Morgunblaðið - 26.05.1987, Qupperneq 80

Morgunblaðið - 26.05.1987, Qupperneq 80
80 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. MAÍ 1987 J Snæfellsjökull skartar sínu fegnrsta á meðan feðgamir Jón Ragnarsson og Rúnar Jónsson keppast við að koma Ford Escort RS sínum sem hraðast um Útnesveginn. Þeir unnu Hótel Nes-rallið örugglega og hafa aldrei ekið betur. Hótel Nes-rallið: -, i ---------------- F eðg’arnir hafa aldrei ekið betur „VIÐ mættum ákveðnari til leiks en nokkm sinnum fyrr því við vissum að keppnin yrði hörð. Ég sleppti fram af mér beislinu. I byrjun náðum við strax forystu og héldum henni á meðan marg- ir toppbílanna hmndu úr. Ef svo heldur fram sem horfir færa andstæðingamir mér íslands- meistaratitilinn á silfurfati,“ sagði Jón Ragnarsson í samtali við Morgunblaðið, eftir að hann ásamt syni sínum Rúnari kom í mark í Hótel Nes-rallinu á laug- ardaginn i Olafsvík. Hann varð rúmlega tveimur mínútum á und- an Asgeiri Sigurðssyni og Braga Guðmundssyni á Toyota Corolla, en þriðju urðu Ævar Sigdórsson og Sighvatur Sigurðsson. Jón og Rúnar tóku strax forystu og hafa aldrei ekið betur en nú, enda samkeppnin óvenju mikil að þessu sinni, a.m.k. til að byrja með. Fljótlega voru margir toppbílanna hættir keppni. Hjörleifúr Hilmars- son og Sigurður Jensson smíðuðu upp nýjan keppnisbíl, eftir að hafa eyðilagt annan í fyrstu keppni árs- ins. Sorgarsagan hélt áfram núna Ásgeir Sigurðsson og Bragi Guðmundsson veittu feðgunum mesta keppni, en náðu aldrei að slá þá útaf laginu. Þeir era nú í öðra sæti í Islandsmeistarakeppninni á Toytota Corolla. þegar vélin bræddi úr sér, en öflug- ar keppnisvélar kosta vel á annað hundrað þúsund króna, þannig að skaðinn er mikill. En fleiri urðu fyrir áfalli. Hafsteinn Aðalsteinsson og Úlfar Eysteinsson á Ford Escort voru í öðru sæti, þegar kviknaði í keppnisbíl þeirra. „Eg sá eldana loga við lappimar á mér. en það kviknaði í vélarsalnum. Ástæðan var sú að blöndungur bilaði á sér- leið, við gerðum við hann, en vír sem við notuðum til viðgerðar leiddi út og kveikti í. Við náðum að slökkva eldinn með slökkvitækjum okkar, áður en skaðinn varð veru- legur." sagði Úlfar. Á meðan á öllu þessu gekk héldu feðgamir ótrauðir sínu striki, náðu besta tíma á hvern sérleið á fætur annarri, á meðan Ásgeir og Bragi gerðu tilraun til að ná þeim á afl- minni keppnisbfl sínum. „Ég hefði ekki haft efni á því að sprengja dekk, munurinn var það lítill," sagði Jón. „Þegar við vomm komnir með þokkalegt forskot, fómm við gró- fari leiðimar sumar hveijar varlega, en þó af krafti. Eina óvænta atvik- ið í keppninni gerðist á Útnesvegi. Ég ætlaði að sveigja framhjá holu, fór út f kant, sem gaf sig. Það kom högg á stýrið, bfllinn breytti um stefnu og ég þurfti að stýra útaf og inn á veg aftur. Annars gekk allt vel. Við Rúnar náðum betur saman en áður. Ég hef passað mig á því, frá því ég byijaði að aka sjálf- ur að hlaupa ekki út í neina vitleysu, eða ofsaakstur í keppni. Það hefur verið stígandi í þessu og við emm komnir með góð tök á bflnum, þó við séum ekki búnir á ná öllu útúr honum. Þetta verður því spennandi ár,“ sagði Jón. Ævar og Sighvatur á BMW áttu lengi vel í stríði við Guðmund Jóns- son og Sæmund Jónsson um þriðja sætið, en héldu því með hörku- akstri. „Við ákváðum eftir fyrri dag að gefa ekki tommu eftir og slógum ekkert af.