Morgunblaðið - 26.05.1987, Side 40
40
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRTUJUDAGUR 26. MAI 1987
L n
Bretland:
Innbrotsþjófur að-
stoðar lögreglu
London. Frá Valdimar Unnari Valdimarssyni, fréttaritara Morgunblaðsins.
Reuter
Um 150 búddamunkar efndu í gfær til mótmæla í Seoul og kröfðust þeir afsagnar Chuns Doo Hwan
forseta. Sökuðu þeir stjórnvöld um að hafa reynt að hilma yfir með lögreglumönnunum, sem pyntuðu
námsmanninn til dauða.
Suður-Kórea:
Dauði náiusiria.nnsins
dregur dilk á eftir sér
Búist við verulegum breytingum á sljórninni
Seoul, Reuter.
HÁTTSETTIR ráðgjafar Chun að þær snerti Lho Shin-yong for-
Doo Hwan, forseta Suður-Kóreu, sætisráðherra. Ónefndur embættis-
leggja hart að honum að reka maður stjómarflokksins, Lýðræðis-
lega réttlætisflokksins, sagði, að sú
nokkra ráðherra í þeirri von, að
það verði til að draga úr
óánægjunni í landinu. Komið
hefur á daginn, að nokkrir lög-
reglumenn vissu, að ungur
námsmaður lést af völdum pynt-
inga en gerðu þó sitt til að það
vitnaðist ekki.
í dag mun ríkissaksóknarinn í
Suður-Kóreu skýra frá rannsókn-
inni á dauða námsmannsins og er
búist við, að Chun forseti muni þá
jafnframt greina frá breytingum á
stjóminni. Er jafnvel talið líklegt,
Mikil ókyrrð hefur verið í Suður-
Kóreu að undanförnu og 10. júní
nk. hefur verið boðað til mótmæla-
aðegrða um allt land.
ÞAÐ gerðist einn góðan veður-
dag í síðustu viku að innbrots-
þjófur nokkur í Preston braust
inn í lögreglustöð, að beiðni lög-
reglunnar.
Þetta var síðla kvölds og lífið
virtist ætla að ganga sinn vanagang
á þessari lögreglustöð, sem lætur
lítið yfir sér nærri hjarta Preston-
borgar. Varðstjórinn var einn á
vakt þegar lögreglubíll tilkynnti
komu sína, innbrotsþjófur hafði
verið staðinn að verki og nú skyldi
hann færður til yfirheyrslu og dvelja
bak við lás og slá komandi nótt.
Varðstjórinn brá sér út í svala
kvöldkyrrðina til að opna hlið fýrir
lögreglubílinn, sem renndi í hlað
með feng sinn. Þá gerðist nokkuð
sem kom flatt upp á alla viðstadda.
í það mund sem lögregluþjónamir
og gestur þeirra ætluðu að smeygja
sér inn fyrir dyr varðstofunnar,
skelltist hurðin aftur, allt var lok
og læs.
Nú vom góð ráð dýr, enginn inn-
andyra til að ljúka upp fyrir laganna
vörðum og innbrotsþjófnum, sem
truflaður hafði verið við iðju sína
fyrr um kvöldið. En þegar neyðin
er stærst er hjálpin næst. Állra
augu beindust nú að innbrotsþjófn-
um, lausnin var fundin. Handjárn
voru losuð hið snarasta og þjófnum
fengin í hendur tól þau og tæki sem
hann hafði ætlað að færa sér í nyt
fyrr um kvöldið. Og það var eins
og við manninn mælt. Innbrots-
þjófnum varð ekki skotaskuld úr
því að opna dyr á einni lögreglustöð
og inn komust laganna verðir. Það
er af þjófinum að segja að hann
fékk þá næturgistingu sem hann
hafði unnið til og fyrir aukavinnuna
bolla af heitu tei.
Mannfjöldi:
Jarðarbúar
fimm millj-
arðar 11. júlí
Baghdad. Reuter.
JARDARBÚAR verða fimm
milljarðar að tölu, þegar fyrsta
barnið fæðist að morgni 11. júlí
næstkomandi, að því er fram
kemur í skýrslu, sem Sameinuðu
þjóðirnar birtu í gær.
I skýrslunni, sem Efnahags- og
félagsmálanefnd Sameinuðu þjóð-
anna fyrir Vestur-Asíu tók saman,
sagði, að jarðarbúum fjölgaði um
150 manns á mínútu.
„Af þessu leiðir, að fólki fjölgar
um 220.000 á dag eða 80 milljónir
á ári... og samkvæmt því verða jarð-
arbúar orðnir sex milljarðar um
aldamótin, sjö milljarðar árið 2010
og átta milljarðar 2022,“ segir í
skýrslunni.
