Morgunblaðið - 05.06.1987, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 05.06.1987, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 5. JÚNÍ 1987 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 5. JÚNÍ 1987 27 Plnrgmi Útgefandi nÞIitfcife Árvakur, Reykjavík Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Aöstoöarritstjóri Björn Bjarnason. Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 550 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 50 kr. eintakiö. Fjörutíu ár frá Marshall-aðstoð Idag eru liðin fjörutíu ár frá því George Marshall, þáver- andi utanríkisráðherra Banda- ríkjanna, kynnti í skólaslitaræðu við Harvardháskóla stórhuga áætlun um efnahagslega við- reisn Evrópu eftir hildarleik síðari heimsstyrjaldarinnar. Aætlun þessi, sem kennd hefur verið við hinn bandaríska ráð- herra, fólst í umfangsmikilli fjárhagslegri aðstoð, lánum og styrkjum, bandaríkjastjómar við stjómvöld í Evrópu. Skilyrði Bandaríkjamanna var að ríkin sem aðstoðina þægju kæmu sér saman um áætlun um viðreisn efnahagslífsins, sem heita má að hafi verið í rústum. í þessari áætlun átti að felast að fram- leiðsla yrði aukin, ríkin drægju úr verðbólgu, lækkuðu vemdar- tolla og leiðréttu gengi gjald- miðla sinna gagnvart Banda- ríkjadollar. Bretar og Frakkar höfðu fmmkvæði að því að skipuleggja viðbrögð Vestur- Evrópuríkja. Þau vom jákvæð og rúmum mánuði eftir að Mars- ha.ll flutti ræðu sína höfðu fjórtán ríki í álfunni gerst stofn- aðilar Efnahagssamvinnustofn- unarinnar í París — OEEC — (sem síðar varð Efnahags- og framfarastofnun Evrópu — OECD). Það varð verkefni sam- takanna að útdeila þeim þrettán milljörðum dollara sem Banda- ríkjastjóm lét af hendi rakna á ámnum 1948-1951. Sé þessi upphæð framreiknuð til núvirðis má ætla að um sé að ræða 90 milljarða dollara. íslendingar vom í hópi þeirra þjóða er þágu Marshall-aðstoð frá Bandaríkjunum. Samningur um aðstoðina var staðfestur af íslands hálfu í júlí 1948 og á næstu fimm ámm fengu íslend- ingar tæplega 39 milljónir dollara frá Bandaríkjunum. Bróðurpartur þess, tæplega 30 milljónir, var í formi óaftur- kræfra framlaga. Þessu fé var veitt til að kaupa 10 nýja togara frá Bretlandi og landbúnaðar- vélar, byggja hraðfrystihús og fiskimjölsverksmiðjur, smíða dráttarbrautir, halda áfram virkjunum við Sogið og Laxá í Þingeyjarsýslu, svo hið helsta sé nefnt. Aðildin að Marshall- aðstoðinni var samþykkt á Alþingi eftir nokkrar deilur, en þingmenn Sósíalistaflokksins snemst öndverðir gegn henni. Þar réð skammsýni og pólitísk blinda ferðinni sem endranær. Enginn vafí er á því að hin rausnarlega aðstoð Bandaríkja- manna varð efnahagslífi Islend- inga mikil lyftistöng. í hinni sögufrægu ræðu Ge- orgs Marshall við Harvard- háskóla lagði hann áherslu á að aðstoðin þjónaði ekki pólitískum tilgangi, heldur væri henni beint gegn „hungri, fátækt, örvænt- ingu og ringulreið . . .