Morgunblaðið - 26.05.1987, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 26.05.1987, Blaðsíða 64
64 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. MAÍ 1987 Spennandi keppni á Landsmóti í skólaskák Dalvik. LANDSMÓT í skólaskák var haldið í Dalvíkurskóla dagana 5.-8. maí sl. Þetta er í 8. sinn sem Landsmót er haldið en það fyrsta fór fram á Kirkjubæjar- klaustri árið 1979. Keppt er i tveimur aldursflokkum en und- anfari landsmótsins er úrtöku- mót í skólum, sýslum og kjördæmum. Sigurvegarar á mótinu á Dalvík urðu í yngri flokki Hannes Steingrímsson og i eldri flokki Þröstur Árnason. Á landsmótum taka þátt sigur- vegarar á kjördæmamótum og sendir hvert kjördæmi einn fulltrúa á hvorum aldursflokki til keppninn- ar, en Reykjavík sendir tvo kepp- endur í hvom flokk. Samtals tefla því 20 skákmenn á hveiju lands- móti. Landsmótið á Dalvík fór mjög vel fram. Keppni var jöfn og spenn- andi, sérstaklega í eldri flokki þar sem tefla þurfti tvær einvígisskákir til að fá fram úrslit í eldri flokki. í yngri flokki urðu tveir jafnir að vinningum og deildu með sér 3. og 4. sæti, en hinn öruggi sigurvegari varð Héðinn Steingrímsson, en hann varð einnig meistari í fyrra í yngri flokki. Keppt er um vegleg verðlaun er skóli hvers sigurvegara fær til varð- veislu, veglegan farandgrip, skák- fák skorinn úr birki, en sjálfur skákmaðurinn fær annan minni til eignar. Auk þessa fá þeir sem skipa 3 efstu sætin í hvorum flokki verð- launapeninga og bókagjafir. Verð- laun öll eru gefin af Landsbanka íslands og afhenti fulltrúi bankans allar viðurkenningar á Landsmótinu á Dalvík. - Fréttaritari Sigurvegarar í yngri flokki: Páll Árnason, Þórleifur Karlsson, Héð- inn Steingrímsson og Helgi Áss Grétarsson. Sigurvegarar í eldri flokki: Sigurður Daði Sigfússon, Þröstur Árna- son og Magnús Pálmi Ornólfsson. Morgunblaðið/Kr.Ben. Þátttakendur hlaupsins ásamt útibússtjóra fyrir framan Landsbankann í Grindavík. Grindavík: Landsbankahlaupið vinsælt Grindavík. MIKIÐ var um að vera í Lands- bankanum í Grindavík þegar 31 barn á aldrinum 10-13 ára mætti til skráningar fyrir Landsbankahlaupið. Starfsfólk sá svo um hlaupið undir stjórn útibússtjórans, Hafsteins Hann- essonar. Keppt var í tveimur flokkum stráka og stelpna. Hlaupið var 1,5 kílómetrar og var baráttan í fyrir- rúmi hjá flestum þó sumir mæddust og löppuðu hluta leiðar- innar. Eftir hlaupið fengu allir veitingar í bankanum meðan tímamir voru reiknaðir út. Eftir verðlaunaafhendingu var dregið úr hópi þátttakenda. Sá heppni var Öm Helgason og fékk hann kjörbók í vinning með peninga- innistæðu. — Kr.Ben. Sauðburður gengur vel í Hrunamannahreppi Syðra-Langholti. SAUÐBURÐUR gengur vel hér í Hrunamannahreppi. Ær eru með frjósamasta móti, víða 80—90% af ánum tvílembdar og alls ekki óalgengt að ær séu þrílembdar. Að sögn Katrínar Andrésdóttur dýralæknis hefur sauðburður gengið vel og hún verið minna kölluð út til aðstoðar á sauðfjárbú- unum en undanfarin vor. Sauð- burður er víðast rúmlega hálfnaður en margir bændur láta æmar bera heldur seinna en oft- ast endranær. Ástæðan er sú að vegna breyttrar flokkunar á lambakjöti og markaðsaðstæðna er ekki lagt eins mikið uppúr vænleika eins og verið hefur. Þá verður einnig að draga úr fram- leiðslukostnaði eins og frekast er Skólaslit í Borg f Miklaholtshreppi. SKÓLASLIT í Laugargerðis- skóla voru föstudaginn 15. maí sl. Þar með lauk 22. starfsárí skólans. Alla tíð frá stofnun Laugargerð- isskóla hefur skóiahald þar gengið áfallalaust. Við skólaslitin ræddi skólastjórinn, Höskuldur Goði Karlsson, um skólastarfíð í vetur og lagði nemendum sínum sem brautskráðust hollar lífsvenjur sem mætti verða þeim gott veganesti. Kom fram í máli Höskuldar að námi væri ekki lokið, þetta væri áfangi sem nú væri afstaðinn, annað tæki við. Ennfremur gat hann þess að tveir kennarar sem störfuðu við skólann í vetur, hefðu nú sagt starfí sínu lausu. Kennaramir eru Helga Tryggvadóttir í Gróf, sem hefur kennt við skólann frá 1981, og Helgi Þórhallsson sem kenndi sl. vetur við skólann. Hópurínn sem útskrífaðist frá Laugargerðisskóla. Mikill fjöldi fóiks mætti við skóla- 11 kennarar og 92 nemendur stund- slitin. Við skólann störfuðu í vetur uðu þar nám. — Páll Laugargerðisskóla 80-90% af ánum eru tvílembdar. unnt, en það kostar mikið að fóðra lambær inni að vorinu. Ær bera hér nær undantekningarlaust á húsi, en gróðurinn er sem óðast að taka við sér í hlýindum síðustu daga og ánum því sleppt út fljót- lega eftir burð. Mikil vinna er hjá Morgunblaðið/Sig.Sigm. sauðfjárbændum og má segja að litið sé eftir fénu allan sólarhring- inn. Sauðfé hefur fækkað hér í sveit svo sem víðast annars stað- ar. Á fóðrum voru síðastliðin vetur um 8.200 fjár. — Sig. Sigm. Drangey á platta BALDUR Heiðdal á Sauðárkróki hefur látið útbúa platta með mynd frá Drangey. Teikningin er eftir Eydísi Lúðvíksdóttur myndlistarkonu í Listasmiðju Glits og plattinn er brenndur í Gliti hf. Plattamir verða til sölu norðanlands á vegum Baldurs Heiðdal á Sauðárkróki og á veg- um Glits í Reykjavík.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.