Morgunblaðið - 05.06.1987, Blaðsíða 40
T8ei 'IWUI .0 HU0AaUT8OT .GIQAJflVíUOflOM
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 5. JÚNÍ 1987
%
Minning:
Gísli Sighvats-
son kennari
Fæddur 21. október 1950
Dáínn 27. mai 1987
Mig langar í nokkrum orðum að
minnast vinar míns og samstarfs-
manns, Gísla Sighvatssonar, sem
lést þann 27. fyrra mánaðar aðeins
36 ára að aldri.
Gísli starfaði sem þýskukennari
í Vestmannaeyjum þegar við kynnt-
umst. Hann hafði dvalið nokkur ár
í Þýskalandi, talaði málið mjög vel
en hafði engin próf upp á vasann.
Hann ákvað því að taka sig upp
og setjast í Háskóla íslands og Ijúka
BA-prófí í þýsku. Jafnframt því
lauk hann prófí í uppeldis- og
kennslufræðum. Því réttindanámi
lukum við samtímis og unnum sam-
an að nokkrum verkefnum, m.a.
að kennsluverkefni í þýsku. Er námi
hér lauk hélt Gísli ásamt flölskyldu
til Kanada til framhaldsnáms. Þau
tvö ár sem Gísli dvaldi erlendis
frétti ég af og til af honum og
gladdist yfír að í raðir okkar þýsku-
kennara myndi brátt bætast
velmenntaður félagi.
t Síðastliðið haust kom Gísli aftur
til íslands tilbúinn að takast á við
ný verkefni. Hann réðst til skólans
okkar, Fjölbrautaskólans í
Garðabæ, og hafði ég sérstaka
ástæðu til að vænta góðs af okkar
samskiptum. í litlum skóla þar sem
starfa fáir kennarar skiptir miklu
máii að þeir hafi, auk fræðilegrar
kunnáttu, hæfíleika til að vinna
með öðrum. Betri samstarfsmann
en Gísla var ekki hægt að hugsa
sér; ljúfinennska, samviskusemi og
tvilji til allra verka voru hans aðals-
merki. Fyrir þetta samstarf svo og
alla hans aðstoð vil ég þakka.
Einnig sér Félag þýskukennara
á bak góðum félaga. Fyrir hönd
stjómar félagsins votta ég Ólöfu
Helgu, Gunnari Sveini svo og fjöl-
skyldunni allri mína dýpstu samúð.
Elísabet Siemsen
Gísla sá ég fyrst þegar ég var
með föður mínum í heimsókn hjá
foreldrum hans í Vestmannaeyjum.
Þá var Gísli unglingur, en kynni
okkar hófust ekki af alvöru fyrr en
hann kom ásamt bróður mínum,
.Viktori, í heimsókn tii mín í Vestur-
Þýskalandi, þar sem ég var við
nám. Þeir bræður voru í skemmti-
ferð, en unnu um tíma á vínræktar-
búi eins vina minna í Svarta-skógi.
Mörgum ámm seinna, í fyrrahaust,
fór yngri systir þeirra, Elín, á sama
stað í beijatínslu. Gísla leist vel á
staðinn og kom aftur til að stunda
nám á sama stað og ég, í Freiburg
í Svarta-skógi.
Það var á þessum námsámm
Gísla sem kynni okkar urðu náin
og djúpstæð vinátta myndaðist.
Gísli var tíður gestur á öllum tímum
sólarhringsins. Það var mér alltaf
sérstök ánægja að elda góðan mat
fyrir Gfsla, því hann var matmaður
iVnikill og ljómaði allur af gleði og
nautn eins og honum var einum
lagið. Á kvöldin eftir ölhúsaheim-
sókn fómm við einatt heim til mín
og settumst að tafli. Gísli var eini
maðurinn, sem ég hef haft þolin-
mæði og ánægju af að tefla við svo
tímunum skipti, stundum þangað
til annar hvor okkar sofnaði jrfír
taflinu. Það var algjört aukaatriði
hvor okkar mátaði því allar þær
heimspekilegu bollaleggingar sem
fylgdu taflmennskunni sátu í fyrir-
rúmi hjá okkur báðum.
Við vomm trúnaðarvinir, engin
tilfínning, engin skoðun, engir erf-
iðleikar og síðast en ekki síst engin
gleði né sorg slapp við umflöllun.