“ Bandaríkjamenn sýndu það í framkvæmd að þeir meintu þetta og buðu sósíalísku ríkjun- um að gerast þátttakendur í áætluninni. Sovétstjómin hafn- aði því boði, og tók þar þrönga sérhagsmuni valdastéttarinnar fram yfir hagsmuni almennings. Tékkar og Pólveijar vildu hins vegar slást í hóp með Vestur- Evrópuríkjunum, en var meinað það af Kremlveijum. Auðvitað varð Marshall-aðstoðin Banda- ríkjamönnum sjálfum einnig lyftistöng, því hún treysti pólitísk og viðskiptaleg bönd við Evrópu og skapaði stærri mark- að fyrir vömr þeirra og þjón- ustu. Marshall-aðstoðin hefur vafalaust einnig dregið úr pólitísku fylgi öfgahópa til hægri og vinstri í Evrópu, en slíkir hópar nærast sem kunnugt er á efnahagslegum þrenging- um. í þessu sambandi er líklega mikilvægast að hagsældin sem fylgdi í kjölfar Marshall-aðstoð- arinnar átti þátt í því að forða Evrópu frá hörmungum komm- únismans. Skyldu þeir ekki vera fáir, íbúar hinnar fijálsu Evr- ópu, sem í ljósi reynslunnar hefðu frekar kosið þjóðfélags- þróun af því tagi sem varð í Rússlandi og Austur-Evrópu? George Shultz, utanríkisráð- herra Bandaríkjanna, lét svo um mælt á dögunum, þegar út kom síðasta bindi nýrrar ævisögu Marshalls, fyrirrennara hans, að hagsældin sem fylgdi Marshall- aðstoðinni í Evrópu hefði ekki átt sér nein fordæmi. Þjóðar- framleiðsla Vestur-Evrópuríkja hefði aukist um þriðjung á þeim fimm áram sem Marshall-áætl- unin var í gildi. Þjóðarfram- leiðsla hefði einnig aukist vemlega í Bandaríkjunum á þessu árabili vegna efnahags- samstarfsins við Evrópu. Shultz taldi Marshall-aðstoðina einn af vendipunktum í sögu þessarar aldar. Það er nú aðeins minni- hluti Evrópubúa sem man hörmungar síðari heimsstyijald- ar og þau víðtæku vandamál sem blöstu við að styijöldinni lokinni. Þess vegna er kannski skiljanlegt að menn átti sig ekki almennt á sannindum þessara orða. En fyrir þá sem beina reynslu hafa til samanburðar og alla hina sem kynna sér stað- reyndir sögunnar er mat Shultz á rökum reist. Menntaskólanum í Reykjavík var slitið í fertugasta og fyrsta sinn síðan skólinn flutti til Reykjavíkur, við hátíðlega athöfn í Háskólabíói í gær. Brautskráðir voru 166 nýstúdentar. í upphafi ræðu sinnar minntist Guðni Guðmundsson rektor tveggja fyrrver- andi kennara við skólann, sem féllu frá á skólaárinu; Einars Magnússonar rektors og Þórodds Oddsonar yhrkenn- ara. Risu viðstaddir úr sætum til heiðurs minningar þeirra. Guðni gerði grein fyrir því helsta, sem gerðist á skólaárinu. Skólaárið var óvenjulegt að því leyti, að í marsmán- uði gerðist það, að í annað sinn á tveimur árum féll niður kennsla um tíma vegna verkfalls kennara. Varð vegna þess dráttur á útskrift um eina viku. „Ég get ekki annað en undrast, að þjóð, sem virðist eiga það að sameig- inlegu markmiði að svitna á sólarströnd vetur, sumar, vor og haust og flytur inn og kaupir 16.000 bfla á ári, telur sig ekki hafa efni á að greiða uppalend- um sínum þau laun, að skólamir séu samkeppnisfærir við vinnuafl án verk- falla. Það er eitthvað bogið við for- gangsröðun í slíku þjóðfélagi." Rektor vék síðan að verðmæti menntunar í víðasta skilningi og sagði:„í hnotskum virðist mér tilhneig- ing manna vera fyrst og fremst að líta á skólagöngu, allt til stúdentspróf, sem nauðsynlegt framhald leikskólans, er leiði helst til eins konar starfsréttinda. Nýstúdentar frá M.R. setja upp hvítu kolllana. Morgunblaðið/KGA Menntaskólinn í Reykjavík: Tómas Zoega sýnir Guðna Guðmundssyni rektor mynd af þeim síðarnefnda, sem 25 ára stúdentar gáfu skólanum. „Menn famir að líta á stúdentspróf sem nauðsynlegt framhald leikskóla“ - sagði Guðni Guðmundsson rektor Það virðist líka vera stefna í svokall- aðri æðri menntun, ekki síst í Háskól- anum, að líta fyrst og fremst á notagildi menntunar, það er að segja tensl henn- ar við atvinnulífíð. Hin gamla trú á giidi menntunarinnar sem slíkrar, á þá þjálfun hugans við hin margvíslegustu vísindi, sem menntunin veitti, á þá víðsýni og umburðarlyndi, sem þekk- ingu á fortíðinni og tilhlökkun framtíð- arinnar gáfu ungum sálum, virðist vera að kafna í einhverjum pragmatisma, þar sem allt miðast við krónur og aura og skólaganga miðast við að undirbúa menn undir ákveðin störf í „tengslum við atvinnulífíð. „O tempora, o mores.