Morgunblaðið - 05.06.1987, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 05.06.1987, Blaðsíða 52
TjjBRUnnBÓT -AFÖkYGGISASTÆÐUM Nýjungar í 70 ár ALHLIÐA PRENTWÓNUSTA | 1 GuðjónÓ.hf. 91-27233 I FÖSTUDAGUR 5. JÚNÍ 1987 VERÐ I LAUSASOLU 50 KR. Urskurður Hæstaréttar í Utvegsbankamálinu: Akæru á hendur banka- ■stjórunum var vísað frá HÆSTIRÉTTUR vísaði í gær frá dómi ákæru á hendur sjö banka- stjórum Útvegsbanka Islands, á þeirri forsendu að ríkissaksókn- ari, Hallvarður Einvarðsson, hafi verið vanhæfur til að ákæra í málinu vegna setu bróður hans, Jóhanns, í bankaráðinu frá 1. janúar 1985. Bankastjóramir sjö vom ákærðir hinn 9. apríl sfðastliðinn fyrir stór- fellda vanrækslu og hirðuleysi í j^arfí vegna viðskipta Útvegsbank- ans við Hafskip hf. á ámnum 1982-1985. Þegar málið var tekið fyrir í sakadómi Reykjavíkur hinn 15. maí sl. kröfðust veijendur þess að málinu yrði vísað frá dómi. Kröfu sína byggðu þeir á því, að ríkissak- sóknari hafí hlotið að standa frammi fyrir því álitaefni, þegar ákæra var gefín út, hvort hún ætti jafnframt að beinast að bankaráðs- mönnum. Þeir bentu á að Albert Guðmundsson hafi verið formaður bankaráðs frá 1981 til júní 1983 og komið hafí fram að ríkissaksókn- ari hafí fengið peningalán hjá Albert, þegar hann gegndi stöðu Qármálaráðherra. Þá hafí bróðir ríkissaksóknara verið varaformaður bankaráðs árið 1985. Ríkissaksókn- ari verði því að teljast svo riðinn við málið eða aðila þess, að hann mætti ekki gegna dómarastörfum í því og hafi honum borið að víkja sæti. Vísuðu verjendur meðal ann- ars til 36. greinar laga um meðferð einkamála í héraði þar sem segir að dómari skuli vílga úr dómara- sæti, ef málið varðar hann eða venslamenn hans verulega fjár- hagslega eða siðferðislega, eða annars er hætta á því, að hann fái “ ekki litið óhlutdrægt á málavöxtu. Þegar frávísunarkrafa veijend- ^ anna var tekin fyrir í sakadómi var henni hafnað. Dómarinn sagði, að hvorki Albert Guðmundsson né Jó- hann Einvarðsson væru ákærðir og ákvörðun ríkissaksóknara um að draga ekki bankaráðsmenn til ábyrgðar sætti ekki endurskoðun dómsins. Veijendumir kærðu úr- skurðinn þegar til Hæstaréttar, sem í gær vísaði ákærunni frá dómi. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins var ákærunni vísað frá vegna setu Jóhanns Einvarðssonar í bankaráðinu, en ekki var tekið tillit til annarra krafna veijend- anna. Úrskurðinn kváðu upp hæstaréttardómaramir Magnús Thoroddsen, Gaukur Jömndsson, Guðrún Erlendsdóttir og Guðmund- ur Jónsson. Halldór Þorbjömsson hæstaréttardómari skilaði sérat- kvæði í málinu. Þar sem úrskurður- inn var ekki gerður opinber í gær, var ekki unnt að fá nánari upplýs- ingar um efnisatriði. Líklegt þykir nú að dómsmála- ráðherra skipi sérstakan saksókn- ara í máli þessu. Sjá einnig á bls. 2: „Hæstirétt- ur hafnaði kröfum veijenda forsvarsmanna Hafskips". Hvalvertíðin að hefjast HVALVERTÍÐIN hefst á sunnudaginn. Hvalur 8 og Hval- ur 9 stunda veiðar í sumar og er kvóti þeirra 80 langreyðar og 40 sandreyðar. Þessi mynd var tekin i Hvalfirðinum í gær og sjást Hvalur 6 og Hvalur 7, en eins og menn rekur sjálfsagt minni til var þessum skipum sökkt i Reykjavíkurhöfn síðast- liðið haust. Morgunblaðið/Sverrir Miklar tafir á innanlandsflugi undanfarna daga: Flugiimferðarstj óitu* fylgja nú ýtrustu öryggisreglum - segir formaður Félags flugumferðarstjóra FLUGUMFERÐ á íslandi hefur verið mjög tafsöm undanfarið meðal annars vegna þess að flug- umferðarstjórar og einstaka flugmenn hafa