Fjöldi jarðarbúa mun tvöfaldast
fyrir lok 21. aldarinnar og verða
10 milljarðar.
skoðun væri almenn innan flokks-
ins, að fimm ráðherrar yrðu að
víkja.
Eftir að upp komst, að námsmað-
urinn hafði látist vegna pyntinga
lögreglumanna rak Chun forseti
þáverandi innanríkisráðherra og
yfirmann lögreglunnar og hafa þeir
báðir verið ákærðir fyrir yfirhilm-
ingu. I fyrstu var sagt, að fleiri
tengdust ekki málinu en á fimmtu-
dag í fyrri viku voru hins vegar
þrír aðrir lögreglumenn handteknir.
Frakkland:
Hryðjuverkasamtök
hóta sprenej uárásum
Paris. Reuter.
Danmörk:
Æ fleiri dönsk skip
undir erlendum fána
Kaupmannahöfn. Frá Nils Jörgen Bruun, fréttaritara Morgnnblaðsins.
DÖNSKUM skipurn, sem skráð
eru erlendis, fjölgar stöðugt.
Samband danskra útgerðarfé-
laga telur, að stjórnvöldum beri
að setja reglur, sem komi í veg
fyrir, að þessi þróun haldi áfram.
Á ársfundi útgerðarfélaganna i
Kaupmannahöfn í síðustu viku
var samþykkt áskorun, þar sem
ríkisstjórnin er hvött til að taka
á málinu.
Á fundinum var nefnt dæmi um
þann ávinning, sem útgerðir hafa
af því að draga niður danska fán-
ann á skipum sínum. Heildarkostn-
aður útgerðar vegna dansks
sjómanns (laun og launatengd
gjöld) er u.þ.b. 300.000 danskar
krónur á ári. Sjómaður frá Filipps-
eyjum kostar helming þeirrar
fjárhæðar.
Útgerðarfélagið Norden greindi
frá dæmi um, að það hefði sparað
3 milljónir d. kr. við að flytja skrán-
ingarstað flutningaskips með 22
manna áhöfn frá Danmörku til
Filippseyja. Enn fremur kom fram,
að margir útgerðaraðilar hefðu
fylgt þessu fordæmi. Um 20%
danskra flutningaskipa sigla nú
undir erlendum fána.
Útgerðarfélögin óttast, að þessi
þróun haldi áfram, verði ekki gerð-
ar breytingar á reglum um áhafna-
skráningu. Var bent á, að um 55%
norskra skipa sigli nú undir erlend-
um fána — að mestu án norskra
áhafna.
Útgerðimar telja, að þeim eigi
að vera heimilt að sigla með erlend-
ar áhafnir undir dönskum fána. Enn
fremur leggja þær til, að danskir
sjómenn, 11.000 talsins, verði
skattfrjálsir, svo að unnt verði að
lækka laun þeirra, án þess að það
komi að sök fyrir þá.
Tekjur danska ríkisins af farm-
skipaútgerð á sl. ári var um 17
milljarðar d. kr.
París, Reuter.
SAMTÖK, sem kváðust bera
ábyrgð á fjölda sprenginga í
Párís á síðasta ári, sögðu í gær
að árásunum yrði haldið áfram
í ár, ef Frakkar létu þrjá skæru-
liða ekki lausa úr fangelsi þegar
í stað.
„Við munum einskis svífast ...
það má búast við heitu sumri,“
sagði í hótunarbréfi frá samtökun-
um sem kalla sig Stuðningsfylkingu
pólitískra fanga frá Miðausturlönd-
um og úr röðum araba.
Þessi samtök kváðust hafa
sprengt sprengjur í París í febrúar
og mars og í september á síðasta
ári. Þrettán manns létu lífið í
sprengingunum og um 200 særðust.
Sámtökin krefjast þess að
líbanski skæruliðaleiðtoginn Georg-
es Ibrahim Abdallah, Anis Naccac-
he, öfgamaður, sem hlynntur er
Irönum, og Armeninn Waroujan
Garbidjian, verði látnir lausir.
Mennirnir þrír afplána lífstíðardóm
í fangelsi fyrir glæpi, sem þeir
frömdu í Frakklandi.
Bréfið barst á alþjóðlega frétta-
stofu í París og var skrifað með
sömu rithönd og fyrri bréf frá sam-
tökunum.
Sprengingunum í París á síðasta
ári linnti eftir að stjóm Jacques
Chirac forsætisráðherra leitaði að-
stoðar Sýrlendinga.
