Morgunblaðið - 05.06.1987, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 05.06.1987, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 5. JÚNÍ 1987 41 Við komum frá ýmsum stöðum á landinu, að sunnan, vestan og norðan, bjartsýn og forvitin. Einn okkar var Gísli Sighvatsson sem orðið hafði stúdent frá Laugar- vatni. Eins og oft verður um þá sem útlegðina velja urðu samkiptin mik- il og því nánari sem lengra leið. Nánust urðu þó tengsl okkar í fjöl- skyldusambýlinu í Adlerstrasse 13. Þar kynntumst við Gísla best. Það er langt um liðið og hópurinn dreifður í ýmsar áttir. Og nú þegar vinur okkar Gísli er horfinn svo skyndilega gerum við okkur smám saman grein fyrir því sem við höfum misst. Við munum aldrei framar hittast öll og söknuður okkar er sár. Gísli var óaðskiljanlegur hluti þessa mikilvæga kafla í lífí okkar allra. Þessi hægláti og hugljúfí vin- ur okkar lifír í minningunni eins lengi og við lifum sjálf. Allt það góða sem í honum bjó og okkur þótti vænst um er á vissan hátt orðið arfleifð okkar. Við metum mikils það sem okkur var gefíð. Þegar við bárum saman bækur okkar í sumarhitunum 1973 hafði Gísli með sér litla ljóðabók eftir vin sinn frá Laugarvatni, Rúnar Hafdal Halldórsson. Það er okkur minnis- stætt hversu fólgin honum var minning þessa skálds sem dó í blóma iífsins og hann kenndi okkur að meta þessi æskuljóð sem enn f dag bera einhveija þá töfra sem ganga hjarta nær. Okkur fínnst við hæfi að enda þessi minningarorð um vin okkar með því ljóði sem hann hafði miklar mætur á og á sérstakan hátt túlkar þennan tíma sem núna virðist endanlega liðinn. Mín harpan er brotin og brostnir strengir þeir er áður hljómum fyllti fósturlandsins þeyr. Mín ljóðin eru þrotin og þögiir hljómar þeir sem ófust mínu hjarta en hrynja aldrei meir. Mín harpan er brotin og brostnir strengir þeir. Um rústir laufið fýkur og felur allt er deyr. Við sendum ástvinum Gísla okkar innilegustu samúðarkveðjur. Vinir frá Freiburgarárunum. Árin flugu hjá þegar við hittumst í Engjaselinu í janúar sl. Tilefni gleðskaparins var að rúmlega 15 ár voru liðin frá útskriftardegi stúd- enta á Laugarvatni. Hópurinn hafði tvístrast í margar áttir, sumir í nám erlendis aðrir hér heima. Mörg okk- ar höfðu ekki sést öll árin. Flestir voru nú komnir heim og ástæða til að gleðjast. Hver átti sér sína sögu, frá mörgu var að segja og enn fleira rifjað upp frá menntaskólaárunum. Á heimavist tengjast sterk bönd, vinátta sem rofnar ekki þótt sam- verustundir verði stopuili. Gísli átti sinn þátt í að samheldni hópsir.s hélst. Hann var hlýr, gamansamur og tryggur. Hann hafði verið er- lendis og því oft íjarri góðu gamni en nú mætti hann glaður á góðri stund sem jafnan áður. Síðustu samfundir riflast nú upp þar sem Gísli deildi með okkur ham- ingju sinni. Hugurinn var bundinn við framtíðina með Ólöfu Helgu og Gunnari Sveini. Þannig minnumst við Gísla og erum þakklát fyrir að hafa fengið að kynnast honum. Aðstandendum ölium sendum við innilegar samúðarkveðjur. Samstúdentar frá Laugarvatni Miðvikudaginn 27. maí barst okkur sú harmafregn að félagi okk- ar og skólabróðir, Gísli Sighvatsson, væri allur, aðeins 36 ára gamall. Okkur setur hijóða og hugurinn reikar til baka. Mínningar um góðan dreng sækja fram, dreng sem alla tíð skar sig úr í okkar hópi, ekki vegna þess að þar færi hávaðamað- ur sem kallaði á athygli. Þvert á móti var sérstaða hans fólgin í eðlis- lægu og einstöku rólyndi sem laðaði til sín fólk og hafði góð áhrif á alla sem í kringum hann voru. Gísli var því mjög vinmargur og eftirsóttur félagi. Hans vinahópur í mennta- Það er erfítt að skilja að hann Gísli vinur okkar sé látinn. Hann, sem fyrir fáum dögum stóð alheill á meðal okkar með hamingju í aug- um við hlið eiginkonu