Morgunblaðið - 05.06.1987, Blaðsíða 13
veor twt'ti p <T>ir'í!'TTTrr’5>r>'a mrrt Trn/n'»9(o*/ Sf
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 5. JÚNÍ 1987 13
Frá æfingn Sinfóníuhyómsveitar íslands á Jesúpassíu, undir stjóm Oskars Gottlieb Blarr
Margrét Bóasdóttir, söngkona
Manuela Wiesler, flautuleikari
Hörður Áskelsson, orgelleikari og Inga Rós Ingólf sdóttir, sellóleikari
í tvo kóra og eru þetta lokatónleik-
ar hátíðarinnar.
Orgeltónleikar
Bjöm Steinar Sólbergsson, org-
anisti Akureyrarkirkju, heldur
orgeltónleika þriðjjudaginn 9. júní,
klukkan 20.30. Bjöm stundaði org-
elnám í Tónskóla þjóðkirkjunnar.
Hann var síðan við orgelnám í eitt
ár í Róm og ijögur ár í París og
lauk þaðan einieikaraprófí á síðasta
ári. Á tónleikunum í Hallgríms-
kirkju leikur hann verk eftir
barokkhöfundana Dietrieh Buxte-
hude, Pierre du Mage og Johann
Sebastian Bach á tíu radda Frobe-
nius—orgel kirkjunnar.
Einleikstónleikar
Manuelu Wiesler
Flautuleikarinn Manuela Wiesler
verður með tónleika fímmtudaginn
11. júní, klukkan 20.30. „Þetta er
perlan á hátíðinni," sagði Hörður,
„því það er alltaf mikill viðburður
þegar Manuela,_ sem er búsett í
Svíþjóð, spilar á íslandi. Hún kemur
sérstaklga til íslands, frá Salzburg,
vegna þessarar hátíðar." Á tónleik-
unum leikur Manuela eingöngu
einleiksverk, þar á meðal 32 til-
brigði eftir barokktónskáldið Marin
Marais og verk eftir Vagn Holmboe.
Hádegistónleikar
Alla virka daga hátíðarvikunnar
verða hádegistónleikar klukkan
12.30, í kirkjunni. Þriðjudaginn 9.
júní leika Ásgeir Steingrímsson á
trompet og Marteinn H Friðriksson
á orgel. Miðvikudaginn 10. júní
leika þau Hörður Áskelsson á orgel
og Inga Rós Ingólfsdóttir á selló.
Fimmtudaginn 11. júní verða tón-
leikar Ann Toril Lindstad, orgelleik-
ara, og föstudaginn 12. júní spila
fímm málmblástursleikarar sem
kalla sig Hljómskálakvintettinn.
Aðgangur að hádegistónleikum er
ókeypis.
Helgihald hátíðarinnar
Helgihald í Hallgrímskirkju verð-
ur með fjölbreyttasta móti meðan
á hátíðinni stendur. Á Hvítasunnu-
dag verða tvær hátíðarmessur. í
fyrri messunni, klukkan 11, syngja
Mótettukór Hallgrímskirkju og Kór
Neanderkirkjunnar í D“usseldorf
mótettuna „Der Geist hilft unsrer
Schwachheit auf“ og í síðari mes-
sunni klukkan 14.00 sjmgja Sólrún
Bragadóttir, sópran og Bergþór
Pálsson, barítón, einsöng. Á annan
í hvítasunnu syngur þýski kórinn
meðal annars kórverk eftir Mend-
elssohn og Oskar Gottlieb Blarr
leikur á orgel.
Daglegt helgihald, eða tíðasöng-
ur, verður virka daga. Tíðasöngur
er fluttur á ákveðnum tíðum dags-
ins, eða sólarhringsins. Er þá
sungin bænagjörð með ritningalest-
ir. Uppistaðan í tíðasöngvum eru
Davíðssálmar og söngurinn, eða
lagið, er gregorssöngur. Sem fyrr
segir, verður tíðasöngurinn alla
virka daga klukkan 18.00 og á
miðvikudagskvöldið, klukkan 20.00
verður sunginn náttsöngur.
„Mig langar að koma þakklæti á
framfæri til þeirra fjölmörgu aðila
sem koma fram á hátíðinni," sagði
Hörður að lokum. „Þetta hefði aldr-
ei verið hægt, nema vegna þess að
fjöldi manns vinnur að hátíðinni í
sjálfboðavinnu. Kostnaðurinn við
þessa Kirkjulistahátíð í Hallgríms-
kirkju er mjög mikill. Aðaltekju-
stofti okkar er aðgangseyrir á
aðaltonleikana, en auk þess hefur
verið leitað til fyrirtækja um að-
stoð, sérstaklega vegna þeirra
atriða sem hafa ókeyis aðgang. Það
er óhætt að segja að framlag Sin-
fóníuhljómsveitar íslands vegur
þungt á metunum. Við sóttum um
lán til hljómsveitarinnar, en síðan
tóku meðlimir hennar þá ákvörðun
að gefa allar þær æfíngar sem eru
á venjulegum æfíngatíma hennar.
Þannig tekur Sinfóníuhljómsveitin
á sig meginkostnaðinn við æfíngar
vegna Jesúpassíunnar.
Höfundurinn og stjómandinn,
Oskar Blarr, hefur komið þrjár ferð-
ir til íslands til að æfa hljómsveit-
ina, allt á eigin kostnað og kór
Neanderkirkjunnar kemur sömu-
leiðis á eigin kostnað. Einnig fékk
Listvinafélag Hallgrímskirkju styrk
frá Menntamálaráðuneytinu vegna
tóniistarflutnings á vígsluárinu og
Kristnisjóður styrkti prógramm—
og veggspjaldagerð.
En þrátt fyrir allt þetta, væri
hátíðin ekki möguleg, ef ekki kæmi
til sjálfboðavinna flölda fólks, eink-
um félaga í Mótettukómum, sem
bera þungann af allri skipulagning-
unni."
Sem fyrr segir hefst Kirkjulista-
hátíð Hallgrímskirkju á morgunn
og fer miðasala fram í Hallgríms-
kirkju og í Bókaverslun Sigfúsar
Eymundssonar.