Morgunblaðið - 14.07.1987, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 14.07.1987, Blaðsíða 1
80 SIÐUR B STOFNAÐ 1913 156. tbl. 75. árg. ÞRIÐJUDAGUR 14. JÚLÍ 1987 Prentsmiðja Morgnnblaðsins Vopnasöhimálið: Þingmenn deila um ágæti Norths Washington, Reuler. ÞINGYFIRHEYRSLUM 'yfir Oliver North ofursta lauk í gær og er búist við að h^egt verði að fá John Poindexter til þess að koma fyr- ir þingnefndina í dag. Ekki kom neitt nýtt fram sem menn telja að geti varpað ljósi á málið, en hins vegar skiptust þingmenn mjög i tvo hópa um ágæti Norths og athafna hans. Samkvæmt skoðanakönn- unum Time og Newsweek velktist bandaríska þjóðin hins vegar ekki í vafa um persónu Norths, því um 60% þeirra sem spurðir voru voru jákvæðir í garð ofurstans. Morgunblaðid/Sverrir Veiðidagur í Meðalfellsvatni Um helgina var haldinn veiðidagur við Meðalfellsvatn í Kjós og gafst þá veiðimönnum kostur á að renna fyrir fisk í boði bænda þeirra sem veiðiréttinn eiga. Sem sjá má voru gestirnir á öllum aldri og sumir meira að segja ferfættir! írakar ráðast á franskt vöruflutningaskip: Spennan magn- ast á Persaflóa Bandarísk flotavernd hefst í næstu viku Viðyfir- heyrslurnar í gær var helst deilt um North sjálfan. Sögðu sumir að hann hefði ekkert einkaleyfi til þess að kalla Guð eða föður- landið sér til vitnis, það gætu fleiri. Aðrir hrósuðu honum hins vegar fyrir vel unnin störf. North varði stefnu ríkisstjórnar- innar gagnvart stjórninni í Nicar- agua af miklum sannfæringarkrafti og taldi að hinum ftjálsu ríkjum í álfunni stafaði mest hætta af sandínistum. Sagði hann að el’ kommúnistar treystu sig í sessi þar, myndi það leiða til þess að lýð- ræði í Mið-Ameríku væri fyrir bí og myndi skapa nýtt flóttamanna- vandamál. „Þið munið sjá lýði-æðið verða að engu í Mið-Ameríku, flóð- bylgja flóttamanna mun streyma yfír landamæri okkar og svo kann að fara að við munum reisa okkar eigin Berlínarmúr til þess að halda fólki utan landamæra okkar.“ í yfirheyrslunum þykir North hafa komið mjög trúverðuglega fyr- ir enda gefa skoðanakannanir til kynna að hann njóti nú mikilla vin- sælda. Hafa sumir jafnvel orðað hann við framboð. Hins vegar þyk- Trotsky innúr kuldanum? Moskvu, Reuter HELZTU fórnarlömbin í hreinsunum Jósefs Stalín í Sovétríkjunum kunna að fá uppreisn æru, löngu eftir að þau eru komin undir græna torfu. Þar á meðal er Leon Trotsky, sem um hálfrar ald- ar skeið hefur verið yfirlýstur landráðamaður. Þetta kom fram í grein í Iz- vestia eftir Yegor Yakovlyev, skjólstæðing Gorbachevs. I henni eru í fyrsta sinn nefndir allir ráðherrar í fyrstu stjórn Leníns. Trotsky er á þessum lista og er hann talinn upp á undan Stalín, en Trotsky var að lokum myrtur í útlegð í Mexíkó árið 1940 af útsendara Stalíns. Af 12 ráðherrum auk Leníns, Trotskys og Stalíns, létust þrír af eðlilegum orsökum. Hinum lét Stalín farga. ir Ijóst að fyrrum yfirmaður hans, aðmírállinn John Poindexter, sem á sínum tíma gegndi stöðu öryggis- málaráðgjafa forsetans, þarf að svara mörgum spurningum, en að líkindum hefjast yfirheyrslur yfir honum í dag. North kveðst hafa skilað skýrslum til Poindexter, sem hann átti að skýra forsetanum frá, en talsmenn Hvíta hússins segja að það hafi Poindexter láðst. Ítalía: Goria falin stjórnar- myndun Rómaborg, Reuter. OLLUM að óvörum bað Frans- isco Cossiga, forseti ítaliu, Giovanni Goria, fráfarandi fjár- málaráðherra Kristilegra demókrata, um