Morgunblaðið - 26.05.1987, Síða 75
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. MAÍ 1987
75
Loftbelgs-
maðurinn
Reuter
George York í búningnum góða.
Golden Gate-brúin fimmtug
Asunnudaginn var héldu San
Fransisco-búar upp á 50 ára
afmæli Golden Gate-brúarinnar,
en hún er eitt helsta tákn borgar-
innar. Margt var til hátíðabrigða
gert og gengu að minnsta kosti
250.000 manns yfir brúna í ein-
stakri veðurblíðu, en að undanf-
örnu hefur verið mikil hitabylgja
í Kalifomíu. Brúin er ríflega
þriggja kílómetra löng og þykir
aukin heldur sameina notagildi
og fegurð prýðilega.
Eins og sjá má á myndunum
var brúin yfirfull af fólki, en hún
var lokuð allri bílaumferð á sunnu-
dag.
Reuter
Héðan frá séð virðist mann-
hafið vera gífurlegt.
... en það er þó ekki fyrr en brúin sést úr lofti, sem manni verð-
ur fjöldinn ljós.
ógurlegi
Loftbelgsmaðurinn ógurlegi, var
hann kallaður þessi, en réttu
nafni heitir hann George York.
Hann fylgdist með því þegar 65
loftbelgir hófu sig á Ioft í borginni
Bristol í Connecticut-fylki vestur í
Bandaríkjunum. Þar fer nú fram
mikið loftbelgjamót.
York þessi ætlaði að freista þess
að svífa sjálfur um loftin blá í bún-
ingnum, sem gefur að líta á
myndinni, en það tókst nú ekki,
York til sárra vonbrigða. Hann seg-
ist þó ekki vera búinn að gefast
upp — hann muni fullkomna bún-
inginn og koma til Bristol að ári.
Loftleiðis!
IConica
U-BIX150Z UÓSRITUNARVÉLIN
Húner lílí
w%
ri'vvjs
En stækkar...................og minnkar
nákvæmlega að þinni vild
Með nýju 150 línunni í Ijósritunarvélum stígur Konica
U-Bix enn eitt skrefið inn í framtíðina og sýnir hver þróunin
verður í Ijósritun á næstu árum - vélarnar verða æ
fyrirferðarminni um leið og notkunarmöguleikarnir
stóraukast.
Áreiðanleiki, styrkur og frábær myndgæði vélanna ásamt
traustri þjónustu Skrifstofuvéla hf. hafa gert Konica U-Bix
að mestseldu Ijósritunarvélum á íslandi í dag-slíkter
venjulega ekki að ástæöulausu!
K<onica
U-BIX150Z: Kr. 196.000.-
Konica
UBIX 150 Z
Tekur jafnt A3 sem A4 arkir
Stillir lýsinguna sjálf
Getur búið til spássíu
Gefur þér kost á að skerma hluta fyrirmyndar af
Tekur inn arkir í framhjáhlaupi
Útprentun í lit
Stækkun og minnkun í öllum DIN arkastærðum
Valfrjáls stærð útprentunar frá 65% til 155% í 1 %
KConica
U-BIX150N:Kr. 147.000.-
(einfaldari gerð)
SKRII FST< OFUVÉLAR H.F.
Hverfisgötu 33, sími: 62-37-37
Akureyri: Tölvutæki - Bókval
Kaupvangsstræti 4, simi: 26100