Morgunblaðið - 26.05.1987, Síða 72
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. MAÍ 1987
Sigurður Skúlason
magister - Minning
Fæddur 2. febrúar 1903
Dáinn 16. maí 1987
Fyrstu minningarnar sem ég á
um Sigurð, móðurbróður minn,
tengjast söng og gleði. Þá var ég
smástelpa á stríðsárunum, yngst í
þriggja kynslóða stórfjölskyldu þar
sem fastir heimilismenn voru aldrei
færri en tíu og gestkvæmt í meira
lagi.
Að loknu dagsverki var gjarna
safnast saman kringum píanóið og
sungið og spilað af hjartans lyst
fram eftir kvöldi og var ekki í kot
vísað með undirleikarann sem oftar
en ekki var fjölskylduvinur okkar,
Sigurður ísólfsson, tónlistarmaður
fram í fingurgóma eins og alkunna
er.
Sigurður Skúlason hafði afar
bjarta tenórrödd, hafði gaman af
að syngja og var í stúdentakómum
á námsárum sínum. Magnús
Agústsson læknir sagði frá því að
einhvem tíma hefðu þeir verið að
syngja saman nokkrir stúdentar
ásamt Pétri Jónssyni óperusöngv-
ara og byijað lagið í fullhárri
tóntegund. A efsta tóninum hefði
Pétur spmngið en Sigurður sungið
hann til enda eins og ekkert væri.
Þegpar ég bar þessa sögu undir Sig-
urð frænda minn brosti hann og
sagði: „Það hefur þá víst verið eitt-
hvert gól“ og eyddi talinu.
Allt um það minnist ég þess þeg-
ar hann leit inn til okkar á síðkvöld-
um að lokinni kennslu í kvöldskóla
KFUM að Sigurður ísólfsson fékk
hann stundum til að syngja fyrir
okkur nokkur einsöngslög eða dú-
etta, ef einhver var til taks að
syngja með honum. Fjögurra ára
gamalli þótti mér þetta hin unaðs-
legasta tónlist og fannst Sigurður
frændi snöggtum betri söngvari en
Caruso sem ég hlustaði stundum á
af handsnúnum grammafóni sem
til var á heimilinu.
En þótt Sigurður væri jafnan
léttur í tali og hress fann ég þegar
ég varð eldri að hann var í raun
mikill alvörumaður og hygg ég að
það hafí mátt rekja til bemsku
hans og uppvaxtarára.
Aðeins átta ára að aldri missti
hann móður sína sem hann var
bundinn sterkum kærleiksböndum
og sagði hann mér frá þeirri ör-
væntingu sem greip hann þegar hún
lá banaleguna og hann sá hvert
stefndi. Á þeirri stundu lauk í raun
æsku Sigurðar; hann varð fullorð-
inn langt um aldur fram og einsetti
sér þá að gera allt sem á sínu valdi
stæði til að bæta yngri systkinum
sínum móðurmissinn. Við það heit
sitt stóð hann svo sannarlega og
er mér óhætt að segja að ég hef
hvorki fyrr né síðar kynnst jafnkær-
leiksríku sambandi milli systkina
og þeirra Sigurðar, Áma og Sigríð-
ar.
Ekki fann hann síður til ábyrgðar
gagnvart föður sínum sem á þessum
tíma gegndi erfíðu starfí hérðas-
læknis og bónda í uppsveitum
Árnessýslu og síðar Grímsneshéraði
með aðsetri í Skálholti. Var Skúli
læknir á sífelldum ferðalögum
vegna sjúkravitjana og urðu fjar-
vistir hans og heilsuleysi þungur
baggi á ungum herðum elsta sonar-
ins. Sigurður segir frá lífshlaupi
föður síns í safnritinu Faðir minn
— LÆKNIRINN og er þar greinar-
góð lýsing á þessu örðugu ámm
þegar Sigurður sern óharðnaður
unglingur gegndi jöfnum höndum
störfum bónda og aðstoðarlæknis!
Var hann í raun ómissandi í Skál-
holti svo að honum kom ekki til
hugar að fara fram á að mega
stunda nám í Reykjavík heldur las
hann að áeggjan fóstm sinnar utan
+
Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi,
FRIÐBERG GUÐMUNDSSON,
Sel vogsgötu 19,
Hafnarfirði,
lést í Borgarspítalanum 22. maí sl.
