Morgunblaðið - 05.06.1987, Blaðsíða 36
36
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 5. JÚNÍ 1987
GENGIS- SKRÁNING
Nr. 103 - 4. júní 1987
Ein.Kl. 09.15 Kr. Kaup Kr. Sala ToU- gengi
Dollari 38,840 38,960 38,990
Stpund 63,165 63,361 64,398
Kan.dollari 28,980 5,6773 29,069 29,108
Dönskkr. 5,6949 5,6839
Norskkr. 5,7707 5,7886 5,7699
Sænskkr. 6,1276 6,1466 6,1377
Fi.mark 8,7963 8,8235 8,8153
Fr.franki 6,3895 6,4092 6,4221
Belg. franki 1,0308 25,8589 1,0340 1,0327
Sv.franki 25,9387 26,7615
Holl.gyllini 18,9565 19,0151 18,9931
V-Þ.mark 21,3641 21,4301 21,39%
ft.Ura 0,02951 0,02960 0,02962
Austurr. sch. 3,0404 3,0498 3,0412
Port. escudo 0,2736 0,2745 0,2741
Sp.peseti 0,3067 0,3076 0,3064
Jap.yen 0,26972 0,27056 0,27058
Irsktpund 57,190 57,367 57,282
SDR(Sérst.) 50,0860 50,2412 50,0617
ECU.Evrópum. 44,2815 44,4183 44,3901
SUMARLEGTÁ
STÖDVUM ESSO
Nú er hægt að Ijúka undirbúningi
ferðarinnar í rólegheitum á bensínstöðvum
Esso. Þar finnst margt nauðsynlegt í
sumarfríið: íþróttaskór, trimmgallar, stígvól eða
regngallar handa krökkunum, veiðistöng
handa mömmu, grill handa pabba
og ... bensín á bilinn.
Líttu inn í leiðinni,
það er margt girnilegt í hillunum
hjá Esso!
Góða ferð!
íþróttaskór frá 350 kr.
Trimmgallar frá 1190 kr.
(peysa, bolur, buxur)
Stígvél frá 580 kr.
Regngallar frá 944 kr.
Olíufélagiðhf
Morgunblaðið/Ól.K.M.
Við upphaf formlegra stjórnarmyndunarviðræðna fulltrúa Sjálfstæðisflokks, Alþýðuflokks og Framsóknarflokks síðdegis í gær. Frá
vinstri: Guðmundur Bjarnason, (Framsóknarflokki), Jóhanna Sigurðardóttir og Jón Baldvin Hannibalsson, (Alþýðuflokki), Steingrím-
ur Hermannsson, (Framsóknarflokkii), Þorsteinn Pálsson, (Sjálfstæðisflokki), Halldór Ásgrímsson, (Framsóknarflokki), Jón Sigurðsson,
(Alþýðuflokki), Ólafur G. Einarsson og Friðrik Sophusson (Sjálfstæðisflokki).
Fyrsti dagur þriggja flokka viðræðna;
Framsóknarmenn
sagðir draga fætuma
FYRSTI dagur formlegra stjórnarmyndunarviðræðna Alþýðu-
flokks, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks hófst með fundi
formanna flokkanna þriggja í gærmorgun og kl. 14.30. Hófust
svo eiginlegar viðræður viðræðunefnda flokkanna og stóðu til
um 17.30. Viðræðurnar fara fram í húsakynnum Verkamannafél-
agsins Dagsbrúnar og Sjómannafélags Reykjavíkur að Lindargötu
9. Jón Baldvin Hannibalsson, sem leiðir viðræðurnar var ánægð-
ur með þetta upphaf og greindi frá því á fundi með fréttamönnum
í gær. Þorsteinn Pálsson sagðist ekki geta lagt mat á það hvort
þokað hefði í samkomulagsátt, - viðræðurnar væru á byijunar-
stigi, en Steingrimur Hermannsson neitaði með öllu að ræða við
fréttamenn. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins er mjög þungt
hljóðið í framsóknarmönnum og áhugi á þessari stjórnarmyndun-
artilraun takmarkaður. Einn viðmælandi Morgunblaðsins orðaði
það þannig í gær að framsóknarmenn drægju fæturna í þessum
viðræðum og væru einungis í þeim til málamynda.
