Morgunblaðið - 20.06.1987, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 20.06.1987, Qupperneq 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. JÚNÍ 1987 Höfundar burðarþolsskýrslunnar: Draga fyrri fullyrðingar um jarðskjálftaþol til baka Segja að skýrslan hafi verið misnotuð og rangtúlkuð STARFSHÓPURINN sem vann hina umdeildu skýrslu um burð- arþol húsa í Reykjavík sendi í gær frá sér greinargerð. Þar segir að niðurstöður skýrslunnar hafi verið yfirfarnar með tilliti til yfirlýsingar byggingarfulltrú- ans í Reykjavík um að lægri álagsstuðull gildi í borginni en gert var ráð fyrir í forsendum nefndarinnar. Því sé ljóst að þau fjögur hús sem gerð var athuga- semd við varðandi jarðskjálfta- þol standist þessar kröfur. Einnig er bent á að þótt ein- hverjum atriðum sé áfátt í hönnun húsa gegn jarðskjálfta- álagi þá þýði það ekki að viðkom- andi byggingar séu i hrunhættu. Nefndarmönnum þykir miður hvemig reynt hafi verið „að mis- nota verk þeirra til að koma óorði á einstaklinga og jafnvel stimpla sem fúskara," segir orðrétt í grein- argerðinni. Benda þeir á að allt orki tvímælis, eins og fram hafí komið séu gögn oft óljós og því matsatriði hvemig túlka beri ein- stök atriði í stöðlum ef þeir eru fyrir hendi. Lögð hafí verið áhersla á að viðurkenndir hönnuðir með Flugsljór- ar fengu 17% hækkun FLUGSTJÓRAR í þjónustu Flug- leiða samþykktu nýgerðan kjarasamning á félagsfundi á fimmtudagskvöld. Að sögn Vil- hjálms Auðuns Þórðarsonar formanns Félags atvinnuflug- manna hækka laun flugmanna um 17% frá fyrri samningi. Aðr- ar breytingar eru þær helstar að vaktaálag kemur nú á laun, sem hefur lengi verið krafa flug- manna. Kjarasamningurinn gildir frá síðastliðnum áramótum til þeirra næstu. „Þetta er nokkum veginn í samræmi við þær kröfur sem við gerðum," sagði Vilhjálmur . en kvaðst ekki tilbúinn að ræða nánar hverjar kröfumar hefðu verið. Flugmenn hjá Amarflugi eru að heija viðræður við vinnuveitendur sína. Kristinn Sigtryggsson fram- kvæmdastjóri sagði að samningar væm skammt á veg komnir. Ekki væri hægt að segja hvort Flugleiða- samningurinn gengi yfír báða hópana, en þeir hafa jafnan verið nokkuð samstiga. áralanga reynslu gerðu könnunina og hafí til þess valist sérmenntaðir menn með yfir fímmtán ára starfs- reynslu. Þeim sé ljóst að ágreining- ur geti risið um niðurstöðu könnunarinnar varðandi þau hús þar sem lítið skorti á að þau stæð- ust allar kröfur. Jóhann vann Lerner JÓHANN Hjartarson vann i gær skák sína gegn Bandaríkjamann- inum Lemer en Margeir Péturs- son tapaði gegn Dolmatov frá Sovétrikjunum. Bæði Margeir og Jóhann voru með svart i skákum sínum í gær. Eftir sigurinn í dag er Johann í 3-5. sæti en hann hefur hlotið fjóra vinninga sam- tals. Sovétmennimir Romanishin og Domatov eru nú efstir á mótinu með §óran og hálfan vinning hvor. í dag teflir Jóhann við Vasjukov en Margeir við Lemer. Þeir eru báðir sovéskir stórmeistarar. Nefndin hefur ákveðið að hönn- uðir viðkomandi húsa geti komið að máli við hana og rætt um mann- virki sín, enda hafi slíkt þegar gerst í nokkrum tilvikum. „Heildamiðurstaða könnunarinn- ar er þó ljós, það er að segja ástand þessara mála er ekki nægilega gott og endurbóta er þörf á ýmsum svið- um svo sem varðandi staðlagerð, eftirlit og almenna þekkingaröfl- un,“ segir í lokaorðum greinargerð- arinnar. Sjá frásögn af ráðstefnu um burðarþol bygginga á bls. 46-47. Með sjúkraflugi frá Spáni PILTARNIR tveir er urðu fyrir bifreið á Benid- orm á Spáni síðdegis á þriðjudag lentu á Reykjavíkuflugvelli rétt uppúr níu í gærkvöldi með þotu frá Þotuflugi hf. Þeir voru fluttir þaðan rakleiðis á Borgarspítalann og mun líðan þeirra vera nokkuð góð eftir atvikum. Annar piltanna er ilia skorinn á baki en hinn er fót- brotinn. Á myndinni sjást sjúkrabílstjórar bera annan piltanna út úr flugvél Þotuflugs á Reykjavíkurflugvelli í gærkvöldi. Morgunblaðið/Þorkell Vaðalfjöll við Bjarkarlund í Reykhólasveit. Kosið í Reyk- hólahreppi KOSIÐ er í dag í hinum ný- stofnaða Reykhólahreppi og eru tveir listar í framboði. Alls eru um 265 manns á kjörskrá. Reykhólahreppur varð til við sameiningu fimm hreppa, Reykhóla-, Flateyjar-, Geira- dals,- Gufudals- og Múlahrepps og tekur sameingin formlega gildi 4. júli nk. Eins og áður