Morgunblaðið - 14.07.1987, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 14.07.1987, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. JÚLÍ 1987 ftt**8tm&I*feifr Utgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aöstoöarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, MagnúsFinnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033. Askriftargjald 550 kr. á mánuöi innanlands. i lausasölu 50 kr. eintakiö. Hátíð á Húsavík Veðurguðir léku við lang- leiðina í fimmtán þúsund landsmótsgesti Ungmennasam- bands íslands á Húsavík um helgina er leið. Vandaður undir- búningur og vel heppnuð framkvæmd mótsins settu og skemmtilegan svip á þessa há- tíðardaga. Ekki skemmdi það heldur hátíðarbraginn að forseti íslands, Vigdís Finnbogadóttir, var viðstödd leikana og setti landsmótið — né það að nýskip- aður menntamálaráðherra, Birgir ísleifur Gunnarsson, lét það verða sitt fyrsta embættis- verk að ávarpa um tvö þúsund keppendur og tólf til þrettán þúsund aðra gesti og heima- menn við þetta tækifæri. í hita sjálfra Iandsmótsleik- anna bar það máske hæst að Einar Vilhjálmsson, spjótkast- ari, setti nýtt Norðurlandamet í grein sinni. Metin skipta að vísu ekki meginmáli ein og sér, en það eru engu að síður afreks- verk sem þetta er kynna eða markaðssetja, eins og það heit- ir á dægurmáli, almennings- íþróttir bezt. Afreksíþróttir eru traustasta undirstaða almenn- ingsíþrótta, bæði að því er varðar tekjuöflun og hvata til almennrar íþróttaþátttöku. Höfuðtilgangur íþrótta, sem vóru öxull landsmóts Ung- mennasambands íslands, er heilsurækt. Andlegt og líkam- legt heilbrigði einstaklinga hvílir ekki sízt á lífsmáta þeirra. Hollar neyzluvenjur og nægileg hreyfing ráða miklu um mann- lega velferð, ásamt menntun einstaklinganna, þekkingu þeirra og hugarrækt. Markmið- ið er heilbrigð sál í hraustum líkama. Það verður aldrei of mikið gert úr gildi æskulýðs- og íþróttastarfs. íþróttahreyfingin er — eða getur verið — hollur félagsmálaskóli ungu fólki, auk þess að stuðla að almennri heilsurækt. íþróttir eru síðast en ekki sízt nauðsynlegt mót- vægi gegn allskonar mýrarljós- um, sem keppa um tómstundir fólks á líðandi stund, og af- vegaleiða. Það er því góðs viti að íþróttasamband íslands og Landssamband ungmennafé- laga eiga þá fótfestu hjá þjóð- inni sem Húsavíkurhátíðin bar svo glæsilegt vitni um. Einstaklingar, fyrirtæki, sveitarfélög og ríki geta ekki margt betur gert til að stuðla að framtíðarvelferð vaxandi kynslóðar en að hlúa vel að samtökum íþróttafólks. Mikið at- vinnuframboð Dag hvurn er auglýst grimmt eftir fólki til margs konar starfa í dagblöð- um landsins. Síðastliðinn sunndag birtust rúmlega eitt hundrað atvinnuauglýsingar — á hálfri sjöundu síðu Morgun- blaðsins —. í mörgum þeirra er fjöldi starfa auglýstur. Að auki vóru auglýst allmörg útboð á margskonar verkum. Svo er að sjá sem allnokkur gróska sé í íslenzkum þjóðarbúskap. Víða um heim er atvinnuleysi landlægt. I sumum grannríkj- um okkar í V-Evrópu gengur langleiðina í tíundi hver vinnu- fær maður atvinnulaus. At- vinnuleysið er nánast þjóðarböl þar sem verst gegnir. Hér á landi hefur atvinnuleysi nánast verið óþekkt fyrirbrigði um langt árabil, ef undan er skilið tíma- og staðbundið atvinnu- leysi á fáeinum stöðum. I endað verðbólgutímabilið, "vorið 1983, vóru fjölmörg at- vinnufyrirtæki og heilar at- vinnugreinar við rekstrarstöðv- un. Atvinnuvegunum var gert að sæta tapi,. ganga á eignir qg safna skuldum árum saman. A þessum tímapunkti blasti við fjöldastöðvun fyrirtækja og at- vinnuleysi, ef ekki hefði verið gripið