Morgunblaðið - 20.06.1987, Page 2

Morgunblaðið - 20.06.1987, Page 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. JÚNÍ 1987 Höfundar burðarþolsskýrslunnar: Draga fyrri fullyrðingar um jarðskjálftaþol til baka Segja að skýrslan hafi verið misnotuð og rangtúlkuð STARFSHÓPURINN sem vann hina umdeildu skýrslu um burð- arþol húsa í Reykjavík sendi í gær frá sér greinargerð. Þar segir að niðurstöður skýrslunnar hafi verið yfirfarnar með tilliti til yfirlýsingar byggingarfulltrú- ans í Reykjavík um að lægri álagsstuðull gildi í borginni en gert var ráð fyrir í forsendum nefndarinnar. Því sé ljóst að þau fjögur hús sem gerð var athuga- semd við varðandi jarðskjálfta- þol standist þessar kröfur. Einnig er bent á að þótt ein- hverjum atriðum sé áfátt í hönnun húsa gegn jarðskjálfta- álagi þá þýði það ekki að viðkom- andi byggingar séu i hrunhættu. Nefndarmönnum þykir miður hvemig reynt hafi verið „að mis- nota verk þeirra til að koma óorði á einstaklinga og jafnvel stimpla sem fúskara," segir orðrétt í grein- argerðinni. Benda þeir á að allt orki tvímælis, eins og fram hafí komið séu gögn oft óljós og því matsatriði hvemig túlka beri ein- stök atriði í stöðlum ef þeir eru fyrir hendi. Lögð hafí verið áhersla á að viðurkenndir hönnuðir með Flugsljór- ar fengu 17% hækkun FLUGSTJÓRAR í þjónustu Flug- leiða samþykktu nýgerðan kjarasamning á félagsfundi á fimmtudagskvöld. Að sögn Vil- hjálms Auðuns Þórðarsonar formanns Félags atvinnuflug- manna hækka laun flugmanna um 17% frá fyrri samningi. Aðr- ar breytingar eru þær helstar að vaktaálag kemur nú á laun, sem hefur lengi verið krafa flug- manna. Kjarasamningurinn gildir frá síðastliðnum áramótum til þeirra næstu. „Þetta er nokkum veginn í samræmi við þær kröfur sem við gerðum," sagði Vilhjálmur . en kvaðst ekki tilbúinn að ræða nánar hverjar kröfumar hefðu verið. Flugmenn hjá Amarflugi eru að heija viðræður við vinnuveitendur sína. Kristinn Sigtryggsson fram- kvæmdastjóri sagði að samningar væm skammt á veg komnir. Ekki væri hægt að segja hvort Flugleiða- samningurinn gengi yfír báða hópana, en þeir hafa jafnan verið nokkuð samstiga. áralanga reynslu gerðu könnunina og hafí til þess valist sérmenntaðir menn með yfir fímmtán ára starfs- reynslu. Þeim sé ljóst að ágreining- ur geti risið um niðurstöðu könnunarinnar varðandi þau hús þar sem lítið skorti á að þau stæð- ust allar kröfur. Jóhann vann Lerner JÓHANN Hjartarson vann i gær skák sína gegn Bandaríkjamann- inum Lemer en Margeir Péturs- son tapaði gegn Dolmatov frá Sovétrikjunum. Bæði Margeir og Jóhann voru með svart i skákum sínum í gær. Eftir sigurinn í dag er Johann í 3-5. sæti en hann hefur hlotið fjóra vinninga sam- tals. Sovétmennimir Romanishin og Domatov eru nú efstir á mótinu með §óran og hálfan vinning hvor. í dag teflir Jóhann við Vasjukov en Margeir við Lemer. Þeir eru báðir sovéskir stórmeistarar. Nefndin hefur ákveðið að hönn- uðir viðkomandi húsa geti komið að máli við hana og rætt um mann- virki sín, enda hafi slíkt þegar gerst í nokkrum tilvikum. „Heildamiðurstaða könnunarinn- ar er þó ljós, það er að segja ástand þessara mála er ekki nægilega gott og endurbóta er þörf á ýmsum svið- um svo sem varðandi staðlagerð, eftirlit og almenna þekkingaröfl- un,“ segir í lokaorðum greinargerð- arinnar. Sjá frásögn af ráðstefnu um burðarþol bygginga á bls. 46-47. Með sjúkraflugi frá Spáni PILTARNIR tveir er urðu fyrir bifreið á Benid- orm á Spáni síðdegis á þriðjudag lentu á Reykjavíkuflugvelli rétt uppúr níu í gærkvöldi með þotu frá Þotuflugi hf. Þeir voru fluttir þaðan rakleiðis á Borgarspítalann og mun líðan þeirra vera nokkuð góð eftir atvikum. Annar piltanna er ilia skorinn á baki en hinn er fót- brotinn. Á myndinni sjást sjúkrabílstjórar bera annan piltanna út úr flugvél Þotuflugs á Reykjavíkurflugvelli í gærkvöldi. Morgunblaðið/Þorkell Vaðalfjöll við Bjarkarlund í Reykhólasveit. Kosið í Reyk- hólahreppi KOSIÐ er í dag í hinum ný- stofnaða Reykhólahreppi og eru tveir listar í framboði. Alls eru um 265 manns á kjörskrá. Reykhólahreppur varð til við sameiningu fimm hreppa, Reykhóla-, Flateyjar-, Geira- dals,- Gufudals- og Múlahrepps og tekur sameingin formlega gildi 4. júli nk. Eins og áður sagði em tveir