Morgunblaðið - 05.06.1987, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 05.06.1987, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ, PÖSTUDAGUR 5. JÚNÍ 1987 51 Amór Guójohnsen f leiknum f fyrrakvöld. Kæmi sér betur fyrir liðið éf hann ióki á miðjunni með Ásgeiri Sigurvinssyni og Sigurði Jónssyni? MasterCard vill semja við HSÍ Á stjórnarfundi kreditkortafyrir- tækisins MasterCard, sem verður f New York um helgina, verður auglýsingasamningur við HSÍ á dagskrá, en mikiar líkur eru á samstarfi þeirra fram yfir Ól f Seoul. Að sögn Jóns Hjaltalíns, for- manns HSÍ, var Michael McNally, forstjóri Evrópudeildar MC, hér á landi í vikunni og bar þá þessi mál á góma. HSÍ haföi verið í viðræðum við Grétar Har- aldsson, markaðsstjóra Kredit- korta, um hugsanlegt samstarf og sýndi McNally málinu mikinn áhuga. Hann sá síðustu leiki ís- lands og Júgóslavíu á bandi og tók spólurnar út með sér á fund- inn. McNally taldi samstarf við HS( fela í sér mikið auglýsingagildi fyrir MC, þar sem íslenska lands- liðið tæki þátt í mörgum mótum úti um allan heim fram að Ólympíuleikunum í Seoul á næsta ári. Ef um semst leikur íslenska landsliðið með augiýsingu frá MC á búningunum auk auglýs- ingarfrá Flugleiðum og eru miklir peningar í boði. Þá mun HSÍ taka þátt í kynningarherferð fyrirtæk- isins, en frekari viðræöur fara fram í næstu viku að sögn Jóns. Viðbrögð EHerts B. Schram, formanns KSÍ, eftir landsleikinn: „Held hlýtur að stokka upp liðið og endurskoða. hlutverk leikmannanna“ „BJARTSÝNI leikmannanna var alltof mikii og þá skorti einbeitn- ingu. Fótbolti er meira en að sparka boltanum. Sálfræðin hef- ur mikið að segja — þetta er spurning um hugarfar. Strákarnir hafa talið sór trú um að þeir væru orðnir svo góðir að þeir þyrftu ekkert fyrir þessu að hafa, fóru inn á völlinn og hóldu að hitt kæmi af sjálfu sór. Stolt okk- ar allra er sært, en þetta var slys, sem ekki má endurtaka sig,“ sagði Ellert B. Schram, formaður Knatspyrnusambands íslands, f samtali við Morgunblaðið í gær um útreiðina, sem landsliðið fókk í fyrrakvöld. (slenskir áhugamenn um knatt- spyrnu voru felmtri slegnir eftir 6:0 tapið gegn Austur-Þjóðverjum. Gat sama lið og gerði jafntefli við Frakka og Sovétmenn í haust átt svo lélegan leik, sem raun bar vitni? Var undirbúningurinn ekki réttur? Hvað var að gerast? Spurn- ingar sem þessar heyrðust í öllum hornum og því lá beinast við að fá skýringu formanns KSÍ á málinu. Sami undirbúningur „Undirbúningurinn var nákvæm- lega eins og jafnvel betri en nokkru sinni fyrr. Hann hefur verið í föst- um skorðum í langan tíma og hingað til hefur allt gengið upp og ekkert undan því kvartað." - En verður undirbúningurinn ekki að vera meiri ef við eigum ekki að eiga á hættu að fá skell sem þennan? „Allir gera sér Ijóst að undirbún- ingur mætti vera meiri, en aðstæð- ur leyfa það ekki. Við erum ýmist með menn hérna heima eða er- lendis sem spila á mismunandi tíma. Það eru stöðugir árekstrar og erfiðleikar að fá menn lausa í leiki, hvað þá æfingar, og við meg- um teljast góðir að ná þessu liði saman í tvo, þrjá daga fyrir hvern leik. Þetta er viðurkennd stað- reynd og hefur verið svo síðan okkar bestu menn fóru í atvinnu- mennsku, en samt hefur þetta gengið þokkalega, úrslit leikja við- unandi og oft góð.