““ Rektor vék síðan að því sem hann kallaði eilífðarvandamál skólans, sem allir rektorar í rúm 140 ár hefðu þurft að glíma við, en það eru húsnæðisvand- ræðiskólans. „Það er skemmst frá því að segja að ekkert gerist. Þrátt fyrir milljónir og aftur milljónir króna, sem- hægt er að eyða í smíði nýrra skólahúsa úti um allt land, gerist ekkert hjá okk- ur.“ Innritaðir nemendur í upphafí skóla- árs voru 818 talsins. Af þeim voru 353 piltar og 466 stúlkur. 779 nemendur fóru í próf, 168 í stúdentspróf og 611 í millibekkjapróf. Bekkjardeildir voru samtals 37, 28 fyrir hádegi og 9 þriðju- bekkir síðdegis. Kennt var á 5 stöðum, í gamla skóla- húsinu, Fjósinu, Casa Nova, Villa Nova og Þrúðvangi. 69 kennarar störfuðu við skólann. Einn þeirra, Magnús Guð- mundsson íslenskukennari lætur nú af störfum fyrir aldurssakir. Færði Guðni honum þakkir fyrir góð störf. Guðni afhenti því næst nýstúdentum skírtein sín. Undir próf gengu 168 nemendur og luku 166 nemendur prófi. 49 útskrifuðust úr máladeildum, 47 úr eðlisfræðideildum og 70 úr náttúru- fræðideildum. Einn stúdent hlaut ágætiseinkunn, 54 I. einkunn, 74 II. einkunn og 37 IH.einkunn. Dux árgangsins var Inga Dóra Sigfúsdóttir, 6.C, með 9.13, en semi-dux Ari Krist- inn Jónsson, sem sat í 5.bekk til jóla en í 6.bekk eftir jól, 8.90. Eftir afhendingu skírteina veitti rektor remenentum verðlaun; meðal þeirra var Jóhanna M. Siguijónsdóttir 5.M, sem var dux scholae með einkunn- ina 9.27. Að því búnu afhenti hann stúdentum verðlaun. Flest verðlaun verðlaun hlutu Inga Dóra Sigfúsdóttir, Ólafur Stephensen, Ari K. Jónsson og Hanna G. Styrmisdóttir. „Nú er miklum áfanga náð. Þið eruð orðin hluti af þeim glæsta og virðulega hópi, sem á það sameiginlegt að vera stúdentar frá elstu menntastofnun þessarar þjóðar. Þið hafið þurft að hafa tölvert fyrir þessari upphefð, og er það vel, því að menn kunna alltaf betur að meta það, sem þeir hafa þurft að hafa fyrir, en það sem kemur fyrir- hafnarlaust upp í hendumar." Að vanda voru viðstaddir margir eldri stúdentar frá skólanum og bárust skólanum margar gjafír. Halldór Vig- fússon talaði talaði fyrir hönd 60 ára stúdenta, en árgangurinn 1927 var sá síðasti, sem Menntaskólinn í Reykjavík var sá eini sem útskrifaði stúdenta. 54 útskrifuðust þá og eru 20 enn á lífí. Halldór minntist skólaáranna og bar hlýjar kveðjur til skólans. Árgangurinn gaf skólanum árbækur Ferðafélags Islands frá upphafí og nýendurskoðað- an atlas. Margrét Thoroddsen talaði fyrir hönd 50 ára stúdenta og gat hún þess að Sigurkarl Stefánsson væri eini núlifandi kennarinn þeirra. Árgangur- inn afhenti skólanum nýjan „lazer“- prentara. Síðasturtalaði Tómas Zoega, framkvæmdastjóri Leikfélags Reykjavíkur, se talaði fyrir hönd 25 ára stúdenta. Afhenti hann skólanum málverk af Guðna Guðmundssyni, „með virðingu og þakklæti fyrir vega- nestið, sem reyndist svo dijúgt. Rektor sleit því næst athöfninni. Inga Dóra Sigfúsdóttir, dúx Menntaskólans í Reykjavík: „Er með króníska bíladellu“ DÚX Menntaskólans í Reykjavík að þessu sinni var Inga Dóra Sigf úsdóttir, með lokaein- kunnina 9,13. Inga Dóra útskrifaðist úr Nýmáladeild II og mun vera mjög óvenjulegt að dúxinn komi úr þeirri deild. „Ég ætla í lögfræði í haust við H.