að freista þess að mynda stjórn. Nú hefur verið stjórnarkreppa á Ítalíu í fjóra mánuði, en kosningar fóru fram fyrir mánuði. Takist Goria að mynda stjórn verður hann yngsti forsætisráð- herrann í 41 árs sögu lýðveldisins. Ráðuneyti hans yrði hið 47. í röð- inni. Undanfarna daga hefur forsetinn ráðgast við stjórnmálaleiðtoga landsins um það hvernig auðveldast sé að leysa stjórnarkreppuna. Akvörðun hans kom öllum á óvarí. þ.m.t. Goria sjálfum. Það hefur mjög torveldað stjórnarmyndun að sósíalistar hafa alfarið hafnað flokksformanni Kristilegra, Ciriaco De Mita, en talið er að þeir eigi auðveldar með að sætta sig við Goria. OPINBER sendinefnd frá Sov- étríkjunum kom til Israel í gær, sú fyrsta í 20 ár. Nefndin hefur sagst munu setja upp sovéska ræðismannsskrifstofu í Israel. Formaður nefndarinnar er Yev- geny Antipov. Hann sagði frétta- mönnum að nefndin myndi fá vinnuaðstöðu í finnska sendiráð- inu, en það fer með mál Sovét- manna í ísrael. Antipov sagði að nefndin myndi verða í landinu í Bahrain, Reuter. IRANIR gerðu enn árás á olíu- skip á Persaflóa í gær og minnkaði spenna á svæðinu ekki við það. Bandaríkjamenn til- allt að þijá mánuði til að end- urnýja vegabréf sovéskra borgara í ísrael og gera könnun á eignum sovésku kirkjunnar þar í landi. Sovétríkin slitu stjórnmálasam- bandi við ísrael í sex daga stríðinu 1967. Margir telja að för nefndar- innar sé til merkis um að stjórn- málasamband verði tekið upp á ný vegna tilrauna Sovétmanna að auka áhrif sín í Miðausturlöndum. Antipov neitaði öllum slíkum til- gátum og sagði að sá væri ekki tilgangur fararinnar. kynntu á hinn bóginn að skip frá Kuwait inyndu sigla undir banda- rískum fána frá og með næstu viku og þar með njóta flota- verndar Bandarikjanna. Arásin á franska skipið hefur gert sam- skipti Irana og Frakka enn stirðari en fyrr og er þá langt til jafnað. Flotavernd Bandaríkjamanna á Persaflóa hefst í næstu viku þegar bandaríski fáninn verður dreginn að húni i-isaolíuskipsins Bridgeton, sem er rúm 400.000 tonn að stærð. Bandarískir embættismenn í Washington töldu líklegt að Ronald Reagan, Bandaríkjaforseti, myndi undirrita tilskipun um umskráningu skipanna í dag — þrátt fyrir and- stöðu þingsins, sem óttast að Bandaríkin kunni að dragast inn í styijöldina milli Irans og íraks. Árásir á skip á Pcrsaflóa hófust árið 1984 og hafa alls um 300 skip laskast síðan. Franska gámaskipið Ville d’An- vers lagðist við akkeri í Bahrain í gær eftir að á það var ráðist. Talið er nær víst að það hafi verið íran- ir, sem réðust á skipið, en enginn særðist í árásinni. Fi-önsk stjórnvöld kröfðust í gær skýringa á þessu atviki og sögðust myndu leita réttar síns til fulls. Samskipti ríkjanna hafa verið mjög stirð að undanförnu. Iranska sendi- ráðið í París er umkringt þar sem meintur hryðjuverkamaður hefur leitað þar hælis. Þá segja Iranir að franskir tollverðir við svissnesku landamærin hafi gengið í skrokk stjómarerindreka þeirra. Stjórnvöld í Teheran hafa til- kynnt að þau muni ekki ráðast á nein skip hætti írakar að ráðast á olíuhreinsunarstöðvar og olíuskip Irana. Nú hyggjast Bandaríkjamenn fjölga herskipum sínum á svæðinu úr sjö í tíu — þar af eitt flugmóður- skip. Þá velta bandarískir aðmírálar því fvrir sér að senda orrustuskipið Missouri inn á flóann. Oliver North Sovésk nefnd til Israel Tel Aviv, Reuter.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.