Morgunblaðið - 05.06.1987, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 05.06.1987, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 5. JÚNÍ 1987 2Ö Morgunfundur Verslunarráðs Islands: Lesendakannanir framkvæmd- ar samhliða upplagseftirliti Morgunblaðið/KGA Hilmar Jónsson útgefandi Gestgjafans ræðir um upplagseftirlitið á fundi Verslunarráðsins. ÁKVEÐIÐ hefur verið að kalla saman starfsnefnd til þess að undirbúa lesendakannanir hjá blöðum og tímaritum, sem fram- kvæmdar verði samhliða upp- lagseftirliti Verslunarráðs íslands. Vilhjálmur Egilsson framkva'indastjóri þess kynnti þessa ákvörðun á morgunfundi Verslunarráðsins í gær, þar sem rætt var um auglýsingar og dreifingu fjölmiðla. Fjölmennur morgunfundur var haldinn í húsi verslunarinnar, þar sem rætt var um auglýsingar og dreifingu fjölmiðla og málefni upp- lagseftirlitsins. Vilhjálmur Egils- son sagði í upphafi fundarins, að upplagseftirlit væri ein leið en ekki eina leiðin. Hins vegar ætti þessi leið vera nokkuð örugg vísbending og væri það við lýði í flestum siðv- æddum ríkjum. „Verslunarráðið mun ekki leggja upplagseftirlitið niður, en við erum aftur á móti hlynntir því, að samhliða verði gripið til annarra aðgerða, er gefí öruggar upplýsingar." Gísli Blöndal hélt framsöguer- indi á fundinum og rakti stuttlega í fyrstu þróun auglýsinga og aug- lýsingatækni. Gísli taldi að auglýs- endur hefðu sofnað á verðinum í kjölfar aukins framboðs boðleiða og þrátt fyrir aukna samkeppni hefði auglýsingaverð ekki lækkað. Gísli gat þess, að áður hefðu aug- lýsingastofur nær einvörðungu verið í því að gera auglýsingar, en auglýsingaráðgjöf hefði verið í lágmarki. Þetta væri að gjörbreyt- ast núna. Að sögn Gísla felst ráðgjöfín m.a. í því að velja fjöl- miðla með tilliti til markhópa viðskiptavinarins. „Hér er komið að veika punktinum, vegna þess að slík ráðgjöf verður að byggjast á marktækum upplýsingum um upplag, hlustun, horfun og svo framvegis. Ráðgjöfín má ekki byggjast á tilfínningu eða upplogn- um tölum." Gísli gat þess, að aðilar innan Sambands íslenskra auglýs- ingstofa væru mjög ánægðir með þær kannanir, sem gerðar væru á vegum Félagsvísindastofnunar með hlustun og horfun á útvarp og sjónvarp, en hins vegar hefðu vonir manna í tengslum við upplag- seftirlitið brugðist og aðeins tvö blöð og tvö tímarit hefðu tekið þátt í því að þessu sinni. „Aðeins þessir aðilar hafa marktækar upp- lagstölur og reynslan sýnir, að mikið er um upplognar upplagstöl- ur.“ Gísli sagði að SÍA myndi afla sér upplýsinga um upplag eftir eig- in leiðum ef þessi brygðist og birta „án ábyrgðar" og væri slíkt slæm- ur kostur. „Eina leiðin fyrir okkur er að aðilar taki allir höndum sam- an og auk upplagseftirlitsns verði gerðar nákvæmar lesendakannan- ir. Það þýðir ekki að nota sams konar mælistikur á t.d. Morgun- blaðið, sem seldist að mestu leyti í áskrift og DV, sem að mestu leyti seldist í lausasölu." Að loknu framsöguerindi Gísla, var orðið gefíð laust fyrir fundar- menn. Ragnar Birgisson, sagði að auglýsingar væru hið mesta vand- ræðamál og væri oft á tíðum sem trúnaðarbrestur yrði á milli auglý- senda og auglýsendastofa, þar sem þær væru oft fyrirfram búnar að mynda sér skoðanir á hvemig aug- lýsa ætti, án þess að taka mark á auglýsandanum. Sigurður Sigurðsson taldi þetta vera brýnt mál fyrir auglýs- endur, enda væri það þeirra vandi að velja. Taldi hann samstarf við auglýsingastofur hafa brugðist. Einnig staðnæmdist hann við það að fjölgun útvarpsstöðva hefði ekki haft nein áhrif á birtingarverðlag, þótt áhættan væri nú meiri og áheymin minni. „Útvarpsstöðvam- ar ættu að haga verðskrá' sinni í samræmi við hlustun." Sigurður ítrekaði síðan nauðsyn þess að á næstu vikum og mánuðum yrði