„Svo Q'arri því. Það væri vissu-
lega ósanngjamt að segja að
málflutningur og rökræður fram-
sóknarmanna hér væri til
málamynda," sagði Jón Baldvin,
er hann var spurður hvort hann
mæti þátttöku framsóknarmanna
í viðræðunum á ofangreindan
hátt.
í gær var rætt sérstaklega um
fyrstu aðgerðir í efnahagsmálum
og hugmyndir um heildarupp-
byggingu á tekjuöflunarkerfí
ríkisins. „Ég hef trú á því, ef
menn fara af alvöru í þessar við-
ræður, þá geti þær leitt til niður-
stöðu, en auðvitað tekur það
einhvem tíma að ná samstöðu,"
sagði Þorsteinn Pálsson að fund-
inum loknum.
„Við erum að ræða um mögu-
leika á myndun meirihlutastjómar
þeirra þriggja flokka sem sitja
núna við fundarborðið og það
væri algjörlega út í hött að fara
að ræða um möguleika á myndun
einhvers konar annarri ríkisstjóm
á meðan við erum að reyna að
mynda þessa. Ég tel þetta vera
vænlegasta kostinn sem fyrir
hendi er og raunverulega eina
vænlega meirihlutakostinn sem
möguleiki er á og menn ættu ekki
að fara að ræða um aðra hluti á
fyrsta degi þessara viðræðna,"
sagði Þorsteinn er hann var spurð-
ur álits á þeirri skoðun framsókn-
armanna að mun vænlegri stjóm
væri myndun minnihlutastjómar
Sjálfstæðisflokks og Framsóknar-
flokks með stuðningi Stefáns
Valgeirssonar.
„Þetta voru alvömstjómar-
myndunarviðræður. Við ræddum
stuttlega um markmiðslýsingu og
því næst fóm fram mjög ýtarlegar
umræður um fyrstu aðgerðir til
þess að treysta jafnvægi í efna-
hagsmálum, bæði á sviði ríkis-
fjármála og peningamála," sagði
Jón Baldvin á fundi með frétta-
mönnum í gær.
Jón Baldvin greindi frá því að
ákveðið hefði verið að setja undir-
nefnd flokkanna þriggja til þess
að ijalla saman um þau atriði sem
rædd vom í gær. Formenn flokk-
anna munu tilnefna menn í þá
nefnd í dag.
Jón Baldvin sagði að það mið-
aði miklu greiðar í þessum
viðræðum en þeim stjómarmynd-
unarviðræðum sem hann hefði
tekið þátt í fram að þessu. Hann
sagðist telja að á þessu síðdegi í
gær hefði miðað áleiðis i sam-
komulagsátt. Á hvern hátt var
hann spurður og svar hans var á
þennan veg: „Á þann hátt að það
er nú þegar á þessu síðdegi búið
að fara yflr að sumu leyti stærsta
málið, þ.e.a.s. nefna lykilatriðin
og ræða um heildarendurskoðun
á tekjuöflunarkerfí ríkisins."
Viðræðum verður fram haldið
í dag og hefjast fundir kl. 10 fyr-
ir hádegi. Jón Baldvin sagðist vilja
vinna þetta nokkuð stíft og dagur-
inn í dag færi í að ræða stefnu
ríkisstjómarinnar í atvinnumál-
um. Byijað yrði á að ræða
landbúnaðarmálin og síðdegis yrði
rætt um fiskveiðistefnu, málefni
sjávarútvegs og flskiðnaðar.
Mánudaga - fímmtudaga
Föstudaga
Laugardaga
Sm
kl.9-18
kl. 9-2100
A1IKLIG4RDUR
MIKIÐFmiRLtm