Morgunblaðið - 05.06.1987, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 05.06.1987, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 5. JÚNÍ 1987 Fjórða frjálsa útvarpsstöðin: Sljarnan sækir hug- myndir til hlustenda ÚTVARPSSTÖÐIN Sfjarnan hóf útsendingar kl. 14.00 í gær. Stöð- in er í eigu Þorgeirs Astvaldsson- ar, Jons Axels Ólafssonar og Gunnlaugs Helgasonar sem mynda dagskrárstjórn, auk Ólafs Laufdal og auglýsingastofunnar Ljósra Punkta. Stjaman sendir út allan sólarhringinn á FM- bylgju 102,2. Nást útsendingar hennar um allt Faxaflóasvæðið, á Suðurnesjum og Snæfelsnesi að hluta. „Stöð sem sendir út allan sólar- hringinn hlýtur að byggja dag- skrána á tónlist að miklum hluta," sagði Hafsteinn Vilhelmsson fram- kvæmdastjóri aðspurður um dagskrárstefnu Stjömunnar. „Við gerum okkur grein fyrir því að þessi útvarpsstöð nýtur ekki þess með- byrs sem Bylgjan hafði í upphafí. Við leggjum þvi allt kapp á að brydda upp á nýjungum, jafnt í fréttatímum og þáttargerð. Á næstunni opnum við símsvara þar sem hlustendur geta lesið inn skoðanir sínar á stöðinni og tillög- ur. Það verður mikið kapp lagt á að ná til hlustenda með öllum ráðum og sækja hugmyndir um dagskrána frá þeim.“ Aðstandendur stöðvarinnar, full- trúar annarra fjölmiðla og þáttak- endur í Fegurðarsamkeppni Islands voru meðal þeirra sem safnast höfðu saman í húsakynnum stöðv- arinnar við Sigtún í gær til að vera vitni að þessum tímamótum. Jón Axel Ólafsson sem stjómaði fyrstu útsendingunni hafði vaðið fyrir neð- an sig, fyrstu mínútur dagskrárinn- ar höfðu verið festar kirfilega á segulband kvöldið áður. Hans beið því ekki annað en að_ ýta á hnapp til að ræsa tækin. Á meðan gaf Þorgeir Ástvaldsson sér tíma til að líta yfir handrit fyrsta dagskrárliðs- Morgunblaðið/Júlíus Aðstandendur Stjörnunnar: Helgi Rúnar Óskarsson dagskrárgerð- armaður, Þorgeir Ástvaldsson, Hallur Leópoldsson markaðsstjóri, Jón Axel Ólafsson, Gunnlaugur Helgason og Hafsteinn Vilhelms- son framkvæmdasljóri sem situr. Jón, Þorgeir og Gunnlaugur eru hluthafar í Sljömunni og mynda dagskrárstjóra. ins, þætti þar sem útvarpsmenn Stjömunar voru kynntir hlustend- um. Þegar fímm mínútur lifðu af fjórtándu klukkustund dagsins beið stór áhorfendahópur við glugga talstofunnar. Einhver spurði áhyggjufullur hvort klukkan á veggnum væri ekki örugglega rétt. Ýmsir vildu staðfesta að svo væri, „Það tókst...“, Sljaraan er kviknuð. Jón Axel og Gunn- laugur fallast í faðma en Helgi Rúnar fyglist með. en spyrill talldi þó öruggara að inna „Frú klukku" eftir þessu. Klukkan reyndist hárrétt. Á slaginu tvö stöðvaði útsending- arstjórinn síbylju sem hljómað hafði á útvarsbylgjunni síðan í morgunsá- rið og kveikti á segulbandinu. Kynningarstef stöðvarinnar fór út á öldur ljósvakans og að því búnu söng Ríó-tríóið lag Jóns Múla Áma- sonar um fröken Reylqavík. Fimmta útvarpsrásin sunnan heiða var tekin til starfa og fjórða „fijálsa" útvarpsstöðin. VEÐURHORFUR í DAG, 05.06.87: YFIRLIT á hádegi í gær: Meðfram austurströnd Grænlands er hæðarhryggur sem þokast austur. Yfir Skandinavíu er 1000 milli- bara nærri kyrrstætt lægðarsvæði. SPÁ: Fremur hæg noröaustanátt um mest allt land. Smáskúrir á suður- og suövesturlandi en þokubakkar á annesjum noröanlands. Annars staðar skýjað en þurrt. Hiti á bilinu 10 til 15 stig sunnan- lands en 6 til 11 stig fyrir norðan. