Morgunblaðið - 05.06.1987, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 05.06.1987, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 5. JÚNÍ 1987 23 ^nabord Barnastóll J<r 647,- Lending Rusts á Rauða torginu: Sovésk hermálayf irvöld gagnrýnd fyrir agaleysi Yfirmenn ýkja frammistöðu sína, segir dagblað hersins Mosvku, Bonn, Reuter. YFIRMÖNNUM sovéska her- aflans var í gær sagt að laga alvarlaga galla á vörnum lands- ins, sem komu í ljós þegar vestur-þýski flugmaðurinn Mat- hias Rust flaug frá Helsinki til Moskvu á fimmtudag í síðustu viku. Willy Brandt, fyrrum kansl- ari Vestur-Þýskalands, sagði í ræðu í sambandsþinginu í Bonn í gær að Rust hefði unnið mikið afrek þegar hann lenti á Rauða torginu. Ummæli Brandts voru útúrdúr úr ræðu um afvopnunarmál. Sagði Brandt að ekki mætti draga þá ályktun af flugi Rusts að Sovét- menn séu meinlausir. „Ég vil ekki lofsyngja ofdirfsku unga mannsins, en ég get ekki leynt virðingu minni fyrir þessu glæsilega afreki, þótt það hafi verið óðs manns æði,“ sagði Brandt. Hlátur Kohls Vöktu ummæli Brandts kátínu og beindust kvimyndatökuvélar vestur-þýska sjónvarpsins að Helm- ut Kohl kanslara, sem hló innilega. í dagblaði sovéska hersins, Krasnaya Zvezda(Rauðu stjöm- unni), sagði að vamarmálaráðuney- tið hefði vanrækt þá skyldu að verja landamæri Sovétríkjanna á víta- verðan hátt fyrst ekki hefði tekist að stöðva vél Rusts. Rust flaug 800 km innan sové- skrar lofthelgi og lenti að lokum á Rauða torginu. Sergei Sokolov vamarmálaráðherra og Alexander Koldunov yfirmanni loftvama var vikið úr starfi vegna þessa. Sagði í blaðinu að augljósir gall- ar hefðu komið í ljós og þyrfti land-, sjó- og flugher að leggjast á eitt um að bæta þar úr: „Herinn þarf að vera viðbúinn, efla þarf árvekni og stórauka aga í hemum." Enn fremur kom fram að fyrir raunsæis sakir þyrfti að horfast í augu við að yfirmenn í hemum gerðu sér ekki grein fyrir ábyrgð sinni og skyldum. Sagði að yfir- menn gerðu oft og tíðum of mikið úr frammistöðu sinni. Augljósir gallar „Við getum ekki tekið eitt ein- asta skref fram á við ef við læmm ekki að starfa á nýjan hátt, nema að við sigmmst á stöðnun og íhalds- semi.“ Þegar tilkynnt var um hreinsan- imar í vamarmálum á laugardag gagnrýndi stjómmálaráðið yfír- menn vamarmála harðlega fyrir að stöðva ekki vél Rusts. Sagði ráðið að vél Rusts hefði komist fram á ratsjá þegar hann nálgaðist strendur Eistlands og tvisvar hefðu sovéskar ormstuþotur flogið umhverfis vél hans en ekki tekist að þvinga hann til lendingar. Gennady Gerasimov, talsmaður sovéska utanríkisráðuneytisins sagði í gær að foreldrar Rusts, Monika og Karl Heinz, hefðu sótt um vegabréfsáritun til Sovétríkj- anna. Hann bætti því við að vestur-þýska vikuritið Stern hefði fengið einkarétt á frásögn þeirra af flugævintýri Rusts. Stern fær einkarétt „Ef til vill kemur þá fjórða út- gáfan fram,“ sagði Gerasimov og vísaði til þess að Sovétmenn rann- saka þrjá möguleika varðandi flugið: gerði Rust þetta sjálfum sér til skemmtunár, vildi hann koma sér á framfæri, eða var um að ræða samsæri til að ijúfa sovéska loft- Boforsmálið: p • Stokkhólmi, Reuter. SÆNSK yfirvöld hafa birt hluta af niðurstöðum opinberrar rann- sóknar á fullyrðingum varðandi mútur sænsku Bofors-vopna- verksmiðjanna til indverskra embættismanna i tengslum við sölusamning á faUbyssum til Ind- lands. Kemur fram að allt að 40 milljónir dala hafi runnið til embættismannanna. Samningurinn hljóðaði upp á 1.3 milljarða Bandaríkjadala. Fyrirtæk- ið neitar að hafa brotið gegn fyrirmælum indverskra yfírvalda um að notast ekki við neina milli- göngumenn heldur semja beint við yfirvöld. Hins vegar hafí það