Við styrktum hvom annan og unn-
um sameiginlega úr fenginni
reynslu, sem við vildum nota í
framtíðinni. Það var okkur báðum
ljóst að við áttum langt í land á
jjeirri þroskabraut, sem við töldum
nauðsynlega til að geta notið alls
þess sem lífið á þessari jörð býður
upp á og eins áttum við margt ólært
um hvemig við ættum að bregðast
við öllu því, sem letur og hindrar
að einstaklingurinn fái frið og tæki-
færi til að lifa hamingjusömu lífí.
Ég lærði margt af Gísla. Aldrei
talaði Gísli illa um nokkum mann
og bamsleg einlægni hans auk
skarprar athyglisgáfu og rökhyggju
færðu samræður okkar á það stig
sem ég hafði ekki kynnst fyrr og
ekki fundið fyrir fyrr en ég tók síðar
þátt í uppeldi sonar míns, þar sem
öll uppgerð og yfírborðsmennska á
ekki upp á pallborðið.
Við komumst snemma að þeirri
niðurstöðu að við vildum báðir eyða
ævikvöldinu á íslandi. Gísla var ein-
staklega hlýtt til foreldra sinna og
systkina. Gísli gat einungis átt vini
og furðar mig það ekki. Eftir að
við komum aftur til íslands skildu
leiðir að nokkru á meðan við vorum
að koma okkur fyrir og skjóta
fastari rótum í heimalandinu. Gísli
bjó með og giftist síðar Ólöfu Helgu
Þór. Hann tók ástfóstri við stjúpson
sinn. Við vomm báðir búnir að upp-
götva tilgang lífsins. Ég var löngu
farinn að hlakka til sameiningar
huga okkar að nýju og fá að njóta
aftur þeirrar hlýju og þeirrar birtu
sem ætíð fylgdi Gísla.
Lífið var rétt að byija. Gísli er
allur. Ég veit ekki lengur hvað rétt-
læti er.
Elskulegum foreldram Gísla,
systkinum hans, eiginkonu og
stjúpsyni votta ég í auðmýkt hug-
heila samúð.
Friðrik G. Friðriksson
Okkur langar með þessum fá-
tæklegu orðum að minnast vinar
okkar, Gísla Sighvatssonar.
Það var engin tilviljun hversu
vinmargur maður Gísli var. Það
vakti aðdáun allra sem til þekktu
hversu mikinn tíma hann hafði alla
tíð til að rækta vináttu sína við
alla hina fjölmörgu sem hann hafði
kynnst á lífsleiðinni. Allir sem
kynntust honum sóttust eftir vin-
áttu hans, hvort sem þeir vora eldri
eða yngri. Það var svo margt í fari
hans sem laðaði fólk að, hann var
óvepju lundgóður, hjartahlýr og auk
þess gæddur þeim sjaldgæfa eigin-
leika að geta alltaf skemmt fólki
án þess að særa nokkum mann.
Við sem þessar línur skrifum þekkt-
um Gísla meðan hann var við
kennslu úti í Eyjum um fímm ára
skeið, sum lengur, önnur skemur.
Þegar Gísli fór til Reykjavíkur
til að ljúka kennaranámi var okkur
að sönnu eftirsjá að honum en við
glöddumst einnig innilega er hann
kynnti okkur fyrir Ólöfu Helgu Þór
og syni hennar, Gunnari Sveini.
Ólöfu var strax tekið í okkar hópi
sem einni af okkur, enda öllum ljóst
að ekki hallaðist á um mannkosti
með þeim, henni og Gísla.
í samskiptum sínum við Gunnar
Svein nutu mannkostir Gísla sín
hvað best. Á stuttum tíma vann
hann hug og hjarta unga drengsins
og skapaðist með þeim svo náið
samband og innilegt að ekki gerist
betur með föður og syni.
Vinátta Gísla og Olafar Helgu
varð að innilegri ást sem þau inn-
sigluðu hinn 23. maí sl. með
brúðkaupi sínu. Brúðkaupsveislan
var haldin á heimili þeirra í Birki-
hvammi 13 í Kópavogi, húsi sem
þau höfðu keypt og vora nýflutt inn
í. Láfíð brosti og framtíðin blasti
við þeim. Rúmum þremur sólar-
hringum síðar var skyndilega
ekkert líf, engin framtíð. Hann Gísli
var dáinn. Við voram orðlaus en
hugsuðum þeim mun meira. Hvers
vegna? Slíkri spumingu er auðvitað
aldrei hægt að svara, en það er
jafnerfítt að veijast því að hún leiti
á hugann. En við eigum eftir minn-
inguna um góðan dreng sem á
lífsleið sinni veitti okkur óteljandi
ánægjustundir. Von okkar er að
björt minningin verði dökkri sorg-
inni yfírsterkari.
