Morgunblaðið - 20.06.1987, Qupperneq 59
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. JÚNÍ 1987
59
Skaðsemi óbeinna reykinga
Til Velvakanda
í upphafí skal endinn skoða seg-
ir gamall málsháttur og er hann
enn í fullu gildi og á við það mál
sem ég ætla að ræða hér. Skað-
semi reykinga er alltaf að koma
betur og betur í ljós nú á síðari
árum, og er talið að 300 íslending-
ar deyi árlega af völdum reykinga,
ýmist með beinum hætti eða óbein-
um. Hvemig í ósköpunum stendur
á því að á langflestum stöðum þar
sem fólk kemur saman eru
reykingar leyfðar bæði innan og
utandyra — hvar er réttur hinna
sem ekki reykja á þessum stöðum?
Samkvæmt bandarískum rann-
sóknum lækna og vísindamanna
hefur það komið í ljós að lungna-
krabbamein er þrisvar til fjórum
sinnum algengara hjá fólki sem
vinnur á stöðum þar sem reykingar
eru lejrfðar en á öðrum stöðum og
er þá átt við fólk sem ekki reykir.
Það er staðreynd að fólk sem vinn-
ur á vínveitingahúsum, hótelum,
mötuneytum og á matsölustöðum
er í mun meiri hættu að fá lungna-
krabbamein eða annað krabbamein
en þeir sem vinna í bönkum þar
sem reykingar eru ekki leyfðar.
Þetta var niðurstaða bandarískra
lækna og vísindamanna.
Það væri fróðlegt að fá að vita
það hversu oft þeir hjá heilbrigðis-
eftirlitinu hafa farið til dæmis í
vínveitingahúsin og mælt mengun-
ina þar undanfarin ár, sem er mun
hættulegri en sú litla mengun sem
kemur frá bílum eða verksmiðjum
hér á landi, sem þeir hafa svo
miklar áhyggjur af. Eru þetta nú
glæsileg vmnubrögð.
Og það er kominn tími til þess
að fólk fari að gera sér grein fyrir
því þegar það fer í vínveitingahús-
in að skemmta sér að það er að
setja sjálft sig í hættu. Eigendur
vínveitingahúsanna setja bæði
starfsfólk sitt í hættu og líka gesti
sína með því að leyfa reykingar á
þessum stöðum. Það eru engar
ýkjur að fólk er nánast hvergi
óhult fyrir tóbaksreyknum. í því
sambandi vil ég geta þess að ég
fór í Templarahöllina, sem er hús
stórstúku íslands, í vetur tii að
skemmta mér en ég varð fyrir
miklum vonbrigðum. Mjög víða
voru öskubakkar og í aðal dans-
salnum var öskubakki á hveiju
borði og allir máttu reykja sem
vildu. Er þetta nú í anda íslenskra
templara og hugsjóna þeirra? Það
þarf að setja stranga löggjöf um
það að reykingar séu bannaðar á
öllum mannamótum; í kvikmynda-
húsum, vínveitingahúsum, leik-
húsum, hótelum, matsöluhúsum,
mötuneytum og víðar. Það er aug-
ljóst að úr sjúkdómum sem rekja
má til óbeinna reykinga hér á landi
deyja mun fleiri en til dæmis úr
eyðni og því er löngu tímabært að
fara nú að taka á þessum málum
og láta þetta mál hafa forgang í
heilbrigðiskerfínu.
Bindindismaður
Þröngar akreinar á Stekkjarbakka
Til Velvakanda:
Ökumaður í Breiðholti skrifar.
Ég er sammála ökumanninum
sem skrifaði nýlega í Velvakanda
um þröngar akreinar á Stekkjar-
bakka á móts við söluskálann
Staldrið. í fyrsta lagi skagar eyjan
á gatnamótum Steklq'arbakka og
Reykjanesbrautar of langt út í göt-
una. Þetta er bagalegt þegar ekið
er af Reykjanesbraut til austurs inn
á Stekkjarbakka, á vinstri akrein.
Þama eru tvær akreinar til austurs
og vegna þrengsla má oft sjá bilana
á vinstri akrein rekast á eyjuna
(eins og glöggt má sjá af dekkjaför-
um þar). Þetta á sérstaklega við
þegar strætisvagnar eru á hægri
akreininni og taka mikið rými á
beygjunni. Annað er furðulegt við
þessar framkvæmdir. Á Stekkjar-
bakkanum á mótum Grænastekks
Þessir hringdu . .