farið sér hægt við vinnu sína. Báðar þessar stéttir eiga nú í viðræðum vegna kjarasamninga. Formenn félaga flugumferðarstjóra og flug- manna neita þvi að um skipulagð- ar aðgerðir sé að ræða en formaður Félags flugumferðar- stjóra segir að flugumferðar- stjórar fari nú eftir ýtrustu öryggisreglum. Mjög miklar tafír hafa orðið í innanlandsfíugi undanfama daga og stafa þær, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins, meðal annars af því að talsverðan tíma tekur fyrir flugvélar að fá gangsetningar- heimildir og flugtaksheimildir og er ýmsum ástæðum borið við. Einn- ig mun einstaka flugmaður hafa farið sér hægt við vinnu sína. Jón Baldvin er bjartsýnn i Framsóknarmenn sýna takmarkaðan áhuga og gæla enn við hugmyndina um myndun tveggja flokka stjórnar FORMLEGAR stjórnarmynd- unarviðræður Alþýðuflokks, Sjálfstæðisflokks og Fram- sóknarflokks undir forystu Jóns Baldvins Hannibalssonar hófust í gærmorgun og stóðu með hléum til kl. 17.30. Þeim verður fram haldið kl. 10 ár- degis í dag. Jón Baldvin telur að miðað hafi í samkomulag- sátt á þessum fyrsta viðræðu- degi, en yóst er að framsóknar- menn hafa takmarkaðan áhuga á að þessi tilraun Jóns Baldvins takist. Jón Baldvin sagðist telja að miðað hefði í samkomulagsátt og taldi það vera þýðingarmikið að farið var yfír að sumu leyti stærsta málið í gær, heildarendur- skoðun tekjuöflunarkerfís ríkisins og tekin ákvörðun um að setja það mál í undimefnd allra flokk- Heimildir Morgunblaðsins herma á hinn bóginn að hljóðið i framsóknarmönnum sé þungt í þessum viðræðum og efasemdir eru um að þeir séu í þeim af heil- indum, með það að markmiði að myndun þessarar þriggja flokka Morgunblaðið/Ol. K. M. Við upphaf formlegra stjórnarmyndunarviðræðna Jóns Baldvins í gær. Steingrímur Hermannsson heilsar Jóni Baldvin og fyrir aftan stendur Guðmundur Einarsson, framkvæmdastjóri Alþýðu- flokksins. ríkisstjórnar takist. Steingrímur Hermannsson, formaður Fram- sóknarflokksins vildi ekki ræða við blaðamann Morgunblaðsins að viðræðunum í gær loknum, en Þorsteinn Pálsson, formaður Sjálfstæðisflokksins kvaðst telja viðræðumar það skammt á veg komnar að útilokað væri að leggja mat á það hvort miðað hefði í samkomulagsátt. Sjá fréttafrásögn á bls. 36. Ámi Þorgrímsson formaður Fé- lags flugumferðarstjóra sagði að engar skipulegar aðgerðir væm í gangi af hálfu félagsins. Hinsvegar væri eðlilegt að flugumferðarstjórar gættu þess að fara ekki of óðslega °g fylgja ýtmstu ötyggisreglum í ljósi félagsdóms um að þeir væm öryggisstétt og þrír flugumferðar- stjórar hefðu verið ákærðir fyrir meint mistök í starfí. Vilhjálmur Þórðarson formaður Félag íslenskra atvinnuflugmanna sagði að engar aðgerðir væm í gangi hjá flugmönnum aðrar en að menn vinni nú samkvæmt samning- um sínum og allar tafír í fluginu hlytu að eiga sér eðlilegar skýring- ar, svo sem bilanir. Flugumferðarstjórar og fulltrúar ijármálaráðuneytisins áttu fund í gær um kjarasamninga flugum- ferðarstjóra og er nýr fundur boðaður í dag. Ámi Þorgrímsson sagði þær viðræður á réttri leið en vildi engu spá um framhald. Flug- menn funduðu einnig með fulltrúum Flugleiða í gær og sagði Vilhjálmur að samningaviðræðurnar gengju hægt og lít.ið hefði hreyfst þar. Vatn setti af stað brunaboða BRUNAVARNAKERFI á Hótel Óðinsvéum í Reykjavík fór af stað um klukkan 23 í gærkvöldi og fór Slökkvilið Reykjavíkur á staðinn. Þegar til kom reyndist vatnsgufa hafa sett brunakerfið í gang.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.