Morgunblaðið - 05.06.1987, Blaðsíða 48
48
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 5. JÚNÍ 1987
'Zr
&
•v
ást er...
... aö koma meÖ
fyrstu plöntuna handa
henni til aÖ gróöursetja
TM Reg. U.S. Pat. Ofl.—all rights resarv«t
© 1986 Los Angeles Times Syndicate
Ef þú trúir þvi ekki að þú
hijótir, reyndu að þegja
augnablik og heyra berg-
málið!
í hvert skipti sem eitthvað
sýnist ætla að verða eftir
í veskinu koma í ljós reikn-
ingar sem gleymst hafa.
Flugumferð
veldur ónæði
Kæri Velvakandi.
í góða veðrinu að undanfömu
hefur það vakið athygli mína hve
flugumferð hefur aukist mikið yfír
borginni á síðustu ámm. Hér á ég
við litlar flugvélar sem eru á sífelldu
hringsóli yfír borginni. Kvartað hef-
ur verið undan auknum umferðar-
þunga en ég hef hvergi séð að
kvartað sé undan hávaðanum í
þessum rellum. Eru engar reglur
til um flug yfír þéttbýli? Hafa flug-
menn þessara litlu flugvéla ekki nóg
pláss án þess að leika listir sínar
hér yfír höfðum okkar og valda
okkur ónæði í tíma og ótíma?
Halldór
Hagsmunir þjóðarinnar
Til Velvakanda.
Hvenær skyldu íslendingar öðlast
það sjálfstraust að þora að búa að
sínu og meta hagsmuni þjóðarinnar
meira en stundargróða fáira einstakl-
inga? Hvers vegna líðst sjómönnum
að landa afla sínum í erlendum höfn-
um, þegar ftystihúsin okkar vantar
verkefni? Hvemig er hægt að rétt-
læta atvinnuleysi í landi með því að
benda á auknar telq'ur sjómanna?
Hvemig er hægt að leggja niður
saumastofu í Borgamesi og svipta
hóp fólk atvinnu sinni? Hvað varðar
þetta fólk um það, þótt eitthvert fyrir-
tæki í Skotlandi framleiði fatnað úr
hráefni okkar?
Hvers vegna hamast neytendasam-
tökin gegn innlendri landbúnaðar-
framleiðslu? Eru þau að þjóna
hagsmunum neytenda eða einhverj-
um öðrum? Og fyrir hvaða peninga
eigum við að kaupa hinar innfluttu
vörur heildsalanna ef haldið verður
áfram að grafa undan íslenskum at-
vinnuvegum?
Ætli það sé ekki kominn tími til
að við gerum okkur grein fyrir því
að við erum þjóð og verðum að hugsa
um okkur sjálf. Ekki getum við búist
við að aðrir geri það frekar. Aðrar
þjóðir leggja áherslu á að nota það
sem þær framleiða sjálfar. Okkar
vörur eru ekki verri en annarra, síður
en svo. Matvæli eru hreinni og óm-
engaðri hér en víðast annars staðar.
Fatnaður okkar er vandaðri en sá sem
framleiddur er af láglaunaþrælum
Asfulandanna. Einingahúsin okkar
henta betur íslenskri veðráttu en þau
innfluttu. Okkur vantar bara meiri
virðingu fyrir okkur sjálfum og því
sem við vinnum.
Vaknaðu nú, litla þjóð. Vaknaðu
til vitundar um verðmæti þeirra eigin-
leika sem þú býrð yfir.
Halldóra Gunnarsdóttir
„Fór ég að
finna
frændur
mína“
Kæri Velvakandi, viltu birta
þessa þulu fyrir mig, mig langar að
fá ráðningu.
Kannast einhver lesenda Morgun-
blaðsins við þessa gátu? Ég veit ekki
hvort hún er rétt og Iangar að fá
skýringu, ef einhver hefur hana.
Gátan er svona:
Fór ég að finna frændur mína
sólardaginn í sultardyrunum.
Skundaði ég eftir skipsbotni
og kom um bakhluta til kunningjanna.
Hitti ég þá óskerta á hestfæti,
hafði ég þar góðar hjúastöður.
Var þar með réttur af vatni ströngu,
samnefhdur fiskmiði Sunnlendinga,
fúgla klyQar og fjöldi af skottum
og einnig andvana afkvæmi sálar.
Fékk ég þar síðan ferðlítið pláss,
þeyttist ég ofarlega.
Dignuðu menn þá dagsverð litu,
fór ég þá strax í stórar tunnur,
frændur buðu mér byitu sauðar,
en ég hafði ekld lyst á öðru en húsum.