Þökkum Guði
fyrir það sem
okkur er veitt
Helgi Elíasson hringdi:
„Mig langar að koma á fram-
færi þakklæti til sr. Pranks M.
Halldórssonar fyrir ræðu hans í
Dómkirkjunni 17. júní, þar sem
hann áminnti íslensku þjóðina um
að biðja hvorki um auðlegð né
fátækt, heldur sinn deilda verð.
Mér fínnst í raun og veru að við
var gömul hliðarrein frá dögum
vinstri aksturs þegar strætisvagnar
sem komu upp Blesugróf stönsuðu
þama á hominu. Þessi hliðarrein
nýttist vel í hægri akstri þegar bílar
beygðu af Stekkjarbakka upp
Grænastekk. Þá viku þeir inn á
hliðarreinina áður en beygt var til
hægri og þá var bein braut fyrir
þá sem á eftir komu og voru á leið
í Hólahverfí. Nú hefur einhver
reglustikuverkfræðingurinn (sem
kann ef til vill að mæla með reglu-
stiku á götuuppdrætti en virðist
ekki hafa bílpróf) ákveðið að loka
hliðarreininni með steyptum kanti.
Sá hinn sami sem mældi þetta á
uppdrættinum ætti að aka á eftir
þeim bílum sem beygja upp Græn-
astekk og upplifa þær tafir sem
hljótast af þegar ökumennimir
hægja á ferðinni á miðjum Stekkjar-
Sr. Frank M. Halldórsson
séum of kröfuhörð því mikill
meirihluti jarðarbúa verður að
sætta sig við mun lakari lífskjör
en íslendingar. Við ættum að
bakka í stað þess að geta notfært
sér hliðarreinina og greitt fyrir
umferðinni. Þetta er svo sannarlega
afturför því að þama er mikil um-
ferð bíla. Sams konar reglustikuað-
ferð hefur verið viðhöfð í Seljahverfi
þegar götur og bílastæði vom hönn-
uð. Þar er hreinlega ekki ætlast til
að gestir komi akandi að húsunum
og ef maður villist inn í rangan
botnlanga er ekki viðlit að snúa við
nema aka upp á gangstétt eða inn
á bílastæði húsanna. Ég skora á
þá sem þessum málum ráða að
skoða staðreyndir. Óframkvæman-
legt er að breikka götumar í
Seljahverfínu héðan af, en lítið mál
er að brjóta kantinn við Grænastekk
og opna inn á gömlu hliðarreinina
á nýjan leik. Ekki veitir af að liðka
fyrir umferðinni, jafn hrikaleg og
hún er orðin.
þakka Guði fyrir allt sem okkur
er veitt og fara betur með það
sem við eigum. Þá langar mig til
að minna á hin þekktu orð Thom-
asar Jefferson Bandaríkjaforseta:
Kostgæfínn lestur hinnar helgu
bókar skapar betri borgara, betri
feður og betri eiginmenn.
íslendingar em mikil bókaþjóð
en gleymist okkur ekki stundum
að lesa bók bókana af kostgæfni?"
Myndavél
Myndavél fannst við Fríkirkju-
veg 17. júní. Eigandi hennar getur
hringt í síma 44708.
Kettlingur gef-
ins
Fallegur kettlingur, svartur og
hvítur, fæst gefins. Upplýsingar
í síma 686901.
Sólstofur 10-13 fermetra.
Uppsettar fyrir innan við kr. 100.000
Vönduð gróðurhús.
Verð frá kr. 48.000 - 78.000
»r
Sýningar- & sölutjaldið
sími 626644
Borgartúni 26 (lóðin bak við Bílanaust)
Sýning um helgma.
Opið laugardag kl. 10-17,
sunnudag 14-17.
Vandaðir og traustir tjaldvagnar frá
Camp-Let á 13’ dekkjum. Uppsettir á
3 mínútum með fortjaldi.
M
Stór og óvenju vönduð hjólhýsi á hag-
stæðu verði. Góðir greiðsluskilmálar.
Einnig fyrirliggjandi vandaðar kerrur, t.d
fólksbíla-, jeppa-, kassakerrur og stórar
kerrur með sturtubúnaði.
Gísli Jónsson og Co. hf
Sundaborg 11, sími 686644