for- sætisráðherra, að máli. Fyrir tuttugu árum reitti de Gaulle stjórnvöld í Kanada til reiði þeg- ar hann hrópaði „lengi lifi fijálst Quebec“ á fjölmennum fundi frönskumæiandi fólks. Var de Gaulle strax gert ljóst, að hann væri ekki lengur velkominn i Kanada og fór hann þá heim til Frakklands. Haft er eftir frönsk- um embættismönnum, að engin hætta sé á, að Mitterrand endur- taki þessi mistök. Mitterrand segir, að einu ágreiningsmál ríkjanna sé deilan um fiskveiðilögsöguna fyrir sunnan Nýfundnaland en þar eiga Frakkar enn tvær litlar eyj- ar. Munu þeir Mitterrand og Mulroney ræða það mál en ekki er búist við, að það verði leyst að sinni. Fundur fulltrúa helstu iðnríkj- anna í Feneyjum í næsta mánuði verður einnig til umræðu og sú endurskoðun, sem nú fer fram á vamarstefnu Kanada. Ætla Kanadamenn ekki lengur að skuldbinda sig til að senda 5000 hermenn til Noregs á ófriðartím- um en munu þess í stað gera sitt til að styrkja varnir Mið- Evrópu. Þá hyggjast þeir kaup marga kjamorkuknúna kafbáta til að efla varnimar á heim- skautssvæðinu. ERLENT
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.