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: LAUGARDAGUR og HVÍTASUNNUDAGUR: Hæg breytileg átt og hlýtt yfir daginn inn til landsins en svalara við ströndina. Víöast bjart veður og þurrt um allt land. TÁKN: Heiðskírt Léttskýjað Hálfskýjað Alskýjað /, Norðan, 4 vindstig: ' Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. / / / r r r r Rigning r r r 10 Hitastig: 10 gráður á Celsíus \J Skúrir V Él — Þoka = Þokumóða * / * / * / * Slydda / * / * * * * * * * Snjókoma * * * ’, ’ Súld OO Mistur —j- Skafrenningur Þrumuveður VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12.00 í gær að fsl. tíma Akureyrl hlti 10 veöur alskýjað Reykjavfk 10 skúr Bergen 15 léttskýjað Helsinki 11 rignlng Jan Mayen 3 rignlng Kaupmannah. 12 þokumóða Narssarssuaq 7 alskýjað Nuuk 4 alskýjað Osló 16 léttskýjað Stokkhólmur 16 skýjað Þórshöfn 9 skýjað Algarve 28 helðskfrt Amsterdam 18 skýjað Aþena Barcelona 21 vantar þokumóða Berlín 15 súld Chicago 13 léttskýjað Feneyjar 20 rigning Frankfurt 16 skúr Hamborg 16 skúr Las Palmas 28 helðskfrt London 16 skúr LosAngeles 16 léttskýjað Lúxemborg 15 alskýjað Madrfd 26 léttskýjað Malaga 33 helðskfrt Mallorca 29 léttskýjað Miami 27 skýjað Montreal 18 skýjað NewYork 16 rigning Parfs 18 skúr Róm 12 skýjað Vín 21 úrkomafgr. Washington 21 þokumóða Winnipeg 12 skúr Utanríkisráðuneytið: Vonbrigðum lýst við þýsk sljómvöld vegna hvalamálsins SENDIRÁÐ íslands í Bonn hefur afhent þýska utanríkisráðuneyt- inu orðsendingu, þar sem ráðuneytinu er þakkað fyrir af- skipti þess af því, að nýlega var aflétt kyrrsetningu hvalkjöts- farmsins í Hamborg. Jafnframt er lýst vonbrigðum ríkisstjórnar íslands yfir því málamiðlunar- samkomulagi milli þýskra ráðuneyta, sem lagt var til grandvallar við afhendingu farmsins til Eimskipafélags ís- lands. í orðsendingunni er á það bent, að lagt hafi verið fram vottorð íslenskra stjómvalda, sem ríkis- stjóm íslands hljóti að ætlast til að vinveittar ríkisstjómir virði. Valdi það miklum vonbrigðum að slíkt hafi ekki verið gert. Þessu næst er bent á, að hvorki hafí umrædd sending átt að fara á markað í Þýskalandi, né hafi átt að flytja hana yfír þýskt land- svæði. Eingöngu hafí átt að umskipa henni í japanskt skip í fríhöfn. Um slíka höfn hljóti, að áliti íslendinga, að gilda sú regla að svæðið sé, í lagalegum skiln- ingi, ekki innan landamæra hlutað- eigandi ríkis og afskipti af vömsendingum þar hljóti því að takmarkast við að forða hættu- ástandi. Nú hafi hins vegar komið í ljós, að þýsk stjórnvöld telji sig geta beitt öllum þýskum lögum og reglugerðum um vörusendingar í fríhöfnum og jafnframt geti ein- stakir hópar framkvæmt þar sínar „rannsóknir". Þessar staðreyndir hljóti óhjámkvæmilega að vekja vissa athygli skipafélaga. Loks segir í orðsendingunni, sem afhent var í Bonn, að með hliðsjón af því, sem þar hafi verið rakið, sé það skoðun ríkisstjómar íslands, að hvorki sé réttmætt að íslenska skipaféíagið né eigandi farmsins þurfi að bera geymslukostnað í Hamborg eða aukakostnað vegna viðbótarflutnigns. Skarfur seldi fyrir 4,6 milljónir. SKARFUR GK seldi 93 tonn í Grímsby í gærmorgun. Uppistaða aflans var þorskur, en einnig eitthvað af ýsu og ufsa. Meðalverðið var 49,06 krónur og fengust samtals 4,6 milljónir króna fyrir aflann. Borgaraflokkurinn: Helena hætt sem framkvæmdastjóri Landsfundur fyrirhugaðar í haust HELENA Albertsdóttir hefur hætt störfum sem framkvæmda- stjóri Borgaraflokksins að eigin ósk og hefur nýr framkvæmda- stjóri ekki verið ráðinn, sam- kvæmt upplýsingum sem Morgunblaðið fékk á skrifstofu flokksins í gær. Fyrsta kjördæmafélag flokksins var stofnað formlega í gærkvöldi í Hafnarfirði. Verið er að undirbúa stofnun slíkra ráða um allt land og er fyrirhugað að halda landsfund Borgaraflokksins í september í haust, þar sem formaður og vara- formaður flokksins verða kjömir. Flokkurinn hefur flutt aðalskrif- stofu sína í Reykjavík frá Sigtúni 7, þar sem kosningaskrifstofa flokksins var, að Hverfisgötu 82, 3. hæð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.