í. og leggst það vel í mig, enda hef ég lúmskan grun um að það leggist vel í mig.“ Aðspurð um hvort hún hefði legið í námsbókun- um í vetur, sagði Inga Dóra að svo væri ekki. „Ég lít á nám sem akkorðsvinnu, sem felst í því að gera hlutina vel á sem stystum tíma. Ég eyði ekki miklum tíma í lestur, en reyni að afkasta sem mestu á þeim tíma. Ég hef margt annað að gera en lesa námsbækur; mitt helsta áhugamál eru alls kyns íþróttir, en auk þess er ég með „króníska" bíladellu og líður mér einna best á kafí í bílvél." Inga Dóra taldi óhætt að gefa Menntaskólanum í Reykjavík bestu meðmæli; „þetta er í alla staði Morgunblaðið/KGA góður skóli, góð kennsla og góður andi.“ Inga Dóra fær árnaðaróskir frá aðdáanda. Könnun íþrótta- og tómstundaráðs: Unglingar komast auðveld- lega inn á vínveitingastaði SVO virðist sem unglingar eigi auðvelt með að komast inn á vínveitingastaði, og þá sérstaklega stúlkur. Þetta kemur fram í könn- un, sem íþrótta- og tómstundaráð Reykjavíkur gerði nú í vetur. I könnun, sem fram fór á frístundum og áhugamálum unglinga í grunnskól- unum og gerð var í apríl 1986, kom fram að nokkuð væri um að unglingar kæmust inn á vínveitingahús. Starfs- menn íþrótta- og tómstundaráðs ákváðu að kanna hvað hæft væri í þessu og fóru ásamt hópi unglinga á 11 vínveitingahús í Reykjavík. Ungl- ingamir voru á aldrinum 14-17 ára og var þeim gert að koma sér sjálfum inn á staðina, en þeim var stranglega bann- að að nota nafnskírteini annarra, eða fölsuð skírteini. Þá var þeim einnig gert að kanna hvort þau fengju af- greiðslu á bar og hvort eitthvað bæri á öðrum vímuefnum en áfengi. Það var misjafnt eftir skemmtistöð- um hvort unglingamir fengu inngöngu. Nokkuð var um að dyraverðir létu nægja að líta á skírteini fullorðinna fylgdarmanna unglinganna og teldu aldur þeirra sanna aldur unglinganna. Þá komust unglingamir stundum inn með því að halda því fram að kunningj- ar þeirra væru innan dyra og þeir ættu stefnumót við þá. Mjög misjafnt var eftir stöðum hvort unglingarnir þekktu þar jafnaldra sína, en oftast þekktu þeir þó einhvem. Þá vom unglingamir einnig misjafnlega hrifnir af framkomu dyravarða, sem á stundum þóttu afar ókurteisir. Ekki urðu unglingamir mik- ið varir við önnur vímuefni en áfengið, en fengu undantekningarlaust afgreitt áfengi eftir að inn á staðina var komið. í niðurstöðum starfsmanna íþrótta- og tómstundaráðs segir, að í alltof mörgum tilfellum hafí unglingunum tekist að komast inn á vínveitingastaði án nokkurra fyrirhafnar. Þá segir einn- ig að það sé áberandi hvað stelpur eigi auðveldara með að komast inn. „Svo virðist sem einhver einkennileg pólitík sé í gangi á skemmtistöðum, þ.e. að hafa nóg af ungum stelpum á svæð- inu. Eflaust er þessi stefna engin nýlunda," segir í niðurstöðunum. Þá kom það starfsmönnunum einnig á óvart hversu marga jafnaldra ungling- amir þekktu á þessum stöðum. Það var allt frá einum upp í fimmtán manns á hveijum stað og segja starfsmennim- ir að því megi áætla að mun fleiri unglingar séu á skemmtistöðum en þessi