Morgunblaðið - 26.05.1987, Side 82

Morgunblaðið - 26.05.1987, Side 82
82 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. MAÍ 1987 Heimsmeistaramót sveina í skák H ANNES Hlífar Stefánsson, nýbakaður heimsmeistari sveina sextán ára og yngri í skák, lét lítið yfir sér við “^Verðlaunaafhendingu skákmótsins í Innsbruck á laugardag. Hann settist á aftasta bekk ásamt Guðmundi Siguijónssyni, stórmeistara, og fiktaði við glænýjan tírólahatt á meðan langdregin ræðu- höld fóru fram. Hann fór hjá sér þegar stór stráka- hópur safnaðist í kringum hann og bað um eigin- handaráritun. Hann " hefur gaman af að tefla en leiðist athyglin sem frábær frammistaða hans í skák vekur. Hannes Hlífar gefur ungum aðdáendum eiginhandaráskrift. Morgunblaðið/Anna Bjarnadóttir í fyrsta sinn sem hann tók þátt í heimsmeistaramóti unglinga. 74 krakkar frá 46 þjóðlöndum voru mættir til leiks. Búist var við miklu af keppendunum frá Sovétríkjunum og Bandaríkjunum, en hvorugur þeirra skaraði fram úr. Hannes sagðist hafa átt góða daga í Inns- bruck. „En ég vann nú aðallega af því að hinir voru svo lélegir," bætti hann svo við af einstakri hógværð. Adams frá Bretlandi var helsti keppinautur hans á mótinu. Hannes var með 8,5 vinninga en Adams með 8 stig fyrir lokaskákina. Þó nokkur hópur fólks fylgdist með leik þeirra á borðum númer 1 og 2 í salarkynnum Sparkasse-bankans á laugardagsmorgun. Adams stóð nokkrum sinnum upp og leit á stöð- una hjá Hannesi. Hún leit ekki vel út um tíma og Guðmundur varð órólegur. Hannes gleymdi langri leikjaröð sem þeir höfðu farið yfir og víxlaði leikjum. Hann varð að eyða dýrmætum tíma í að finna leikina sjálfur en bjargaði stöðunni. Degraeve, andstæðingur hans frá Frakklandi, gafst upp og rétti hon- um höndina eftir 38 leiki. Þá virtist stefna í jafntefli hjá Adams. Hann vann þó skákina að lokum og hlaut 9 vinninga á mótinu. Hannes Hlífar fékk 9,5 vinninga. Guðmundur Sigurjónsson skoðar bikarinnn sem Hannes Hlífar fékk fyrir sigurinn á heimsmeistaramóti sveina í skák. TITILLINN í HÖFN Skák Guðmundur Sigurjónsson Þegar þrjár umferðir voru eftir í Innsbruck höfðu Hannes og Ad- ams frá Englandi hrist hina keppendurna af sér. Slagurinn stóð á milli þeirra. Rúmeninn Moldovan hafði nú með óvæntum hætti mikil áhrif á gang mála. I níundu umferð náði hann jafntefli gegn Hannesi, þótt hann stæði til taps, en á með- an náði Adams forystunni með því að sigra Biro frá Ungverjalandi. En Adams var ekki lengi í Paradís, því að í 10. umferð tapaði hann fyrir þessum Moldovan, en Hannes felldi Gurevich frá Bandaríkjunum. Hannes var því einn efstur fyrir síðustu umferð með 8V2 vinning, en Adams hafði 8. Allar líkur bentu til, að Adams sigraði á stigum, ef þeir yrðu jafnir að vinningum. Hannes varð því að tefla til vinn- ings til að tryggja sér heimsmeist- aratitilinn. Hér kemur skákin. Hvítt: Hannes Hlífar Stefánsson Svart: Degraeve (Frakklandi) Sikileyjarvörn 1. e4 - c5, 2. Rf3 - Rc6, 3. d4 - cxd4, 4. Rxd4 - Rf6, 5. Rc3 - e5. Þetta afbrigði, sem oft er kennt við Lasker, var vinsælt fyrir nokkr- um árum. 6. Rdb5 — d6, 7. Bg5 — a6, 8. Ra3 - b5, 9. Rd5 - Be7, 10. Bxf6 - Bxf6, 11. c3 - O-O, 12. Rc2 - Bg5, 13. a4 - bxa4, 14. Hxa4 — a5, 15. Bc4 — Hb8, 16. b3 - Kh8, 17. Rce3?! Ég aðstoðaði Hiibner hér um árið og rannsökuðum við þessa stöðu mikið, þegar hann tefldi við Adorj- an. Mér fannst upplagt að Hannes tefldi svona gegn Frakkanum og athuguðum við afbrigðið fyrir skák- ina. Gallinn var bara sá, að nú víxlar Hanr.es leikjum, en það kom ekki ósjaldan fyrir Hiibner! Rétt var 17. 0-0. 17. - g6, 18. 0-0 - f5, 19. exf5 — gxf5, 20. Hel — f4, 21. Rfl — f3. Svartur veikir kóngsstöðu hvíts og undirbýr að sækja að henni. 22. Rg3 — Re7, 23. Rxe7 — Dxe7. Hann fórnar a-peðinu í þágu sóknar. 24. Hxa5 - fxg2, 25. Bd5 - Hf6, 26. Dd3 — Bf4. Hótunin er ógnvænleg: Hh6 ásamt Dh4. 27. De4. Nú má svara 27. - Hh6 með 28. Dxf4. 27. - tilefni af lnnsbruck, frá Önnu Bjarnadóttur, fréttaritara Morgunblaðsins. Campomanes, forseti FIDE, af- henti Hannesi veglegan verðlauna- bikar og hengdi verðlaunapening um hálsinn á honum. „Hann tók við forsetastólnum af okkur svo að það er tími til kominn að hann rétti okkur eitthvað í staðinn," varð Guðmundi að orði. „Það er ekki bagalegt að það er heimsmeistara- bikar.“ Lúðrar voru þeyttir þegar Campomanes gekk í salinn. Hann sat á fremsta bekk í Kongresshaus, þar sem athöfnin fór fram, ásamt borgarstjóra Innsbruck og nokkrum öðrum austurrískum merkismönn- um. Þeir fögnuðu því allir að 10. heimsmeistaramót unglinga hefði farið fram í bænum og lofuðu ungl- ingana fyrir góða frammistöðu. Eftir athöfnina var haldin móttaka og diskó fyrir ungu skákmennina. Það lifnaði yfir Guðfríði Lilju Grétarsdóttur, fimmtán ára fulltrúa íslenskra stúlkna á heimsmeistara- mótinu, þegar hún heyrði að það sigrmum yrði diskó. Hún lenti 1' 14. sæti af 28 á mótinu og var ánægð með árangurinn. Hún hafði gaman af að kynnast krökkum víðsvegar að úr heiminum í Innsbruck og fannst frammistaða Hannesar „alveg æð- isleg“. Hannes Hlífar var ekki eins hrif- inn af diskóhugmyndinni og Guðfríður. Hann sagðist hafa lítinn áhuga á dansi. Skák er hans helsta áhugamál. Hann á orðið gott safn af skákbókum og les þær sér til gagns og gamans. Hann teflir lítið við jafnaldra sína en spreytir sig á þeim eldri. „Við þurfum að vara okkur á honum,“ sagði Guðmund- ur. Hannes verður í 9. bekk Hagaskóla næsta vetur. Þar er boð- ið upp á skák sem valgrein og Hannes býst við að velja hana. „Ég get reynt að kenna kennaranum eitthvað,“ sagði hann og hló góðlát- lega. Stærðfræði er annars uppá- haldsfagið hans. Hann er fæddur 18. júlí 1972, skáksumarið mikla, þegar Fisher og Spassky háðu ein- vígi á Islandi. Bræður hans kenndu honum mannganginn, en hann græðir lítið á að tefla við þá nú orðið. Hannes átti ekki von á að vinna mótið í Innsbruck þegar hann fór út til Austurríkis 8. maí. Þetta var -ís o g tírólahattur í - B

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.