Morgunblaðið - 05.06.1987, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 05.06.1987, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 5. JÚNÍ 1987 Skilorðsbundnar sektir fyrir okur "Tf'**’! ‘s-í!-., „, , _ . HÆSTIRÉTTUR hefur kveðið upp dóma í málum tveggja manna, sem lánuðu Hermanni Gunnari Björgvinssyni fé á okur- vöxtum. Mennimir voru dæmdir til að greiða sektir, en dómurinn er skilorðsbundinn i þrjú ár. í öðru málinu var maður ákærður fyrir okur í 26 skipti á tímabilinu frá 19. janúar 1984 til 2. septem- ber 1985. Frá gildistöku auglýsing- ar Seðlabanka íslands um hámarksvexti þann 2. ágúst 1984 til loka tímabilsins var hins vegar AnnaGulko vinnur enn ANNA Gulko vann Antti Pyhala í 4. umferð opna Austfjarðamóts- ins í skák sem nú stendur yfir á Egilsstöðum. Anna Gulko er því ein efst í fyrsta riðli með 4 vinn- inga, hefur unnið allar sínar skákir. Hannes Hlífar Stefánsson hefur ekki riðið feitum hesti frá þessu móti og í 4. umferðinni í gærkvöldi tapaði hann fyrir Jóni Á. Jónssyni og hefur aðeins fengið 1 vinning. Staðan var ekki ljós í gærkvöldi en 7 skákmenn áttu möguleika á að komast upp að hlið Finnans Pyhala með 3 vinninga. ekki til að dreifa neinum gildum fyrirmælum um hámarksvexti og var maðurinn því sýknaður af ákæru um brot á lögum með lán- veitingum þetta tímabil, alls 21 talsins. Hæstiréttur féllst ekki á það með ákærða að hann hafí ekki lán- að Hermanni fé, heldur fengið honum það til ávöxtunar. Maðurinn var sekur fundinn um að hafa tekið tæplega 45 þúsund krónur í oftekna vexti og var gert að greiða 180 þúsund króna sekt. Greiðslu sektar var frestað í þijú ár og fellur hún niður að þeim tíma liðnum, haldi maðurinn almennt skilorð. í hinu málinu var manni gefíð að sök okur í tvö skipti, en í annað skiptið var ekki til að dreifa gildum fyrirmælum um hámarksvexti. Maðurinn var fundinn sekur um að hafa lánað Hermanni Björgvini 184 þúsund krónur í febrúar 1984 og tekið ólöglega vexti sem námu rúm- um 20 þúsund krónum. Þótti refs- ing mannsins hæfíleg 90 þúsund króna sekt, skilorðsbundin til þriggja ára. Báðum mönnunum var gert að greiða 15 þúsund krónur upp í saksóknarlaun, auk helming annars sakarkostnaðar. Dómana kváðu upp hæstaréttar- dómaramir Magnús Thoroddsen, Guðmundur Skaftason og Þór Vil- hjálmsson, Gaukur Jörundsson, settur hæstaréttardómari, og Am- ljótur Bjömsson prófessor. Kröfluvirkjun verð- ur stopp í sumar KRÖFLUVIRKJUN verður ekki starfrækt í sumar frekar en und- anfarin sumur og verður tíminn notaður til viðhalds. Verður virkjunin ekki gangsett aftur fyrr en í september. Að sögn Knúts Ottested svæðis- stjóra þarf stöðin ekki að vera í gangi yfír sumartímann því þá er nóg vatn í vatnsaflsvirkjunum til að mæta orkuþörfínni. Á meðan er tíminn notaður til að sinna eðlilegu viðhaldi. Knútur sagði að rekstur Kröflu- virkjunar hefði gengið vel á þessu ári og virkjunin verið keyrð með meiri afköstum en áður. Undirbúningur stendur nú jrfir fyrir gerð vamargarða við Kröflu- virkjun til að veijast hraunfíæði frá hugsanlegu Kröflugosi. Knútur sagði að reiknað væri með að það tæki mánuð að gera þessa garða. í 5 tonna báti LEITAÐ var í gærdag að manni sem fór einn á 5 tonna trébát frá Vestmannaeyjum á miðvikudags- kvöld áleiðis til Hafnarfjarðar. Báturinn fannst í gærkvöldi á siglingu undan Staðabergi á Reykjanesi og var maðurinn heill á húfi en ekkert samband náðist við hann í talstöð. Búist var við 1 bátnum til Hafnarfjarðar í nótt. Maðurinn keypti bátinn í Vest- mannaeyjum og lagði þaðan af stað klukkan 17.30 á miðvikudagskvöld til Hafnarfjarðar. Eftirgrennslan hófst strax um kvöldið en um klukk- Símamynd/Bjami Salur félagsheimilisins i Hnífsdal var þéttsetin á frumsýningu leiksritsins „Hvar er hamarinn". Menntamálaráðherra við setningu M-hátíðar á ísafirði: Verðum að gæta tungunnar M-HÁTÍÐIN, menningar og listahátíð, sem menntamálaráð- herra stendur fyrir á ísafirði, var sett i gær. í frimúrarasaln- um á ísafirði var opnuð sýning á 32 listaverkum frá Listasafni íslands. Við opnunina flutti bæjarstjóri ísafjarðar, Harald- ur Lindal, ávarp og Guðrún Jónsdóttir, söngkona, söng ein- söng við undirleik Beötu Joó. A eftir setti Sverrir Her- mannssson, menntamálaráðherra, hátíðma í Félagsheimilinu í Hnífsdal áður en sýning Þjóðleik- hússins á „Hvar er hamarinn" eftir Njörð P. Njarðvík hófst. Við það tækifæri sagði menntamála- ráðherra: „M-hátíðin stendur fyrir „mál-menntun-menning," með aðaláherslu á mál. Því ef við gætum ekki tungunnar þá er hér um bil allt annað unnið fyrir gýg.