Morgunblaðið - 05.06.1987, Blaðsíða 28
(ír(|í
28________________________
>
85. aðalfundur Sambandsins
T?cr Imúi .n 3rj7 /,>rr t,í
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 5. JÚNÍ 1987
39.8 milljón króna tap
þrátt fyrir betri rekstur
Morgunblaðið/Sverrir
Aðalfund Sambandsins sækja 115 fulltrúar frá 41 aðildakaupfélagi. Þessi mynd var tekin er Guðjón
B. Ólafsson, forstjóri Sambandsins, flutti skýrslu sína í gærmorgun.
Erlendur Einarsson fyrrverandi forstjóri flytur ræðu sína á aðalfund-
inum í gær.
SAMBAND íslenskra samvinnu-
félaga hóf sinn 85. aðalfund að
Bifröst í gær. Kom þar fram að
árið 1986 var Sambandið rekið
með 39.8 miiyón króna tapi, en
árið á undan var rúmlega þriggja
milljón króna hagnaður af
rekstrinum. í ljósi þess að hagn-
aður af reglulegri starfsemi var
rúmlega 114 milljónir á síðasta
ári, en ekki nema 22.7 miljjónir
árið 1985, er óhætt að segja að
reksturinn hafi gengið heldur
betur nú en þá, auk þess sem
viðskiptakröfur voru færðar nið-
ur um 100 milljónir króna, en
Sambandið hefur ekki áður not-
fært sér afskriftaheimildir á
útistandandi kröfum. Helstu
ástæður þess að reksturinn hefur
batnað má rekja til þess að gengi
bandarikjadals hefur lækkað.
í skýrslu Guðjóns B. Ólafssonar,
forstjóra, sem hann flutti í gær-
morgun kom fram að heildarveltan
á árinu 1986 hefði numið tæplega
15.5 milljörðum króna, en árið 1985
numið 11.7 milljörðum. Mest varð
veltuaukningin í Skipadeild, 57.3%,
og má rekja þá aukningu að nokkru
til gjaldþrots Hafskips. Þá varð
36.5% veltuaukning í Sjávarafurða-
deild og í Iðnaðardeild varð 25%
aukning, en það er umfram hækkun
^gengis milli ára.
Utflutningur Sambandsins jókst
um tæp 33%, og nam hann á síðasta
ári tæplega 8.5 milljörðum króna.
Sjávarafurðadeild á þar lang-
stærstan hlut að máli, flutti út vör-
ur fyrir tæplega 7 milljarða, en
Iðnaðardeild og Búvörudeild fluttu
hvor fyrir sig út vörur fyrir u.þ.b.
740 milljónir króna.
Þá nam umboðssala Sambands-
ins rúmlega 9 milljónum króna á
siðasta ári, sem er um 35% aukning
frá árinu á undan, og er þar aðal-
lega um að ræða sölu á sjávarafurð-
um og landbúnaðarafurðum.
Valur Amþórsson, stjómarform-
aður Sambandsins, flutti skýrslu
stjómarinnar, og sagði hann meðal
’ ‘ánnars að mörg kaupfélög, sérstak-
lega þau minni, stæðu illa. Hann
benti á í ræðu sinni að landið væri
orðinn einn markaður, samkeppnin
gífurleg og fólksflótti úr stijálbýlinu
í þéttbýlið. Þá ræddi hann einnig
um þann vanda sem ullariðnaðurinn
stendur frammi fyrir, og skýrði frá
því að stjóm Sambandsins hefði
samþykkt að gengið skyldi til samn-
inga við Álafoss um samstarf, og
hugsanlega sameiningu, ef viðund-
andi skilyrði fengjust.
Guðjón B.Ólafsson, forstjóri, kom
víða við í skýrslu sinni á aðalfundin-
um í gær, ræddi um Samvinnu-
hreyfinguna í nútíð og framtíð og
ræddi þann vanda sem takast þyrfti
á við.. Sagði hann að uppgjör fyrir
fyrstu 4 manuði þessa árs sýndu
fremur slæma stöðu. Benti hann á
að fjármagni hefði verið stýrt í fjár-
festingar sem ekki hefðu skilað
arði, og skýrði frá sölu á óarð-
bærum fyrirtækjum. Sagði hann að
lokum að átak þyrfti að gera í öllum
rekstrareiningum Sambandsins í
því skyni að lækka kostnaðinn.
