Morgunblaðið - 05.06.1987, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 05.06.1987, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 5. JÚNÍ 1987 Philips og Kodak okra á Mendingum eftirÁsmund Stefánsson 20% hærra inn- flutningsverð í könnun norrænu verðlagsyfir- valdanna árið 1978 reyndist inn- flutningsverð til íslands að meðaltali um 20% hærra en til hinna landanna. Innflytjendur töldu í fyrsta iagi að draga mætti niður- stöður könnunarinnar í efa og í öðru lagi töldu þeir ótvírætt að óhagkvæm innkaup mætti rekja til vondra verðlagsákvæða. Frelsi og bjartari framtíð Þegar innflutningsverslunin fékk frelsi tii verðlagningar, fögn- uðu postular þeirrar stéttar með stórum yfirlýsingum. Framundan væri blómatíð með lækkandi inn- flutningsverðlagi. Innflytjendur Reykjavíkur og Bergen í Noregi. mjmdu sýna hörku í samningum Niðurstöður komu illa á óvart. Inn- við erlenda aðila, afleggja þann sið • kaupsverð til íslands reyndist um að bæta umboðslaununum við er- 20% hærra en innkaupsverð sömu lenda verðið og skila þjóðarbúinu,. landsmönnum öllum, ódýrum vör- um. Hver er svo reynslan af frelsinu? Fyrir ári var gerð könnun á inn- kaupsverði íslenskra heildsala á mat og hreinlætisvörum og kom í ljós að í 22% tilvika reyndist það hærra en smásöluverð út úr búð í Glasgow og í 55% tilvika reyndist það hærra en það verð sem smásal- ar í Glasgow greiddu sínum heild- sölum. Innflytjendur töldu að ekki mætti draga einhlítar ályktanir af þeirri könnun, en ljóst var að ekki var allt gott, þrátt fyrir frelsið. í síðustu viku birti Verðlags- stofnun niðurstöður könnunar í desember á 80 tegundum raf- magnstækja, ljósmyndavara, hljóm- og myndsnælda og vetrar- hiólbarða. Könnunin náði til Vara til Bergen. Þrátt fyrir frelsið "eru innkaup íslenskra heildsala enn í sama ólestri. Þeir taka enn ymboðslaun í útlandinu ''og þar að auki sýna þeir erlenda viðskiptaaðilanum greinilega þann einstaéða dreng- skap að kaupa vöruna af honum á mun hærra verði en starfsbræður þeirra í Bergen. Sumir myijdu telja það háttalag stráksskap gagnvart íslensku þjóðinni. Alagning hefur hækkað Könnunin leiðir aðeins í ljós eina skýra afleiðingu af frelsinu. Ekki þá að umboðslaun hafi lækkað; ekki þá að gerð séu hagkvæmari innkaup en áður, heldur að frelsið hefur verið notað til þess að hækka Ásmundur Stefánsson álagninguna hér heima frá því sem áður var. Frelsið virðist því hafa skilað þeim árangri einum að hækka heildsölu- og smásöluverð vegna hærri álagningar. Þrátt fyr- ir langtum lægri laun á íslandi en í Bergen er álagning almennt tölu- vert hærri krónutölu hér en þar. Könnunin sýnir að hér skortir á að skilyrði fijálsræðisins séu upp- fyllt. Markaðskerfið skilar ekki skynsamlegri niðurstöðu. Skýrast kemur þetta fram varðandi rakvél- ar og fílmur, en á báðum þeim sviðum munar um 40% á innkaups- verðinu hér og í Bergen f þeim dæmum sem tekin eru í skýrslu Verðlagsstofnunar. 70% rakvéla sem seljast hér eru Philips og 80% fílma eru Kodak. Þessi þekktu „Könnunin leiðir aðeins í ljós eina skýra afleið- ingu af frelsinu. Ekki þá að umboðslaun hafi lækkað; ekki þá að gerð séu hagkvæmari inn- kaup en áður; heldur að frelsið hefur verið notað til þess að hækka álagninguna hér heima frá því sem áður var. Frelsið virðist því haf a skilað þeim árangri ein- um að hækka heildsölu- og smásöluverð vegna hærri álagningar.“ merki hafa því nánast einokun á markaðnum og sú aðstaða er greinilega nýtt til ófyrirleitins ok- urs. Hvað er til ráða? Ég á ekki von á því að pólitísk samstaða geti orðið um það í dag, þrátt fyrir niðurstöður könnunar- innar, að setja innflutning undir verðlagsákvæði. Hitt finnst mér hugsanlegt að samstaða gæti náðst um að setja hámarksverð á þá vöruflokka sem aðstaðan er grimmilegast notuð. Ég hef lagt FRAMTÍÐIN ER VIÐ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.