“ Eftir ræðu menntamálaráð- herra frumsýndi hópur frá Þjóð- leikhúsinu „Hvar er hamarinn", ærslaleik byggðan á Þrymskviðu. Sýningin tókst í alla staði vel og áhorfendur sýndu hrifningu sína óspart í lokin. Hæstiréttur: Leitað að manni Kröfum verjenda forsvars- manna Hafskips hafnað an 13.10 í gær hafði Slysavamafé- iag íslands samband við Landhelg- isgæsluna og bað um að þyrla yrði send til leitar. Þyrlan fór í loftið um klukkan 14.30 og leitaði á svæð- inu miili Vestmannaeyja og Eldeyj- ar. Síðdegis hófu björgunarsveita- menn einnig að ganga Qörur. Báturinn fannst síðan á siglingu undan Staðabergi á Reykjanesi klukkan 19.27 í gærkvöldi og am- aði ekkert að manninum. Ekki náðist samband við bátinn gegnum talstöð svo ekki er vitað hvers vegna ferðin tafðist svona. HÆSTIRÉTTUR staðfesti í gær þann úrskurð sakadóms Reykjavíkur að hafna kröfu veij- enda forsvarsmanna Hafskips um að Hallvarður Einvarðsson ríkissaksóknari og Albert Guð- mundsson yrðu kallaðir fyrir dóm sem vitni og upplýsinga yrði aflað um lántökur Hallvarðar. Þegar mál flögurra fyrrum for- ráðamanna Hafskips var tekið fyrir í sakadómi hinn 5. maí síðastliðinn kröfðust veijendur þeirra þess að málinu yrði vísað frá dómi. Kröfuna byggðu þeir á því að ríkissaksókn- ari hefði átt að víkja sæti í málinu þar sem hann hefði stjómað rann- sókn þess sem rannsóknarlögreglu- stjóri. Áður en frávísunarkrafan var tekin fyrir kröfðust veijendumir þess að Hallvarður kæmi fyrir dóm- inn sem vitni til að svara spuming- um um tengsl hans og aðila sem tengdust málinu og rannsókn þess hlyti að hafa beinst að. Einnig að Albert Guðmundsson svaraði spum- ingum m.a. um samskipti hans og ríkissaksóknara og að Þorsteini Pálssyni fjármálaráðherra yrði gert að upplýsa um meinta lánveitingu til Hallvarðs. Loks kröfðust veijend- umir þess að aflað yrði upplýsinga frá lífeyrissjóði ríkisstarfsmanna um lántökur ríkissaksóknara. Þess- um kröfum veijendanna hafnaði sakadómur hinn 14. maí sl. og sam- kvæmt upplýsingum Morgunblaðs- ins hefur Hæstiréttur nú staðfest þann úrskurð. í gær var ekki unnt að afla upplýsinga um forsendur þessa úrskurðar Hæstaréttar. Frá- vísunarkrafa veijendanna verður að öllum líkindum tekin fyrir í saka- dómi á næstunni. Borgarstjórn: Magnús L. Sveinsson endurkjörinn forseti Eftirlit hert með aukaefn- um í mat og drykkjarvörum HOLLUSTUVERND ríkisins hef- ur hvatt heilbrigðiseftirlit víða um land til að herða eftirlit með mat- og drykkjarvörum sem inni- halda ólögleg aukaefni og einnig eftirlit með vörum i illa eða ómerktum umbúðum. Heilbrigðiseftirlitið í Reykjavík byijaði í lok maí að rannsaka notk- un litarefna í sælgæti og drykkjar- vöru, bæði hjá innflytjendum og innlendum framleiðendum. Einnig hafa verið athugaðar vörur sem ekki hafa fullnægjandi innihaldslýs- ingu á umbúðum. Að sögn Odds Rúnars Hjartar- sonar hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur hefur eftirlitið gengið vel og skipta vörutegundir tugum sem innihalda ólögleg litarefni eða eru í vanmerktum umbúðum. Sett er sölubann á þessar vörutegundir þegar í stað og innflytjendum og innlendum framleiðendum gert að innkalla vörumar fyrir ákveðinn tíma. „Þetta er bara byijunin," sagði Oddur Rúnar. „Haldið verður áfram að rannsaka ýmsar fleiri vöruteg- undir. Annars tel ég mjög brýnt að eftirlit sem þetta verði fært í tollaf- greiðslur og að engin vara verði tollafgreidd fyrr en heilbrigðisyfír- völd eru búin að skoða hana og gefa leyfi fyrir innflutningi". MAGNÚS L. Sveinsson (S) var endurkjörinn sem forseti borg- arstjórnar á fundi borgarstjórn- ar i gærkvöldi. Sem varaforseti var endurkjörinn Páll Gíslason (S) og annar varaforseti Katrín Fjeldsted (S). Á fundinum voru einnig kosnir tveir skrifarar, ásamt tveimur til vara, fímm borgarráðsfulltrúar og fímm til vara, tveir skoðunarmenn borgarreikninga og þrír menn í stjóm Landsvirkjunar, ásamt þremur til vara. Eina breytingin sem varð á mannaskipan í þessum embættum var að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir (Kvl.) tekur sæti í borgarráði í stað Bjama P. Magnússonar (A), en hún var áður varamaður hans. Magnús L. Sveinsson Sigrún Magnúsdóttir (F) var kjör- inn varamaður Ingibjargar í borgarráði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.