Við vottum Ólöfu Helgu, Gunn-
ari Sveini, foreldram Gísla og
tengdaforeldrum svo og öðram að-
standendum innilega samúð.
Halla, Baldvin, Katrín,
Einar, Gerður, Björn,
Guðmunda, Guðmundur
og Ólöf Margrét.
Menn segjast oft muna löngu
liðna atburði eins og hefðu þeir
gerst í gær. Oftast nær eru slíkir
atburðir, líkt og minningar bemsku-
áranna, tengdir fögra veðri og
skemmtilegheitum. Einhverra hluta
vegna virðist mannskepnan þeim
eiginleikum gædd að þurrka fremur
út úr minni sínu leiðinlega atburði.
Ef til vill er það vegna þess að
magn þeirra minninga, sem við
getum varðveitt, er takmarkað.
Það er því með ólíkindum, hvað
einn áratugur getur virst langt
tímabil, ef horft er til baka, hvað
þá ef þeir era tveir. Þetta verður
okkur ljóst nú, er við göngum í sjóð
minninganna, og rifjum upp kynnin
af vini okkar, Gísla Sighvatssyni,
sem við kveðjum nú í dag. Flestar
minningar okkar frá síðustu einum
til tveim áratugum era tengdar
Gísla á einhvem hátt. Og þegar
gluggað er í myndasöfnin og skoð-
aðar augnabliksmyndir af Gísla
leynir sér aldrei kímnin og glettnin
í svip þessa góða vinar.
Þótt við þylcjumst hafa mikið
misst metum við það meira að hafa
fengið að njóta svo ríkulegra kynna
af Gísla á stuttum æviferli hans,
sem kransæðastífla batt enda á, án
þess að hafa nokkra sinni gert boð
á undan sér.
Þegar við kvöddumst fyrir tæp-
um hálfum mánuði, í brúðkaups-
veislu þeirra Ólafar Helgu og Gísla,
sem þann hinn sama dag höfðu
gengið í hjónaband, var efst í huga
tilhlökkun til sameiginlegrar Eyja-
ferðar, sem farin skyldi nú um
hvítasunnuna.
Gísli er nú farinn í miklu lengri
ferð og að því kemur að við fylgjum
honum eftir. Sé það rétt, að menn
hafi með breytni sinni í jarðnesku
lífí áhrif á tilvera sína í öðram
heimi, eram við þess fullviss, að
Gísli byijar þar ekki með tvær hend-
ur tómar. Svo oft og svo mikið
hefur hann lagt inn á reikning þar.
Vinum okkar, þeim Ólöfu Helgu
og Gunnari Sveini, svo og foreldrum
Gísla, systkinum og öðram ástvin-
um, vottum við innlegustu samúð
okkar og vonum að þakklætið fyrir
að hafa fengið að njóta samvista
við Gísla verði treganum yfírsterk-
ari.
Ingis og Kata,
Sólveig og Yngvi.
Á stilltum og björtum haustdegi
fyrir rúmlega tuttugu áram mætt-
ust glaðværir hópar ungmenna í
Menntaskólanum á Laugarvatni til
að he§a þar nám. Stærstu hópamir
komu úr Ámes- og Rangárvalla-
sýslum, af Suðumesjum og utan
úr Vestmannaeyjum. í hópi Eyja-
manna var glaðlegur piltur, ljós
yfirlitum með bros í augum. Gísli
Sighvatsson hét hann og varð fljót-
lega mikill vinur okkar allra.
Nú, á fögram vordegi í blóma
lífsins, er þessi ljúfí vinur okkar
skyndilega horfínn á braut, svo
snögglega og óvænt. Það er til
einskis að spyija sjálfan sig hvers
vegna, við slíkri spumingu fæst
aldrei svar. Ef ég lít hinsvegar til
baka yfír þessi tuttugu ár, sem lið-
in era frá því ég kynntist Gísla, er
ég forsjóninni þakklátur fyrir að
hafa verið svo lánsamur að leiðir
okkar lágu oft og mikið saman. Ég
ætla ekki að rekja það í einstökum
atriðum, en minningamar um vin
minn, Gísla, era eingöngu góðar.