Útförin fer fram frá Fríkirkjunni í Hafnarfiröi föstudaginn 29. maí
kl. 15.00.
Þeim sem vildu minnast hans er vinsamlega bent á Hjartavernd.
Sigurbjörg Gísladóttir,
Margrét Friðbergsdóttir, Bergþór Halldórsson,
Högni Bergþórsson,
Sigurbjörg H. Bergþórsdóttir, Halldóra Bergþórsdóttir.
t
Eiginmaöur minn, faöir okkar, tengdafaðir og afi,
GUÐMUNDUR GUÐGEIRSSON
hárskerameistari,
Mosabarði 1, Hat narfirði,
lést i Landakotsspítala að kvöldi 24. maí.
Elín Einarsdóttir,
Geirlaug Guðmundsdóttir, Vigfús Helgason,
Auður Guðmundsdóttir, Páll Egilsson,
Svava Guðmundsdóttir, Rúnar Gráanz
Lína Guðmundsdóttir, Kristbjörn Guðlaugsson
og barnabörn.
+
Útför föður okkar,
HELGA STEFÁNSSONAR
frá Haganesi, Mývatnssveit,
Háteigsvegi 11,
fer fram frá Fossvogskirkju miövikudaginn 27. mai kl. 13.30.
Hildur Helgadóttir,
Bryndís Helgadóttir.
+
Faðir minn,
ÞÓRÐUR STURLAUGSSON,
er látinn. Jarðarförin verður auglýst síðar.
Ólafur Sturla.
skóla en lauk þó stúdentsprófi með
hárri einkunn aðeins 19 ára að aldri
og hafði þá setið á skólabekk alls
einn vetur á ævinni.
Öll námsárin í Háskólanum
stundaði hann kennslu með náminu
til að framfleyta sér en fór austur
í Skálholt á sumrin og vann þar
hörðum höndum við búskapinn.
Þessi erfíðu æskuár held ég að
hafí orðið til þess að Sigurður lagði
snemma áherslu á að verða efna-
lega sjálfstæður og hefur meðfædd
vinnusemi eflaust gert honum létt-
ara að ná því marki.
Að loknu stúdentprófí var Sig-
urður óráðinn í því hvaða grein
hann skyldi leggja stund á. Ekki
var um annað að ræða en velja nám
sem hægt væri að stunda hér á
landi. Faðir hans hafði sagt við
hann ungan: „Ef þú vilt verða drep-
lúinn og heilsulaus á 15 árum
skaltu lesa læknisfræði og verða
hérðslæknir hér á landi." Ekki var
það vænlegur kostur. Lögfræði
vakti ekki áhuga hans og var hann
með útilokunaraðferðinni farinn að
hugleiða guðfræðinám þegar hann
hitti á götu frænda sinn, séra Kjart-
an í Hruna. Séra Kjartan réð honum
eindregið til þess að hefja nám í
norrænu, eins og íslensk fræði voru
nefnd í þá daga, sagðist reyndar
vera búinn að innrita hann í þá
grein og tala um þetta við kennara
deildarinnar! Varð það úr að Sigurð-
ur fór að ráðum þessa frænda síns
og vinar og tel ég þau hafa verið
heillaráð því að Sigurður varð far-
sæll kennari. Starfaði hann við
kennslu til dauðadags nemendum
sínum til gagns og sjálfum sér til
ómældrar ánægju og lífsfyllingar.
Þótt Sigurður ætti eftir að stunda
framhaldsnám í mörgum löndum
veit ég ekki til þess að hann hafí
nokkurn tíma lært kennslufræði né
þurft þess með því að honum var
kennarahæfileikinn í blóð borinn og
tel ég Sigurð raunar eitt besta
dæmi, sem ég þekki, um sannleiks-
gildi hins engilsaxneska orðtaks:
Teachers are bom, not made.
Árið 1932 kvæntist Sigurður
Þórdísi Daníelsdóttur og voru þau
hjónin einstaklega samhent í 55 ára
hjónabandi. Ekki gat ég betur séð
en Sigurður væri alla tíð dauðskot-
inn í konu sinni og ekki að undra
því að hún hefur ávallt verið með
afbrigðum þokkafull, klædd eftir
nýjustu tísku og svo ungleg að með
ólíkindum er.