hópur þekkti í hvert sinn. Þessi fjöldi sé óeðlilega mikill og gæslu við dyr ig bari sé stórlega ábótavant. Starfsmennimir komast að þeirri niðurstöðu að mikil þörf sé fyrir skemmtistað fyrir unglinga á aldrinum 15-18 ára, þar sem félagsmiðstöðvar þjóni aðallega 13-15 ára unglingum. Unglingunum, sem þátt tóku í þessari könnun, þótti ölvun fólks yfir 20 ára aldri mest áberandi á þessum stöðum og fannst það ekki til eftirbreytni. Starfsmenn íþrótta- og tómstundaráðs telja þetta benda til að það sé ekki áfengið sem dragi unglingana til sín heldur aðstaðan og þörfín fyrir að vera saman. Þetta undirstriki þörfina á samastað fyrir eldri unglinga, vímu- lausan stað, helst í miðbænum. AF ERLENDUM VETTVANGI eftir JÓHÖNNU KRISTJÓNSDÓTTUR Hvergi hillir undir lausn Sneypusigling Indverja verður varla tamílum til framdráttar Hin kynlegu ferð tuttugu indverskra fiskibáta frá Tamil Nadu áleiðis til Jaffna á Sri Lanka, á miðvikudag, hefur ekki orðið til að bæta tæpt ástandið á eynni. Fram hefur komið í fréttum, að indversku fiskibátarnir voru hlaðnir varningi, sjúkragögnum, matvælum og fleiri nauðsynjum. Tamilar í suðindverska rikinu Tamil Nadu vildu senda þessar vörur til bræðra sinna í Jaffna. Þeir sögðu, að ástandið þar væri hið hörmulegasta, eftir að stjórn- arherinn hefur heijað á borgina undanfarið. Trúlegt er að borgin sé á valdi stjórnarhersins, en það liggur ekki ljóst fyrir, enda hafa fréttamenn ekki fengið leyfi að fara á þessar slóðir. Aþeim bát, sem sigldi fyrir var aðstoðarutanríkisráðherra Indlands og hafði Rajiv Gandhi sent hann sérstaklega í ferðina til að leggja áherzlu á mikilvægi fararinnar. Ógetið er um eitt hundrað fjölmiðlamanna sem voru að sögn hafnarverkamanna sem fylgdust með því þegar skipin sögðu úr höfn,„ æstir og fullir tilhlökkunar." Skipin höfðu ekki lengi siglt, þegar srilönsk varðskip komu á svæðið og skipuðu þeim að snúa við. Þetta þurfti ekki að koma á óvart, því að stjórnin í Colombo hafði tilkynnt að skipin færu ekki inn fyrir srilanskra landhelgi. Talsmaður stjómarinnar sagði, að í fyrsta lagi væri þessi aðgerð gróf íhlutun um málefni sjálf- stæðrar þjóðar og yrði svarað í samræmi við það. í öðru lagi væri engin nauð hjá fólki í Jaffna og því algerlega út í hött að senda þessa „björgunarsveit “ á vett- vang. Stjórnin í Colombo tjáði sig einnig um óánægju yfír því, að Indveijar gerðu allt hvað þeir gætu til að draga athygli heimsins að neikvæðum þáttum á Sri Lanka. Væri ráð fyrir Indveija að huga að sínu. Hvað sem þessu öllu nú leið; eftir að strandgæzlumenn frá Sri Lanka og fulltrúar Indveija á bátunum höfðu þrasað um stund nokkrar sjómflur undan landi, sneru indversku bátamir við og sigldu yfír sundið aftur. Var þar með björgunaraðgerðin úr sög- unni. Én þrátt fyrir þessa kynd- ugu för sem er kannski óviðeig- andi að kalla „sneypuferð" gaf indverska stjómin út yfirlýsingu um að hún myndi í hvívetna styðja og styrkja baráttu tamila á Sri Lanka. Myndi indverska stjómin ekki láta neina stjómarherra í Colombo segja sér hvemig sú hjálp ætti að vera reidd af hendi. Oneitanlega ekki trúverðugri orð en siglingin yfir sundið frá Jaffna og til Rameshwaram. Auðvitað má fagna því, að ekki sló í brýnu milli Indveija og Lanka. En á hinn bóginn vefst fyrir ýmsum að skilja, hvað vakti fyrir Indveijum, með þessari ferð. Stjómin í Colombo sagði, að