sagði em tveir listar í framboði, U og R listar. Aðalmenn á U-lista, sem borinn er fram af fráfarandi sveitar- stjómum í öllum hreppum, em Guðmundur Ólafsson, Gmnd, Áshildur Vilhjálmsdóttir, Króks- fjarðamesi, Einar Hafliðason, Fremri Gufudal, Jóhannes Gísla- son, Skáleyjum, Smári Baldvins- son, Borg, Karl Kristjánsson, Gautsdal, og Valdimar Jónsson, Reykhólum. Aðalmenn R-lista, sem borinn er fram af samtökum um eflingu byggðar í Reykhólum, em Stefán Magnússon, Reykhólum, Haf- steinn Guðmundsson, Flatey, Daníel Jónsson, Ingunnarstöðum, María Björk Reynis(ióttir, Reyk- hólum, Dagný Stefánsdóttir, Seljanesi, Halldór Gunnarsson, Gilsfjarðarmúla og Sólrún Ósk Gestsdóttir, Reykhólum. Kosið er í fjórum kjördeildum. Geiradalskjördeild er í Kross- fjarðamesi, Reykhólakjördeild á Reykhólum, Gufudalskjördeild á Skálanesi og Flateyjarlqördeild í Flatey. Engin kjördeild er fyrir Múlahrepp. Þar er einungis einn á kjörskrá og er hann á sjúkra- húsi í Reykjavík. Talið verður í samkomusalnum á Reykhólum þegar gögn hafa borist úr kjör- deildum, en þeim er heimilt að hafa opið til 23. Viðbrögð við frjálsu fiskverði: Bindast fiskverkendur sam- tökum um lágmarksverð? Uppboðsmarkaðir á landsbyggðinni forsendur sérhæfingar FORRÁÐAMENN fiskvinnslustöðva á landsbyggðinni íhuga nú hvemig bregðast eigi við nýjum aðstæðum í atvinnugreininni, fijálsu verðlagi og uppboðsmörkuðum. Viðmælendur blaðamanns töldu líklegt að samtök yrðu mynduð á ákveðnum svæðum um fast lág- marksverð. Einn þeirra, sem kvaðst ekki ánægður með ráðstöfun verðlagsráðs, komst svo að orði að ráðið hefði velt vanda iðnaðarins yfir á „mörg lítil verðlagsráð" úti um land. Þótt fiskverkendur úti á landi skorti ekki vilja til þess að sérhæfa fyrirtæki til hagræðing- ar er sá möguleiki ekki fyrir hendi þar sem þeir hafa ekki aðgang að fiskmörkuðum fyrir sunnan, var samdóma álit þeirra sem rætt var við. Framkvæmdastjórar fískiðjuvera á Snæfellsnesi funda einhvem næstu daga til þess að koma sér saman um ákveðið verðlag á svæð- inu, að sögn Rögnvalds Olafssonar í Hraðfrystihúsi Hellissands. Hann sagði að líklega myndu Sambands- frystihúsin ekki verða þátttakendur í þessu samkomulagi. í frétt blaðsins í gær var greint frá því að Grandi í Reykjavík inn- leiði nú sérhæfíngu í þremur físk- tegundum og hafí tekið upp gjörbreytta verðskrá sem miðast við að aðeins verði keyptur sá afli sem hentar vinnslunni. Rögnvaldur sagði að sérhæfíng kæmi aðeins til greina á þeim svæðum sem hefðu aðgang að uppboðsmarkaði. „Að sjálfsögðu leiðir sérhæfing til hag- ræðingar, eins og Danir hafa sýnt fram á. Við þurfum hinsvegar að taka allan físk án tillits til að- stæðna, jafnvel marhnút ef svo bæri undir.“ Guðmundur Karlsson fram- kvæmdastjóri Fiskiðjunnar í Vestmanneyjum sagði að sérhæfíng væri til umræðu innan fyrirtækis- ins, en Ijóst væri að það myndi taka langan tíma að hrinda henni í fram- kvæmd. „Það má segja að litið sé á físk- vinnslufyrirtæki úti á landi sem einskonar þjónustu við byggðarlag- ið og við höfum talið okkur skylt að taka við öllum afla og greiða fyrir hann fullt verð,“ sagði Guð- mundur. Hann sagði að til þess að dæmið gengi upp þyrfti að vera auðvelt að koma því sem vinnslan tæki ekki á móti á uppboðsmark- aði. Rætt hefði verið um það að stofna fjarskiptamarkað en sú um- ræða hefði ekki leitt til neinnar niðurstöðu. „Allt það hráefni sem kemur að landi er tekið til vinnslu, við eigum ekki aðra möguleika," sagði Hannes Halldórsson hjá Norðurtanganum á ísafírði. „Sérhæfíng kemur einfald- lega ekki til greina. Við búum við kvótakerfí og það er augljóst að skipin þurfa þá oft að veiða annan físk en þann sem hentar vinnslunni á hveijum tíma.“ Hannes sagðist ekki búast við að sérstakir samningar yrðu gerðir um fískverð. Fyrst um sinn yrði miðað við síðustu skrá verðlags- ráðs. „Það er út í bláinn að spá um framhaldið. Þessi ráðstöfun verð- lagsráðs var á engan hátt undirbúin og ég sé ekki annað en að vandan- um hafi verið velt til fjölmargra lítilla verðlagsráða. Sjómenn hafa nú ekkert lágmark til að byggja afkomu sína á og þeir eiga ekki eftir að sjá eintómt 60-70 króna verð í framtíðinni eins og undan- fama daga á fískmörkuðunum," sagði hann.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.