Morgunblaðið - 20.06.1987, Page 17

Morgunblaðið - 20.06.1987, Page 17
V8GI ÍKUl .OS HUOAaaAOUAJ .aíaAJaMUOHOM MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. JÚNÍ 198F Týr heimsótti nágrannalöndin Endurgalt komur breskra herskipa hingað til lands VARÐSKIPIÐ Týr er fyrir skömmu komið til landsins eftir að hafa heimsótt Danmörku, Skotland og Færeyjar. Land- helgisgæslunni var boðið til Danmerkur í tilefni 400 ára af- mælis Fiskveiðieftirlits Dana og þaðan var haldið til Leith í Skot- landi til að endurgjalda komu breskra herskipa hingað til lands. Þetta er í fyrsta sinn sem íslenskt varðskip gerir svona víðreist. Skipherra á Tý var Sig- urður Árnason og með í förinni voru forstjóri Landhelgisgæsl- unnar, Gunnar Bergsteinsson og kona hans Brynja Þórarinsdóttir. Týr lagði af stað til Danmerkur 31. maí og kom til Kaupmanna- hafnar fímmtudaginn 4. júní. Sigurður Ámason, skipherra, sagði að ástæða þess að íslendingum hefði verið boðið að taka þátt í þessari afmælishátíð væri sú að árið 1587, þegar Danir sendu flota danskra herskipa til fískveiðieftir- lits, hefðu þau meðal annars farið á íslandsmið, auk eftirlits við Noreg og Færeyjar. „Þetta var ákaflega gagnleg og fróðleg ferð í alla staði; þama vom varðskip og fískveiðieftirlitsskip frá bæði Færeyjum og Skotlandi, og það var bæði mjög skemmtilegt og gagnlegt að fá þar tækifæri í fyrsta sinn til að fyrirhitta menn sem maður hefur margoft þurft að hafa samband við og talað við í gegnum síma. Auk þess sem heimsóknimar til þessara þjóða hafa gildi að því leyti að margt má af þeim læra,“ sagði Sigurður Ámason. „Þá fengum við höfðinglegar móttökur hjá þessum nágrönnum okkar. í Kaupmannahöfn heilsaði Margrét Danadrottning upp á yfír- menn þeirra erlendu skipa sem þama voru vegna afmælisins og ræddi stuttlega við þá, en þama vom gestir frá Færeyjum á eftirlits- skipinu Tjaldrið, og yfírmenn skoska fískveiðieftirlitsskipsins Orkney vom þama einnig. Einnig vom mótttökur fyrir yfírmenn í öll- um skipunum, þannig að gott tækifæri gafst til að kynnast þeim og sjá tækjakost skipanna. Sfðan var haldið úr höfn þann 8. júní og siglt til Skotlands og komum við þangað að morgni 10. júní. Við höfðum þar 36 klukku- stunda viðdvöl og héldum fund þar sem Gunnar Bergsteinsson, for- stjóri, útskýrði verkefni Landhelgis- gæslunnar. Það er okkur alveg ómetanlegt að kynnast þeim mönnum á per- sónulegan hátt sem hafa með þessi málefni að gera hjá nágrannaþjóð- um okkar. Samskipti við þær hafa aukist svo vemlega á sviði björgun- ar og leitarmála, auk þess sem við getum margt af þeim lært. Ég undr- aðist mjög umfang þeirrar starf- semi á sviði fískveiðieftirlits sem Skotamir hafa með höndum, þetta er gríðarlega stór floti sem þeir þurfa að fylgjast með, en þeir hafa yfír að ráða nýrri skipum og nýrri tækjabúnaði en til dæmis við hér heima. Ég gat þó ekki annað séð en að við stæðum þeim fyllilega á sporði hvað varðaði margvíslegan útbúnað," sagði Sigurður. Tý var síðan siglt til Færeyja og var komið þangað 13. júní. „Þar hittum við einnig yfírmenn fær- eyska fískveiðieftirlitsins, og var það sannarlega ánægjulegt að hitta þessa nágranna í suðaustri, sem við höfum haft mikil samskipti við, enda tóku þeir okkur ákaflega vel,“ sagði Sígurður. Týr kom svo til hafnar í Reykajvík 16. júní eftir að hafa farið sína fyrstu ferð af þessu tagi. Fiskveiðieftirlitsskip gestkomandi þjóða f röð við bryggju i Kaupmanna- höfn. Fremst má sjá norskt skip, þá færeyska skipið Tjaldrið og loks Tý. Sigurður Árnason, skipherra, ásamt þeim hjónum Jónasi Jónassyni, útvarpsmanni, og konu hans Sigrúnu Sigurðardóttur. O 2ö#í o fctúniur og 4 önnur góö tilboö Petúnian (Tóbakshorntójermpg^ns^su^^^ ssssasfisr aSæ“ birgöir endast. VerðkrTjgr Útipottar úr leir Ve ggpottar, hengipottar o.ft. 30-50% atsláttur Verö: 59S;- 387,- 498;- 299,- 238,- 30% afsláttur Verð: 4J6r- 291,- 33er- 235,- Svalakassar 30% afsláttur Verö: 100cmJ389T- 272,- 80 cm 3047- 213,- 60 cm l74’" í 3 stærðum meö 30% kynningarafslætti. Fagleg þekking - fagleg þjónusta. 365T

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.