Hélt ég svo þaðan er hafði ég hlammað
vísu minni svo vel sem kunni.
Streymdi ég lengi á stórum nagla,
þar til varð fyrir mér fataspillir,
sem flýtti ferðum mínum
heim að málfæris hinsta rúmi.
í von um rétta ráðningu og þá leið-
réttingu á gátunni, ef þarf.
Snjólaug Þorsteinsdóttir
Víkverji skrifar
HÖGNIHREKKVÍSI
ISLENDINGAR eru stolt þjóð svo
að stundum jaðrar við rembing.
Við berum okkur gjaman saman
við milljónaþjóðir og unum því illa
að þurfa að láta í minni pokann.
Einkum á þetta við um íþróttir og
því kom tapið gegn Austur-Ijóð-
veijum sem reiðarslag yfír þjóðina
enda voru væntingar miklar fyrir
leikinn. Margir höfðu fyrirfram
bókað íslendingum sigur og mátti
á sumum skilja að það væri nánast
formsatriöi að leika leikinn. Vissu-
lega höfðum við íslendingar æma
ástæðu til að vera vongóðir. Þessir
piltar, sem skipa íslenska landsliðið,
hafa á undanfömum árum unnið
ótrúleg afrek á knattspymuvellin-
um og staðið uppi í hárinu á
mörgum fremstu knattspymuþjóð-
um heims, minnumst þess. Það er
því ástæðulaust að vera með
8kammir og svívirðingar þótt illa
hafi farið í landsleiknum á miðviku-
dag. Auðvitað geta fslenskir kantt-
spymumenn átt slæman dag eins
og aðrir og þegar slíkt gerist eigum
við að taka því með jafnaðargeði í
trausti þess, að strákamir geri bet-
ur næst.
XXX
Aukið eftirlit vegalögreglunnar
á hálendinu er fagnaðarefni.
Það er fyrir löngu kominn tími til
að spyma fótum við náttúmspjöll-
um ökuníðinga, sem láta sig engu
skipta viðkvæman gróður landsins,
ef þeir aðeins fá svalað ökufíkn
sinni hvar og hvenær sem þeim
dettur í hug. Víkveiji verður þó að
viðurkenna að torfæmakstur getur
verið skemmtileg íþrótt við réttar
aðstæður. Það hefur jafnvel hvarfl-
að að honum að gaman væri að
bregða sér á fjórþjól við tækifæri.
En hvar? Sannleikurinn er nefnilega
sá að náttúruvemdarlög og ný
reglugerð um akstur Qórhjóla
stangast illilega á. Samkvæmt nátt-
úruvemdarlögum er allur akstur
utan vega stranglega bannaður, en
með reglugerð, sem birtist f Stjóm-
artíðindum 7. aprfl síðastliðinn,
heimilaði dómsmálaráðuneytið
akstur §órhjóla utan vega. Reglu-
gerðin felur sem sagt í sér að
mönnum er heimilt að bijóta nátt-
úruvemdarlögin og hver heilvita
maður sér að slíkt gengur ekki. Á
þessu máli verður að fínna viðun-
andi lausn svo að löghlýðnir
borgarar geti iðkað §órhjólaakstur
án þess að fá samviskubit.
Fegurðarsamkeppni íslands
verður haldin nú um hvíta-
sunnuhelgina og sjálfsagt bíða
margir spenntir eftir úrslitum, ekki
sfst keppendur sjálfír, sem hafa lagt
á sig mikla vinnu við undirbúning.
Löngum hefur verið deilt um rétt-
mæti þessarar keppni og sýnist sitt
hveijum. Sumir telja að lengra verði
ekki komist í kralrembu og kvenfyr-
irlitningu, en aðrir telja sjálfsagt
að gefa ungúm stúlkum kost á að
koma sér á framfæri með þessum
hætti, ekki síst ef þær hafa áhuga
á fyrirsætustörfum, sem þær geta
haft góðar tekjur af. En þótt ekki
séu allir sammáia um fyrirbærið er
hitt staðreynd, að meðal almenn-
ings nýtur keppnin sífellt meiri
virðingar og áhuga og skiptir þar
mestu máli að vel hefur verið að
henni staðið á undanfomum árum.
Velgengni Hólmfríðar Karlsdóttur
á alþjóðavettvangi opnaði líka augu
margra fyrir því að margt gott
getur leitt af þessari keppni. Flestir
em sammála um að sjaldan eða
aldrei hafi íslendingar fengið betri
landkynningu.