Gísli var eins og segulstál á fólk,
hann hafði sérstakt lag á því að
laða að sér vini hvar sem hann
var. Hann hélt þessari vináttu líka
við á sinn látlausa og þægilega
hátt. Ég minnist þess ekki að hafa
nokkum tíma heyrt Gísla hallmæla
öðra fólki, en þau vora mörg síð-
kvöldin er við sátum og hlustuðum
á Gísla segja okkur frá vinum sínum
í Þýskalandi, Finnlandi og síðar í
Kanada, þar sem hann stundaði
nám fyrir stuttu. Á samstarfsárum
okkar Gísla, þegar hann kenndi við
Gagnfræðaskólann í Vestmanna-
eyjum, fékk ég enn frekari stað-
festingu á því hversu auðvelt hann
átti með að umgangast annað fólk,
hann var auðvelt að skilja án þess
að margt væri sagt. Unga fólkið
laðaðist að honum eins og aðrir,
það sáum við best þegar hann
kynntist sinni yndislegu konu, Ólöfu
Helgu Þór, og syni hennar, Gunn-
ari Sveini, fyrir fáum áram, reyndar
alltof fáum. Gunnar Sveinn og Gísli
urðu fljótt miklir vinir og félagar,
þannig að missir drengsins er mik-
ill, ef til vill meiri en nokkurs
annars. Ólöf og Gísli kynntust í
Kennaraháskólanum þar sem_ þau
voru við nám og ég held að Ólöfu
hafí brugðið dálítið þegar hún átt-
aði sig á hversu stór og samheldinn
vinahópur stóð að baki Gísla. Hún
fann þó fljótt að í þann hóp var hún
meira en velkomin og ég vona að
okkur takist að viðhalda þeirri vin-
áttu jafn áreynslulaust og Gísla
tókst. En orð hans era bara orð og
við skulum Iáta verkin tala, því læt
ég hér staðar numið.
Sighvati og Ellý, Ólöfu Helgu og
Gunnari Sveini sendi ég mínar inni-
legustu samúðarkveðjur svo og
kveðjur frá vinum hans úr mennta-
skóla og utan úr Vestmannaeyjum.
Ólafur Hreinn Siguijónsson
Öllum er kunnugt, að skammt
er milli lífs og dauða. En það er
ótrúlegt, hvað örlögin geta verið
meinleg og leikið okkur grátt á
stundum.
í Fjölbrautaskólanum í Garðabæ
kom saman glaðvær hópur starfs-
manna hinn 26. maí sl. Hin formleu
skólaslit voru að baki, síðustu vor-
verkum var að ljúka. Einn úr
hópnum var kallaður upp og fékk
blóm í tilefni þess, að hann hafði
gengið í hjónaband þrem dögum
áður. Það leyndi sér ekki hamingju-
brosið í augum þessa unga manns.
Daginn eftir ætlaði hópurinn í
stutta ferð til að njóta veðurblíð-
unnar og ganga á fjörur í stór-
streyminu. En ferðin var aldrei
farin. Það vantaði einn í hópinn.
Hamingjubros gærdagsins stóð
okkur ljoslifandi fyrir hugskotssjón-
um, en blákaldar staðreyndir lífsins
drógu úr okkur allan mátt. Ungi
maðurinn var dáinn.
Gísli Sighvatsson, kennari við
Fjölbrautaskólann í Garðabæ, varð
bráðkvaddur á heimili sínu aðfara-
nótt hins 27. maí sl. Hann var
fæddur í Vestmannaeyjum 21.
október 1950, sonur hjonanna Elín-
ar Jóhönnu Ágústsdóttur og
Sighvats Bjarnasonar, aðatféhirðis
Útvegsbanka íslands. Þau era bæði
fædd og uppalin í Vestmannaeyjum
og bjuggu þar fram að gosi 1973,
en fluttust þá til Hafnarfjarðar og
síðar til Reylq'avíkur, þar sem þau
búa enn. Elín er dóttir Ágústs Þórð-
arssonar, yfirfiskimatsmanns, og
Viktoríu Guðmundsdóttur er
bjuggu á Aðalbóli í Vestmannaeyj-
um. Sighvatur er sonur Bjama,
bankastjóra í Vestmannaeyjum,
Sighvatssonar, er lést 20. ágúst
1953. Hann var sonur Sighvats,
bankastjóra og jústisráðs í
Reykjavík, Bjamasonar, sjómanns
í Hliðarhúsum í Reylq'avík, Krist-
jánssonar. Hálfsystir Gísla er
Kristín Sighvatsdóttir Lynch, fædd
1942, búsett í Bandaríkjunum. Þá
er Bjami, skrifstofumaður í Vest-
mannaeyjum, fæddur 1949, en
yngri era Viktor Ágúst, læknir á
Landspítalanum, fæddur 1952, Ás-
geir, rafvirki, fæddur 1955 og Elín,
fatatæknir, fædd 1961. Þau era öll
fædd í Vestmannaeyjum.