“ Slys - Sama er ekki hægt að segja um leikinn f fyrrakvöld. Menn hafa gengið út frá þvf sem vísu að stórtöp tllheyrðu sögunnl, en þá kemur þessi skellur. Erum við á niðurleið? „Við höfum verið sömu skoðun- ar sjálfir varðandi stórtöpin. Við höfum verið og erum á uppleið og því lít ég á þessi úrslit sem mikið slys og áfall. Fyrst og síðast eru það leikmennirnir sjálfir inni á vell- inum, sem sigra eða tapa leikjun- um.” - Hvað með uppstillingu leik- manna og leikkerfi? „Það stendur aldrei á gagnrýninni, þegar illa gengur, en minna er sagt, þegar vel gengur. Við höfum verið með sama leikskipulag undir stjórn Sigi Held, sem hefur reynst mjög vel og leikmennirnir sjálfir eru ánægðir með það. Það er því ekki leikskipulaginu um að kenna að svona fór. Þegar ekkert gekk upp í fyrri hálfleik fóru menn að sækja í ör- væntingu, þeir sköpuðu færi en um leið opnaðist vörnin og voðinn var vís. Þétt vörn er málið Vörnin hefur verið okkar sterk- asta hlið og menn sjá það eftir svona áfall að skynsamlegast er að leika þétta vörn. íslendingar eru, hvort sem okkur líkar betur eða verr, ekki I hópi bestu knatt- spyrnuliða. Við erum lakari og verðum að byggja á þéttri vörn og treysta á skyndiupphlaup." - Er almenn ánægja innan KSÍ meö landsliðsþjálfarann? „Við höfum verið mjög ánægðir með hann fram að þessu og getum ekki farið að hlaupa upp til handa og fóta, þó þessi leikur hafi farið svona og segja allt í einu að nú sé hann ómögulegur. (þróttum fylgja sigrar og töp og við verðum að vera menn til að taka því, þeg- ar illa gengur. Ég skrifa þennan ósigur ekki alfarið á reikning Sigi Held frekar en leikmennina og okkur hjá KS(. Þetta er sameigin- legt skipbrot." - Verður eftthvað gert til að koma í veg fyrir að þetta gerist aftur? „Við hljótum að læra af þesari biturri reynslu. Þetta sýnir strákun- um aö taktíkin var rétt og aö ekki má ofmetnast. Baráttan, sem hef- ur verið okkar aðalsmerki verður að vera fyrir hendi. Stolt okkar allra og ekki síst leikmannanna er ákaf- lega sært og ég hef fulla trú á að menn taki sig saman og mæti tvíefldir til næsta leiks til aö sýna að þeir geta mikið betur." - Verður þetta til þess að menn missa trúna á landsliðið? „Ég geri mér grein fyrir því að það skiptast á skin og skúrir og fólk er fljótt að dæma. En við látum ekki hugfallast, það er enginn upp- gjafartónn í okkur og vonandi standa knattspyrnuáhugamenn með okkur, þó við verðum fyrir áfalli. Við erum með gott liö, þjálf- arinn hefur mikla reynslu sem leikmaðúr á heimsmælikvarða, hann hefur góð meðmæli frá Þýskalandi og hefur kynnt sig hér mjög vel, hann hefur haldið uppi mjög góðum aga í liðinu, sem er mikils virði, og sú leikaðferð, sem hann hefur lagt fyrir, hefur gengið upp.“ Uppstokkun - Hvað með stöðu einstakra manna á vellinum. Af hverju eru sumir menn ekki látnir leika þar sem þeir ieika með sfnum félags- liðum, hvar þeir hljóta að koma best út? „Við höfum allir okkar skoðanir á því hvar menn nýtast best, en það verður bara að véra svo að skipstjórinn ræðúr og hans mat' verður að ráða feröinni. Ég geri hins vegar ráð fyrir því að hann hljóti að stokka upp liðið og endur- skoða hlutverk einstakra leik- manna inni á vellinum eftir þessa útreið. Hans röksemdir fyrir leikinn voru þær að liðinu hafði gengið vel með þetta lið heima í fyrra- haust, sæmilega úti og því taldi hann ástæðulaust að breyta upp- stillingu, sem leikmenn voru farnir að þekkja og kunnu á.“ - Nær Sigi Held róttu keppnis- skapi hjá leikmönnum fyrir leiki? „Mismunurinn á honum og Tony Knapp er sá að Tony gat æst menn upp fyrir leiki, en Held gerir það ekki. Hann heldur hins vegar góðum aga innan liðsins og hefur gott auga fyrir því sem er að ger- ast. En andinn hefur verið góður í hópnum og eins leikgleðin. Stemmningin hefur aldrei verið eins góðriéttleikinn var fyrir hendi, en rétt hugarfar skorti í leiknum." Samningurinn við Sigi Held rennur út í haust, en hann fór til Þýskalands í gær og voru skilnað- arorðin þau að ósigursins skyldi hefnt. Að sögn Ellerts bendir ekk- ert til þess að undirbúningurinn verði annar fyrir haustleikina, þjálf- arinn kemur og fer með vissu millibili, en vonandi þjappar þetta mikla áfall mönnum enn betur saman. -S.G. Verð kr. 3.430.- stærðir3-9 Hvítír/grænir — Hvítir/bláir spomowmsmN INGOUFS Klapparstig 40 A HORNI MAPMimS og CRmseðrv S:11783

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.