sinnar og sonar. Kynni okkar af Gísla hófust fyrir tæpum þremur árum er hann og Ólöf komu til Manitoba-háskóla í Winnipeg, en með í för var að sjálf- sögðu sonurinn, Gunnar Sveinn, sem Gísli hafði gengið í föðurstað. í Winnipeg var fyrir fámennur hóp- ur íslenskra námsmanna og fjöl- skyldur þeirra, sem ásamt síðari tíma vesturförum myndaði ágætan kjama íslendinga. Þrátt fyrir mannmergð og litadýrð stórborgar- innar, þá stóð fólk þetta þétt saman og veitti hvað öðru í leik og starfí. Það vottaði jafnan fyrir nokkrum trega í hópnum þegar einstaka menn tóku upp á því á vorin að ljúka prófum og hverfa aftur til íslands. Við vissum að hópurinn yrðu aldrei samur. Það var hins vegar nokkur sárabót er spurðist að von væri á nýju fólki af íslandi undir haustið. Við það voru bundnar miklar vonir. Þau Gísli, Ólöf og Gunnar Sveinn brugðust svo sannarlega ekki von- um okkar. Fyrstu vikumar var nokkur frumbýiingsbragur á heimili Gísla og Ólafar í Winnipeg, enda fátt þar um húsmuni og búsáhöid sem nauð- synleg þykja hverju heimili. En ekki kom það að sök því þau höfðu haft með sér ómælda gestrisni og hlýtt viðmót, sem laðaði okkur hin að þeim. Brátt fékk unga heimilið á sig þekkan svip með blóm í homi, bækur á hillu, mynd á vegg og mat í búri. Inn um dyr Gísla og Ólafar, sem öllum stóðu opnar, átti margur eftir að ganga og dveija hjá þeim í góðu yfírlæti. Þar þraut sjaldnast umræðuefnin og tæmdist seint kaffíkannan. Gísla kynntumst við ekki á einum degi. Hann var ekki maður hávað- ans og hreykti sér aldrei hátt. Allt hans fas einkenndist af hæversku og kurteisi. Kynnin af Gísla leiddu skjótt í ljós að hann var búinn mannkostum og gæddur góðum gáfum. Hann var einstakur heimil- isfaðir, sem lagði sig allan fram og bar stöðugt umhyggju fyrir konu sinni og syni. Fóstursonurinn Gunn- ar Sveinn átti mikinn föður og félaga þar sem Gísli var. í Winnipeg eignuðust annarra böm líka hlut- deild í Gísla, en þau kunnu vel að meta natni hans og sannan áhuga, sem hann sýndi þeirra sýsli. Við sem slitið höfum bamsskónum fundum í Gísla sérlega hjálpsaman og góðan dreng, sem ætíð var gott að vera nærri. Hann hafði víða farið, margt iesið og kunni frá mörgu og skemmtilegu að segja. Hann átti gott með að sjá broslegu hliðamar á tilverunni og draga þær fram. Tveggja ára samvera með Gísla í Winnipeg skilur eftir sig ljúfar minningar, sem með okkur munu lifa. Elsku Ólöf og Gunnar Sveinn, megj sólin verma og lýsa leið ykk- ár. Blessuð sé minning Gísla Sighvatssonar. Vinir frá Winnipeg. skólanum spannaði a.m.k. þrjá árganga sem var mjög óvenjulegt en segir meira en mörg orð um mannkosti hans. Hann var okkar Njáll á Bergþórshvoli, hlýddi á vandamál manna, kunni þá list að hlusta, íhugaði og gaf góð ráð á sinn yfírlætislausa hátt. Hann var hins vegar dulur á eigin tilfínningar og flíkaði þeim ógjaman. Eftir stúdentspróf stundaði Gísli nám við Kennaraháskóla íslands og fór síðan til Þýskalands til náms. Eftir heimkomuna kenndi hann í nokkur ár í heimabæ sínum, Vest- mannaeyjum, en hóf síðan fram- haldsnám við Manitobaháskóla. Er heim kom hóf hann kennsiu við Fjölbrautaskólann í Garðabæ og hafði því rétt lokið sínu fyrsta kennsluári. Samfundir við Gísla urðu stopulli meðan á námi hans í Þýskalandi og í Kanada stóð en með heimkomu hans treystust vinaböndin aftur. Það var alltaf þægilegt og notalegt að hitta Gísla og eiga með honum stund. Hann var glaðvær og gam- ansamur á sinn hægláta hátt og gaman hans var ætíð græskulaust. Við getum velt fyrir okkur hinum áleitnu spumingum: hvers vegna hann, til hvers? en engin kann svar- ið. Við hljótum að beygja okkur fyrir hinu óumflýjanlega en tregj og kærar minningar sitja í hugskot- inu. Við emm þakklát fyrir að hafa fengið að njóta samvista við hann