Morgunblaðið - 05.06.1987, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 05.06.1987, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 5. JÚNÍ 1987 Hallgrímskirkja: efni af vígsluári myndlist, leiklist og níu tónleikar KIRKJULISTAHÁTÍÐ í tUefni af vígsluári Hallgrímskirkju er hefst á morgunn, laugardaginn 6. júni. Framkvæmd hátíðarinn- ar er í höndum Listvinafélags Hallgrímskirkju og Mótettukórs Hallgrímskirkju. Að sögn Harðar Áskelssonar, organista, sljórn- anda Mótettukórsins mun ætlunin vera að halda slíka hátíð á tveggja ára fresti, eða þau ár sem ekki er haldin Listahátíð í Reykjavík. Tildrögin að hátíðinni, sem stendur í átta daga, sagði Hörður að væru stórauknir möguleikar til listastarfsemi í kjölfar vígslu kirkjunnar. Aðaláherslan hefur verið lögð á kirkjutónlist, en einnig verður boðið upp á myndlist og leiklist. Alls verða haldnir níu tónleikar á hátíðinni, fimm aðaltónleikar og femir hádegistónleikar. f forkirkj- unni verður sýning á verkum Snorra Sveins Friðrikssonar. Eru það tíu vatnslitamyndir sem Snorri málaði við §óra Passíusálma, númer 32, 35, 44 og 45, en þeir sálmar §alla um krossferð Krists og dauðann á krossinum. Þá mun Leikhúsið í kirkjunni verða með sérstaka auka- sýningu á leikritinu um Kaj Munk, föstudaginn 12. júní, klukkan 20.30. Helgihaldið verður með ijöl- breyttu sniði, enda tengist hátíðin einni af aðalhátíðum kirkjunnar, hvítasunnunni. Setning og opnunartón- leikar Hátíðin verður opnuð laugardag- inn 6. júní, klukkan 17.00, með flutningi óratóríunnar „Jesúpassía" eftir Oskar Gottlief Blarr. Um 200 manns taka þátt í flutningi órato- ríunnar, Kór Neanderkirkjunnar í D“usseldorf, sem telur 80 manns, 60 manna Skólakór Kársness, Sin- fóníuhljómsveit íslands, málmblás- arar úr Lúðrasveitinni Svanurinn og sex einsöngvarar. Tveir íslenskir söngvarar taka þátt í óratoríunni, þeir Viðar Gunnarsson, bassi, sem fer með hlutverk Krists og Magnús Þ Baldvinsson, bassi, sem syngur hlutverk æðstaprestsins. Höfundur óratoríunnar, Oskar Gottlieb Blarr, stjómar flutningi hennar. „Hann fæddist í Austur— Prússlandi, en lærði kirkjutónlist og slagverksleik í Hannover," sagði Hörður. „Hann hefur leikið orgel- verk inn á margar hljómplötur, einkum eigin umskriftir á verkum annarra höfunda og hlotið verðlaun fyrir. Á síðustu árum hafa tónsmíð- ar orðið fýrirferðarmeiri í störfum hans og hann hlotið margs konar viðurkenningar. „Jesúpassían" var samin eftir eins árs dvöl Blarrs í ísrael, þar sem hann safnaði þjóðlegum stefjum og varð fyrir miklum áhrifum f um- hverfí landsins helga. Texti verks- ins er bæði úr ritum Gamia Testamentisins og Guðspjöllunum, auk ljóða eftir núlifandi ljóðskáld og er að mestu leyti á hebresku." Vortónleikar Mótettu- kórsins Mótettukórinn verður með tvenna tónleika, með tveimur ólík- um efnisskrám. Kórinn er nú að ljúka fimmta starfsári sínu. Hann hefur til þessa haldið sína árlegu vortónleika í Kristskirkju. Á fyrri tónleikunum í Hallgrímskirkju, sem verða haldnir mánudaginn 8. júní, klukkan 17.00, syngur kórinn ein- göngu kórtónlist án undirleiks, þar Mótettukór Hallgrímskirkju. Stjómandi Hörður Áskelsson á meðal nokkrar þeirra raddsetn- inga við sálma Hallgríms, sem kórinn hefur sungið frá upphafi. Auk þess verða sungnar motettur eftir rómantísku tónskáldin Brahms og Mendelssohn og fjórar mótettur eftir Aaron Copland. Þá flytur kór- inn Ave Maria eftir Hjálmar H Ragnarsson og að síðustu verður frumflutt nýtt verk eftir Gunnar Reyni Sveinsson, „Fyrir þitt friðar- orð,“ en það verk samdi Gunnar Reynir í tilefni vígslu Hallgríms- kirkju yfir sálminn „Jesú, mín morgunstijama." Seinni tónleikar Mótettukórsins eru Bach—tónleikar, laugardaginn 13. júní. Þar verða fluttar tvær mótettur fyrir tvo kóra og einsöng- skantötu, emð undirleik kammer- sveitar. Einsönginn syngur Margrét Bóasdóttir. Mótettumar sem sungnar verða em, „Der Geist hilft unsrer Schwachheit auf“ og „Singet dem Herm ein neues Lied.