útgáfueftirlit eflt. „Það er mjög bágborið að geta ekki séð upplags- tölur og enn verra ef upplagstölur eru rangar." Steinar J. Lúðvíksson benti á það að hönnunarverð auglýsinga hefði ekki lækkað þrátt fyrir aukna samkeppni. „Auglýsendur kvarta oft yfír þessu og er þetta meginá- stæða þess að margir þeirra leita framhjá auglýsingastoftim. Einnig spurði Steinar hvort það væri ein- hver trygging gegn því að upplags- tölur væm ekki upplognar, að útgefendur „skiluðu inn tölum“. „Meginástæðan þess að Frjálst Framtak, sem hefur á sinni hendi 60-70% tímaritamarkaðarins tekur ekki þátt í upplagseftirlitinu, er sú að sami mælikvarði er lagður á dagblöð og tímarit." Benti hann á að í Bandaríkjunum hefðu samtök útgefenda kerfí, sem mældi mis- mun dagblaða og tímarita og að VÍ og SIA skyldu sækja um aðild að þessum samtökum. „Á Íslandi eru um 300 tímarit og mun það aldrei takast að fá alla til þess að taka þátt í upplagseftirlitinu og það þjónar ekki tilgangi sínum, nema meirihlutinn taki þátt. Ég vil hins vegar benda á aðra leið, það er að segja, að SÍA gang- ist fyrir velunnum lesendakönnun- um, sem gefí góða og glögga mynd af markaðnum. Tímarit, sem ekki --------------------------------r—!- hafa mikla útbreiðslu, geta nefni- lega haft mikla lesningu." Sólveig Ólafsdóttir gerði at- hugasemd við mál Steinars og gat þess að upplagseftirlitið fælist ekki aðeins í því að útgefendur „sendu inn tölur“ heldur færi endurskoð- andi upplagseftirlitsins yfír bókhald viðkomandi aðila til að staðfesta hinar innsendu tölur. Einnig benti hún á að Verslunar- ráðið legði ekki neinn mælikvarða upplag blaða og tímarita, heldur greindi upplagseftirlitið aðeins frá staðreyndum. Hún gat þess einnig að SIÁ væri þegar farin að und- irbúa lesendakannanir og stæði ekki á þeim í þessu máli. Arni Hróbjartsson vakti at- hygli á því að hjá blöðunum væri enginn verðmismunur á síðum, nema hjá Morgunblaðinu á milli síðu 3 og annar síða. „Það er tíma- bært að auglýsendur geri með sér samtök um að þrýsta á breytingu á þessu og að blöðin verðsetji síðumar á raunhæfan hátt.“ Hilmar Jónsson, sem gefur út tímaritið Gestgjafann, sagði að hann hefði snemma lært, að það borgaði sig að taka þátt í upplag- seftirlitinu. „Ymsar tölur eru í gangi hjá tímaritum og þegar ég sagði auglýsendum frá því að Gest- gjafínn væri prentaður í 8.000 eintökum, var hlegið að mér. Slíkt er hins vegar ekki uppi á teningn- um, þegar maður segi þeim að blaðið taki þatt í upplagseftirlitinu. Benedikt Jóhannesson ræddi um fjölmiðlarannsóknir og lagði m.a. til að slíkar rannsóknir yrðu gerðar í einum pakka, t.d. hvort nýjar útvarps- og sjónarpsstöðvar hefðu áhrif á blaða- og tímarita- lestur. „Aðalkosturinn við upplag- seftirlitið er að tölumar em öraggar. Salan segir hins vegar ekki alla söguna. Okosturinn við upplagseftirlitið er hins vegar hversu seint tölur berst og hve fáir taka þátt. Þess vegna er ég hlynntur lesendakönnun í sam- ■hengi við upplagseftirlit. Vinnslu- < hraðinn skiptir hér miklu máli, en þar eð alltaf era einhver frá vik í könnunum, er gott að hafa stað- festar tölur frá upplagseftirliti." í lok fundarins gat Vilhjálmur Egilsson þess, að næsta skrefið hjáV.Í. væri að kalla saman starfs- nefnd til þes að fara í þetta mál og kanna hvemig framkvæmd verði á lesendakönnunum og væri við það miðað að nefndin skilaði niðurstöðum í sumar. Hvatti hann viðstadda til þess að taka þátt í þessu nefndarstarfi. Velur sjálfvirkt hvenær þörferáframhjóla- .afturhjóla- eða aldrifi. Kynnist þessum frá- bæru eiginleikum. Honda, merki hinna vandlátu. Verð kr. 587.500.- CMC SHUTTLE 4 WD REAL TIME Bylting í gerð aldrifsbíla Á ÍSLANDI, VATNAGÖRÐUM 24 S. 689900

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.