þessi ár. Ólöfu Helgu, Gunnari Sveini, for- eldrum og öðmm aðstandendum sendum við innilegustu samúðar- kveðjur. Laugarvatnsstúdentar vorið 1970 Gísli Sighvatsson hóf störf sem kennari við Fjölbrautaskólann í Garðabæ sl. haust, þá nýkominn frá námi í Kanada. Hann var kennari í þýsku og sögu. Gísli var kurteis, rólegur og þægilegur kennari. Við emm þakklát fyrir að hafa fengið að njóta kennslu hans en kynnin vom alltof stutt. Fjölbrautaskólinn í Garðabæ er fámennur skóli og gr samband nemanda og kennara mjög gott. Við skólaslit gmnaði okkur ekki að þetta yrði í síðasta sinn sem við sæjum Gísla. Fráfall hans bar mjög brátt að og er erfítt fyrir okkur að skilja hversvegna svo ungur maður þarf að yfírgefa lífíð svona snögglega. Eftirlifandi eiginkonu hans og öðmm aðstandendum viljum við senda okkar innilegustu samúðar- kveðjur. F.h. nemendafélags Fjölbrautaskólans í Garðabæ, Gunnhildur Jóhannsdóttir. t Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, GUÐMUNDAR GUÐGEIRSSONAR, hárskerameistara, Mosabarðf 1, Hafnarflrði, Elfn Elnarsdóttir, Geiriaug Guðmundsdóttir, Vigfús Helgason, Auður Guðmundsdóttir, Páll Egilsson, Svava Guðmundsdóttir, Rúnar Granz, LJna Guðmundsdóttir, Kristbjöm Guðlaugsson og bamaböm. t Ástkær dóttir okkar litla og systir, INGIBJÖRG MARINÓSDÓTTIR, sem lést þann 29. maí veröur jarðsungin frá Landakirkju í Vest- mannaeyjum laugardaginn 6. júni kl. 14.00. Þeim sem vildu minnast hennar er bent á að láta félagið Þroska- hjálp í Vestmannaeyjum njóta þess. Fyrir hönd aðstandenda, Marý Kolbeinsdóttir, Marínó Sigursteinsson, Heiða Björk og Bjami Ólafur Marinósböm. t Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, EYJÓLFUR HELGI ÞÓRARINSSON rafvirkjameistari, Tjamargötu 41, Keflavlk, sem lést laugardaginn 30. maí veröur jarðsunginn frá Kefla- víkurkirkju laugardaginn 6. júni kl. 14.00. Þeim sem vildu minnast hans er vinsamlegast bent á sjúkrahús Keflavíkurlæknishéraös. Marfa Hermannsdóttir, böm, tengdaböm, bamaböm og bamabamaböm. t Otför eiginmanns mins, BENEDIKTS BENEDIKTSSONAR, er lést í Borgarspítalanum 27. maí fer fram frá Fossvogskapellu föstudaginn 5. júní kl. 13.30. Anna Jónsdóttir, Kleppsvegl 120. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, HELGA HÓLM HALLDÓRSSONAR múrarameistara frá fsafirði. Svandfs Helgadóttir, Filippía Helgadóttir, Geira Helgadóttir, Ásgeir Helgason, Amdfs Helgadóttir, Sigurður Gunnarsson, Magnús Danfelsson, Guðmundur Gunnarsson, Guðrún Jóhannsdóttir, Pótur Veturiiðason, bamaböm og bamabamaböm. t Þökkum auðsýnda samúð við andlát og útför HALLDÓRU HALLDÓRSDÓTTUR frá Sóleyjartungu. Sérstakar þakkir til starfsfólks Sjúkrahúss Akraness og Dvalar- heimilisins Höfða. Halldór Ámason, Halldóra Ámadóttir, Svava Ámadóttir, Vigdfs Ámadóttir, Daniel Shook, EinarÁmason, Halldóra Gunnarsdóttir, bamaböm og bamabamaböm. t Innilegar þakkir fyrir samúö og hlýhug við andlát og jarðarför eiginmanns míns og bróður, SIGURÐAR SKÚLASONAR magisters, Hrannarstíg 3, Þórdis Danfelsdóttir, Slgriður Skúladóttir Briem. t Útför sonar mfns, ODDS ELLA ÁSGRfMSSONAR, verður gerð frá Hverageröiskirkju laugardaginn 6. júni kl. 14.00. Fyrir hönd vandamanna, Úlfhildur Ólafsdóttir. t Innilegar þakkir fýrir auðsýnda samúð og vinarhug viö andlát og jaröarför bróður míns, SIGURBERGS E. GUÐJÓNSSONAR. Fyrir hönd vandamanna, Ragnheiður Guðjónsdóttir. t Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, ÓLAFUR NIKULÁSSON, Kirkjuvegi 22, Selfossi, sem lést 27. maí sl. verður jarðsunginn frá Selfosskirkju laugardag- inn 6. júní kl. 16.00. Kristfn SigurAardóttir, SigríAur Ólafsdóttir, Steini Þorvaldsson, Sverris Ólafsson, Guðveig Bergsdóttir, Ólöf Ólafsdóttir, Skúli Einarsson og bamaböm.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.