“ í þess- um verkum er Mótettukómum skipt Björn Steinar Sólbergsson, orgelleikari Úr sýningu Leikhússins í kirkjunni á Kaj Munk Listahátíð í til- íslandsvinur hlaut Pulitzerverðlaun Reuter Richard Eder við ritvél sína á skrifstofunni í JBoston. BANDARÍSKI blaðamaður- inn og bókmenntagagnrýn- andinn Richard Eder, sem nú starfar sem aðalbókmennta- gagnrýandi Los Angeles Times hlaut nýverið Pulitzer- verðlaunin fyrir störf sin á liðnu ári. Eder er sérstakur íslandsvinur og hefur skrifað af einskærum skilningi og næmleik um ísland, íslenska menningu og tungu, eins og Matthías Johannessen rit- stjóri Morgunblaðsins benti á í grein sinni, Bréf til vinar: Af list og peningum, sem birt- ist í Morgunblaðinu 6. mars sl. Þar segir Matthías m.a. um Eder: „Hann hefur nýlega skrifað einhvetja innlifuð- ustu grein um ísland sem ég hef lesið eftir erlendan blaða- mann. Það eru fáir útlendir blaðamenn sem hafa þetta land í fingurgómunum." Richard Eder var um margra ára skeið fréttamaður The New York Times víðs vegar um heim- inn. Hann skrifaði um valdatöku Kastro á Kúbu frá Kúbu, og átti við Kastro löng einkaviðtöl. Hann var einnig í Tékkósló- vakíu 1968 og víðar hefur hann verið á staðnum, einmitt á þeim tíma sem nútímasagan var að gerast. Eder var yfírmaður fréttasot- fu New York Times í París frá 1978 til 1982, en snéri þá aftur til Bandaríkjanna, eftir margra ára fjarveru. „Ég snéri mér að bók- mennta-, leikhús- og kvik- myndagagnrýni eftir að ég snéri aftur til Bandaríkjanna og starf- aði sem slíkur hjá The New York Times, en áður hafði ég sinnt slflcum störfum, í hluta- starfi. Ég gerði mér fljótlega grein fyrir því að ég vildi ein- ungis starfa á þessu sviði, þannig að fyrir Qórum árum síðan þá flutti ég mig um set og hóf störf hjá Los Angeles Times," sagði Eder í stuttu sam- tali við Morgunblaðið. Hann fluttist þá til New York, en þaðan til Boston, þar sem hann er nú búsettur. Hann er nú aðalbókmennta- gagnrýnandi Los Angeles Times, og ritar gagnrýni um tvær bækur á viku, sem hann velur sjálfur úr mörgum tuga bóka sem honum berast i viku hverri. Hann ritar einungis um alvarlegar bókmenntir og ljóð- list. Eder var spurður hvort það hefði komið honum á óvart að honum hlotnaðist þessi mesti heiður sem blaðamaður eða gagnrýnandi getur fengið í Bandaríkjunum: „Nei, ég get nú ekki sagt að þetta hafí kom- ið algjörlega flatt upp á mig,“ segir Eder og hlær við. Valið fer þannig fram að það er fjöl- miðillinn sjálfur sem maður starfar hjá, sem velur til tilnefn- ingar ákveðinn starfsmann og sendir síðan 12 sýnishom af verkum þeim sem unnin hafa verið á árinu á undan. Það sem gerðist hjá mér var að Los Angeles Times útnefndi mig annað árið í röð til þess að keppa um þessi verðlaun. Síðastliðið ár þá vladi Pulitzemefndin mig í hóp þeirra þriggja sem lokava- lið stendur um og nú varð ég hlutskarpastur. Auðvitað er ég ósköp ánægður með þessa við- urkenningu, en það er nú ekki eins og líf mitt taki stórkostleg- um stakkaskiptum við þetta," segir Eder og er hinn rólegasti, þrátt fyrir þá viðurkenningu sem honum hefur hlotnast. Eins og kemur fram hér að ofan í tilvitnun í grein Matthías- ar Johannessen birtist í vetur í L.A. Times grein um ísland eft- ir Eder. Hann var staddur hér á landi í efnisöflun á sl. sumri og hefur ritað tvær greinar um land og þjóð síðan. Hin síðari mun birtast í bandaríska tíma- ritinu Signature innan skamms, skreytt fjölda fagurra litmynda héðan.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.