til strangra efnahagsráð- stafana, sem báru árangur, samhliða góðu árferði og hag- stæðari millirikjaverzlun. Mikið atvinnuframboð, um- fram eftirspurn, er einn vottur af mörgum umJþenslu í þjóðar- búskap okkar. Ymis hættuteikn verðbólgu eru og á lofti. Það er því full ástaða fyrir lands- feður og aðila vinnumarkaðar að ganga með gát til næstu framtíðar og rasa ekki um ráð fram. Það varðar mestu að ná verðbólgu niður á sama stig og í samkeppnislöndum okkar, tryggja rekstrarstöðu atvinnu- veganna og atvinnuöryggi almennings og auka svo þjóðar- tekjur á hvern vinnandi mann að þær rísi undir sambærilegum kjörum og bezt þekkjast annars staðar í veröldinni. í því efni er sígandi lukka bezt. Geir Garðarsson Waage fráfarandi formaður Prestafélags íslands: Biskupsþj ónustan fyrir löngu orðin einum manni ofviða Hömrum, Reykholtsdal. Á SÍÐASTA aðalfundi Prestafé- lags íslands, sem haldinn var í tengslum við Prestastefnuna i Borgarnesi, lét þáverandi for- maður af störfum, Geir Garð- arsson, sóknarprestur i Reykholti. Haf ði hann setið sam- fellt í stjórn prestafélagsins í 6 ár °g gegndi formannsstöðu síðasta árið sitt í stjórninni. Til að frétta aðeins af því, hvað helzt hefði verið að gerast i stjórninni þennan tima var Geir fyrst inntur eftir þvi, hvað hann teldi að mikilvægast hefði áunnizt á sínum stjórnartima. „Tvö merkileg mál hafa komið fram í skýrslum á meðan ég hefi setið í stjórn. Hið fyrra er skýrsla kirkjueignanefndar, sem fjallar um það hverjar séu eignir kirkjunnar, og hverjar hafi verið eignir kirkj- unnar síðan fyrir siðbót. Fyrir utan mjög mikinn sagnfræðilegan fróð- leik eru mikilvægar upplýsingar í skýrslunni um réttarstöðu kirkj- unnar og ýmissa kirkjueigna. Að vísu er ekki nema helmingur skýrslunnar kominn út, en von er á seinni hlutanum innan ekki mjög langs tíma. Onnur merkileg skýrsla kom út rétt fyrir Synodus i fyrra. Skýrsla svonefndrar starfskjaranefndar. í • þeirri skýrslu er samankominn mikill fróðleikur um kjör og starfs- aðstöðu presta en þau eru afar mismunandi. Að síðustu vildi ég nefna frum- varpið um starfsmenn þjóðkirkj- unnar, sem var lagt fyrir síðasta Alþingi. Öll þessi mál varða mjög presta." — í hverju er hagsmunagæzla Prestafélags íslands helzt fólgin? „Hagsmunagæzlu Prestafélags íslands sem stéttarfélags er á marga grein erfitt að greina frá starfsemi félagsins í þágu kirkj- unnar og kirkjumála almennt og yfirleitt. Það hafa miklar breytingar ver- ið að gerast í kirkjunni undanfarið, og það dregur að því, að fram fari mikil endurskoðun á málum henn- ar. T.a.m. samskipti hennar við ríkisvaldið. Ríkisvaldið er skyldugt að styðja og vernda þjóðkirkjuna — ekki einungis vegna tilvitnunar- innar í 62. gr. stjórnarskrárinnar, heldur umfram allt vegna kirkju- ordinanziu Kristjáns III. frá 1537, sem lögtekin var í Skálholti 1550 og í Hólastifti nokkru síðar. Það er ordinanzian, sem bindur ríki og kirkju. Hún er grundvöllur kirkjuskipunarinnar. Annars er kirkjuréttur afar losaralegur hér og mörg málasvið, þar sem lítinn sem engan stuðning er að hafa, enda lög og reglur flestar gamlar." — Breytir starfsmannafrum- varpið í sjálfu sér svo miklu innan kirkjunnar? „Eg tel mjög brýnt að starfs- mannafrumvarpið nái fram að ganga á Alþingi. Þar er m.a. gert ráð fyrir skiptingu núverandi bisk- upsdæmis upp í þrjú biskupsdæmi og að biskuparnir verði 3. Það er fyrir löngu orðið einum manni ofviða að láta í té þá bisk- upsþjónustu, sem nauðsynleg er, og það kemur niður á öllum þáttum kirkjunnar og málefnum hennar. Fullreynt er, að þjónusta vígslu- biskupanna getur ekki komið $ stað fullgilds biskups. Er skemmst að minnast þess, að þegar biskupinn veiktist var annar vígslubiskupinn settur til þess að gegna fyrir hann, þar sem lög voru ekki talin heim- Sóknarprestshjónin i Reykholti, Dagný Emilsdóttir og Geir Garðars- son Waage. ila báðum vígslubiskupunum að gegna þeirri þjónustu — hvorum í sínu stifti. Mér finnst voðalegt að þurfa að tilnefna mann S biskupskjör, finnst það nærri því jafngilda að hafa af honum heilsuna. Það jaðrar við mannfórn að leggja biskupsem- bætti á nokkurn mann eins og aðstæður þessa embættis eru nú hjá okkur. Stjórn prestafélagsins hefur fylgt stefnu, sem mjög hefur tekið mið af niðurstöðum skýrslanna, sem ég nefndi hér að framan. Starfsmannafrumvarpið er mótað af sömu sjðnarmiðum og ég geri ráð fyrir, að verði fylgt áfram. Einstakir sigrar eða ósigrar í stjórninni verða ekki tíundaðir hér, en ég hefi lært afar mikið af þeim ágætu mönnum, sem ég hefi starf- að með, og er þakklátur fyrir það traust, sem mér hefur verið sýnt í störfum." Hrakhólabrauð — I skýrslu þinni á aðalfundi Prestafélags fslands í Borgarnesi talaðir þú um hrakhólaembættin. Hvers konar embætti eru það? „Það hefur gerzt oft á undan- fðrnum árum, að prestssetursjörð- um hefur verið ráðstafað að einhverju eða öllu leyti — stundum f þágu prestsins eða f þágu stund- arhagsmuna og þá ekki f þágu prestsins. Stundum hefur prests- setrið verið flutt til og orðið að kumbalda úti í mýri. Hvað um það, einnig eru víða pretssetur f sveit, sem eru svo gerrúin öllum gögnum og gæðum, að þau eru algjörlega ólífvænleg prestinum. Önnur eru í svo laklegu ástandi, að útilokað er í þeim að vera og svo eru til algerlega óhýst prests- setur. Þannig eru úti um landið til prestar, sem eru á hrakhólum — eru ýmist leigjendur, sumir inni hjá öðru fólki, og enn aðrir verða jafnvel að búa langt frá — í öðrum prestaköllum eða prófastsdæmum. Vitaskuld eiga sÓknarprestar að búa f sfnu prestakalli, þannig að þeir geti gagnazt söfnuði sínum, hvenær semm er. Slíkt gera auðvit- að ekki þeir prestar, sem eru í svo miklu aðstöðuhraki fyrir sig og sína fjölskyldu, að þeir hafa hvorki efni eða aðstöðu til að þjóna sínu embætti. Sárast er, þegar prests- setrin hverfa með þeim hætti, að íbúðarhúsin eru gerð ónýt, eða presti komið fyrir í nærliggjandi þéttbýli eða þar sem íbúðarhús- næði er laust, en prestssetursjörðin með gögnum og gæðum seld. Þannig verða þau til hin gjörrúnu brauð, sem einskis njóta nema prestslaunanna. Reynslan er oft sú, að slík ráð- stöfun er undanfari þess, að enginn fæst til þess að þjóna og prestaköll- in leggjast niður. Einhleypingar geta lifað af prestslaununum, hugsa ég, en þau nægja engan veginn fjölskyldum. Það er ekki alls staðar hægt að fá vinnu fyrir prestsmakann. Svo er það tveggja manna starf að vera prestur. Prestskonan hefur margvíslegum skyldum að gegna fyrir utan hús- freyjustörfin. Sé húsmóðurstarfið vanmetið, sem rétt er, þá á það ekki síður við um störf prests- maddömunnar. Margvíslegir erfiðleikar steðja að prestssetrunum vegna fram- leiðslukvóta m.a. Þessar jarðir verða að gefa af sér eins og aðrar — verða að gefa arð til þess að hægt sé að halda þeim við. Búandi prestar eru flestir í sömu vandræð- um og bændur með lítil bú. Þeir mega ekki við neinni skerðingu. Kannski er kjarni málsins sá, að okkur finnst oftast, að okkar eigið ráðuneyti — kirkjumálaráðuneytið — haldi í engu utan um hagsmuni kirkjunnar hvað þá heldur prests- setranna. Okkur finnst, að oft höggvi sá er hlífa skuli," sagði Geir. Pétur Þorsteinsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.