greitt .umboðsmönnum sínum á Indlandi Persaflóastríðið: London, Reuter. SEINT á þriðjudagskvöld hrundu íranir af stað nýrri stór- sókn inn í írak. Að sögn IRNA, hinnar opinberu fréttastofu ír- ans náðu hersveitir írana fimm mikilvægum hæðum á sitt vald og felldu eða særðu 1.000 íraka. í tilkynningu fréttastofunnar sagði að sveitir írana hefðu náð um 20 ferkílómtera svæði á sitt vald á vígstöðvunum _ nærri Ilam-héraði sem er í miðju írak. Sagði ennfrem- helgi? „Hann gæti hafa gert þetta vit- andi að fjölmiðlar, sem alltaf eru á höttunum eftir æsifréttum, gætu séð fyrir honum til æviloka,“ bætti Gerasimov við. Vestur-þýska dagblaðið Bild hef- ur gert mikið úr flugi Rusts og dögum saman hafa flennifyrirsagn- ir prýtt forsíður blaðsins. I gær var birt yfírlit yfir þau viðurlög, sem lögð eru við því að lenda í höfuð- borgum víða um heim í leyfísleysi. Sagði að það kostaði 400 þúsund ísl. kr. að lenda á götunni Champs Elysees í París og gæti varðað þriggja mánaða fangelsi, sá sem lenti Cessnu sinni á Trafalgar Square ætti yfír höfði sér sex mán- aða fangelsi. Þetta væri þó ekkert miðað við Canberra í Ástralíu og Hvíta húsið í Washington. Refsing fyrir að lenda í Canberra er tveggja ára fangelsi og sá sem reynir að lenda fyrir utan Hvíta húsið verður umsvifalaust skotinn. íranski kaupsýslumaðurinn Albert Hakim hlustar af athygli á lög- mann sinn, Richard Janis, við vitnaleiðslur vegna vopnasölumálsins í gær. Abrams segi af sér Washington, Reuter. ELLIOTT Abrams, ráðgjafi Bandarikjaforseti um málefni Mið-Ameríku, sætir nú gagnrýni þingmanna úr Demókrataflokkn- um eftir vitnaleiðslur á Banda- rikjaþingi vegna vopnasölumáls- ins. Þess er krafizt að Abrams segi af sér og bera þingmennimir því við að annað hvort hafi hann sagt ósatt við vitnaleiðslumar eða að hann sé með öllu óhæfur starfskraftur. Abrams hélt því fram að hann hefði lítið eða ekkert vitað um baktjaldamakk Oli- vers North, sem átti frumkvæðið að vopnasölunni og að andvirði vopn- anna var afhent skæmliðum í Nicaragua. í gær átti íranski milljónamæring- urinn Alber Hakim að bera vitni hjá þingnefnd, sem rannsakar vopnasölu- málið. Hann stofnaði leynilega fyrir- tækjakeðju _til þess að annast vopnasölu til írans og flylja skærulið- um í Nicaragua vopn með leynilegum hætti. Ný]ar upplýs- ingar mn mútur umrætt fé í sárabætur fyrir að hafa ekki fengið að hafa afskipti af samningnum. I skýrslunni segir að Bofors hafi aðeins veitt ófullkomnar upplýsing- ar um viðskiptin og borið við nauðsyn á iðnaðarleynd. Segja yfir- völd að þau hafi ítrekað beiðni til fyrirtækisins um samvinnu við rannsóknina, aðeins Bofors sjálft gæti upplýst málið að fullu. Rajiv Gandhi, forsætisráðherra Indlands, fór fram á rannsóknina en hann hefur legið undir ámæli stjómarandstæðinga um að halda hlífískildi yfír spilltum embættis- mönnum. Svíar afhentu indverskum yfirvöldum skýrsluna í gær. íranir hefja nýja stórsókn ur að árasin hefði komið írökum í opna skjöldu og hefðu þeir neyðst til að hörfa eftir mislukkaðar gagn- árásir. Kváðust íranir hafa tekið fjölda fanga og náð hergögnum á sitt vald. Fréttastofan sagði ennfremur að árasin hefði verið gerð í hefndar- skyni við loftárás íraka á þorp eitt nærri Sardasht í norðvesturhluta írans og til að refsa íröskum stjóm- völdum fyrir grimmilega meðferð á kúrdum sem þar búa. Allt til útivistarog sólbaöa Tjaldborgartjöld - hönnuö fyrir íslenska veðráttu. Vandaðir svefnpokar. sumarbústaðinn, tjaldið, á svalirnar - sólbekkir, stólar margar gerðir. Verð mjög hagstætt. Komið og gerið góð kaup. Mií§ TOmSTUflDflHUSIÐ Laugavegi 164-Reykjavík- S: 21901

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.