Gísli lauk stúdentsprófí frá
Menntaskólanum á Laugarvatni
vorið 1971. Ári eftir stúdentspróf
stundaði hann nám við Kennarahá-
skóla íslands í eitt ár, en hélt þá
til Freiburg í Þýskalandi, þar sem
hann lagði stund á þýsku og þýskar
bókmenntir í tæp fímm ár. Hann
kenndi við grunnskólann og fram-
haldsskólann í Vestmannaeyjum á
áranum 1977-1982, en fór þá um
haustið aftur i Kennaraháskólann.
Þar kynntist hann Ólöfu Helgu, sem
þá varð föranautur hans á því stutta
lífshlaupi, sem eftir var. Gísli lauk
BA-prófí frá Háskóla íslands 1985
í þýsku og uppeldisfræðum og ári
síðar lauk hann kennslufræðinni.
Þá lá leið þeirra Gfsla og Ólafar til
Kanada, þar sem Gísli lagði stund
á masters-nám í háskólanum í Man-
itoba. Náminu lauk hann árið 1986
og átti þá aðeins eftir að leggja
síðustu hönd á lokaritgerðina.
Hinn 23. maí sl. gengu þau Gísli
og Ólöf Helga Þór í hjónaband.
Ólöf er kennari í Fellaskóla í
Reykjavík. Hún er dóttir hjónanna
Kristínar Þór og Amalds Þór, garð-
yrkjubónda í Mosfellssveit. Gísli og
Ólöf höfðu nýlega reist sér myndar-
legt heimili í Birkihvammi 13 í
Kópavogi og hafði Gísli þá gengið
syni Ólafar, Gunnari Sveini, sem
nú er 9 ára gamall, í föður stað.
Gísli var afar stoltur af syni sínum
og reyndist honum góður faðir.
Gísli Sighvatsson kom til starfa
í Fjölbrautaskólanum í Garðabæ
haustið 1986. Kynni mín af Gísla
vora því ekki löng, en þau vora
hins vegar ákafiega ánægjuleg.
Hann var kennari af lífí og sál,
velviijaður í garð nemenda og sam-
starfsmanna. Prúðmennskan sat
ævinlega í fyrirrúmi. Þau eru mörg
vandamálin, sem upp koma í skóla-
starfínu, sum stór en önnur smá.
Mér er það efst í huga, hversu gott
var að leita til Gísla þegar einhver
mál þurfti að leysa. Góðvildin var
honum eðilslæg, viðhorfín ætíð já-
kvæð. Um síðustu áramót komu,
óvænt upp erfiðleikar í töflugerð'
fyrir nýliðna vorönn og bauðst Qfyli
þá til að breyta töflu sinni til þess
að leysa málin, þott hann sjálfur
fengi miklu óhentugri kennslutíma
fyrir vikið. Þá hljóp hann og undir
bagga í Garðaskóla á sama tíma,
þegar þar vantaði þýskukennara í
nokkra tíma í 9. bekk. Ekkert var
honum sjálfsagðara en að leggja
sitt af mörkum til þess að skóla-
starfíð gæti gengið farsællega.
Samleiðin á vegferðinni var stutt,
alltof stutt, en það er huggun harmi
gegn að eiga góðar minningar um
hinn ágæta dreng, Gísla Sighvats-
son. Fegurð og birta ríkja yfír
minningunum.
Að leiðarlokum votta ég eigin-
konu Gísla, Ólöfu Helgu og syni
hans, Gunnari Sveini, svo og öðram
ástvinum hans innilega samúð
mína, og ég veit, að ég má flytja
þær kveðjur frá nemendum, kenn-
urum og öðra starfsfólki Fjöl-
brautaskólans í Garðabæ.
Blessuð sé minning Gísla Sig-
hvatssonar.
Þorsteinn Þorsteinsson
Síðsumars árið 1973 komum við,
óvenju fjölmennur hópur íslenskra
námsmanna, til Freiburgar í Vest-
ur-Þýskalandi. Menn veltu því þá
þegar fyrir sér hvers vegna einmitt
þessi staður hefði orðið fyrir valinu.
Kannski var það hagstæð lega hans
á landakortinu sem réð úrslitum.
Við vissum að þar mætti vænta
þeirrar veðurblíðu og náttúrafeg-
urðar sem létti yfírbragð mannlífs-
ins. Langflest höfðu í farteskinu
óljósar hugmyndir um nýjan lífsstíl
á næsta leiti. Og Freiburg sveik
engan.