Þau hjónin sköpuðu sér snemma
sinn eiginn lífsstíl sem var að mörgu
leyti frábrugðinn því sem hér
tíðkaðist á ámm áður. Þau kærðu
sig t.d. ekki um að eignast böm
og bíl, hvað þá sjónvarp, eftir að
það kom til sögunnar. Hins vegar
höfðu þau mikið yndi af ferðalögum
og fóm víða. Meðal annars lá leið
þeirra til Bandaríkjanna fyrir 40
ámm þegar það þekktist varla að
Islendingar gerðu svo víðreist í
sumarleyfum.
Þótt samband þeirra Þórdísar og
Sigurðar væri afar náið var langt
því frá að þau glötuðu persónuein-
kennum sínum og yrðu eins og
spegilmynd hvort annars. Þvert á
móti var gaman að fylgjast með
því hvemig þau ræktuðu eigin
áhugamál á ólíkum sviðum og tókst
stundum og stundum ekki að hafa
smitandi áhrif hvort á annað. Þann-
ig hafði Sigurður aldrei minnsta
áhuga á brids þótt Þórdís jðkaði
þá íþrótt af mikilli kunnáttu. Á hinn
bóginn held ég að það hafi verið
áhugi Þórdísar á franskri tungu og
menningu sem olli því að þau hjón-
in drifu sig á sumamámskeið í
+
Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaöir og afi,
SIGURÐUR JÓNSSON
frá Efra-Lóni á Langanesi,
síðar búsettur á Lokastíg 41 Reykjavik,
lést í Landakotsspítala aðfaranótt 15. maí sl.
Jarðarförin fer fram frá Hallgrímskirkju 26. maí nk. klukkan 15.00.
Blóm vinsamlega afþökkuð, en þeim sem vildu minnast hans er
bent á að láta líknarstofnanir njóta þess.
Guörún Ólafsdóttir.
Sigrföur Siguröardóttir,
Þóra G. Sigurðardóttir,
Jónina S. Sigurðardóttir,
Unnur Sigurðardóttir,
Anna Björk Sigurðardóttir,
Skjöldur Vatnar,
Gunnar H. Jóhannesson,
Rúnar F. Sigurðsson,
Bernhard Svavarsson,
Erlingur Sigtryggsson
og barnabörn.
+
Konan mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma,
SIGRÍÐUR VILHJÁLMÍNA ÓLAFSDÓTTIR,
Jökulgrunnl 1,
við Hrafnistu,
verður jarðsungin frá Dómkirkjunni föstudaginn 29. maí kl. 10.30.
Þeir sem vilja minnast hennar vinsamlega láti líknarstofnanir njóta
þess.
Sigurjón Kristjánsson,
Steinar Sigurjónsson,
Oddný Ólafía Sigurjónsdóttir, Benedikt Hermannsson,
Heiðar Hafberg Sigurjónsson,
Kristján Stefán Sigurjónsson, Helga Kristjánsdóttir,
Sigurjón Guðmundsson, Ólöf Hafdis Guðmundsdóttir,
Sigríður Steinarsdóttir, Einar Þórhallsson.
Hjartkær eiginmaður minn, faöir okkar, tengdafaöir, afi og langafi,
ÞÓRARINN JÓNSSON,
Gnoðarvogi 28,
verður jarðsunginn frá Kirkju óháða safnaöarins miðvikudaginn
27. maí kl. 13.30. Þeim sem vildu minnast hans er bent á Kirkju
óháöa safnaðarins.
Guðrún Kristfn Sigurjónsdóttir,
Hólmfríður Þórarinsdóttir, Jón Þórir Jóhannesson,
Valdimar Þórarinsson,
Elfsabet G. Þórarinsdóttir, Jóhann Rúnar Kjærbo,
barnabörn og barnabarnabörn.
fönsku við Sorbonne-háskóla nokk-
ur ár í röð, í fyrsta sinn 1954, og
linntu ekki fyrr en þau höfðu lokið
hvetju einasta frönskuprófi sem
útlendingum þar stóð til boða að
sumarlagi.
