Morgunblaðið - 26.05.1987, Qupperneq 84

Morgunblaðið - 26.05.1987, Qupperneq 84
 STERKT KORT ÞRIÐJUDAGUR 26. MAI 1987 VERÐ I LAUSASOLU 50 KR. Niðaþoka í Ólafsvík: Trillurnar fundu ekki Jjöfnina ÓlaíhVÍk ^ - NIÐAÞOKA var hér allan daginn í gær og fram á nótt og stafa- logn. Trillur voru fjölmargar á sjó og komu þær fyrstu að landi um kvöldmatarleytið. Margar trillur áttu í erfiðleikum með að finna hafnarmynnið, því ekki sást nema rétt út fyrir borð- stokkinn. Þeir sem ekki hafa lóran reyndu að þreifa sig áfram eftir dýpi en gekk misjafnlega og biðu sumir ráðvilltir eftir að þokunni létti. Afli þeirra sem komnir voru að í gærkvöldi var hjá flestum —700 kg. En Kristján Bjama- son á Glað, renndi að bryggju með 2,5 tonn af slægðum stórfíski, sem hann hefir einsamall eftir daginn. Hann hefur því fundið það sem finna þurfti, fiskinn og síðan land, þrátt fyrir þokuna. Helgi Heimsmeist- ari tekur við ^sigurlaunum HANNES Hlífar Stefánsson, nýbakaður heimsmeistari sveina í skák, tók við sigur- launum sínum úr hendi forseta Alþjóðaskáksam- bandsins við hátíðlega athöfn í Innsbruck í Austurríki á iaugardag. Sjá frásögn, myndir og skákþátt á blaðsíðum Morgunblaðið/Bjöm Rúríksson Upptök jarðskjálftans voru á þessu svæði. Á myndinni, sem tekin er í suðurátt úr flugvél í um 20 þúsund feta hæð, sjást fjallgarðamir fjórir sem liggja eftir eystra gosbeltinu á Suðurlandi. Næst fyrir miðri mynd er Hekla og utan í henni er Litla-Hekla. Næsti fjallaklasi sunnan við Hekluhraun eru Vatnafjöll, þar sem talið er að upptök stóra skjálftans hafi verið. Þar fyrir sunnan eru Tindafjöll og Tindafjallajökull og fjærst er Eyjafjailajökull. Raninn austur úr Eyjafjallajökli, efst til hægri, er Fimmvörðuháls sem tengir Eyjafjallajökul við Mýrdalsjökul. Dökka f væðið á milli Tindafjalla og Eyjafjallajökuls er Fljótshlíð og er Þórsmörk þar innst. Á dökka svæðinu til hægri á myndinni sést niður á Suðurland- sundirlendið, m.a. Rangárvelli og Landeyjar. STERKASTISKJÁTFTI í 75 ÁR STERKASTI jarðslg'álfti sem komið hefur á Suðurlandi frá því árið 1912, eða í 75 ár, varð rétt fyrir hádegið í gær. Mældist hann 5,8 stig á Ricter. Upptök hans voru skammt frá Hekiu. Jarðskjálftinn fannst greinilega um Suðurland, á höfuðborgarsvæðinu og víðar. Hús í Rangárvallasýslu léku á reiðiskjálfi og lauslegir munir féllu úr hillum. Ekki er vitað til þess að tjón hafi orði á húsum. Húsdýr urðu óttaslegin, ekki síður en mannfólkið, hestar tóku á rás, kýr bauluðu í fjósum og styggð kom að fé. Titringur var á skálftamælum fram eftir kvöldi í gær. Jarðvísinda- menn vilja ekkert fullyrða um eftirleik þessa stóra jarðskjálfta en hafa talið rétt að vera við öllu búnir. Sjá einnig fréttir af jarðskjálftunum á blaðsíðum 2 og 46. Kvennalisti með kröfur í vamar- og stóríðjmnálimi Segjast þó setja kröfuna um hækkun lágmarkslauna á oddinn SVO virðist sem hægar muni ganga í stjórnarmyndunarvið- ræðum en búist hafði verið við eftir að fulltrúar Kvennalista kynntu kröfur sína í utanríkis-, varnar- og stóriðjumálum á Iaug- ardag. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins sögðust konurn- ar andvígar hvers konar fram- kvæmdum á vegum varnarliðsins og jafnframt sögðust þær vera andvígar öllum frekari samning- um um stóriðju hér á landi, þar með talið byggingu kísilmálm- verksmiðju við Reyðarfjörð og stækkun álversins í Straumsvík. Viðræðum fulltrúa Sjálfstæðis- flokks, Alþýðuflokks og Kvenna- lista var haldið áfram í gær og var rætt almennt um efnahagsmálin. í dag kl. 13.30 verður viðræðunum haldið áfram, en beðið er gagna og útreikninga frá Þjóðhagsstofnun, Hagstofu, fjármálaráðuneyti og Barnaverndarráð íslands gerir athugasemdir: Brunavarnir eru í ólestri í fjölda sumarbúða barna Aðeins ein umsókn af um 20 hefur verið afgreidd a!F UM 20 umsóknum, sem borist hafa Barnaverndarráði íslands, um leyfi til reksturs sumardval- arheimilis eða sumarbúða fyrir börn, hefur aðeins ein verið af- greidd. Ástæðan er sú, að sögn Guðjóns Bjarnasonar fram- kvæmdastjóra Barnaverndar- j^ðs, að úrbóta er víða þörf og brunavarnir í miklum ólestri. Því má búast við að einhveijir staðir fái ekki leyfi í sumar. Barna- verndarráð mun ekki mæla með að leyf i verði veitt til þeirra staða sem vitað er að ekki uppfylla skilyrði, að sögn Guðjóns. „Það kom okkur geysilega á óvart hvað eldvörnum er víða ábóta- vant,“ sagði Guðjón. Hann sagði að við eftirgrennslan hefði komið í ljós að á mörgum þessara staða væri ástandið þannig að þar ættu alls ekki að dveljast böm og vott- orð, gefín út af barnaverndarnefnd- um, læknum og slökkviliðsstjórum, væru í sumum tilfellum afar vill- andi. Slökkviliðsstjóri, sem vottaði að brunavarnir væru í góðu ástandi, hefði ekki komið á staðinn og hús- næði sem reka ætti starfsemina í væri óbyggt, þrátt fyrir að vottorð gæfu annað til kynna. Þá leiki grun- ur á að ákveðnir staðir hyggist reka sumarbúðir án tilskilinna leyfa. Bmnamálastofnun ríkisins hefur hafið úttekt á ástandi sumardvalar- heimila og sumarbúða. Sum þeirra eru heimavistarskólar á veturna. Sjá nánar í frétt á bls. 36. Seðlabanka, sem ekki er búist við að liggi fyrir fyrr en á morgun. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins kynntu fulltrúar Kvenna- lista mun harðari afstöðu í utanríkis-, varnar- og stóriðjumál- um á fundinum á laugardag en þær höfðu gert í fyrstu könnunarviðræð- unum. Munu þær hafa lýst sig andvígar því að hvers konar fram- kvæmdum á vegum varnarliðsins yrði haldið áfram ef þær ættu aðild að ríkisstjórn og áttu þær þá m.a. við framkvæmdir í Helguvík og við radarstöðvar. Þá mun hafa komið fram hjá þeim að þótt samningar tækjust á milli samninganefndar um stóriðju og erlendra aðila um byggingu kísilmálmverksmiðju við Reyðarfjörð eða stækkun álversins í Straumsvík legðust þær gegn slíkum framkvæmdum. Kristín Einarsdóttir þingmaður Kvennalista sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að þessar kröf- ur væru alls ekki forgangskröfur Kvennalistans, heldur væri krafan um tryggingu á verulegri hækkun lágmarkslauna algjör forgangs- krafa í þeirra hópi. Hún sagði umræður um önnur atriði vera mjög skammt á veg komnar og útilokað að taka nokkra endanlega afstöðu í þeim málum fyrr en ljóst lægi fyrir hvort gengið yrði að kröfunni um tryggingu á hækkun lágmarks- launa.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.