Abdallah var í febrúar dæmdur
sekur um aðild að morðum á banda-
rískum hemaðarráðunauti, Charles
Ray, og ísraelskum stjómarerind-
reka, Yaacov Barsimentof, árið
1982 og misheppnuðu tilræði við
bandaríska ræðismanninn í Stras-
bourg árið 1984.
Naccache var sekur fundinn um
að hafa stjórnað sveit manna, sem
myrtu tvo menn þegar gert var
banatilræði við Shapour Bakhtiar,
fyrmm forsætisráðherra írans, árið
1980. Bakhtiar sakaði ekki.
Garbidjian, félagi í Leynilega
frelsisher Armeníu, var dæmdur
fyrir þátt sinn í sprengjuárás á
skrifstofu Tyrkneska flugfélagsins
á Orly-flugvelli í París árið 1983.
Átta menn létu lífíð í árásinni.
Penguin-bókaútgáfunni
stjómað frá Manhattan
St. Andrews. Frá Guðmundi Heiðari Frímannssyni, fréttaritara Morgunblaðsins.
FRAMKVÆMDASTJÓRI
breska útgáfufyrirtækisins
Penguin hefur ákveðið að flytja
aðsetur sitt frá Kensington
London til Mannhattan i New
York, að því er segir í The
Sunday Times sl. sunnudag.
Penguin er stærsti útgefandi
vandaðra bókmennta í Bret-
landi og þekktasta útgáfufyrir-
tæki landsins. Peter Mayer,
sem varð f ramk væmdastj óri
fyrirtækisins 1978, hefur ger-
breytt gengi þess.
Penguin-útgáfufyrirtækið var
stofnað 1935 af Allen Lane og
var þegar frá upphafi frumkvöð-
ull í útgáfu vandaðra pappírskilja
fyrir almennan markað. Með
tímanum varð Penguin stærsti
útgefandi vandaðra bókmennta í
Bretlandi. Bókamenn hér í landi
hafa áhyggjur af því, að þessi
breyting á stjóm fyrirtækisins
leiði til þess, að meiri áhersla verði
lögð á sölumennsku en minni á
gæði bókanna.
Peter Mayer hafnar þessu og
segir, að engin ástæða sé til að
hafa áhyggjur af fyrirtækinu, því
að Penguin í Bretlandi verði al-
gjörlega óháð Penguin í Banda-
ríkjunum, eins og aðrar
Penguin-útgáfur í Indlandi, Ástr-
alíu, Nýja-Sjálandi og Kanada.
Hann muni einungis fara með al-
menna yfírstjóm fjölþjóðafyrir-
tækisins, en ekki taka ákvörðun
um, hvað verði gefíð út í hveiju
landi. Peter Mayer hefur frá 1978
breytt Penguin-fyrirtækinu í fjöl-
þjóðafyrirtæki, sem veltir mill-
jörðum á ári hveiju. Þegar hann
tók við, var fyrirtækið illa statt
og hafði tapað 242.000 pundum
það árið eða um 14 milljónum ísl.
kr. á núverandi verðlagi. Á síðast-
liðnu árí skilaði fyrirtækið
hagnaði upp á 9,2 milljónir punda
eða um 550 milljónir ísl. kr.
Mayer gerði tvær breytingar á
fyrirtækinu: Hann keypti önnur
útgáfufyrirtæki og byijaði á Fred-
erick Warne 1983, sem setti af
stað skriðu í heimi útgáfufyrir-
tækja og enn sér ekki fyrir endann
á. Penguin eignaðist Hamish
Hamilton-útgáfufyrirtækið, Mic-
hael Joseph og Rainbird og
Sphere-pappírskiljufyrirtækið í
Bandaríkjunum. Nýjasti liðurinn
í þeirri þróun er að breski blaðaút-
gefandinn Robert Maxwell hefur
nú boðið tvo milljarða punda í
bandaríska útgáfufyrirtækið
Harcourt Brace Jovanovich.
Mayer tók enn fremur til við
að gefa út hreinar sölubækur og
sætti verulegu ámæli fyrir vikið
hjá bókamönnum. Hann hlær að
þessum ásökunum og segir, að
bókabúðaeigendum þyki gott að
fá öðru hvoru bækur, sem seljast
í miklum eintakafjölda. Penguin
hefur aldrei haft fleiri titla sígildra
bókmennta á markaði en nú, hef-
ur tvöfaldað þá frá 1978. Á
stjómartíma sínum hefur Mayer
gert Penguin-vörumerkið þekkt
hvar sem enska er töluð í heimin-
um.