Morgunblaðið - 05.06.1987, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 05.06.1987, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 5. JÚNÍ 1987 39 Sigríður Jóns- dóttir - Minning Fædd 4. mars 1895 Dáin 25. maí 1987 Amma mín, Sigríður Jónsdóttir, lést í Borgarspítalanum að kvöldi mánudagsins 25. maí, en þar lá hún sína fyrstu og einu sjúkdómslegu. Verður útför hennar gerð frá Reyniskirkju í Mýrdal á morgun, laugardaginn 6. júní, en í dag, föstudaginn 5. júní, fer fram minn- ingarathöfn í Fossvogskirkju. Sigríður Jónsdóttir eða amma fæddist í Norður-Götum, Mýrdal. Foreldrar hennar voru Jón Gíslason bóndi og smiður og Tala Hjaltadótt- ir húsfreyja. Dvaldist hún á bernskuheimili sinu þar til hún varð 25 ára, en þá fluttist hún suður á mölina til Reykjavíkur og réðst í vist til Sig- urðar Eggerts og konu hans, frú Sólveigar. Var hún siðan óslitið vinnustúlka hjá þeim þangað til hún stofnaði sitt eigið heimili ásamt manni sínum, Lárusi Sigmundssyni Knudsen. Amma og afi eignuðust 6 böm: Hrefnu, Sigmund, Sigurð, Jón, Reyni og Onnu Maríu, og er undirrituð dóttir hennar. Einnig ól amma upp fjögur af barnabömum sínum. Bróðurpartinn af búskapartíð sinni bjó amma á tveimur stöðum í Reykjavík; á Bakkastíg 10 og Þrastargötu 7. Löngum var gest- kvæmt á Bakkastíg 10 og Þrastar- götu 7, því gott var að sækja ömmu heim, átti hún alltaf eitthvað gott til í eldhússkápunum. Meðal annars fómm við systkinin alltaf í Vestur- bæjarlaugina en ekki í Laugardals- laugina, þó hún væri miklu stærri og fínni og miklu nær heimili okk- ar, því þá var svo stutt að fara til ömmu á Þrastó. Einnig er mér það í fersku minni þegar ég fór með ömmu eitt sumarið austur í Mýr- dal, á hennar heimaslóðir. Þegar við vorum að keyra undir Eyjafjöll- um sagði hún við mig: „Nei sko, sjáðu alla litlu lækina“ og seinna í Mýrdalnum þegar hún benti mér á allar grænu hlíðamar; ég held að ég hafi þá fyrst farið að taka eftir fegurð náttúrunnar í kringum mig og enn þann dag í dag finnst mér Mýrdalurinn fallegasti staðurinn á íslandi og þó víðar væri leitað. Enda var það hennar ósk að fá að hvíla á sfnum fallegu bemskustöðv- um í skjóli dalsins síns græna. Sigríður Jóhannsdóttir SVAR MITT eftir Billy Graham Upp úr glötunargröfinni í leit minni að lífshamingju hef eg neytt allra bragða — kynnst fíkniefnum, áfengi, ólifnaði og jafnvel Satansdýrkun. Nú finn eg að eg er fastur í feninu. Eg sé enga leið til bjarg- ar. Er til einhver leið? Já, björgunarleið er til og hana má finna með hjálp Guðs. Tugir og þúsundir manna hafa fetað hana um aldirn- ar. Þeir sneru sér til Guðs. Þú getur líka farið þessa leið. Davíð konungur orti marga af sálmum Gamla testament- isins. Hann mælti: „Eg hef vonað og vonað á Drottin og hann laut niður að mér og heyrði kvein mitt. Hann dró mig upp úr glötunargröfinni, upp úr hinni botnlausu leðju og veitti mér fótfestu á kletti." (Sálm. 40, 1—2.) Þetta getur orðið rejmsla þín vegna þess að Guð elskar þig og hefur gert allt sem unnt var til að gera þig að barni sínu — þrátt fyrir allt sem á daga þína hefur drifið er þú snerir baki við honum. Guð sendi son sinn, Jesúm Krist, til þess að hann færði líf sitt að fóm fyrir syndir þínar á krossinum. Þú átt skilið dóm Guðs. En Kristur tók á sig dóminn sem þú og eg unnum til. „Kristur leið einu sinni fyrir syndir, réttlátur fyrir rangláta, til þess að hann gæti leitt oss til Guðs.“ (1. Pét. 3,18.) Hvað áttu þá að gera? Þér er sjálfum ljóst að þér ber fyrst og fremst að snúa þér frá syndum þínum, eins heiðar- lega og þér er unnt. Þetta er einmitt afturhvarf, að hverfa frá syndum sínum og til Jesú Krists. Bjóð þú síðan Jesú Kristi í trú að koma inn í hjarta þitt. Ef til vill finnst þér þetta alltof ótrúlegt til að taka mark á því. En Jesús Kristur vill í raun og sannleika verða veru- leiki í lífi þínu. Trúðu því að hann hafi dáið til þess að frelsa þig og fyrirgefa þér, og bið hann að verða drottin þinn og frelsari. Hann hefur lofað að koma til þín, í líf þitt, og hann getur ekki sagt ósatt. Lærðu síðan að ganga með Kristi dag hvem. í þessu atriði er Biblían sérstaklega mikilvæg því hún er orð Guðs, gefið okkur svo að við skiljum Guð og vilja hans varðandi líf okkar. Já, lífshættir þínir verða algjörlega nýir og þú þarft nú að „neyta allra bragða" til að halda þér frá fyrri lifnaðar- háttum. En Guð þráir að hjálpa þér, og eins er um trúaða, kristna menn. Guð blessi þig er þú snýrð þér til Krists og lærir að treysta honum. <7 4tt þú ósóttan Lottó-vinning? Vinningstölurnar á hálfu ári. 29. nóvember 1986 02 07 08 23 29 7. mars 1987 04 09 20 21 30 6. desember 1986 02 03101329 14. mars 1987 04 05101227 13. desember 1986 02 0317 28 32 21. mars 1987 02 0411 1531 20. desember 1986 02 05 0819 27 28. mars 1987 0912131723 27. desember 1986 041923 30 32 4. april 1987 0411 23 27 32 3. janúar 1987 0511 1621 31 11. april 1987 18 22 27 30 32 10. janúar 1987 02 07141531 18. april 1987 0414151929 17. janúar 1987 01 091017 23 25. april 1987 09102731 32 24. janúar 1987 01 0417 24 32 2. maí-1987 1011 1723 27 31. janúar 1987 01 03 0718 29 9. maí 1987 02 081416 20 7. febrúar 1987 05 091216 29 16. maí 1987 04 22 2526 29 14. febrúar 1987 01 02 0510 20 23. maí 1987 05 071214 29 21. febrúar 1987 1217192231 30. maí 1987 03 05 0810 26 28. febrúar 1987 0417 23 29 31 Tafla sem sýnir hversu oft hver tala hefur komið upp. p 1 r I! 1 1 t I i § œ 1t 1 1 il 1 I® 11 itnl ii i i i jl UL Li iili i JL 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23 24 25 26 27 28 29 30 31 32 Upplýsingasími: 685111 i/SiA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.