Valur og Guðjón þökkuðu Er-
lendi Einarssyni, fyrrverandi for-
stjóra, og konu hans Margréti fyrir
vel unnin störf í þágu Samvinnu-
hreyfingarinnar, en hann lét af
störfum á síðasta ári. Erlendur sté
síðan í pontu, fyallaði um Samband-
ið í nútið og fortíð, og fjallaði síðan
sérstaklega um ársskýrsluna. Rann
honum til rifla að einungis skyldi
vera fjallað um störf sín í fimm
línum, eða jafnmörgum orðum og
árin voru sem hann starfaði fyrir
Samvinnuhreyfínguna.
í umfjöllun um síðasta aðalfund
stóð í ársskýrslunni: „Þessi aðal-
fundur var sögulegur að því leyti,
að Erlendur Einarsson flutti honum
síðustu ársskýrslu sína eftir að hafa
verið forstjóri Sambandsins í þijátíu
ár. Þegar hann hafði lokið máli sínu
risu fundarmenn úr sætum og þökk-
uðu honum með lófaklappi." Þótti
honum miður gott að í fyrstu árs-
skýrslunni eftir að hann lét af
störfum hefðu tvö ár verið af honum
tekin sem forstjóra Sambandsins.
Vorbóka-
útgáfu
fagnað
Á FUNDI stjórnar Bókasam-
bands íslands 2. júní 1987 var
eftirfarandi ályktun samþykkt:
„Stjóm Bókasambands íslands
fagnar stóraukinni bókaútgáfu
fyrri hluta þessa árs miðað við
síðustu ár — ekki síst nú á vordög-
um.
Þessari jákvæðu þróun fylgir
meðal annars aukin útgáfa bóka í
kiljuformi sem hlýtur að stuðla að
því að fólk lesi fremur bækur á
íslensku yfir sumartímann og á
ferðalögum en bækur á erlendum
málum.
Bókasamband íslands telur ein-
sýnt að öflug vorbókaútgáfa muni
verða Iandsmönnum hvatning til
aukinna bókakaupa og bóklesturs.
Jafnframt muni aukin fjölbreytni
og gróska í íslenskri bókaútgáfu
styrkja enn stöðu bóka í íslenskri
þjóðmenningu og verða til eflingar
íslenskri tungu nú þegar að henni
er sótt með vaxandi Qölmiðlun á
erlendum málum."
Til upplýsingar skal þess getið
að Bókasamband íslands er sam-
band þeirra félagasamtaka sem á
einn eða annan hátt tengjast tilurð
og dreifingu bóka hér á landi. Þau
eru Bókavarðafélag íslands, Félag
bókagerðarmanna, Félag íslenskra
bókaútgefenda, Félag íslenskra
bókaverslana, Félag íslenska
prentiðnaðarins, Hagþenkir, Rit-
höfundasamband Islands og
Samtök gagnrýnenda.
Þj órsárbrú
tekin í gegn
Gaulverjabœ.
VINNUFLOKKUR frá Vegagerð
ríkisins vinnur þessa dagana við
endurbætur og styrkingu á
gömlu Þjórsárbrúnni. Stöplar
brúarinnar voru mjög illa farnir
og nánast ónýtir vegna steypu-
skemmda.
Á síðasta ári var brotið úr gömlu
stöplunum, síðan steypt kringum
þá og þeir styrktir til muna. Jafn-
framt er skipt um legur sem brúin
situr á. Settar öflugri í staðinn og
allt hannað með tilliti til að brúin
þoli betur jarðslgálfta en áður.
Ástand grindarinnar er talið gott.
Nú stendur fyrir dyrum að steypa
yfir dekkið á brúnni sem er orðið
mjög slitið. Eru það erfiðar aðgerð-
ir þar sem einungis er ein akrein
og engin brú í grennd til að taka
við umferð. Truflun á umferð verð-
ur því á næstunni, en reynt verður
að steypa á nóttunni. Síðan verður
„brúað" yfír steypta hlutann á dag-
inn til að hleypa farartækjum yfír.
Þjórsárbrú er mikilvæg fyrir hér-
aðið og mikið í húfi að hún standist
jarðskjálfta. Ekki er um aðra akst-
ursleið að ræða fyrr en upp á
hálendi.
- Valdim. G.
Þjórsárbrú. Á myndinni sést einn af burðarstólpunum sem var endursteyptur.
Morgunblaðið/V aldim.G.