“ Sighvatur sem gjör- þekkir bflinn veitti mér geysilega mikinn stuðning og hvatningu," sagði Ævar, sem ekið hefur bílnum annað slagið í keppni. Guðmundur og Sæmundur óku Nissan 240 RS keppnisbíl sínum í fyrsta skipti. Þeir töpuðu miklum tíma vegna spmngins dekks á fyrsta degi, hröp- uðu í níunda sæti, en unnu sig upp í það fjórða áður en yfír lauk. Gætu þeir orðið framarlega í Is- landsmeistarakeppninni í ár. í fimmta sæti urðu Ari Amórsson og Magnús Amarsson á Alfa Romeo 4x4, óbreyttum bfl og unnu sinn flokk. Náðu þeir á köflum mjöggóðum aksturstímum og slógu við mörgum öflugri keppnisbflun- um. Frá handavinnusýningu nemenda í Flúðaskóla. Monrunblaðið/Sie.Sitrm. Skólaslit á Flúðum - Syðra-Langholti. FLÚÐASKÓLA var slitið að þessu sinni fimmtudaginn 21. maí. í vetur stunduðu 137 nám í skólanum í 9 bekkjardeildum. Alls vom það 16 manns sem stunduðu kennslu, mismikið að vísu, frá 5 stundum upp í fullt starf. Skólastarfið gekk vel að sögn Bjáma Harðar Ansnes skólastjóra. Tekin var í notkun í vetur ný og vistleg kennslustofa fyrir heimilis- fræði. Nemendum hefur heldur fækkað sem stunda nám í 7., 8. og 9. bekk. af Skeiðum og úr Gnúp- veijahreppi og er þeim ekið daglega til skólans. Um 10—12 nemendur vom þó í heimavist, þeir sem lengst eiga að fara. Ráðskona yfir mötu- neyti var Hrönn Ásgeirsdóttir. Að venju var sýning á verkum nemenda við skólaslit og gat að líta þar marga ágæta muni. í sumar verður hótelrekstur í skólahúsinu svo sem verið hefur mörg undanfarin sumur og er búið að bóka margar gistinæt- ur. — Sig. Sigm. Aldrei sett meira niður af kartöfhim - Miklu magni þó hent á hauga Syðra-Langholti. UM ÞESSAR mundir era þeir bændur sem stunda kartöflurækt hér í Hranamannahreppi að setja útsæðið niður enda er jörð orðin klakalaus en reyndar komst aldr- ei mikill klaki í jörðu hér í vetur svo mildur sem hann var. Veruleg kartöflurækt er hjá nokkmm bændum en ræktunar- landið er yfirleitt fijósamir árbakk- ar. Að sögn Magnúsar H. Sigurðssonar bónda í Birtingaholti sem er stjómarformaður hjá sölu- samtökunum Ágæti lítur svo út að aldrei verði meira sett niður en nú í vor. Þó er offramleiðsla mikil á kartöflum og nægar birgðir til fram til síðari hluta ágústmánaðar þegar nýjar kartöflur koma á markaðinn. Útlit væri fyrir að fleygja yrði vem- legu magni af kartöflum. Nú vorar vel og ef sumarið verður gott má búast við mikilli offramleiðslu í þessari búgrein eins og svo mörgum öðmm í landbúnaðinum. — Sig. Sigm. Morgunblaðið/SÍK.Sigm. Magnús H. Sigurðsson í Birtingaholti við kartöfluniðursetningu ásamt fólki sínu.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.