hún þægi með þökkum hjálp frá Ind- veijum, í formi lyfja- og matar- gjafa og myndi verða séð um það af fulltrúum alþjóðahjálparstofn- ana að koma þessu til þeirra sem þyrftu á því að halda. Én augljóst var að stjómvöld myndu ekki taka því tveim höndum að Indveijar ákvæðu að grípa til aðgerða.sem væru meira í átt við sýndar- mennsku, og myndu ekki koma aö neinu gagni. Því er erftitt að sjá, hvað getur orðið framhaldið. Hætt er við að Indveijar muni ekki eiga greiðan aðgang að háttsettum embættis- mönnum í Colombo til að tala máli tamfla. Og þá var verr farið en heima setið. Því að ástandið í landinu er hörmulegra en nokkru sinni og það verður ekki séð, að vilji stjórnvalda sé á að breyta því til hins betra. Hvemig sem maður veltir málinu fyrir sér, er ákaflega mikl- um erfíðleikum bundið að koma auga á, hvað gæti orðið til þess að lina g létta af því skelfílega ástandi sem ríkir á Sri Lanka. Þegar Jayawardene forseti var endurkjörinn 1982, sagði hann, að eitt af forgangsverkefnum sínum nú yrði að jafna aðstöðu tamíla og sinhalesa í landinu. Hann sagði, að það færi ekki á milli mála, að misrétti til náms og starfa, skæri í augun. Hann sagðist mundu breyta þessa snöf- urlega. Jayawardene sagði að vissulega væm tamílar í minni- hluta í landinu, en þeir ættu að hafa jafnan rétt. Enda hefðu tamílar sezt að á eynni á undan sinhalesum. Hversu mikil alvara var að baki orða forsetans er auðvitað ekki gott að segja. Og reyndi heldur aldrei á. Forsvarsmenn sinhalesa bmgðust hinir verstu við yfírlýs- ingum Jayawardene. Þeir kröfð- ust að halda forréttastöðu sinni í landinu og neituðu að afsala sér nokkmm áhrifum og ítökum. Jay- awardene lagði til, að allir tamílar flyttu til Jaffna, og settust að þar í grennd, en þar er aðaltamflar byggðin í landinu, eins og marg- sinnis hefur komið fram. Tamflum þótti sér stórlega misboðið. Skæmliðar tamfla tóku að láta að sér kveða og gerðu umfram allt usla, þar sem þeir gátu nokk- um veginn gengið út frá því að sinhalesar yrðu fyrir óþægindum. Þegar stjómarhemum var svo sigað á skæmliðana, færðust þeir enn í aukana og segja m á að stríðsástand hafi verið í landinu í nánast þijú ár. Skæmliðar hafa eflzt mjög þann tíma og fengið vopn víða. Barátta tamíla hefur vakið áhuga og samúð, þótt ekki sé þar með sagt að menn leggi blessun sína yfír hryðjuverk þar fremur en annars staðar. En það er óhjákvæmilegt annað en horf- ast í augu við, að tamflar hafa verið sviknir. Þeir hafa ekki feng- ið neinar úrbætur í sínum málum. Þeir em annars flokks þegnar í landi, sem þeir hafa búið í öldum saman. Stjómarhermönnum er sigað á þá, nú síðustu vikur af þvflíkri grimmd, að það virðist einsætt að stjóm Jayawardene ætlar sér að reyna að ganga milli bols og höfuðs á andstæðingum sínum. Það er sorglegt til þess að vita, að engin lausn virðist á næsta leiti. Kannski ekki einu sinni vilji fyrir henni. Á meðan svo fer fram em það eins og venjulega óbreytt- ir borgarar líða mest. Fegurðin fer fyrir lítið á þessari paradísa- reyju hvar hún hvflir í hafinu, eins og tár sem fallið hafi af hvörmum Indiands. heimild: Reuter, South, Far East- em Economic Review Tamílskar stúlkur við telaufatínslu Særðum stjórnarhermanni lyft upp í herþyrlu eftir árás skæru- liða tamíla hafði verið gerð á herstöð skammt frá Jaffna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.