Morgunblaðið - 05.06.1987, Blaðsíða 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 5. JÚNÍ 1987
Bretland:
Forskot íhalds-
flokksins minnkar
St. Andrews. Frá Guðmundi Heiðari Frímannssyni, fréttaritara Morg^mblaðsins.
Morgunblaðið/PPJ
Beechcraft-flugvélin á Reykjavíkurflugvelli í fyrrakvöld, þar sem hún hafði skamma viðdvöld á leið-
inni yfir Atlantshaf. Flugmennirnir, sem voru svissneskir, tóCu hér eldsneyti áður en þeir héldu fiuginu
áfram. Flugvélin fórst skammt frá Glasgow og biðu Svisslendingarnir báðir bana.
Fórst við Glasgow í
flugi frá Reykjavík
VIKU fyrir kosningar hefur for-
ysta Ihaldsflokksins minnkað
verulega samkvæmt skoðana-
könnunum. í fyrsta skipti er
farið að tala í alvöru um, að eng-
inn flokkur fái meirihluta í neðri
málstofu breska þingsins.
í Daily Telegraph í gær, fimmtu-
dag, birti Gallup viðamestu skoð-
anakönnun, sem gerð hefur verið í
þessari viku. 2500 manns voru
spurðir um afstöðu þeirra til flokk-
anna síðastliðinn þriðjudag og
miðvikudag. Niðurstaðan varð:
íhaldsflokkurinn 40,5%, Verka-
mannaflokkurinn 36,5% og Banda-
lagið 21,5%. í síðastliðinni viku
hafði íhaldsflokkurinn í Gallup-
könnun 44,5%, Verkamannaflokk-
urinn 36% og Bandalagið 18%.
íhaldsflokkurinn hefur því hrapað
um 4%, Verkamannaflokkurinn hef-
ur ekki bætt nema hálfu prósenti
við sig, en staða Bandalagsins er
tekin að batna, eftir að fylgi þess
hafði stöðugt minnkað í fyrrihluta
kosningabaráttunnar.
Kosið er í einmenningskjördæm-
um hér í Bretlandi. í kosningabar-
áttunni er fyrst og fremst tekist á
um þau kjördæmi, þar sem mjóst
er á mununum á milli flokkanna.
Þau ráða úrslitum um fjölda þing-
manna. í þeim hafa verið gerðar
skoðanakannanir, sem hafa verið
að birtast síðastliðna daga. Þær
veita engar einhlítar upplýsingar
um skoðanir kjósenda í þessum
kjördæmum. En þó er ljóst, að
Verkamannaflokkurinn hefur sótt
þar verulega á.
Það kemur einnig í ljós í könnun-
unum, að 39% aðspurðra telja
Kinnock hafa staðið sig best í kosn-
ingabaráttunni, 23% nefna Thatc-
her, 9% Owen og 8% Steel. Þetta
þarf ekki að koma neinum á óvart,
sem fylgst hefur með kosningabar-
áttunni, eins og hún hefur verið háð
í fjölmiðlum hér í landi. Það er
áberandi, hve vel Kinnock hefur
tekist upp.
Þessar niðurstöður sýna í fyrsta
skipti, að forskot íhaldsflokksins
virðist ekki óbrúanlegt fyrir Verka-
mannaflokkinn. Það er ekkert, sem
enn bendir til, að hann verði stærsti
flokkurinn, en það gæti vel farið
svo, að enginn flokkur hefði hreinan
meirihluta í neðri málstofu breska
þingsins eftir kosningar. Þetta er
líkleg niðurstaða, ef fylgi íhalds-
flokksins heldur áfram að minnka,
en fyrir fjórum árum fékk flokkur-
inn 4% minna fylgi á kjördag en
hann fékk í skoðanakönnunum viku
fyrr.
Síðustu dagana fyrir kosningar
er búist við átökum um stefnu
Verkamannaflokksins í verkalýðs-
málum, en flokkurinn hefur skuld-
bundið sig til að afnema alla löggjöf
íhaldsflokksins í þeim málaflokki.
Verkamannaflokkurinn mun reyna
að beina athyglinni að heilbrigðis-
málum og Kinnock hefur leitast við
að skapa ágreining á milli Owen
og Steel, leiðtoga Bandalagsins, og
sagst vera til viðræðna við Steel,
en aldrei Owen. Bandalagið mun
reyna að fylgja eftir þessum bata
í skoðanakönnunum og freista þess
að endurtaka leikinn frá 1983, þar
sem það jók fylgi sitt verulega
síðustu viku kosningabaráttunnar.
Glasgow, Reuter.
TVEIR menn að minnsta kosti
fórust þegar fjögurra sæta eins-
hreyfils flugvél brotlenti er hún
átti skammt ófarið til Glasgow i
Skotlandi í fyrrinótt, samkvæmt
frétt Reuters-fréttastofunnar.
Sagði fréttastofan að flugvélin
hefði verið að koma frá
Reykjavík og horfið af ratsjám
skammt frá Glasgow.
Samkvæmt upplýsingum Sveins
Bjömsson hjá Flugþjónustunni á
Reykjavíkurflugvelli var flugvélin
af gerðinni Beechcraft Bonanza,
BE-33. Kom hún til Reykjavíkur frá
Gæsaflóa á Labrador klukkan 18.30
í fyrrakvöld og hélt áleiðis til Glas-
gow eftir skamma viðdvöl. Voru
tveir Svisslendingar á flugvélinni
og voru þeir að feija hana frá
Bandaríkjunum til heimalands síns.
„Ég var vakin upp klukkan þijú
í nótt og spurður um ferðir flugvél-
arinnar hér og sagt að hún hefði
farist skammt frá Glasgow. Meira
hef ég ekki heyrt og veit ekki hvað
hugsanlega hefur gerst," sagði
Sveinn Bjömsson í gær.
VÖRN GEGN VEÐRUN
Það er misskilningur að járn þurfi að veðrast.
Alltof lengi hafa menn trúað því að galvaníserað
járn eigi að veðrast áður en það er málað. Þannig
hafa menn látið bestu ryðvörn, sem völ er á
skemmast og afleiðingin er ótímabær ryðmyndun.
Með réttum HEMPELS grunni má mála strax
og lengja þannig lífdaga bárujárns verulega.
HEMPELS þakmálning er sérhæfð á bárujárn
og hefur frábært veðrunarþol.
íslenskt veðurfar gerir meiri kröfur til utanhússefna en
veðurfar flestra annara landa. Ef steinn er óvarinn við þessar
aðstæður grotnar hann niður á skömmum tíma, aðallega
vegna frostþíðuskemmda og áhrifa slagveðurs við útskolun
fylliefna steinsteypunnar. Steinsílan gefur virka vörn gegn
þess konar áhrifum.
Opin veggjamálning, grunnur jafnt og yfirefni á stein, múr-
stein og eldri málningu. Hefur afbragðs þekju og mikið veðr-
unarþol. Fjöldi lita sem halda skerpu sinni lengi án þess að
dofna.
SIIPPFEIAGIÐ
Dugguvogi 4 104 Reykjavík 91*8 42 55
ÞAKMÁi MiMfi 5187