listar í framboði, U og R listar. Aðalmenn á U-lista, sem borinn er fram af fráfarandi sveitar- stjómum í öllum hreppum, em Guðmundur Ólafsson, Gmnd, Áshildur Vilhjálmsdóttir, Króks- fjarðamesi, Einar Hafliðason, Fremri Gufudal, Jóhannes Gísla- son, Skáleyjum, Smári Baldvins- son, Borg, Karl Kristjánsson, Gautsdal, og Valdimar Jónsson, Reykhólum. Aðalmenn R-lista, sem borinn er fram af samtökum um eflingu byggðar í Reykhólum, em Stefán Magnússon, Reykhólum, Haf- steinn Guðmundsson, Flatey, Daníel Jónsson, Ingunnarstöðum, María Björk Reynis(ióttir, Reyk- hólum, Dagný Stefánsdóttir, Seljanesi, Halldór Gunnarsson, Gilsfjarðarmúla og Sólrún Ósk Gestsdóttir, Reykhólum. Kosið er í fjórum kjördeildum. Geiradalskjördeild er í Kross- fjarðamesi, Reykhólakjördeild á Reykhólum, Gufudalskjördeild á Skálanesi og Flateyjarlqördeild í Flatey. Engin kjördeild er fyrir Múlahrepp. Þar er einungis einn á kjörskrá og er hann á sjúkra- húsi í Reykjavík. Talið verður í samkomusalnum á Reykhólum þegar gögn hafa borist úr kjör- deildum, en þeim er heimilt að hafa opið til 23. Viðbrögð við frjálsu fiskverði: Bindast fiskverkendur sam- tökum um lágmarksverð? Uppboðsmarkaðir á landsbyggðinni forsendur sérhæfingar FORRÁÐAMENN fiskvinnslustöðva á landsbyggðinni íhuga nú hvemig bregðast eigi við nýjum aðstæðum í atvinnugreininni, fijálsu verðlagi og uppboðsmörkuðum. Viðmælendur blaðamanns töldu líklegt að samtök yrðu mynduð á ákveðnum svæðum um fast lág- marksverð. Einn þeirra, sem kvaðst ekki ánægður með ráðstöfun verðlagsráðs, komst svo að orði að ráðið hefði velt vanda iðnaðarins yfir á „mörg lítil verðlagsráð" úti um land. Þótt fiskverkendur úti á landi skorti ekki vilja til þess að sérhæfa fyrirtæki til hagræðing- ar er sá möguleiki ekki fyrir hendi þar sem þeir hafa ekki aðgang að fiskmörkuðum fyrir sunnan, var samdóma álit þeirra sem rætt var við. Framkvæmdastjórar fískiðjuvera á Snæfellsnesi funda einhvem næstu daga til þess að koma sér saman um ákveðið verðlag á svæð- inu, að sögn Rögnvalds Olafssonar í Hraðfrystihúsi Hellissands. Hann sagði að líklega myndu Sambands- frystihúsin ekki verða þátttakendur í þessu samkomulagi. í frétt blaðsins í gær var greint frá því að Grandi í Reykjavík inn- leiði nú sérhæfíngu í þremur físk- tegundum og hafí tekið upp gjörbreytta verðskrá sem miðast við að aðeins verði keyptur sá afli sem hentar vinnslunni. Rögnvaldur sagði að sérhæfíng kæmi aðeins til greina á þeim svæðum sem hefðu aðgang að uppboðsmarkaði. „Að sjálfsögðu leiðir sérhæfing til hag- ræðingar, eins og Danir hafa sýnt fram á. Við þurfum hinsvegar að taka allan físk án tillits til að- stæðna, jafnvel marhnút ef svo bæri undir.“ Guðmundur Karlsson fram- kvæmdastjóri Fiskiðjunnar í Vestmanneyjum sagði að sérhæfíng væri til umræðu innan fyrirtækis- ins, en Ijóst væri að það myndi taka langan tíma að hrinda henni í fram- kvæmd. „Það má segja að litið sé á físk- vinnslufyrirtæki úti á landi sem einskonar þjónustu við byggðarlag- ið og við höfum talið okkur skylt að taka við öllum afla og greiða fyrir hann fullt verð,“ sagði Guð- mundur. Hann sagði að til þess að dæmið gengi upp þyrfti að vera auðvelt að koma því sem vinnslan tæki ekki á móti á uppboðsmark- aði. Rætt hefði verið um það að stofna fjarskiptamarkað en sú um- ræða hefði ekki leitt til neinnar niðurstöðu. „Allt það hráefni sem kemur að landi er tekið til vinnslu, við eigum ekki aðra möguleika," sagði Hannes Halldórsson hjá Norðurtanganum á ísafírði. „Sérhæfíng kemur einfald- lega ekki til greina. Við búum við kvótakerfí og það er augljóst að skipin þurfa þá oft að veiða annan físk en þann sem hentar vinnslunni á hveijum tíma.“ Hannes sagðist ekki búast við að sérstakir samningar yrðu gerðir um fískverð. Fyrst um sinn yrði miðað við síðustu skrá verðlags- ráðs. „Það er út í bláinn að spá um framhaldið. Þessi ráðstöfun verð- lagsráðs var á engan hátt undirbúin og ég sé ekki annað en að vandan- um hafi verið velt til fjölmargra lítilla verðlagsráða. Sjómenn hafa nú ekkert lágmark til að byggja afkomu sína á og þeir eiga ekki eftir að sjá eintómt 60-70 króna verð í framtíðinni eins og undan- fama daga á fískmörkuðunum," sagði hann.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.