Þau tóku miklu ástfóstri við
Frakkland á þessum árum og eyddu
sumarleyfum sínum æ síðan á Mið-
jarðarhafsströnd Frakklands, í
Nice. Meðan Sigurður var ristjóri
Samtíðarinnar notaði hann tímann
þar syðra til að safna efni í blaðið
en seinustu árin tók hann með sér
feiknin öll af lesefni sem hann
komst ekki yfír meðan kennsla stóð
sem hæst að veturlagi. í Nice stytti
hann sér líka stundir við yrkingar
því að hann hafði gaman af að setja
saman vísur þótt hann flíkaði ekki
kveðskap sínum. Hann var raunar
afar lítillátur maður og mér eru
minnisstæð viðbrögð hans þegar ég
sagði honum einu sinni að mér fynd-
ist yngri sonur minn líkjast honum.
„Nei, hvað er að heyra þetta!" sagði
hann eyðilagður eins og þetta væru
hin verstu tíðindi fyrir bamið.
Það var alltaf gaman að koma á
Hrannarstíginn til Dísu og Sigurð-
ar. Gilti þá einu þótt ég stingi inn
nefínu óboðin og truflaði Sigurð í
miðri kennslustund. Hann kom þá
fram á stigaskörina og heilsaði
mér: „Nei, ert þetta þú, ástin mín?“
Slíkur var innileikinn í orðum hans
að mér fannst í hvert sinn að annan
eins aufúsugest hefði varla getað
borið að garði. Ástríki hans og
umhyggja fyrir velferð minni virt-
ust engin takmörk sett og það án
þess að ég hefði á nokkurn hátt til
þess unnið. Frá fystu tíð vissi ég
að það var ekkert sem þessi ná-
frændi minn vildi ekki fyrir mig
gera ef á þyrfti að halda.
Með Sigurði Skúlasyni er geng-
inn einn þeirra manna sem mér
hefur þótt vænst um á lífsleiðinni
og hef ég þó verið svo lánsöm að
eiga marga góða að. Enginn hefði
getað verið mér betri frændi og
vinur.
Ég þakka honum samfylgdina.
Ragnheiður Briem
Mér kom mjög á óvart að frétta
andlát vinar míns, Sigurðar Skúla-
sonar magisters, en hann andaðist
í Landspítalanum 16. maí, eftir
aðeins sólarhringslegu þar. Þó að
aldurinn hafí að vísu verið orðinn
hár, 84 ár, var hann ótrúlega léttur
í spori og andlega hress, er við
vorum síðast saman í gufubaðinu
„okkar" nokkrum dögum áður en
hann dó. En gufuböðin hafði hann
stundað í íþróttahúsi Jóns Þor-
steinssonar við Lindargötu, allt frá
því að Jón bauð honum að vígja
það með sér 1933. í gufubaðs-
hópnum voru venjulega um 12
félagar, og sumir búnir að vera
þama fastagestir allt að þvi eins
lengi og Sigurður. Okkur er mikil
eftirsjá þessa ágæta félaga og telj-
um hópinn til muna snauðari eftir.
Sigurður Skúlason fæddist 2.
febrúar 1903 í Skálholti í Biskupst-
ungum._ Hann var elstur barna
Skúla Ámasonar héraðslæknis þar
og konu hans, Sigriðar Sigurðar-
dóttur. Önnur börn þeirra hjóna
voru Árni húsgagnasmíðameistari,
dáinn fyrir nokkrum árum. Hann
var kvongaður Sigríði J. Hjaltalín.
Yngst var svo Sigríður, er gift var
Eggerti P. Briem. Auk þess ólst
upp hjá Skúla lækni frá fæðingu
frændi hans, Halldór Ólafur Jóns-
son, og var sem einn af systkinun-
um. Skúli missti konu sína skömmu
efftir fæðingu Sigríðar, en hún
hafði þá átt við vanheilsu að stríða
um tíma. En hann var svo lánsam-
ur að fá Steinunni, mágkonu sína,
til að taka að sér heimilið. Reyndist
hún börnunum sem besta móðir.
Því miður kann ég ekki að rekja
ættir Sigurðar frekar, en vona að
aðrir sem til þekkja verði til þess.
Sigurður stundaði utanskólanám
til stúdentsprófs og tók það með
ágætum, frá Menntaskólanum í
Reykjavík 1922. Meistaraprófi í
íslenskum fræðum lauk hann svo
frá Háskóla íslands 1927. Þá tók
við framhaldsnám, sem hann stund-
aði aðallega í Danmörku og Svíþjóð.
Margar námsferðir fór hann síðar
til ýmissa landa. Aðalstarf Sigurðar
var íslenskukennsla við Iðnskólann